Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. september 1972 TÍMINN itowwi Útgefandi: Fratnsóknarflokkurihn ÍFramkvæmdastjóri: Kristján BeneUiktsson. Ritstjórar: Þdr-S iarinn Þórarinsson (ábm.l, Jón Helgason, Tómas Karlsson|: ÍAndrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös TImáns)|: : Auglýsingastjóri: SteingrlmurJ Glslasohi. Ritstjdrnarskrif^; :stofur í Edduhúsinu vio Lindargötu, slmar 18300-18306^ ¦ Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-g í ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald;:; • 225 krónur á mánuði innan lands, I lausasölu 15 krónur einJ;;; takið. Blaðaprent h.f. »Í2 Mbl. deilir á Jóhann Ritstjórnargrein Mbl. i gær, er fjallar um Landhelgisgæzluna, verður ekki skilin nema sem heiftarleg. árás á Jóhann Hafstein, fyrr- verandi forsætis- og dómsmálaráðherra. Efni leiðarans er i stuttu máli það, að deila á núverandi rikisstjórn fyrir að hafa ekki gert það allt i málefnum Landhelgisgæzlunnar á einu einasta ári, sem fyrrverandi dómsmála- ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Jóhann Hafstein og Bjarni Benediktsson, létu undir höfuð leggjast að gera á 12 árum. Efling Landhelgisgæzlunnar er nauðsyn, en ný varðskip verða ekki smiðuð á einu ári. Á þessu ári, sem Ólafur Jóhannesson, núverandi forsætis- og dómsmálaráðherra, hefur farið með málefni gæzlunnar, hefur gæzlan þó verið efld mjög að flugvélakosti og hún verður að auki styrkt með einum til tveimur hvalbátum. Um þá ráðstöfun segir Mbl.: ,,En sú staðreynd, að rikisstjórnin telur nauðsynlegt að gripa til slikra ráða á þessum tima, sýnir svo ekki verður um villzt, að þess- um þætti landhelgismálsins hefur ekki verið nægjanlegur gaumur gefinn i tima." Ef fyrrverandi rikisstjórn hefði stefnt mark- visst að útfærslu landhelginnar meðan hún sat að völdum, eins og forsvarsmenn ,og málgögn stjórnarandstöðunnar vilja nú halda fram, hefði verið unnið markvisst að sifelldri eflingu Landhelgisgæzlunnar og f jölgun skipa hennar. En ástæðan til þess að þetta var ekki gert var auðvitað sú, að hjá fyrrverandi rikisstjórn rikti sofandaháttur i landhelgismálinu og þar með i málefnum Landhelgisgæzlunnar. Það er þvi vissulega rétt hjá Mbl. að þetta „sýnir svo ekki verður um villzt, að þessum þætti landhelgismálsins hefur ekki verið nægj- anlegur gaumur gefinn i tima." Þessi Mbl.-leiðari, sem á að vera ádeila á Ólaf Jóhannesson, forsætis- og dómsmálaráð- herra, verður þvi að mjög hvassri gagnrýni á Jóhann Hafstein, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, fyrir sorglegan sofandahátt i málefnum Landhelgisgæzlunnar. En hollast er öllum, að hætta nú karpi um þennan eða aðra einstaka þætti landhelgis- málsins. Þjóðarviljinn býður nú,að allir taki höndum saman um myndarlega eflingu Land- helgisgæzlunnar. Þar má enginn skerast úr leik með nöldri og jagi um það, sem liðið er. Undirtektir við „Landssöfnun til Landhelgis- sjóðs" benda vissulega einnig eindregið til þess, að þjóðin vill eflingu gæzlunnar og þar haf a margir lagt nú þegar mjög myndarlega af mörkum, þótt söfnunin sé nú vart hafin. Með þessari söfnun er öllum gefinn kostur á að leggja sitt af mörkum, hverjum eftir efnum og ástæðum. I hverju framlagi felst ekki aðeins ákveðin viljayfirlýsing, heldur og siðferðilegur stuðningur við starfsmenn Landhelgisgæzl- unnar, sem leggja lif sitt i hættu við að verja helgasta rétt þjóðarinnar, réttinn til að lifa i landinu. Mbl. er hollast að hætta háðsglósum um þessa söfnun og styðja hana þess i stað af heilum hug. TK Þórarinn Þórarinsson: Ferðaþættir frá Síberíu I Veldi Rússa mun byggj- ast á auðæfum Síberíu 200 ára gamall spádómur, sem er að rætast FYRIR rúmum tvö hundruð árum. lét einn frægasti náttúrufræðingur Rússa, Mikhael Lomonosoff, svo ummælt: Auðlegð Siberiu mun i framtiðinni tryggja vaxandi mátt Rússlands! Veldi Rússa mun byggjast á Síberiu! Þetta þótti ekki sennilegur spádómurþá og þótti það ekki um langan tima. Siberia vár illræmd fyrir vetrarkulda og önnur harðindi og engin stór- veldi kepptu við Rússa um yfirráð þar. bað jók ekki frægð eða aðdráttarafl Sfberiu, þegar Rússakeisari hóf að senda fanga þangað og þár risu upp illræmdustu fangabúðir veraldar. Nú er hins vegar svo komið, að fáir draga iengur i efa spá- dóm Lomonosoffs. Siberia er nú viðurkennd sem eitt náttúruauðugasta landssvæði heimsins. Vaxi veldi Sovét- rikjanna i framtiðinni, mun það öðru fremur byggjast á auðæfum Siberiu, ef Rússum tekst að hagnýta þau sam- kvæmt þeim áætlunum, sem gerðar hafa verið. Þær áætl- anir treysta mjög það álit, að Rússar þrái frið og góða sambúð viö Bandarikin, Vest- ur-Evrópu og Japan, m.a. til þess að geta látið aukin skipti við þessar þjóðir greiða fyrir framgangi hinna stórfelldu áætlana, sem þeir hafa á prjónunum i Siberiu. EKKI er úr vegi að byrja þessa Siberiuþætti með hug- leiðingum um stærð Siberiu. Fæstum alfræðiorðabókum ber saman um stærð Siberiu og mannfjölda. Ástæðan er sú, að landamæri Siberiu hafa aldrei verið nákvæmlega ákveðin. Siberia er i sumum alfræðibókum látin ná yfir hluta Úralfjalla og allt austur að Kyrrahafi og einnig yfir hluta Kazakhstan. Samkvæmt nýjustu ritum Rússa nær Siberia frá upphafi sléttunnar miklu austan úralfjalla og talsvert austur fyrir fljótið Lena og svo frá íshafinu suður til Morigoliu og Mið-Asiuveld- anna i Sovétríkjunum. Þótt Siberiu sé þannig sniðinn nokk uð minni stakkur en yfirleitt i eldri landfræðibókum, er hún nógu viðlend samt. Hún nær yfir um 10 millj. fkm eða er talsvert mikið stærri en Bandarikin og hundrað sinn- um stærri en lsland. Frá aust- asta til vestasta hluta hennar eru 7000 kilómetrar, og frá nyrzta hluta hennar til hins syðsta eru um 3500 kiló- metrar. Á þessu mikla land- svæði búa nú ekki nema um 19—20 millj. manna, en voru um 8 milljónir i upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Mjög hefur verið látið af vetrarkuldanum i Siberiu og það ekki að ástæðulausu. Um fjórði hluti Siberiu er norðan heimskautsbaugs og þar er veturinn viða niu mánuðir á ári. Á þessu svæði vex aðeins mosi og lágvaxið kjarr og þar eru mestu hreindýrahjarðir i heimi. Sunnar tekur við mikið skógabelti, hið mesta i heimi, þegar frumskógar hitabeltis- ins eru undanskildir. Enn sunnar i Vestur-Siberiu eru svo gróðurlitlar sléttur þar sem mikil ræktun var hafin fyrir nokkrum árum, en hefur gengið misjafnlega sökum haustfrosta og vorkulda. 1 suðurhluta Siberiu er megin- landsloftslag, sumrin heit en veturnir kaldir, en mjög dregur það Ur vetrarkuld- anum, að úrkoma er litil og veður oftast kyrrt. Þó er það Kin af tengistöðvunum, sem flytur raforku frá Sfberlu til Rúss- lands. veturinn, sem hefur fælt menn mest frá Siberiu. Rússar tala oft um Vestur- Siberiu og Austur-Siberiu og miða skiptinguna við Ob- fljótið. Vestur-Siberia er heldur stærri að flatarmáli og þar eru heldur fleiri ibúar, eöa 11-12 millj., en 7-8 milljónir i Austur-Siberiu. Vestur- Siberia er að mestu ein slétta, hin stærsta i heimi. Austur- Siberia er ha'ðóttari og nær sumstaðar til allhárra fjall- garða. Aðalborgirnar i Vestur-Siberiu eru Novosi- birsk, Tomsk og Omsk, en i Austur-Siberiu Irkutzk og Krasnoyarsk. Novosibirsk er þeirra stærst og eru ibúar þar nokkuð yfir millj. Hinar hafa nokkur hundruð þús. ibúa hver. Ymsar nýjar borgir hafa 100-200 þús. ibúa, t.d. Bratsk. I IRKUTSK átti ég tal við sérfræðing, sem gaf mérstutt yfirlit um auðæfi Siberiu. Hann nefndi fyrst kol. Af sex mestu kolasvæðum heims eru fimm i Siberiu. Kolin hafa enn ekki verið nýtt i rikum mæli, en nú er ætlunin að hefjast handa. Þegarenbúiöað byggja nokkur stór raforkuver, þar sem kol eru notuð sem eld- sneyti, og er ráðgert að byggja 10 slik raforkuver á næstunni og verður hvert þeirra um 4 millj. kw. Mikið af orkunni verður leitt til Evrópuhluta Sovétrikjanna, þvi að það verður miklu ódýrara að flytja orkuna en kolin. Viða eru Siberiukolin undir þunnu jarðlagi og þvi auðvelt að vinna þau. Enn er verið að uppgvötva ný stór kolasvæði. A.m.k. 80 % af öllum kolabirgðum, sem vitað er um i Sovétrikjunum, eru i Siberiu. Næst nefndi sérfræð- ingurinn skóganna. 1 Siberíu eru mestu nytjaskógar heims. Þeir ná samanlagt yfir mörg þúsund kilómetra svæði. Enn hafa þeir ekki verið nýttir nema að litlu leyti. Verið er að byggja stórar verksmiðjur til að auka hagnýtingu þeirra. Úr trjánum er ekki aðeins unninn hverskonar pappir, heldur fjölmargt annað. 1 Bratsk hefur nýlega tekið til starfa mesta trjávinnsluver i heimi. Það vinnur þegar úr 7 milljónum rúmmetra af timbri á ári og á þó fram- leiðsla þess eftir að aukast. Ráðgert er að reisa margar fleiri slikar verksmiðjur. 1 þriðja lagi nefndi sérfræð- ingurinn svo vatnsaflið. I stórfljótum Siberiu eru betri virkjunarmöguleikar en i flestum fljótum öðrum. Einkum gildir þetta þó um Jenesei-fljótið og hina miklu þverá þess Angara. Við Angara hafa þegar verið reist tvö stór orkuver. Annað þeirra er 4 millj, kw., og er ráðgert að byggja enn við Angara tvö jafnstór eða um 4 milljkw. hvort ogtvöminni.t Jensei-íljótinu eru enn stærri virkjunarmöguleikar og hefur þegar verið byggt eitt orkuver þar, sem er rúm 5 millj, kw. og er hið mesta i heimi. Ráðgert er að reisa við það enn stærri orkuver. Þa býr Lenafljót yfir enn meiri möguleikum, en örðugra er að nýta þá. Þar er m.a. mögulegt að reisa fleiri en eitt orkuver, sem yrði yfir 20 millj. kw. 1 fjórða lagi nefndi svo sér- fræðingurinn oliu og gas. Slikt er kannski ekki óeðlilegt, þar sem það er ekki fyrr en eftir 1960, að olia og gas fundust i Vestur-Siberiu i stórum stil. Nú þykir hins- vegar orðið íjóst, að þar sé að finna einhverjar mestu oliu- lindir og gasbirgðir, sem hafa fundizt til þessa dags. Enn meiri olia og gas geti svo átt eftiraðfinnastundir tshafinu. Rússar hafa þegar gert miklar áætlanir um nýtingu þessara auðæfa, en fyrst i stað verða þau að verulegu leyti nýtt til að auka efnaiðnaðinn i Vestur- Sfberfu, en hann er þegar mjög mikill. Nokkurt dæmi um það, hvernig Rússar hyggjast nýta orkulindir Siberiu er það, að áætlað er að árið 2000 verði orkuframleiðslan i Siberiu orðin helmingi meiri en hún er nú i öllum Sovétrikjunum. Til viðbótar þessu koma svo hin stórkostlegustu námuauð- æfi önnur. Gull hefur lengi verið unnið i stórum stil i Siberiu og nýlega hafa fundizt þar miklar demantsnámur. Yfirleitt finnast þar allir málmar, sem nýttir eru, og flestir þeirra i stórum stil. Þessi auðæfi eru enn að mestu ónotuð. Þótt Siberia sé ekki nema að vissu leyti sæmilegt landbúnaðarland, á að vera unnt að brauðfæða þar marg- fallt fleira fólk en nú býr þar. Sá spádómur Lomonsoffs er óðum að rætast, að veldi Rússa byggist á auðæfum Siberiu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.