Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 9
Miövikudagur 6. september 1972 TÍMINN 9 i var jorðið ia Kötlu V í s a r a ö rannsóknastöðvum Eru þá ekki aörar slikar stöðvar á landinu? Ekki svo heitið geti. Þó eru til visar að náttúrurannsóknastöðv- um á nokkrum stöðum, en Katla er eina stöðin, sem hefur verið starfrækt opinberlega til þessa, f Surtsey rekur Surtseyjarfélagið svonefndaj kerfisbundnar rann- sóknir á gosinu og afleiðingum þess og fylgist með landnámi lif- vera á eyjunni. Þetta sama félag innréttaði lika rannsóknastofu i náttúrugripasafninu i Eyjum. Að þvi hlýtur að koma, að þarna verði sett upp rannsóknarstöð, enda er aðstaða til sliks óviða betri er. i Vestmannaeyjum. Þá má nefna þessa norrænu jarð- eldarannsóknastöð, sem mönnum hefur orðið tiðrætt um sem von er, þvi að lsland er kjörið land til eld f j a lla r an nsók na . Mér sýnist samt, að þetta verði fremur rannsóknastofnun en rannsóknastöð, þvi að flestir is- Tæki til þess aö ná jarðvegs- dýrum úr moldinni, smiðað sérstaklega vegna rannsókna á jarðvegslifi sumarið 1969. lenzkir jarðfræðingar virðast telja hana bezt komna i Reykja- vik. Náttúruverndarráð hefur, að undirlagi Finns Guðmundssonar. fuglafræðings, samþykkt að komið skuli upp vatnaliffræðistöð við Mývatn, sem á lika að annast fuglalif og jarðfræðileg fyrirbæri. Þetta þrennt hefur vakið mikla athygli útlendra visindamanna, enda er öll rannsóknaraðstaða i þessum efnum einstök hér á landi frá náttúrunnar hendi. Flogið hefur fyrir, að Háskólinn sé að undirbúa sjóliffræöistöð á Reykjanesskaga, en gamli Garðsskagavitinn hefur verið notaður til fuglarannsókna. Það hefur lika verið rætt um sjólif- fræðistöðvar við bæði Faxaflóa og Breiðafjörð. Guðmundur Ólafs- son, sem er einn af eigendum Kötlu, er um þessar mundir i Flatey á Breiðafirði við sjávar- dýrarannsóknir i samráði við há- skólann i Stokkhólmi, og ég veit, að hann hefur hug á að koma þar upp rannsóknastöð i likingu við Kötlu. Loks má nefna rjúpna- rannsóknastöð Finns Guðmunds- sonar i Hrisey og rannsóknar- stofu Gisla Sigurbjörnssonar i Hveragerði, þar sem fengizt er við rannsóknir á jarðvarma. Þetta eru þeir stöðvavisar, sem mér er kunnugt um. Fjölbreytt náttúruskilyrði Er Katla vel i sveit sett sem rannsóknastöð? Tvimælalaust. I flestum fjörð- um norðanlands liggja sjávar- fallastraumar inn með landinu vestanverðu en út að austan. Þorvaldsdalur er kjörið rannsóknarsvæði til jarðfræðilegra, jöklafræðilegra og liffræðilegra athugana. Þannig er þetta lika i Eyjafirði, svo að ferskur úthafssjór berst si- fellt upp að Árskógsströndinni. Sjávargróður er þess vegna mikill og dýralif fjölskrúðugt. Ég held lika að hvergi i Eyjafirði sé strandlengjan jafn fjölbreytileg að gerð og hér. Umhverfið á landi er heldur ekki eins fábreytt og mönnum kann að þykja við fyrstu sýn. Hér eru mýrar og fen, pollar og tjarnir. Lækir eru margir og sjávarlón íiggur fyrir botni Arnarnesvikur. Uppi á Kötlufjalli austan Þorvaldsdals er heimskautagróður keimlikur gróðri á Grænlandi norðaustan- verðu. Þar hafa menn fundið fá- gætar háfjallajurtir eins og fjallabláklukku og hreisturstein- brjót. Merkilegastur finnst mér samt Þorvaldsdalurinn. Það er leitun á heppilegri stað til jarð- fræðilegra, jöklafræðilegra og lif- fræðilegra athugana svo að ekki sé minnzt á vistfræðilegar rann- sóknir. Ég vildi helzt, að Kötlu yrði tryggður dalurinn sem rann- sóknarsvæði og þannig um hnút- ana búið, að eðlilegu náttúrufari þar yrði ekki hróflað. Margvísleg verkefni Hvernig er verkefnavali hátt- að? Stöðinni er ekki ætlað að stunda þær rannsóknir, sem vanalega eru kallaðar hagnýtar, heldur svonefndar grundvallarrann- sóknir. t reglugerð stöðvarinnar segir, að reynt skuli eftir föngum að kanna, skilja og útskýra það samræmi, sem rikir i hinum margþættu lifheildum i umhverfi hennar og kynna það almenningi. Umsvif mannkynsins eru orðin svo mikil og margháttuð, að viða veit nú enginn, hvað er eðlilegt umhverfi — af þvi að þvi hefur verið tortimt og ekki höfð sú fyrirhyggja að kanna það, á með- an timi var til. tsland er hins vegar stórt og þjóðin svo fámenn og allt til þessa svo vanmáttug á flestan hátt, að við höfum ekki unnið eins hörmuleg spjöll á okkar landi og sumar þjóðir aðrar á sinum, þótt auðvitað megi viða sjá hérlendis afleiðingarnar af andvaraleysi og slóðaskap i þess- um efnum. Það þarf ekki annað en að rölta um fjörurnar hérna i Eyjafirðinum til þess að sjá, að enn finnst fólk, sem heldur að sjórinn sé ruslakista, þangað sem fleygja megi alls konar drasli. Auðvitað verður ekki hjá þvi komizt að breyta náttúrunni á einhvern hátt, og þá kemur undir- stöðuþekking af þvi tagi, sem við reynum að afla, að notum, af þvi að allar breytingar verður að gera þannig að sem minnstu verði raskað, ef ekki á illa að fara. Annars höfum við unnið að margvislegum verkefnum allt siðan 1966, að Katla fæddist, en skipulegar rannsóknir hófust ekki að marki fyrr en sumarið 1969. Þá voru rannsakaðar lifverur i jarö veginum. Smíöa sjálfir tæki Þegar hér er komið sögu sýnir Helgi okkur rannsóknastofu Maurar úr einu jarövegssýni frá sumrinu 1969. stöðvarinnar. Þar rekum við augun i glertrektir fullar af mold og förum að hnýsast i þær og for- vitnast um hvað þarna sé á döf- inni. Þetta eru tæki, sem við settum saman hér i stöðinni vegna jarð- vegsrannsóknanna. Fyrst tökum við jarðvegssýni, sem svo eru látin i trektarnar, en undir hverri trekt er dálitil dós. Þessu næst kveikjum við ljós yfir trektunum. Þau kvikindi, sem i moldinni eru leita þá niður á við, af þvi að þau fælast ljósiö, auk þess sem moldin þornar smám saman ofan frá og hitnar og þessum dýrum geðjast hvorugt. Þau hafna þess vegna i dósinni, þar sem við get- um gengið að þeim. Sömu aðferð er beitt við orma, nema hvað þá er trektin fyllt með vatni og svo tappað af, þegar hentar. Siðan teljum við og greinum dýrin og gerum svo skýrslur og linurit. Auk þessara rannsókna byrj- uðum við rannsóknir við Mývatn sumarið 1970 i sambandi við Laxármálið. Iðnaðarmálaráðu- neytið tók við þeim athugunum árið eftir. Við höfum lika fengið kafara til þess að athuga botndýr og sjávargróður hérna út af Vikurbakkanum og stöðugt er unnið að söfnun fjörudýra og þör- unga, svo að eitthvað sé nefnt. Sumt af þessu er unnið i sam- vinnu við útlenda visindamenn, sem hingað koma til rannsókna, eða koma hér við á námsferða- lögum með nemendum sinum. Stöðinni er nefnilega likað ætlað að vera kennslustofnun, þvi að náttúran sjálf er langbezta hjálpartækið við alla liffræði- kennslu. Það eitt að skoða hið haglega gerða hús hrúðurkarlsins er á við langa lexiu. Þröngur fjárhagur Á stöð eins og þessi ekki örðugt um vik fjárhagslega? Akureyrarbær og sveitarfélög- in við Eyjafjörð hafa verið stöð- inni mjög hliðholl, en framlag rikisins er hins vegar ekki ýkja- hátt. Við félagar, sem keyptum þessi býli, höfum gert stöðina að sjálfseignarstofnun og gefið henni rannsóknarhúsið, og ætlunin er að jörðin renni lika til stöðvarinnar. Mér þætti bezt að náttúrugripa- safnið á Akureyri og Katla rynnu saman i eitt og úr yrði náttúru- fræðistofnun Norðurlands. En það yrði litlu bæjarfélagi eins og Akureyri ofviða. Þess vegna finnst mér að breyta þurfi fyrir- komulagi á framlögum rikisins til náttúrufræðistofnana úti á landi, þvi að það er mjög óréttlátt eins og er. t Reykjavik eru margar og stórar náttúrufræðistofnanir, en Reykjavikurborg þarf ekkert til þeirra að leggja. Sveitarfélögin úti á landi verða hins vegar að greiða nær allan kostnað af sinum náttúrufræðistofnunum. Mér finnst, að á þessu ætti að vera svipað fyrirkomulag og er á fjár- veitingum til byggðasafna. Það er heldur ekki laust við að ég hafi orðið þess var að helztu forráðamenn náttúrufræðirann- sókna á þessu landi véfengi allar þær rannsóknir, sem ekki er stýrt frá Reykjavik. Náttúrumin jaskrá Helgi hefur mörg járn i eldinum eins og sjá má og er þó ekki allt talið. Hann er lika forstöðumaður náttúrugripasafnsins á Akureyri, sem sinnir margvislegum verk- efnum öðrum en söfnun og varð- veizlu náttúrugripa. Nýlega hóf Frámhald á bls. 13 Rannsóknarstööin Katla á Árskógsströnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.