Fréttablaðið - 17.03.2004, Page 19

Fréttablaðið - 17.03.2004, Page 19
19MIÐVIKUDAGUR 17. mars 2004 Þetta er fyrst og fremst hugsaðsem upplýsingar um jeppa fyr- ir konur,“ segir Ásgeir Þorsteins- son, bifvélavirkjameistari og um- sjónarmaður námskeiðs fyrir konur um akstur jeppa á hálend- inu. „Við förum í tæknileg atriði varðandi jeppana og aksturseigin- leikana. Þetta er mest í fyrir- lestraformi og svo erum við með jeppa á staðnum sem konurnar hafa tækifæri til að skoða.“ Þetta er í þriðja skipti sem svona námskeið er haldið. Ásgeir segir að sumar kvennanna séu með jeppa sjálfar og í jeppaferð- um, en svo komi líka konur sem eiga eiginmenn eða kærasta með jeppadellu. „Þær vilja þá gjarn- an kynnast þessum hlutum. Það er mikið af peningum sem fer í breytingar á jeppum og kon- ur vilja auðvitað vita hvað er að gerast. Það er eitt af því sem farið er í, hverju er verið að breyta, hvaða þýðingu það hefur og hvað öll þessi orð og hugtök þýða.“ Karlmönnum býðst ekki að taka þátt í þessum námskeiðum og það er viljandi gert. „Konurnar eru öruggari þegar engir karlar eru og þurfa ekki að vera smeykar við að spyrja og fræðast,“ segir Ásgeir og telur að- spurður að hann hafi meira vit á jeppum en konum. „Það gætu þó verið einhver áhöld um það,“ seg- ir hann hlæjandi. Námskeiðið er haldið 29. og 31. mars í Fræðslumiðstöð bílgreina í Gylfaflöt 19. Það er Mímir Sí- menntun sem stendur að nám- skeiðinu. ■ Almenn inntökuskilyrði - Það sama gildir um allar námsbrautir við LBH að umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru, sem háskólaráð telur jafngilt. Námið tekur að lágmarki þrjú ár til B.S. prófs (90 einingar). Síðan er hægt að bæta við sig 30 eininga sérnámi og rannsóknaþjálfun og brautskrást með kandidatsgráðu (120 einingar). Á Hvanneyri er þægileg nánd milli nemenda og starfsfólks og góð aðstaða fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra í starfi og leik. Þar eru nemendagarðar fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga, grunnskóli og leikskóli. Útivistar- og af- þreyingarmöguleikar eru fjölbreyttir og stutt í alla þjónustu. Hvanneyri er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Háskólanám á Hvanneyri Umsóknarfrestur er til 10. júní 2004 Fjórar námsbrautir til BS prófs Búvísindi Fjölbreytt nám, með áherslu á búfjárrækt, jarðrækt og bú- tækni auk margra valgreina. Undirstaða fyrir framhaldsnám í búvísindum, ráðgjafastörf, kennslu og rannsóknir auk bú- rekstrar. Landnýting (landgræðsla) Skipulag, nýting og umhirða lands með áherslu á land- græðslu og náttúruvernd við íslenskar aðstæður. Hentar vel til starfa við landgræðslu, náttúruvernd,kortagerð og hvers kyns umhverfismál. Skógrækt Námsbrautin er ný á Hvanneyri og með tilkomu hennar er nú fyrst hægt að nema þessi fræði á háskólastigi á Íslandi. Fjall- að er m.a. um umhirðu og ræktun skóga, búskaparskógrækt, ferskvatnsnýtingu, náttúruvernd og auðlindahagfræði. Umhverfisskipulag (Landslagsarkítektúr) Námið er fyrri hluti náms í landslagsarkítektúr og öðrum skipulagsfræðum. Meðal áfanga er nýting og mótun lands, hönnun útivistarsvæða, tölvustudd hönnun og vistfræði, mat á umhverfisáhrifum, jarðvegsfræði og fríhendisteikning. Framhaldsnám að loknu BS prófi Kandidatsnám Boðið er upp á eins árs viðbótarnám og rannsóknaþjálfun til kandidatsprófs í búvísindum og landnýtingu. Námið hentar þeim einkar vel sem ætla að verða leiðbeinendur í landbún- aði t.d hjá: búnaðarsamböndum, landgræðslu og skógrækt. Inntökuskilyrði er BS-próf frá LBH eða sambæri- legt BS- nám frá öðrum háskólum. Meistaranám (MS) Meistaranám til 60 eininga í búvísindum. MS námið veitir möguleika á sérhæfingu á sviði búfjárræktar, jarðræktar og bútækni. Meistaranám til 60 eininga í landnýtingu. MS námið veitir möguleika á sérhæfingu á sviði landgræðslu, umhverfis- stjórnunar, jarðræktar og bútækni. MS-námið er skipulagt sem einstaklingsbundinn námsferill með sveigjanlegri námsframvindu. Inntökuskilyrði er BS- gráða í búvísindum, landnýtingu, líffræði, landafræði eða annað sambærilegt BS-nám. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri - www.hvanneyri.is HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ FSKS Félag sérfræðinga í klínisri sálfræði Fræðsluerindi á vegum Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði Haldið í Námunni, húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7. Átta fyrirlestrar á fimmtudagskvöldum í mars 2004, kl. 20:15-22:00 Opnir fyrirlestrar allir velkomnir Fimmtudagur 18.3. Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlis-meðferð við þunglyndi. Auður R. Gunnarsdóttir, klínískur sálfræðingur Þunglyndi og misnotkun áfengis. Ása Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur Fundarstjóri: Oddi Erlingsson Dagskráin er haldin með stuðningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og verkefni Landlæknisembættisins, Þjóð gegn þunglyndi. Aðgangseyrir kr. 500,- Þunglyndi Sálfræðilegt sjónarhorn ÁSGEIR ÞORSTEINSSON Fræðir konur um allt sem viðkemur tækni- legum atriðum jeppabifreiða. Mímir símenntun: Konur fræðast um jeppa Safnafræði verður kenndvið Háskóla Íslands fráog með næsta ári, sem 30 eininga aukagrein til BA-prófs. Að sögn Guðnýj- ar Gerðar Gunnarsdóttur borgarminjavarðar hefur inngangur að safnafræði ver- ið kenndur undanfarin ár og mælst vel fyrir. En hvað er safnafræði? „Safnafræði er fræðigrein sem tengist starfsemi safna. Hún fjallar um söfn af ýmsum toga og er þannig í eðli sínu þverfag- leg. Í safnafræði er fjall- aðu um varðveislu, söfnun og skráningu muna og miðlun arf- leifðar út á við, sýning- ar og fræðslustarf,“ segir Guðný Gerður, sem setið hefur í undir- búningsnefnd fyrir s a f n a f r æ ð i . Námsbrautin er samstarfs- verkefni fé- lagsvísinda- deildar og heimspeki- deildar og k ú r s a r greinarinn- ar úr báð- um deild- um. Að sögn Guðnýjar Gerðar hefur söfnum hér á landi fjölgað og starfsemi þeirra orðið umfangsmeiri. „Safnafræðinni er meðal annars ætlað að skjóta fræðilegri rótum undir safnastarfið en enn fremur að efla grunnhlutverk þeirra, sem er að safna, varðveita og sýna.“ Námið verður hagnýtt að hluta og segir Guðný verið að koma til móts við nemendur í heimspeki- og félagsvísindadeild með því að bjóða þeim upp á hag- nýtt nám. „Nemendur vinna hag- nýt verkefni, það má líta á þetta að hluta til sem starfstengt nám.“ Guðný Gerður segir safna- fræði hafa vaxið fiskur um hrygg erlendis og ekki sé ástæða til að ætla annað en hún falli vel í kramið hér. ■ Safnafræði kennd í Háskóla Íslands: Þverfaglegt nám og hagnýtt GUÐNÝ GERÐUR GUNNARSDÓTTIR Starfsemi safna verð- ur æ umfangsmeiri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.