Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 3. september 1972 TÍMINN 17 Kæri læknir, mér líður svo illa Kvillar þjá menn, og þeir verða fyrir ýmis konar slysum, Oft þarfnast þeir sjúkrahúsvistar, þótt ekki sé svo ævinlega. Eins er þetta með dýr. Þau veikjast og þau slasast, en hérlendis er ekki neitt hæli, þar sem dýr geta feng- ið bót meina sinna, ef i mannlegu valdi er að lækna þau. Erlendis er þessu öðru visi háttað. t flestum menningarlönd- um, eru dýrasjúkrahús, og má minna á, að i Stokkhólmi ris senn af grunni afarstórt og vandað dýrasjúkrahús, þar sem starfa munu hinir færustu dýralæknar og unnt verður að hjúkra öílum tegundum dýra á þann hátt, er menn kunna beztan. Ekki er þetta þó svo að skilja, að Sviar hafi ekki fyrr komið upp dýrasjúkrahúsum. Nýja sjúkra- húsið i Stokkhólmi verður bára stærra ög fullkomnara en aðrar slikar stofnanir, sem nú eru til i Sviþjóð. Alls eru þar fyrir fjögur stór dýrasjúkrahús: t Sollefteá, Stokkhólmi, Skara og Helsingja- borg. Sjúkraskýli, ætluð litlum húsdýrum eins og hundum og köttum eru viða um landið. Dýrasjúkrahúsið i Solleftea er nýjast þeirra fjögurra, sem nefnd voru. Það var vigt i aprilmánuði i vor. Og það kemur sannarlega i góðar þarfir, þvi að margir vilja fá ráðna bót á kvillum dýra ■ * ■ sinna: Hestur hefur stirðnað i liðamótum, köttur hefur fótbrotn- að, kanina hefur fengið útbrot kringum nefið eða hundur hefur fengið hvimleiðar meltingartrufl- anir. Dýrin þjást, og eigendur þeirra gera það lika — þeirra vegna. t biðstofum dýrasjúkra- húsa má sjá, að bæði dýr og menn kveinka sér. Þetta er bið i óvissu og þjáningu, en bak við býr sú von — hjá eigendum dýranna — að úr rætist. Myndirnar, sem fylgja þessari grein, eru úr sjúkrahúsinu i Sollefteá i Norrlandi. Þar hafði verið sjúkraskýli, ætlað dýrum, i ein fimmtán ár. En það var frum- stætt og fátæklegt og fullnægði engan veginn þeim kröfum, sem nú eru gerðar til slikra stofnana. Margur lögregluhundurinn varð að deyja fyrir aldur fram, þótt mikil eftirsjá væri að honum, af þvi að aðstaða til lækninga var slök, og þetta átti ekki siður við um dýr, sem einstaklingar áttu. Sjúkrahús eru yfirleitt dýrar byggingar, og það eru dýra- sjúkrahús lika. Dýrasjúkrahúsið i Sollefteá kostaði um sjötiu millj- ónir islenzkra króna, en hluta af þvi greiddi sænska rikið. Eru þar með taldar „sjúkrastofur” handa hundum og köttum og mörgum öðrum litlum dýrum. Hús og úti- vistarsvæði, sem ætluð eru stór- um dýrum eins og hestum og nautgripum, kostuðu aftur á móti Sollefteá-bær og félagssamtök ýmis, svo sem hestamannafélög. I dýrasjúkrahúsinu i Sollefteá geta nú verið samtimis sjötiu og fimm litil dýr og nitján stórgripir. Þar starfa þrir dýraiæknar, sjö hjúkrunarmenn, fjórir meina- tæknar og þrir menn við ýmis konar önnur störf. Daggjöld á hest eru rúmar fjögur hundruð krónur á dag, en rúmlega tvö hundruö og fimmtiu krónur fyrir hund eða kött. Læknisaðgerðir eru greiddar sérstaklega, og fyrsta viðtal við dýralækni kostar fimm hundruð krónur. Af þessu má ráða, aö það er talsvertdýrtað leita dýrum lækn- inga i sjúkrahúsinu. En fólk setur það ekki fyrir sig. Það spyr fyrst og fremst um batavonir. Slikt er yfirleitt viðhorf eigendanna, hvort sem í hlut á verðmætur hestur eöa hundur og köttur, sem fyrir löngu er oröinn likt og einn af fjölskyldunni, sem elur önn fyrir honum og hefur lengi notið návistar við hann. Það er gömul og ný saga, að sæmilega gert fólk ber fölskva- lausa umhyggju fyrir þeim, sem þaö hefur lengi haldið verndar- hendi yfir. A skurðstofu hestanna er hægt að hækka og lækka skurðarboröið að vild og til þæginda fyrir fólkið, sem starfar viö uppskuröinn. Skurðstofurnar eru búnar öllum fullkomnustu tækjum, eins og um skurðstofur á venjulegum sjúkrahúsum væri aö ræöa. MELAVOLLUR Fram - KR leika í dag kl. 17 Komið og sjáið léttleikandi lið Knattspyrnudeild Fram

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.