Fréttablaðið - 17.03.2004, Side 8

Fréttablaðið - 17.03.2004, Side 8
8 17. mars 2004 MIÐVIKUDAGUROrðrétt NABLUS, AP Þó að Abdullah Quraan, sem ísraelskir hermenn handtóku við að flytja sprengju yfir landa- mæri Vesturbakkans og Ísraels, sé aðeins ellefu ára er ekki víst að hann sé yngsti Palestínumaðurinn sem vígamenn hafa tekið í sína þjónustu. Saga Abdullah er svipuð sögu margra palestínskra barna. Börn- in koma sér fyrir við landamæra- stöðvar sem Ísrael- ar hafa komið upp og reyna að þéna peninga með því að bera eigur fólks yfir landamærin. Þannig sleppur fólkið sem þarf að koma hlutum yfir landamærin við langa bið og börnin vinna sér inn peninga. Á góðum degi geta þau unnið sér inn tutt- ugu shekels, andvirði rúmra 300 króna. En hlutirnir sem börnin bera yfir eru margvíslegir. Í tilfelli Abdullah var það sprengja og far- sími sem mátti hringja í til að sprengja hana. Hermenn veittu því athygli að taska Abdullah var þyngri en vænta mátti hjá svo ungu barni og litu nánar í hana. Þar fundu þeir sprengjuna og segja að síminn hafi hringt. Það segja þeir til marks um að víga- mennirnir sem borguðu Abdullah fyrir að fara yfir landamærin hafi verið reiðubúnir að sprengja hann í loft upp til að bana nokkrum her- mönnum. Sjálfur segist Abdullah ekkert hafa gert af sér. „Þetta eru lygar- ar,“ segir hann um hermennina. „Ég trúi þeim ekki þegar þeir segja að þetta hafi verið sprengja. Þá hefðu þeir ekki sleppt mér svona auðveldlega,“ sagði hann daginn eftir að hann var handtek- inn, þá kominn aftur í skólann. Abdullah segir tvo menn hafa af- hent sér pokann og borgað honum tæpar 300 krónur fyrir að flytja hann í gegnum varðstöðina. Hinumegin hafi kona beðið eftir að fá hann. Þangað komst Abdullah aldrei og var næstu klukkustundirnar í haldi ísraelskra hermanna sem spurðu hann spjörunum úr um hverjir hefðu látið hann hafa pok- ann og hverjum hann átti að af- henda hann. Að því loknu var Abdullah sleppt. Talsmaður hers- ins segir algengt að börn séu stöðvuð og upp komist að þau séu að flytja vopn eða tæki fyrir víga- menn. Þeim sé þó sleppt jafn harðan þar sem þau séu of ung til að gera sér grein fyrir alvöru málsins. ■ Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Kennt er á forritið með með það í huga að það nýtist fólki í starfi. Námið hentar því þeim sem hafa grunn en vilja fá dýpri þekkingu og skilning á nær óendanlegum möguleikum þessa vinsæla verkfæris. Innifalið í náminu er alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: - Adobe Certified Expert. Inntökuskilyrði: Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa góða undirstöðuþekkingu á Windows umhverfinu og reynslu af Photoshop eða að hafa lokið grunnnámi í Photoshop. Mikið af námsgögnum eru á ensku. Tími: Kennt er þriðjudags- og fimmtudagsmorgna frá kl. 8:30-12:30. Námskeiðið hefst 30. mars og lýkur 28. maí. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi Mér finnst frábært hve mikil áhersla var lögð á verklagið og nauðsyn þess að þekkja og skilja heildarmyndina. Ég hafði talsverða reynslu en komst fljótt að því hvað þekking mín var takmörkuð. Model IS 43 - 3 sæta sófi og tveir stólar Verð áður kr. 239.000 stgr. Verð nú aðeins kr. 159.000 stgr. Einnig fáanlegt: 3ja sæta, 2ja sæta og stóll Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-17, sunnudaga 13-17 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Ekta ítölsk leðursófasett á ótrúlegu verði Ekki missa af þessu einstaka tækifæri 80.000 kr. afsl. PALESTÍNSK BÖRN Palestínskir vígamenn nota æ yngri börn til að flytja vopn fyrir sig, að sögn ísraelskra yfirvalda. ■ Talsmaður hers- ins segir algengt að börn séu stöðv- uð og upp kom- ist að þau séu að flytja vopn eða tæki fyrir vígamenn. Frekar slæmt „Eins og staðan er í dag er þetta eins og kona sem kemur til lækn- is og kvartar undan verk í öxl en læknirinn dregur úr henni tenn- urnar.“ Ingi Bæringsson áfengisráðgjafi gagnrýnir meðferðarúrræði. DV 16. mars. Bannað að naga „Á tíu fingur set ég french-línuna þar sem c-kúrvan verður að vera sú sama og hæðarpunkturinn sá sami.“ Rósa Björk Hauksdóttir, nagla- og förðunarmeistari. Fréttablaðið 16. mars. Láttu ekki svona... „Ég er kominn á þann aldur að ég þarf að fá hvíld.“ Rúnar Kristinsson knattspyrnumaður hættir með landsliðinu í bili. DV 16. mars. Strákur tekinn með sprengju Ellefu ára strákur var handtekinn við að smygla sprengju inn í Ísrael. Handtakan hefur vakið at- hygli á því hversu ung börn vígamenn fá til starfa. WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur talsvert forskot á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, hann nýtur stuðnings 46% kjósenda, Kerry 38% en Ralph Nader sjö prósenta. Ef aðeins er spurt um Bush og Kerry er munurinn öllu minni, 46% gegn 43%. Könnunin leiddi í ljós að nær helmingur kjós- enda hafði ekki myndað sér skoðun á Kerry en inn- an við fimmtungur átti eftir að gera upp hug sinn gagnvart Bush. Kosninga- barátta beggja beinist nú að því að skapa Kerry ímynd, góða eða slæma eftir því hvor kosn- ingamaskínan á í hlut. ■ Forsetakosningar: Bush með forskot AFTUR Í HVÍTA HÚSIÐ Bush snýr hér aftur úr ferðalagi til Pennsylvaníu. Ný könnun sýnir að hann snýr aftur eftir kosningar. LÝÐRÆÐI Ástþór Magnússon for- setaframbjóðandi skrifaði í gær Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem Ástþór lýsir áhyggjum vegna lýðræðishalla í umfjöllun fjöl- miðla um forsetaframbjóðendur á Íslandi. Ástþór vísar til um- mæla Powells þess efnis að allir frambjóðendur í forsetakosn- ingunum í Rússlandi verði að hafa jafnan aðgang að fjölmiðl- um. Ástþór vekur athygli Powells á því sem hann kallar mismunun tiltekinna íslenskra fjölmiðla í umfjöllun um for- setaframbjóðendur og segir lýð- ræðinu ógnað vegna misnotkun- ar Sjálfstæðisflokksins á Morg- unblaðinu og Ríkisútvarpinu. Ástþór biður Powell að láta sig fjölmiðlaumhverfi á Íslandi varða og jafnframt vekur hann athygli Powells á hugmyndum um lagasetningu um eignarhald á íslenskum fjölmiðlum. ■ Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi: Leitar til Powells vegna lýðræðishalla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.