Fréttablaðið - 17.03.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 17.03.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR ÁRANGUR Í FERÐAÞJÓNUSTU Málstofa um árangur í ferðaþjónustu verður haldin í Odda í Háskóla Íslands klukkan 12.15. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskipta- og hagfræðideild, mun meðal annars fjalla um þá þversögn sem kemur fram í mikilli fjölgun ferða- manna og lélegri afkomu í greinum ferðaþjónustu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM BJART OG FLOTT í höfuð- borginni og víða sunnantil. Skúrir eða slydduél á Norðurlandi. Sólin er farin að ná að verma svolítið yfir hádaginn og gæti hitinn sunnan til víða náð 6-8 stigum. Helgin verður svöl. Sjá síðu 6. 17. mars 2004 – 76. tölublað – 4. árgangur ● ætlar að rekja garnirnar úr dömunum Pétur Jóhann: ▲ SÍÐA 16 Hittir Sugababes ● senda FIDE kaldar kveðjur Kasparov og Karpov: ▲ SÍÐA 30 Hressir á Íslandi ● 50 ára í dag Ísólfur Gylfi Pálmason: ▲ SÍÐA 16 Frelsi til að fíflast ● íslenskan er málið ● á réttri hillu Guðni Kolbeinsson: ▲ SÍÐUR 18-19 Sleppir ástarhjali og fer beint í bardagann LÉLEG VEIÐI Nú stefnir í að um 200 þúsund tonna loðnukvóti veiðist ekki á ver- tíðinni. Þjóðarbúið verður af háum upp- hæðum og verksmiðjur víða um land fá lít- ið sem ekkert hráefni til vinnslu. Sjá síðu 4 RÉÐST Á SAMBÝLISKONUR Héraðs- dómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekaðar og tilefnislaus- ar árásir á sambýliskonur sínar. Sjá síðu 2 LÆKKA SKATTA Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka skattaprósentuna um tæp tvö prósent. Markmiðið með lækk- un skattanna er að koma hreyfingu á efna- hagslífið. Sjá síðu 2 MIKIL AUKNING Ríflega 7.000 tonn af fersku grænmeti voru flutt hingað til lands í fyrra, sem var rúmlega 13% aukning frá ár- inu áður. Tekjur ríkissjóðs af innflutningnum námu ríflega milljarði króna. Sjá síðu 6 MADRÍD, AP Spænska lögreglan telur sig hafa borið kennsl á fimm Marokkómenn sem eru grunaðir um að hafa komið sprengjunum fyrir sem kostuðu 201 mann lífið í tilræð- inu í Madríd. Þá hefur maður af alsírskum uppruna verið tekinn til yfirheyrslu vegna gruns um að hann hafi vitað af tilræðunum. Franskur rannsóknarlögreglu- maður kveðst hafa fundið bein tengsl á milli Jamal Zougam, eins þeirra sem voru handteknir á laug- ardag, og trúarleiðtoga marokk- óskrar öfgahreyfingar sem var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir þátt sinn í mannskæðum árásum í Casa- blanca í Marokkó á síðasta ári. Danir kölluðu í gær eftir auknu samstarfi leyniþjónusta ríkja Evr- ópusambandsins. „Atburðirnir í Madríd sýna fram á mikilvægi þess að styrkja samvinnu við það að vinna bug á hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen for- sætisráðherra. Goh Kun, starfandi forseti Suð- ur-Kóreu, fyrirskipaði í gær aukinn varnarviðbúnað og vísaði til ótta við árásir í kjölfar árásanna í Madríd. Franska lögreglan hóf í gær rannsókn á hótunum sem bárust frá íslömskum hóp sem nefnir sig „Þjónar Allah hins almáttuga og vísa“ en ekki var gefið út hverju hefði verið hótað. ■ nám o.fl. SORG Á SELFOSSI Ungur drengur lést eftir að hafa orðið fyrir voðaskoti á Selfossi á mánudaginn. Mikil sorg ríkir í bænum vegna atburðarins og lögðu börn rósir á bekk þar sem drengurinn fannst látinn. Sjá nánar bls. 10 Lögreglan telur sig komna á spor tilræðismanna í Madríd: Leitað að fimm Marokkómönnum Snýr sökinni upp á Sharon: Qureia til í viðræður RAMALLAH, AP Ahmed Qureia, forsæt- isráðherra Palestínu, segist reiðu- búinn að hefja friðarviðræður við Ísraela. Með þessu svarar hann yfirlýsingu Ariels Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, sem sagði í fyrra- dag að ekki væri að finna einn ein- asta palestínskan ráðamann til að ræða við um frið þar sem Palestínu- menn hefðu ekki staðið sig í að koma í veg fyrir árásir á Ísraela. „Ef Ísraelar halda áfram að segja að það sé enginn Palestínumaður reiðubúinn til viðræðna hljótum við að segja að það sé enginn Ísraeli reiðubúinn til viðræðna,“ sagði palestínski forsætisráðherrann á ráðstefnu um efnahagsmál sem haldin var í Ramallah. Qureia sagði Palestínumenn staðráðna í að leita leiða við að koma á friði en að Ísra- elar hlypust undan ábyrgð sinni. ■ Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 ÁRÁSUNUM MÓTMÆLT Fjöldi fólks kom saman í Alcala de Henares fyrir utan Madríd í gær og lýsti andstöðu sinni við árásirnar á fimmtudag. ARIEL SHARON Ísraelskir og palestínskir ráðamenn saka hvorir aðra um að hlaupast undan ábyrgð. TETRA Einn lánardrottna Tetra Ís- lands hefur, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins, ekki tekið til- boði um niðurfellingu hluta krafna á hendur félaginu. Frestur til þess rennur út á hádegi í dag. Taki ekki allir kröfuhafar tilboð- inu verður að freista þess að semja á nýjan leik, leita gjald- þrots eða leita eftir auknu hlutafé. Sá sem hefur ekki tekið tilboðinu vill fá tryggingu fyrir áframhald- andi viðskiptum fallist hann á niður- fellingu. Núgildandi samningur er þannig að Tetra vill fá hann lag- færðan, til lækkunar. Samkvæmt tilboði Tetra fengi viðkomandi greiddar tæpar 3,4 milljónir króna af tæplega sjö milljóna kröfu. Samkvæmt tilboði sem sent var öllum kröfuhöfum í vikubyrj- un mun Tetra greiða að fullu allar kröfur undir einni milljón króna að nafnvirði. Kröfur yfir einni milljón verða greiddar með einni milljón króna og að auki 40% af eftirstöðvum. Samtals eru fjórtan kröfur hærri en ein milljón króna á hend- ur Tetra frá þrettán lánardrottn- um. Heildarupphæð þessara stærstu krafna er rúmar 740 milljónir króna. Tetra hefur óskað eftir því við tvo stærstu lánar- drottnana, Lýsingu og Landsbank- ann, að tæplega 322 milljónum af 566 milljóna heildarskuld við lánastofnanirnar verði skuld- breytt en afgangurinn, rúmar 240 milljónir, verði felldur niður. Aðrir kröfuhafar sem eiga milljón króna kröfu eða hærri á hendur Tetra þurfa samkvæmt samningnum að fella niður rúm- lega 100 milljónir af kröfum sín- um. Sparisjóður vélstjóra þyrfti að fella niður rúmar 34 milljónir af 57 milljóna kröfu og Landssím- inn tæpar 38 milljónir af 65 millj- óna króna kröfu. the@frettabladid.is Framtíð Tetra gæti ráðist í dag Frestur lánardrottna til að taka afstöðu til eftirgjafar hluta krafna sinna á hendur Tetra Íslandi rennur út í dag. Að minnsta kosti einn kröfuhafa er andvígur eftirgjöf þar sem Tetra vill segja upp þjónustusamningi við hann. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA Kárahnjúkar: Vinna bönnuð KÁRAHNJÚKAR Vinnueftirlitið hefur bannað vinnu á þeim stað í Hafra- hvammsgljúfri við Jökulsá á Dal við Kárahnjúka þar sem banaslys varð aðfaranótt mánudags vegna grjóthruns. Bannið kemur í kjölfar ákvörð- unar Impregilo um að stöðva þegar alla vinnu á svæðinu og gildir bann- ið þar til tillögum öryggisnefndar Impregilo um aukið öryggi hefur verið hrint í framkvæmd. Öryggis- nefndin skilaði tillögum sínum í gær. Nefndin leggur til að reistir verði tveggja til þriggja metra háir veggir meðfram vinnusvæði, þar sem menn vinna við bergið. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.