Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. september 1972 TÍMINN 3 »«K’ I 'Mw vAkZ&ífa*# ■X^iS&ræúf&lizqtii ?h! & Már Pétursson, formaður S. U. F., setur i þing þess á Akureyri. —Timamynd Róbert. FJÖLMENNASTA ÞINGIÐ bing S.U.F. á Akureyri er hið fjölmennasta, er haldið hefur verið i sögu samtakanna, nær tvö hundruð fulltrúar af öllum lands- hornum. t gær voru afgreiddar lagabreytingar og ' nefndarstörf hafin, og í dag verður fjallað um nefndarálit og kosið i trúnaðar- stöður. Þá mun Guðmundur Sveinsson, Bifröst, flytja erindi um stjórn- mál og ungt fólk. Slater kemur ekki en sendir peninga .•= c; Oi-vi -’.rt % ss V 1 % § <./* Frá gagnfræðaskólum Reykjavíkur Þriðjudaginn 5. september n.k., kl. 3-6 siðdegis, þurfa væntanlegir nemendur gagnfræðaskóla Reykjavikur (i 1., 2., 3. og 4. bekk) að staðfesta umsóknir sinar þar sem þeir hafa fengið skólavist. Nemendur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma sjálfir i skólana, heldur nægir að aðrir staðfesti umsóknir fyrir þeirra hönd. Umsóknir um 3. og 4. bekk, sem ekki verða staðfestar á ofangreindum tima falla úr gildi. Umsækjendur hafi með sér prófskir- teini. Gagnfræðaskólar borgarinnar verða settir 15. september. Nánar auglýst sið- ar. & m 4 & & iP-‘ M. >tv. >. ■sl> w í.’í; Fræðslustjórinn i Reykjavík. 1 . # Skákin Frh. af jþls. 20 Kazic sagöi, að á meðan samtali þeirra s’tóð, hefði Fischer verið brosandi út að eyrum og hinn ánægðasti, en hann heföi sagt sér að honum hefði fundizt einvigið mjög erfitt, og það hefði fylgt þvi mikiö álag og spenna. Eins og fallið hefði sprengja Kazic sagðist hafa verið á Hótel Esju meö dr. Euwe forseta Alþjóðaskáksambandsins, og hefði Euwe sagt, að skákin væri jafntefli, ef innsiglaöi leikurinn væri kóngur h3 (en leikurinn var biskup d7.) Skyndilega kom Lothar Schmid yfirdómari inn, þar sem við vörúm, sagði Kazic, og sagði okkur að Spasski hefði gefið skákina. Það var eins og sprengju hefði verið varpað, og ég ætlaði að rjúka strax af stað, sagði hann ennfremur. Þá sagði Schmid að þetta væri ekki opinbert enn, og blaðamenn mættu ekki segja frá þessu. Schmid sagði ennfremur við þá Euwe og Kazic að Spasski kæmi ekki i höllina. Nú var úr vöndu að ráða. Átti að segja Fischer frá þessu eða ekki. Eftir stuttar umræður, var ákveðið að Schmid hringdi til Fischers og segði honum frá þessu, og hann réði þá, hvort hann kæmi eða ekki. Égtók þá leigubil út á loftleiða- hótelið, sagði Kazic, og fékk þær upplýsingar, aö hannn- væri á herbergi 376, og þar drap ég á dyr. Enginn opnaöi og Cramer, aðstoðarmaður Fischers sagöi, að ekki mætti trufla hann og varnaði mér að komast inn til Fischers. Þá var ekkert annað að gera en fara og senda fréttina og hún fór héðan klukkan nákvæm- lega tvö, beint til fréttastofu minnar í Júgóslaviu — Tanjug og tveim minútum eftir að hún kom þangað, var búið að stöðva útvarpsdagskrána i Belgrad— útvarpinu, og Tanjug-fréttastofan tilkynnti Júgóslövum úrslit heimsmeistaraeinvigisns i Reykjavik. Leiðrétting rétt um taugaveikitilfelli i blað- u i gær var sagt, að rætt hefði >rið við Ólaf Ólafsson landlækn- , en það var misskilningur, gurður Sigurðsson landlæknir :tur ekki af störfum fyrr en 1. itóber næstkomandi, og var það inn, sem talað var við. Þegar úrslitastundin i heims- meitaraeinviginu i skák var að nálgast sendi forseti Skáksam- bands tslands Guðmundur G. Þórarinsson brezka auöjöfrinum, Slater boð um að vera viðstaddur krýningu heimsmeistarans og að afhenda sigurvegaranum i eigin persónu verðlaunaféð. I gær fékk Guðmundur skeyti frá Slater, þar sem hann þakkar boðið, en kveðst þvi miður ekki geta komiö þvi viö vegna anna, i dag, að vera viðstaddur krýningu Bobby Fischers sem heims- meistára i skák. Þá sendi Slater annað skeyti til eins af stjórnar- mönnum FIDE, brezka skák- mannsins Golombecks, þar sem hann baö hann um að færa þeim Bobby Fischer og Boris Spasski þau tiðindi, að hann hefði fengiö sér staka heimild frá Englands- banka til að senda þessa miklu verðlaunaupphæð úr landi. Skák- meistararnir munu fá frekari upplýsingar um sendingu verð- launanna á mánudaginn. 1 gær hafði Golombeck þegar tilkynnt Fischer um þessa ákvörðun Englandsbanka, en ekki hafð náðst i Spasski um miðjan dag i gær. Sérstakt leyfi þurfti frá Englandsbanka til að mega senda svona háa upphæð úr landi. Og á þeim tima, sem Slater tilkynnti um verðlaun sin til skák- mannanna, lá alls ekki fyrir vissa um, að Englandsbanki mundi leyfa þessa verðlaunaveitingu. Rithöfundur heldur mál- verkasýningu 1 dag opnar Jónas Guð- myndsson stýrimaöur mál- verkasýningu á Mokkakaffi, Skólavörðustig 3 A, en Jónas er einkum kunnur fyrir bækur sinar og skrif i blöð og timarit. Er þetta fyrsta málverkasýn- ing Jónasar, en hann hefur málað i mörg ár. Alls munu um 25 málverk vera á sýningunni, flest máluð á siðustu tveimur árum, og eru viðfangsefnin einkum sjó- sókn og sjávarþorp. Það er mál þeirra, sem séð hafa myndir Jónasar, aö hann sé ekki siður snjall myndlistar- maður en rithöfundur. Sýning- in verður opin frá 3.-24. sept- ember 1972. Verður nánar sagt frá sýn- ingunni siöar. Ráðskona og aðstoðarstúlka óskast að heimavistarskóla Nesjaskóli, Hornafirði óskar að ráða ráðs- konu til starfa á vetri komanda. Til greina kemur að ráða hjón, og mundi maðurinn þá annast ýmsa félagsmálastarfsemi nemenda. Einnig óskast aðstoðarstúlka. Umsóknir um aldur, menntun og fyrri störf sendist Rafni Eirikssyni skólastjóra, Sunnuhvoli, Nesjum, Hornafirði fyrir 15. september n.k., og veitir hann einnig nán- ari upplýsingar um störfin. Lofum þeimabMi ALLT I SKATT HJÁ LOMBARDY KJ—Reykjavík. Þeir munu ekki vera mjög ánægðir að þurfa að greiða mest- an hluta iauna sinna hér i skatta, aðstoðarmenn þeirra Fischers og Spasskis. Sérstaklega mun þetta eiga viö bandariska stórmeistarann séra Lombardy, sem er prestur og kennari, og veður ekki i pening- um vestan hafs. Hann mun i allt eiga að fá hér 1400 dollara, auk fæðis og húsnæðis, og nokkurra doilara i vasapeninga á dag. Samkvæmt skattalögunum mun hann eiga að greiöa 700 doll- ara i skatt hér, en þyrfti ekki að greiða nærri eins mikið I Banda- rikjunum, vegna þess hve tekju- lágur hann er að öðru leyti. • • DIESEL RAFST0Ð Óskum að kaupa notaða diesel rafstöð 150- 200 KW, 220/380 V, 50 riða. Nánari upplýsingar veitir Rafmagnsdeild Sambandsins, Ármúla 3, Reykjavik, simi 38900.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.