Fréttablaðið - 17.03.2004, Side 25

Fréttablaðið - 17.03.2004, Side 25
KÖRFUBOLTI Keflvíkingar og Grind- víkingar tryggðu sér sæti í undan- úrslitum Intersport-deildarinnar í körfubolt í gærkvöldi. Keflvíkingar unnu Tindastól 98-96 en Grindvík- ingar unnu KR-inga 89-84. Keflvíkingar náðu þrisvar for- ystunni gegn Tindastóli, 11-10 um miðjan fyrsta leikhluta, 91-89 þegar um tvær mínútur voru eftir og 98- 96 með síðustu körfu leiksins. Stól- arnir skoruðu fyrstu átta stig leiks- ins og leiddu 33-20 eftir fyrsta leik- hluta, 54-44 í leikhléi og 72-65 eftir þriðja leikhlutann. Clifton Cook fór mikinn í liði Stólanna og skoraði 38 stig, David Sanders 24 og Svavar Birgisson þrettán. Derrick Allen skoraði 38 stig fyrir Keflvíkinga og hélt þeim inni í leiknum. Hann skoraði til að mynda átján af 24 stigum liðsins í öðrum leikhluta. Í fjórða leikhluta tóku Nick Bradford og Arnar Freyr Jónsson af skarið og skoruðu sam- tals 28 af 33 stigum liðsins. Brad- ford skoraði alls 24 stig í leiknum og Arnar sextán. Leikur Grindvíkinga og KR-inga var ekki síður spennandi. Grindvík- ingar höfðu frumkvæðið allan tím- ann en KR-ingar áttu góðan leik í þriðja leikhluta og náðu að jafna í 65-65. Í fjórða leikhluta náðu Grind- víkingar tólf stiga forskoti en KR- ingar voru nálægt því að vinna muninn upp og jafna en þriggja stiga skot þeirra geigaði. Grindvík- ingar brunuðu upp og skoruðu síð- ustu tvö stigin. Darrel Lewis skoraði 28 stig fyr- ir Grindavík, Jackie Rogers 24 og Páll Axel Vilbergsson tólf en Anth- ony Jones skoraði ellefu stig, tók tólf fráköst og átti tíu stoðsending- ar. Joshua Murray skoraði 29 stig fyrir KR, Elvin Mims 23 en Skarp- héðinn Ingason skoraði ellefu stig, náði sex fráköstum og átti fimm stoðsendingar. ■ 25MIÐVIKUDAGUR 17. mars 2004 Akureyri, Gamli Lundur: Miðvikudaginn 17. mars kl. 18:00. Reykjavík, Suðurlandsbraut 12: Fimmtudaginn 18. mars kl. 20:00. Reykjavík, Suðurlandsbraut 12: Þriðjudaginn 23. mars kl. 20:00. AKUREYRI: Miðvikudag - 24. mars. REYKJAVÍK: Þriðjudagskvöld - 30. mars KYNNINGARFUNDUR: NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST: Akurey ri Reykja vík Intersport-deildin í körfubolta: Suðurnesjaliðin í undanúrslit DERRICK ALLEN Skoraði 38 stig fyrir Keflvíkinga. Enska bikarkeppnin: Millwall áfram FÓTBOLTI Millwall sigraði Tran- mere 2-1 í ensku bikarkeppninni í gær. Tim Cahill og Neil Harris skoruðu mörk Millwall en Gary Jones mark Tranmere. Millwall leikur við Sunderland á Old Traf- ford í undanúrslitum. Heiðar Helguson skoraði fyrra mark Watford sem vann Derby County 2-1 á heimavelli. Gavin Mahon skoraði seinna mark Watford en Paul Peschisolido skoraði mark Derby. Watford er í sextánda sæti deildarinnar eftir sigurinn. ■ RE/MAX-deildin: Óvænt á Nesinu HANDBOLTI Valsmenn burstuðu Stjörnuna 37-20 að Hlíðarenda. Heimamenn höfðu mikla yfir- burði þó þeir léku án Bjarka Sig- urðssonar og Markúsar Mána Maute. Baldvin Þorsteinsson skoraði tólf mörk fyrir Val, sex þeirra úr víti, Kristján Karlsson skoraði fimm, Hjalti Pálmason fjögur og Hjalti Gylfason þrjú. Örvar Rud- olfsson og Pálmar Pétursson vörðu ellefu skot hvor en Örvar varði ellefu af sextán skotum sem hann þurfti að fást við, þar af tvö víti. Vilhjálmur Hjálmarsson skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna, fjögur þeirra úr vítum, og Björn Friðriksson fimm. Fram sigraði HK 30-24 í Digra- nesi. Framarar náðu fljótlega góðri forystu og náði HK aldrei að ógna þeim þrátt fyrir mjög góða markvörslu Björgvins Páls Gúst- avssonar en hann varði 27 skot í leiknum, þar af eitt vítakast. Andrius Rackauskas skoraði sex mörk fyrir HK, Alexander Arnarson fjögur og Atli Þór Sam- úelsson og Davíð Höskuldsson þrjú hvor. Valdimar Fannar Þórs- son skoraði níu mörk fyrir Fram, Héðinn Gilsson sex og Stefán Baldvin Stefánsson fjögur. Egidi- jus Petkevicius varði 20 skot. Grótta/KR vann Hauka 25-24 á Seltjarnarnesi. Jafnræði var með liðunum fram í seinni hálfleikinn þegar Haukarnir náðu tveggja marka forystu. Þeir leiddu fram í lokin, 24-22, en þá tók Konráð Olavsson af skarið og skoraði tvisvar og fiskaði víti sem gaf sig- urmarkið. Kristinn Björgúlfsson skoraði átta mörk fyrir Gróttu/KR og Konráð Olavsson sjö en Gísli Guðmundsson varði 21 skot. Ás- geir Örn Hallgrímsson skoraði sex af mörkum Hauka, Vignir Svavarsson fimm og Þorkell Magnússon fjögur. Besti maður leiksins var Birkir Ívar Guð- mundsson en hann varði 27 skot í marki Hauka. KA sigraði ÍR 37-32 á Akur- eyri. KA hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og leiddi 19-14 í leik- hléi. ÍR-ingar náðu að minnka muninn í tvö mörk en KA tók af skarið og sigraði með fimm marka mun. Andreus Stelmokas skoraði 14 mörk, tvö úr vítum, Einar Logi Friðjónsson og Arnór Atlason skoruðu sjö hvor. Hans Hreinsson varði ellefu skot og Stefán Guðnason fimm. Sturla Ás- geirsson skoraði níu mörk fyrir ÍR, fimm þeirra úr vítum, Einar Hólmgeirsson skoraði níu og Hannes Jón Jónsson sjö. Ólafur Gíslason varði fjórtán skot. ■ BALDVIN MARKHÆSTUR Baldvin Þorsteinsson skoraði 12 mörk fyrir Valsmenn í sigri á Stjörnunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.