Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 23. september 1972 öskuhaugarnir í Gufunesi eru meftal ætisstöðva Svartbaksins. Þessi hefði þörf fyrir gcrvilimasmið. Svartbakurinn þykir hinn versti vargur i varplöndum. Þess vegna er hann mörgum þyrnir i auga, og er ýmsum ráðum beitt til þess að eyða honum. Töluvert hefur verið gert að þvi að eitra fyrir hann og steypa undan honum. Hann er réttdræpur árið um kring, og skotglaðir byssumenn hafa sér til dundurs að stytta honum aldur að gamni sin. Kostnaðinn við það grin fá þeir svo greiddan hja yfir- völdunum, þvi fyrir andaðan svartbak fást nokkrar krónur i verðlaun. Eru til ákvæði um það i lögum, að greiddar skuli 25 krón- ur fyrir hvern deyddan fugl, og bregða veiðimenn sér i hálfgert hausaveiðaragervi þvi greiðslan fer fram við afhendingu hægra vængs fórnardýrsins. Viðkom- andi sýslusjóði er skylt að reiða fram féð, og eins munu vera nokkur brögð að þvi að hrepps- félög sjái um greiðslurnar. Reykjavik er mikið gósenland fyrir svartbakinn, enda er hann hræfugl öðrum þræði og kann vel viö sig á öskuhaugum og við frá- rennsli fiskiðjuvera. Tjarnar- hólmínn er honum kærkominn neöan á varptima stendur og langt fram eftir sumri, svo lengi sem ungar andanna eru viðráð- anleg bráð. Honum er og ljúft að bíða við ós Elliðaánna á vorin, þegar laxaseiða éf þar von. Fiskiðjuver og öskuhaugar eru viðar um land en á höfuðborgar- svæðinu, og hefur svartbakurinn þvi hreiðrað um sig alls staðar, þar sem slik fyrirtæki eru rekin. Ef svo meinlega vill til, að æðar- varp er i grendinni við fyrrnefnd kjörsvæði svartbaksins, gefur auga leið,að ásókn hans i þau fer langt fram úr þvi, sem náttúru- legt getur talizt. Varpið hættir að vera meðal lifsnauðsynja hans og tekur á sig mynd munaðarvöru, sem heldur en ekki er amalegt að veita sér á vorin. Eigendur varp- landanna líta þessar majorka- ferðir svartbaksins hornauga, sem vonlegt er, og láta einskis ófreistað að slikur túrismi verði aflagður. Ýmsum aðferðum er beitt i þvi skyni, og verður nú drepið á þær, sem tiðkast á höfuð- borgarvæðinu. Allmargir Reykvikingar eiga sér þá hugsjón velvplga að eyða svartbak, og komast færri að til þeirrar iðju en vilja, þvi óheimilt er að fara með vopnum innanbæj- ar. Hins vegar geta menn sótt um leyfi til þess arna til borgarráðs, og eru þau veitt til eins árs i senn. Aðferðirnar, sem aðallega er beitt, eru tvenns konar. önnur, það er að segja drápið, fer fram með tvenns konar meðulum, not- uð eru skotvopn og gefin eru svefnlyf. Það skal skýrt tekið fram.að svefnlyfið, sem notað er til svæfingar svartbaknum, er ekki talið vanabindandi, svo að fugl sem sofnar og vaknar tfl Tifs ins aftur utan seilingar veiði- manna, verður ekki dóbisti. Skot- vopnin eru sennilega haglabyss- ur, þvi rifflar eru vandmeðfarnir i þéttbýli vegna langdrægni, enda vilja veiðimenn siður hengja kóng fyrir prest. Hin aðferðin, sem ekki felst i þvi að deyða fuglinn, er sú, sem sjá má til stangveiði- manna á vorin inn við Elliaár, en þeir fæla fuglinn brott með öllum tiltækum ráðum. 1 þvi skyni má til að mynda baða út öllum öngum og hrópa hæðilega að hinum óboðna gesti, en dugi það ekki til, er árangursrfkt að skjóta að hon- um viðvörunarskoti, eins og gert er við aðra landhelgisbrjóta og veiðiþjófa. t neyð má svo beita föstum skotum, en þau flokkast undir drápsaðferðina. Skylt er að geta þess, að ekki má setja svefnlyfið, sem fyrr er getið, i annað en egg, sem eru eins og menn vita uppáháldsmát ur svartbaksins. Fáir fuglar aðrir leggja sér þá fæðu til munns, nema ef vera skyldu hrafnar og menn. t þvi sambandi er notalegt að vita til þess að lyfið er ekki vanabindandi. Skinnah kaupaf Fyrr í þessum mánuði var Thord Stille, skinnakaupmaður frá Tranás í Sviþjóð, hér á landi i 25. innkaupaferð sinni. Allt frá þvi árið 1948 hefur hann keypt all- argráargærur, sem fást á tslandi hvert haust, og hann og kona hans, Doris.feldskurðarmeistari, hafa lagt drjúgan skerf að mörk- um til að geta islenzku lambs- skinni gott orð sem hráefni til loð- feldaframleiðslu. Að þessu sinni kaupir Thord Stille af okkur 50-60 þúsundgráargærur og cius mikið af hvítum og fáanlegar eru, en það verður varla meira en 50-60 þúsund gærur. Fyrir nokkrum ár- um keypti hann 200-300 þúsund hvitar gærur árlega, en nú hefur framleiðsla okkar sjálfra aukizt, og þvi er framboðið minna. „Ég býst við að það sé einstakt i heim- iiiuin, að i öll þessi ár hafa engir skriflegir samningar verið gerðir milli min og Sambands islenzkra samvinnufélaga um þessi við- skipti — þau hafa verið staðfest með handsali, og það hefur dugað vel. Við Helgi Pétursson, sem ég átti fyrst skipti við, fundum, að við gátum treyst hvor öðrum, og síðan hefur þessi siður haldizt milli okkar Agnars Tryggvason- ar," sagði Thord Stille i viðtali við Timann. Thord og Doris Stille eru bæði gamalgrónir ibúar i Tranás i Smálöndum Sviþjóðar, en sá bær er kunnur fyrir loðkápu- og skinnavöruframleiðslu sina. „Þaðan koma t.d. 70% af öllum kvenloðkápum, sem framleiddar eru i landinu. Við búum til loð- kápur úr hvers kyns skinnum, allt frá safala- og minkaskinnum nið- ur i • islenzkt lambsskinn eða kattaskinn frá Siberiu," segir Thord Stille. Loðfeldaframleið- enduriTranás hafa með sér sam- tök, sem áttu 25 ára afmæli ntl i sumar. Og loðkápuframleiðslan er nú 50-80.000 flikur á ári, þar af eru um 4.000 „tslandspelsar". Flogið upp frá dögurði á öskuhaugum og stefnan tekin á æð- arvarpið. Oddur Kristján

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.