Fréttablaðið - 17.03.2004, Page 2

Fréttablaðið - 17.03.2004, Page 2
2 17. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR „Já, ég er farinn að undirbúa söfnun. Það hafa sjálfboðaliðar víðs vegar að af landinu haft samband við mig og boðist til að safna fyrir mig og ég hef þegið það með þökkum.“ Snorri Ásmundsson tilkynnti fyrir ári að hann ætl- aði að bjóða sig fram til forseta. Forsetaframbjóð- endur þurfa að skila inn lista með 1.500 með- mælum og mega þeir byrja að safna þeim þrem- ur mánuðum fyrir kosningar. Spurningdagsins Snorri, ertu farinn að undirbúa söfn- un meðmæla? ■ Írak DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær 35 ára karl- mann í sex mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir á tvær fyrr- verandi sambýliskonur sínar. Dómnum þótti rétt að skilorðs- binda fjóra mánuði af refsingunni vegna dráttar á rannsókn málsins. Fyrstu árásina sem maðurinn var sakfelldur fyrir framdi hann á heimili sambýliskonu sinnar í mars árið 2001. Hann sló konuna með krepptum hnefa margsinnis í höfuð, bringu, bak, læri og hand- leggi með þeim afleiðingum að konan hlaut heilahristing og marðist á brjóstkassa, mjöðmum og handleggjum. Að lokinni árásinni læsti ofbeldismaðurinn sambýliskonuna inni í herbergi lengi dags. Konan bar fyrir dómi að ofbeldismaðurinn hefði ítrekað hótað sér lífláti. Þá hefði hann í að minnsta kosti eitt skipti reynt að kæfa sig með kodda og brenna með sígarettu. Ofbeldismaðurinn hafi enn fremur sagst ætla að eyða lífi sínu í að eyðileggja líf konunnar og jafnframt hótað því að sprengja hús foreldra hennar og drepa móður hennar. Ákærði kvaðst hafa verið í neyslu kókaíns og áfengis meðan sambúðin við konuna varði en neitaði ákæru- atriðunum. Síðari sambýliskona ofbeldis- mannsins varð að minnsta kosti tvisvar fyrir tilefnislausum lík- amsárásum af hans hálfu. Hin fyrri varð við Vífilsstaðavatn. Ofbeldismaðurinn hrinti konunni í jörðina, sparkaði í hana liggj- andi og sló hana síðan ítrekað inni í bíl með krepptum hnefa í vinstri handlegg og öxl. Um það bil viku eftir Vífilsstaðaárásina réðst ofbeldismaðurinn aftur á konuna, en þá á heimili hennar. Hann reif í hár hennar og skellti í gólfið, kýldi hana margoft og sparkaði í hana liggjandi. Konan dró líkt og fyrri sambýliskonan að kæra ofbeldið og bar að of- beldismaðurinn hafi sagst mundu drepa hana eða láta drepa þá manneskju sem kæmi honum í fangelsi. Ákærði neitaði einnig sök gagnvart síðari sambýliskon- unni. Rannsókn málsins dróst mjög á langinn. Fyrri konan lagði fram kæru 29. ágúst 2001 en var ekki yfirheyrð hjá lögreglu fyrr en 19. júlí 2002 eða tæpu ári síðar. Ákærði var fyrst kallaður til yf- irheyrslu í desember 2002 og ákæra gefin út á hendur honum 17. júlí 2003. Síðari sambýliskonan lagði fram kæru 6. desember 2002. Hún var yfirheyrð sama dag og svo aftur 22. júlí 2003. Ákæra vegna þeirra brota var gefin út 9. október 2003. Í dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur segir: „Þegar litið er til framangreinds dráttar á rannsókn málanna hjá lögreglu, sem ekki hefur verið skýrður nema að litlu leyti, þykir rétt að fresta fullnustu fjögurra mán- aða af refsivistinni, skilorðs- bundið í þrjú ár.“ Ofbeldismaðurinn þarf því að sitja í fangelsi í tvo mánuði og greiða annarri konunni 200.000 krónur í miskabætur. the@frettabladid.is DANMÖRK Danska ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að lækka skattaprósent- una um tæp tvö prósent. Markmiðið með lækkun skattanna er að koma hreyfingu á efnahagslífið. „Við nýt- um okkur að efnahagslífið er sterkt, sem gefur okkur svigrúm,“ segir at- vinnumálaráðherrann Claus Hjort Fredriksen. Hann segir þetta útspil sýna að ríkisstjórnin taki af alvöru á atvinnuleysi í landinu. Áætlað er að lækkanirnar skapi störf fyrir tólf þúsund manns á þessu ári. Atvinnu- málaráðherran segir að með öðrum ráðstöfunum sé reiknað með að 22 þúsund færri muni ganga atvinnu- lausir í lok ársins en í upphafi þess. Fram til þessa hefur ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen haldið því fram að efnahagslífið myndi taka við sér af sjálfu sér. Skattalækkunin ber með sér að stjórninni hefur þótt hægt ganga að koma hjólum efna- hagslífsins af stað. Skattabreytingarnar munu þýða að venjuleg launamannafjölskylda mun hafa 840 dönskum krónum meira á milli handanna á mánuði, sem svarar til tæplega tíu þúsund íslenskra króna. ■ Maður á sextugsaldri dæmdur: Áreitti ungar stúlkur DÓMSMÁL Maður á sextugsaldri var í gær dæmdur fyrir kyn- ferðislega áreitni gagnvart þremur stúlkum á aldrinum fjórtán til sextán ára. Maðurinn var mjög drukkinn þegar hann áreitti stúlkurnar á veitingastað í austurbæ Reykja- víkur. Hann strauk læri á einni þeirra, þuklaði brjóst annarrar og kleip í brjóst þeirrar þriðju. Maðurinn neitaði sök, en fram- burður stúlknanna og vitna þótti trúverðugur. Í dómi Héraðsdóms Reykja- víkur segir að maðurinn hafi sært blygðunarkennd stúlkn- anna. Vegna ungs aldurs þeirra hafi háttsemi hans verið til þess fallin að hafa dýpri áhrif á þær en ef um fullorðna einstaklinga hefði verið að ræða. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. ■ Banaslysið við Kárahnjúka: Nafn manns- ins sem lést SLYSFARIR Maðurinn sem lést í vinnuslysi við Kárahnjúka að- faranótt mánu- dags hét Árni Þór Bjarnason. Árni Þór, sem var frá bænum Litla Sandfelli í Skriðdal, var fæddur 21. febr- úar árið 1979. Hann lætur eftir sig unnustu, for- eldra og systkini. Árni Þór var starfsmaður Arnarfells við Kára- hnjúkavirkjun. ■ FLÓÐSINS BEÐIÐ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, sagðist í gærkvöld hæfilega bjart- sýnn á árangur björgunaraðgerða í Meðal- landsfjöru. Björgun Baldvins Þor- steinssonar: Önnur tilraun gerð í nótt STRAND „Við reiknum með að reyna í nótt. Það er háflóð rétt fyrir klukk- an þrjú, þá reynum við,“ sagði Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í Meðallandsfjöru í gær- kvöld. Um kvöldmatarleytið í gær var búið að ganga frá tengingu aðal- dráttartaugarinnar úr norska drátt- arbátnum í stefni Baldvins Þor- steinssonar EA og allur undirbún- ingur gekk samkvæmt áætlun. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var notuð við að koma tengingu á milli skipanna og biðu menn flóðs- ins þegar blaðið fór í prentun. Áður en dráttur hæfist átti að reyna að snúa skipinu með því að festa vír í skutinn úr landi og snúa skipinu með jarðýtum. Þá stóð til að dæla loðnu og sjó úr skipinu áður en dráttur hæfist. ■ LANDVARNIR Ef hryðjuverk yrði framið á Íslandi myndi sérstök við- búnaðaráætlun Almannavarna fara í gang, að sögn Hafþórs Jónssonar, deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. „Við erum með okkar almennu áætlanir sem taka meðal annars á viðbúnaði vegna hópslysa. Síðan fer það eftir eðli atburðarins hvað þarf að gera,“ segir Hafþór. „Við erum til dæmis með áætlun vegna hugsan- legs flugslyss á Keflavíkurflugvelli sem gæti haft í för með sér svipað- ar afleiðingar og sprengingarnar í Madrid. Ef það yrði atburður sem myndi leiða til þess að fjöldi manna myndi slasast þá myndum við keyra sama viðbúnaðarkerfi. Það sam- anstendur af samhæfðri áætlun allra þeirra sem koma að hópslys- um – lögreglunnar, slökkviliðsins, björgunarsveita, Rauða krossins og heilbrigðisþjónustunnar.“ Varnir gegn hryðjuverkum eru í höndum löggæsluyfirvalda. Frétta- blaðið fór þess á leit við ríkislög- reglustjóra að hann svaraði almenn- um spurningum um það í hverju þessar varnir væru helst fólgnar og hvort til stæði að efla þær eftir hryðjuverkin í Madrid. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um málið og vísaði á Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra. Þegar Fréttablaðið hafði samband við dómsmálaráðuneytið fengust þau svör að ráðherra vildi ekki heldur tjá sig um málið. ■ Fékk afslátt vegna dráttar á rannsókn Héraðsdómur dæmdi karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekaðar og til- efnislausar árásir á sambýliskonur sínar. Dómurinn skilorðsbatt tvo þriðju hluta refsingarinnar vegna dráttar sem varð á rannsókn hjá lögreglu. SAKFELLDUR FYRIR ÞRJÁR LÍKAMSÁRÁSIR Á FYRRUM SAMBÝLISKONUR Árásir mannsins á tvær fyrrum sambýliskonur voru endurteknar og tilefnislausar. Hann spark- aði í konurnar liggjandi og lét hnefahögg ítrekað dynja á þeim. (SVIÐSETT MYND) FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R ÁRNI ÞÓR BJARNASON Löggæsluyfirvöld neita að tjá sig um varnir gegn hryðjuverkum: Almannavarnir með áætlun TRÚBOÐAR MYRTIR Fjórir banda- rískir trúboðar létu lífið þegar óþekktir vígamenn hófu skothríð á þá í Mosul í norðurhluta Íraks. Þrír létust samstundis en einn á sjúkrahúsi nokkrum klukku- stundum síðar. Fimmti maðurinn í hópnum lifði árásina af og er á sjúkrahúsi. ÞEGJA ÞUNNU HLJÓÐI Hvorki Haraldur Johannessen né Björn Bjarnason vilja tjá sig um varnir Íslands gegn hryðjuverkum. SKATTALÆKKANIR Anders Fogh Rasmussen skoðaði stjórnar- skrá Íslands með kollega sínum Davíð Oddssyni. Davíð hefur lofað skattalækkun, en Anders Fogh greip til hennar vegna at- vinnuleysis og hægagangs í efnahagslífinu. Danir bregðast við atvinnuleysi: Skattalækkun sem vítamínsprauta Maður á áttræðisaldri sektaður: Læknaði án leyfis DÓMSMÁL Fyrrum læknir á áttræðis- aldri hefur verið dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt fyrir brot á læknalögum. Maðurinn var sviptur lækninga- leyfi í nóvember árið 2002 en stund- aði lækningar í hálft ár eftir það. Landlæknir fór fram á það í apríl 2003 að starfsemi mannsins, sem var með læknastofu í Reykjavík, yrði stöðvuð. Maðurinn neitaði að hafa stundað lækningar og sagðist einungis hafa talað við vini og kunn- ingja á stofu sinni. Dómurinn taldi sekt hans hins vegar sannaða. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.