Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.09.1972, Blaðsíða 12
11 TÍMINN Miövikudagur 6. september 1972 Þegar ég kom aftur inn i eldhúsið hafði Vance breytt þar öllu eftir sinu höfði. Hressandi blæ lagði inn um gluggann, sem hann hafði opnað. Stólunum hafði verið ýtt út að veggjunum, og gömlu hjúin og reifabarn- ið og telpan voru öll farin. Drengurinn var i óðaönn að dæla vatni i fötu, sem hann setti frá sér við vaskinn og þrekvaxni maðurinn dökkhærði þvoði af kappi borðið, sem rauði dúkurinn og diskahlaðinn var á, er við komum fyrst inn. — Vance stóð enn við vaskinn og hvimaði til beggja hliða. Ég vissi ekki, hvað hann sagði, en ég sá á látbragði hinna, að hann skipaði fyrir verkum. Ég stóð i dyrunum og horfði á það sem fram fór. Ég fann, að mér var ofaukið þarna. Ég var hrædd og ráðalaus, og þegar mér varö litið á hendur minar, virtust mér þær undarlega van- megnugar. Hvaða gagn var að þeim, þegar i nauðir.rak? hugsaði ég. Þeim hafði aldrei verið beitt til annars en að halda á penna og málara- bursta og einskisnýtu kvendóti. t þessari andrá varð Vance min var. „Agætt”. Hann kinkaði kolli er hann sá vasaljósið. „Það er bezt fyrir yður að horfa ekki á, ef yður er hætt við yfirliði, en ef þér eruð vel brjóstheil... Viljið þér hjálpa mér til?” „Auðvitað vil ég það. En hvað get ég gert”. Ég drap fingri á annað eyrað til þess að minna hann á baga minn. „Þér þurfiðaðeins að nota hendurnar”, svaraði hann. „Getið þér haldið ljósinu vel stöðugu fyrir mig? Gott. Ég vil siður biðja frú Galló um það sjálfa. Það væri of mikil áraun fyrir móður, þó að hún sé óvenju hugprúð. Skritið, að þið skylduð þekkjast. Þér vilduð kannske tala við hana, meðan ég er að undirbúa mig og svæfa barnið. Hún verður nóg að þola, þótt hún horfi ekki á aðgerðina. Heppilegt, að ég hafði nóg svæfi- lyf með mér”. Angeletta kom i þessum svifum með svuntur á handleggnum. Vance tók þá stærstu, sem hann fann, og baít hana á sig með sama hátiðleik og hann væri að fara i læknisslopp. Siðan tók hann tösku sina og raðaði áhöldum sinum á hreint handklæði og fór gætilega að öllu. „Letta!” Ég tók við svuntunni, sem hún rétti mér — gisinni, stór- skræpóttri bómullarsvuntu, er sizt af öllu hentaði að bera við þetta tækifæri. „Letta”, reyndi ég aðsegja aftur. „Mig tekursárt...”. Hún leit á mig þreytulegum, döprum augum og hjálpaði mér til að láta á mig svuntuna. Mig langaði til þess að láta hana finna samúð mina, en fann ekki hæfileg orð til þess að tjá henni hana. „Þér er það ekki á móti skapi, þótt ég geri þetta?” Hún hristi aðeins höfuðið og batt á mig svuntuna. „Þvi að ég dreg mig i hlé, ef svo er. Ég hefði aldrei farið þetta ef ég hefði vitað, hvernig ástatt var, en fyrst ég er komin hingað, vil ég gjarna verða að einhverju liði. Læknirinn segir, að það sé igerð i eyr- anu á honum, og enginn mun óska þess heitar en ég að geta hjáipað eitthvað til. Sjálf er ég heyrnarlaus, Letta.veiztu það?” „Hann sagði mér það”. Hún leit til Vance, sem stóð við eldstóna yfir rjúkandi vatnspotti. „Ég vissi það ekki áður”. Ég fór með henni inn i herbergið inn af eldhúsinu. Það var óþrifalegt og illa lýst. Alls staðar voru hrúgur af rúmfötum og fatnaði, og stórt og sligað rúm við vegginn. t litilli kytju, sem stóö við rúmið, mókti lítill og grannleitur drengur. Hann sneri andlitinu frá mer, en ég sá, hve brjóstið hófst og hneig ótt, er móðir hans laut yfir hann. Litill róðukross og talnaband hékk á nagla á þilinu, og kerti i rauðum stjaka brann á hillu undir likneskju af Mariu guðsmóður með barnið. Þótt hún væri úr pjátri og illa máluð, hvildi yfir henni virðulegur helgiblær. Mér varð litið af likneskjunni á Angelettu. Hún laut yfir barn sitt með örvænt- ingarfulla ást móðurinnar mótaða i stellingar sinar og svip. Gömlu meistararnir hefðu ekki getað túlkað móðurástina betur i heilsteyptu listaverki. t júni mánuði næstkomandi voru sjö ár liðin siðan við Angeletta tók- um á móti prófskirteinum okkar i viðhafnarsal menntaskólans. Við höfðum verið hátiðlegar i bragði og lotningaríullar, er við gengum inn skrýddan salinn, en þó ákafar og eftirvæntingarfullar. Angeletta var fögurog vonhýr þann dag, léttur roði i kinnunum og augun stór og skær eins og i barni á jólamorgni. Ég veit ekki, hvernig ég hef komið öðrum fýrir sjónir en sjálfsagt hefur mér verið lfkt farið Hvorug okkar mundi lifa slika stund aftur, svo mikið er vist. Mæðusvipurinn á andliti Angelettu og gopalegur kjóllinn, sem hún var i, gerði hana ellilega. Hún var fátæk, en hún stóð mitt I iðu hins ólgandi lifs, sem mér hafði ekki orðið auðiðað njóta. Meðanéghafði rykfalliðá hillu mannfélagsins þar sem hvorki næðingur né sólarylur né magnþrunginn ilmur jarðar náði til min, hafði hún borizt áfram með straumi lifsins, sem byltist frá gleymdri fortið inn i endalausa framtið. Fegin hefði ég viljað gera Angelettu grein fyrir þvi, sem mér bjó i brjósti. En hún myndi hvorki hafa viljað hlusta á mig né trúað mér. Þótt hún gæfi það ekki i skyn með einu einasta orði, vissi ég, að hún öfundaði mig af þeim lifsþægindum og þvi lifsöryggi, sem var mér svo litils vert. Hún tók drenginn upp. Hann gróf andlit sitt milli brjósta hennar, og hún þrýsti mögrum sterkum handleggjum sinum utan um hann. Ég læsti greipunum saman fyrir aftan bak, svo á ég fyndi ekki eins sárt til þess, hve tómhent ég var. En mér gafst ekki timi til mikilla heilabrota, þvi að Vance rak höfuð- ið inn um gættina og skipaði mér að koma. „Þér þurfið ekki að horfa á”, sagði hann. „Þér standið aðeins á gólf- f jölinni þeirri arna, sem stóri kvisturinn er i, og haldið ljósinu eins stöð- ugu og þér getið”. Ég tók mér stöðu, þar sem hann benti mér, og var þakklát fyrir það litla hlutverk, sem mér var falið. Þótt ég yrði sjálfsögðu vör manna við borðið, leit ég aldrei framan i þá né reyndi að fylgjast með þvi, sem þeir sögðu. Jafnvel magnvana likami barnsins, sem hvíldi á linlaki á borðinu, dró minna að sér athygli mina heldur en hendur Mereks Vance, sem þrifu hvert verkfær- ið af öðru. klæddar þunnum gúmmihönzkum. Ég undraðist að aldrei skyldi óstyrks eða hiks verða vart. Þungan eim af klóróformi lagði að vitum mér, og torkennilegur þefur blandaðist vatnsgufunni og hita- svækjunni frá steinoliulampanum Égsá rauða rák myndast og breikka ört, er læknirinn renndi eggjárni sinu inn i hlustina. Mér hafði aldrei komið til hugar, að hægt væri að framkvæma svona aðgerð með jafn óskeikulli nákvæmni og ég nú komst að raun um. Mér fannst vasaljósið verða æ þyngra i hendi mér, og ég var að ein- beita allri orku minni til þess að halda þvi stöðugu. Handleggurinn dofnaði, og ég var að hvila hendurnar til skiptis. öll athygli min beind- ist orðið að ljósbaugnum og hendur Vance urðu fyrir sjónum minum að ólögulegum öngum. Ég beit á jaxlinn og sparn fótunum fastar við gólf- ið. En svo fann ég ekki lengur til þess heldur. öll skynjun min beindist að ljósinu, sem mér hafði verið falið i hendur og ég varð að halda stöð- ugu. Svo vaknaði ég skyndilega til fullrar meðvitundar, og umhverfið skýrðist fyrir sjónum minum. Karlmaðurinn og drengurinn höfðu lyft barninu upp af borðinu, og Angeletta ýtti kytjunni til þeirra. A gólfinu lágu votar rýjur og baðmullarhnoðrar á dreif og linlakið á borðinu var Lárétt 1) Fjall,- 5) Gælunafn,- 7) Æð.- 9) Doka við,- 11) Ess.- 12) Drykkur.- 13) Mál,- 15) Ambátt,- 16) Tunna.- 18) Dauði.- Lóðrétt 1) Ruslið.- 2) Sæl- 3) II,- 4) Nit.- 6) Ókátur.- 8) Ein,- 10) Eld,- 14) Nef,- 15) DDR,- 17) Læ.- Lóðrétt 1) Vökvaþörf,- 2) Blóm,- 3) Þófi,- 4) Farða,- 6) Tilsnjó- að.-8) Kona.- 10) Borða.- 14) Happ.- 15) Poka,- 17) 1500,- X Ráðning á gátu Nr. 1198 Lárétt 1) Rósina,- 5) Æli - 7) Sel - 9) Tek,- 11) LL- 12) Lá,- 13) Inn,- 15) DDT,- 16) Eld,- 18) Ifærur.- MIÐVIKUDAGUR 6. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan „Þrútið loft” eftir P.G.Wodehouse. Jón Aðils leikari les (18). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 a. Lög eftir Björn Franz- son við ljóð eftir Þorstein Erlingsson. Þuriður Páls- dóttir syngur b. Rapsódia c. Lög eftir Sigur- svein D. Kristinsson við ljóð eftir Þorstein Erlingsson. 16.15 Veðurfregnir. Kaffitréð. Ingimar óskarsson náttúru- fræðingur flytur erindi. 16.40 Lög leikin á fagott. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Jói norski”: A sildveið- um með Norðmönnum Er- lingur Daviösson ritstjóri byrjar aö rckja minningu Jóhanns Daniels Baldvins- sonar vélstjóra á Skaga- strönd. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins: 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frá ólympiuleikunum i Munchen. Jón Asgeirsson segir frá. 19.40 Daglegt inál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.45 Alitamál.Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 21.10 Einsöngur. 20.30 Sumarvaka. a. Gullkistan gleymda. 21.30 Útvarpssagan „Dalalif” eftir Guðrúnu frá Lundi. Valdimar Lárusson les (19). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn sem breytti um andlit” eftir Marcel Aymé Kristinn Reyr les (20). 22.35 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 6. september 18.00 Frá Ólynipiuleikunum Kynnir Ómar Ragnarsson (Evrovision) Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Steinaldarmcnnirnir Skáti er ávallt hjálpsamur Þýðandi Sigriður Ragnars- dóttir. 20.55 Fjöllin blá Bandarisk mynd um Klettaf jöllin i Norður-Ameriku. Fjallað er um landslag og leiðir, nátt- urufar og náttúruauðæfi. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. Þulur Guðbjartur Gunnarsson. 21.45 Valdatafl Brezkur fram- haldsmyndaflokkur. 11. þáttur. Upp komast svik um siðir Þýðandi Heba Július- dóttir. 1 tiunda þætti greindi frá þvi, að Wilder þurfti að nýju aö hafa samskipti við Hagadan, vin konu sinnar, en hann hafði ráðist til starfa hjá fyrirtæki, sem hafði talsverð skipti við Blighfeðgana. Wilder neitar að hafa nokkuð saman við Hagadan að sælda, og krefst þess af konu sinni, að hún slitiöllu sambandi við hann. 22.30 Frá heimsmeistaracin- viginu i skák Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. Verði ekki tilefni til skák- skýringa, verður endursýnt efni frá ólympiuleikunum i Miinchen Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.