Fréttablaðið - 17.03.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 17.03.2004, Síða 4
LOÐNUVERTÍÐ Mikil vonbrigði eru með loðnuvertíðina. Enn eru óveidd 211 þúsund tonn. Líkur á að það sem eftir er veiðist fara dagminnkandi. Vertíðin er ekki svipur hjá sjón. Verst hafa Norð- ur- og Norðausturland orðið úti sakir veiðibanns í janúar og þess að gangan virðist ekki ætla eins vestarlega og oft áður. Við það bætist svo bræla síðustu vikuna sem bitnar hart á uppsjávar- vinnslu á Suður- og Vesturlandi. Hljóðið er dauft í Siglfirðingum. „Þetta eru um 5.200 tonn sem eru komin í verksmiðjuna á þessari vertíð,“ segir Þórður Georg Andersen, verksmiðjustjóri Fiskimjölsverk- smiðju Síldarvinnslunnar á Siglu- firði. Afkastageta verskmiðjunn- ar er um 1.500 tonn á sólarhring. Niðurstaðan er því tæplega fjög- urra sólarhringa afköst verk- smiðjuinnar. Þórður segir veiði- bann í janúar hafa farið illa með verksmiðjunna, auk þess sem loðnan hafi ekki skilað sér nægj- anlega vestarlega. „Það er ekki mikil vertíðarstemning í bænum þessa dagana,“ segir Þórður. Hljóðið í mönnum sunnanlands er ekki betra. Veður hefur hamlað veiðum undanfarið og loðnan hef- ur dreifst í brælunni. „Við erum að reyna að eltast við þetta eins og mögulegt er, en við ráðum ekki við veðrið,“ segir Ægir Páll Frið- bertsson í Vestmannaeyjum. Brælan síðustu vikuna hefur sett strik í reikninginn sunnanlands. Eftir að brælunni lauk hefur gengið illa að finna loðnuna. Nú styttist í að hún hrygni og hver dagur því dýrmætur. Uppsjávar- fyrirtækin í Vestmannaeyjum og á Vesturlandi byrjuðu seint. Útlit- ið er því ekki gott hjá þessum fyr- irtækjum. Ef svo fer fram sem horfir mun 240 þúsund tonna aukning loðnukvótans ekki skila sér. Verð- mæti þess sem eftir er upp úr sjó er um 1,2 milljarðar. Verðmæta- aukning við vinnslu er ríflega tvö- falt hærri. Þjóðarbúið verður því af um fjórum milljörðum ef ver- tíðinni lýkur nú. Atli Rafn Björnsson hjá Grein- ingu Íslandsbanka segir stefna í að loðnuvertíðin í ár verði afar slök. Hærra hlutfall af heildinni fór í frystingu, sem gefur hærra verð. „Það er bót í máli að það tókst að frysta töluvert á Rúss- lands- og Japansmarkað.“ Hann segir verð á mjöli og lýsi einnig ágætt. „Það má segja að það sé ljósið í myrkrinu.“ haflidi@frettabladid.is 4 17. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Óttastu hryðjuverk á Íslandi? Spurning dagsins í dag: Telurðu að deila Ísraela og Palestínu- manna muni leysast á næstu árum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 64% 36% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Á Norðurlöndunum eykst áfengisdrykkja mest á Íslandi: Meðaldrykkjan 86 lítrar á mann ÁFENGI Áfengisneysla á Íslandi var 19,2 milljón lítrar á síðasta ári og jókst hún um 3,2% miðað við árið 2002 samkvæmt Hag- stofu Íslands. Neyslan jafngildir því að hver Íslendingur 15 ára og eldri hafi drukkið rúmlega 86 lítra á síðasta ári. Aukningin milli áranna 2002 og 2003 er minni en á milli ára þar á undan. Talið í alkóhóllítrum jókst neyslan um 0,9% milli ára, sem þýðir að drukkið er meira af léttum drykkjum. Árið áður en bjórinn var lögleiddur skiptist áfengisneyslan þannig að 77% voru sterkir drykkir en 23% létt vín. Nú hefur drykkjumynstrið algjörlega snúist við og eru sterkir drykkir komnir niður í 21%. Sterkir drykkir eru þeir drykkir sem eru yfir 22% að styrkleika. Frá árinu 1995 hefur neysla léttra vína eins og rauðvíns og hvítvíns aukist mikið, en neysla bjórs minna þó hún aukist stöðugt milli ára. Samanborið við hin Norðurlöndin hefur áfengis- neysla aukist mest á Íslandi frá 1995. Hins vegar er neyslan meiri á öllum hinna Norðurland- anna nema Noregi, þar sem hún er minnst. Grænlendingar drekka mest en Danir fylgja þeim fast á eftir. ■ Léleg loðnuvertíð í banni og brælu Norðan-, vestan- og sunnanlands er engin vertíðarstemning þessa dagana. Austfirðingar komast þolanlega frá vertíðinni, sem stefnir í að verða ein sú lélegasta í langan tíma. Tap þjóðarbúsins gæti numið fjórum milljörðum króna. Forstjóri Og Vodafone: Nýtti kaup- rétt sinn VIÐSKIPTI Óskar Magnússon, for- stjóri Og Vodafone, keypti í gær átta milljón hluti í fyrirtækinu. Kaupin voru í samræmi við kaupréttarsamning og á geng- inu 2,1. Kaupverðið er því tæpar 17 milljónir króna. Verðmæti þessa hlutar miðað við loka- gengi gærdagsins er níu milljón krónum hærra, 26 milljónir króna. Venja er að kaupréttar- samningar kveði á um eignar- hald til lengri tíma, þannig að mismunurinn er í skógi en ekki í hendi. Óskar á ónýttan kauprétt af átta milljón hlutum eftir við- skiptin í gær. ■ RÚSTIR HÚSSINS Sprengingin kvað við upp úr klukkan þrjú að nóttu þegar flestir voru í fastasvefni. Sprenging í fjölbýlishúsi: Tugir létust RÚSSLAND, AP Lögregla sakar tvo heimilislausa menn um að hafa valdið gassprengingu, sem kost- aði á þriðja tug manna lífið. Menn- irnir eru sakaðir um að hafa stolið koparlokum af gasrörum til að selja þær og er talið að gasleki hafi leitt til sprengingarinnar. Sprengingin kvað við um miðja nótt í níu hæða fjölbýlishúsi í hafn- arborginni Arkangelsk. Flestir hinna um það bil 60 íbúa hússins voru sofandi þegar sprengingin átti sér stað. Tólf tímum eftir spreng- inguna höfðu 26 lík fundist en þá var tuttugu manns enn saknað. Meðal þeirra látnu voru tvö börn. ■ ENDASLEPP VEIÐI Nú stefnir í að um 200 þúsund tonna loðnukvóti veiðist ekki á vertíðinni. Þjóðarbúið verður af háum upphæðum og verksmiðjur víða um land fá lítið sem ekkert hráefni til vinnslu. „Það er ekki mikil vertíðar- stemning í bænum þessa dag- ana. SJÁVARÚTVEGUR Fiskaflinn í febrúar var rúm 266 þúsund tonn og dróst saman um 23 þúsund tonn miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Samdrátturinn skýrist af slakri loðnuveiði í ár en loðnuafl- inn í nýliðnum febrúar var 29 þúsund tonnum minni en í febrú- ar 2003. Loðnuaflinn í febrúar var þannig aðeins 70 prósent af meðalafla í febrúar síðustu 12 ár og á því tímabili hefur febrúar- aflinn aðeins einu sinni verið minni, en það var 1998. Heildaraflinn það sem af er ári var í febrúarlok tæp 373 þús- und tonn miðað við 545 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Aflinn hefur því dregist saman um 172 þúsund tonn milli ára. Loðnuafl- inn dróst á þessum tíma saman um 184 þúsund tonn. Þorskaflinn í febrúar var tæp 21 þúsund tonn, sem er rúmlega tvö þúsund tonnum meiri afli en í febrúar í fyrra. Ýsuveiðin gekk vel og nam aflinn um 8.500 tonn- um, sem er rúmlega 64 prósenta aukning milli ára. Afli annarra botnfisktegunda var áþekkur og í fyrra. Alls var botnfiskaflinn 45 þúsund tonn í febrúar, sem er tæplega níu þúsund tonnum meiri afli en í febrúar í fyrra. Engin síldveiði var í febrúar enda aflaheimildir veiðitímabils- ins næstum uppurnar. ■ ÁGÆTUR ÞORSKAFLI Þorskaflinn í febrúar var tæp 21 þúsund tonn, sem er rúmlega tvö þúsund tonnum meiri afli en í febrúar í fyrra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VASamdráttur í veiðum á Íslandsmiðum: Minnsta loðnuveiði í sex ár EKKERT ENDURMAT Dómari í máli Mijailo Mijailovic hafnaði í gær beiðni verjenda hans um að sálfræðimat hans yrði endurskoðað. Sálfræðimatið leiddi í ljós að Mijailovic væri sakhæfur en það draga verjendur hans í efa. Saksóknari fór fram á lífstíðarfangelsi en refsing verð- ur ákveðin 23. mars. NÝR STJÓRNARFORMAÐUR NORSK HYDRO Jan Reinaas var kosinn nýr stjórnarformaður Norsk Hydro á aðalfundi félagsins í gær. Hann tekur við af Egil Myklebost, stjórnarformanni til þriggja ára og forstjóra félagsins í níu ár þar á undan. HLEYPA LÍFI Í EFNAHAGINN Danska ríkisstjórnin ætlar að flýta skattalækkunum og draga úr skyldubundnum lífeyrissparn- aði í von um að hleypa nýju lífi í efnahag landsins og skapa 22.500 ný störf næstu tvö árin. 200.000 Danir eru nú án atvinnu. ■ Norðurlönd Barnaníðingur: Vann með lögreglunni BRETLAND Sérfræðingur í barna- klámi, sem hélt fyrirlestra fyrir breska lögreglumenn um hvernig ætti að vernda börn gegn kyn- ferðislegri áreitni, hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvist- ar fyrir kynferðislega misnotkun á þremur stúlkum, að því er fram kemur í breska blaðinu The Independent. Maðurinn, sem meðal annars veitti ráð þegar refsingar barna- níðinga voru ákveðnar, viður- kenndi að hafa brotið gegn stúlk- unum þremur, þar á meðal haft mök við eina stúlkuna sem var aðeins tíu ára. ■ ÁFENGISNEYSLA ÁRIN 1995 OG 2003 2003 1995 Létt vín 17% Bjór 42% Bjór 52% Létt vín 27% Sterk vín 41% Sterk vín 21%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.