Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN um og veitt þeim kaffi með meira. Eins og fyrr segir er mat- salur i B-álmunni, en i tveggja herbergja ibúðum C-álmu verða einnig eldhús, svo að þeir, sem þar munu búa, geta verið mjög út af fyrir sig. Hið nýja dvalarheimili Hin nýja bygging er U-laga og er skipt i álmur A, B og C. t júni s.l. hófust framkvæmdir við ibúðaálmuna (C-álmu), en þar verða 12 tveggja herbergja ibúðir, 24 einstaklingsibúðir. félagsheimili Sjálfsb jargar i Reykjavik, skrifstofur fyrir landsambandiö, félagið i Reykja- vik og húsið, vinnustofa. litil verzlun o.fl. Hefur verkið gengið mjög vel. og er gert ráð fyrir, að þessi álma verði fokheld snemma á næsta ári. C-álman er til vinstri, séð ofan af Laugaveginum Eins og • sést á mynd, sem fylgir þessari grein, er B-álman eða miðálman langt komin, og er von- azt til, að hún verði tekin i notkun i vetur. t henni eru 45 einstakl- ingsherbergi á þremur efstu hæðunum, en alls eru þær fimm. Á annarri hæð verða matsalir, ... eldhús og herbergi starfsmanna. d' engir við merkjasölu s.l. sunnudag. (Timamynd Guðjon) llið nýja dvalarheimili Sjálfsbjargar að Hátúni 12. Þaö er C-álman, sem sést hér i byggingu (Timamynd —Róbert) Myndarlegt átak Sjálfsbjargar, sem tryggja mun fötluðum Skortur á sjúkraþjálfurum Starfsemi samtakanna fer si- vaxandi, og innan þeirra vébanda eru nú 12 félög með tæplega 1200 virka félaga. Þau eru mörg verk- efnin, sem kalla að. Ekkert dvalarheimili hefur verið til i landinu fvrir verulega fatlað fólk. Hefur það þvi orðið að dveljast á elliheimilum eða heima hjá vandafólki sinu, þvi oft til mikill- ar byröi. Tilfinnanlegur skortur hefur veriö á sjúkraþjálfurum hér á landi, og þeir fáu, sem fyrir eru, vilja helzt starfa i Reykjavik, þannig að tilfinnanleg vöntun er á þjálfurum úti á landsbyggðinni. Á Akureyri hefur þó nýverið tekið til starfa sjúkraþjálfari, Magnús Ásmundsson, og reka samtökin þar endurhæfingarstöð og plast- iðju. Nokkuð er af þýzkum sjúkra þjálfurum hér á landi, en vand- kvæði hafa komið upp i starfi þeirra vegna málsins. Segja má, að fólk vanti i allar tegundir sjúkraþjálfunar, en nokkrir eru i námi um þessar mundir. Námið krefst stúdentsprófs á öllum Norðurlöndunum nema i Sviþjóö. Meiningin er að taka upp kennslu i sjúkraþjálfun við Háskóla Is- lands, þegar læknadeildin fær eigið húsnæði. betri daga í framtíðinni Foreldrafræðsla i bígerð Á Norðurlöndum hefur verið stunduð fræðsla fyrir foreldra bæklaðra barna, og er ætlunin að taka upp slika fræðslu hér á næst- unni. Mikið hefur borið á ónógri umönnun foreldra vegna van- kunnáttu um eðli bæklunar barna sinna og meðferðar þeirra. Er þvi mjög brýnt verkefni, að þessari fræðslu verði hrundið i fram- kvæmd. Aðstaða til iþróttaiðkana verð- ur með ágætum i hinu nýja húsi Sjálfsbjargar, en fatlað fólk getur stundað margar iþróttagreinar, einkum knattleiki, sund og spjót- kasti, og er fötluðum öðrum fremur mikil nauðsyn á slikri þjálfun. Skhifstofa Landssambandsins er að Laugavegi 120, og eru þar fjórir starfsmenn. bar er ein- stakiingum veitt margháttuð að- stoð, og voru meiri háttar fyrir- greiðslur sl. ár alls 486. Lánaðir voru út 478 armstafir. Fjárhagur samtakanna og kostnaðaráætlun hins nýja dvalarheimilis Fram kemur i kostnaðaráætlun fyrir að ljúka byggingafram- kvæmdum við vinnu- og dvalar- heimilið, sem Teiknistofan s/f gerði i febrúar s.l., að heildar- kostnaður við hinar ýmsu deildir er áætlaður 183.760.000.00 kr. Út- lagður byggingarkostnaður var i árslok 19.71 40.9000.00 og eign Sjálfsbjargar i Reykjavik 44.759.000.00. Til þessara framkvæmda, þ.e. dvalarheimilis og ibúða, hefur Stp-Reykjavik Siðaslliðinn sunnudag var merkja- og blaðasöludagur Sjálfsbjargar. Voru blöð og merki samlakanna seld viða um land. Blað Sjáll'sbjargar, sem ber sama nafn, kemur út einu sinni á ári og kostar einlakið 60 krónur. Merkin eru seld á 30 krónur stykkið. Verður öllum ágóða varið til byggingar Sjálfsbjargarhússins að Hátúni 12. Krá skrifslolu Landssam- bandsins að Laugavcgi 120 l'ékk fréttamaður þær upplýsingar i ga‘r. að á sunnudaginn hefðu salnazt um hálf milljón króna, en skrifstofunni hafði ekki borizt fregnir um söluna úli á landi Á blaða- og merkjasöludegi Sjálfs- bjargar i lyrra safnaðist l'yrir 410.000.00 kr. á Reykjavikursva'ð- inu. Siðastliðinn limmtudag boðaði Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, til fundar með Iréttamönn- um i eigin húsakynnum samtak- anna, sem verið er að l'ullgera að Hátúni 12. Kramkva>mdastjóri Sjálfsbjargar og formaður fram- kvæmdaráðs, Theodór A. .Jóns- son, auk annarra meðlima ráðs- ins, voru á fundinum og skýrðu fyrir fréttamönnum gerð og skipulag hinnar nýju byggingar og starfsemi samtakanna al- mcnnt. Kramkvæmdir við hið nýja dvalarheimili hói'ust um áramót- in 1966 ’67, og er stefnt að þvi, að þeim verði að fullu lokið upp úr áramótum 1972-’73 og að rekstur geti þá hafizt. Guðmundur Jó- hannsson húsasmiðameistari er yfirsmiður C-álmunnar, sem nú er i smiðum, en hann hefur verið eftirlitsmaður byggingarinnar frá upphafi. Kyrsta hæðin mun hýsa endur- hæfingarstöð, skrifstofur og fleira. t kjallaranum verða svo bilskúrar, sem tengdir verða lyft- um, þannig að ibúar dvalar- heimilisins geta komizt af hverri hæð beint niður að bilum sinum. I C-álmunni, austurálmunni, verða i Iramtiðinni sundlaug og lcikfimisalur, en á jarðhæðinni er þegar tekin til starfa stoðtækja- verkstæðið Ossur hf. Þvi veitir forstöðu Ossur Kristinsson stoð- tækjasmiður, en hann kom heim frá námi i Sviþjóð sumarið 1970, að alloknu 7 ára námi. Verkstæð- ið tók til stari'a 1. okt. á siðasta ári. Starfa þarna nú fjórir menn, og hefur verkstæðið yfir að ráða lullkomnum vélakosti. Kram- leiddir eru gervilimir, stoðtæki, stuðningsbelti fyrir bakveikt folk, innlegg i skó, ásamt ýmsu öðru. Innrétting og tilhögun hússins Eins og áður er sagt, er B-álm- an komin vel á veg. Hefur á þessu ári verið unnið við tréverk, máln- ingu og lol'tra>stikerfi, og er þess- um þáttum um það bil að ljúka. Smiði og frágangi handriða og l'lisalögn á bað- og snyrtiher- bergjum er lokið. llm miðjan september var auglýst eftir um- sóknum um vistun i 45 einstakl- ingsherbergi B-álmunnar, og hafa þegar borizt milli 20 og 30. Rétt er að taka það fram, að i þessi herbergi koma aðeins þeir einstaklingar til greina. sem hafa ferilvist, en þarfnast verulegrar aðstoðar vegna fötlunar. Að öðru jölnu sitja þeir fyrir um dvöl, sem eru á aldrinum 16 til 60 ára. Hið nýja dvalarheimili er að danskri íyrirmynd, en Danir standa mjög íramarlega á þessu sviði. 011 aðstaða verður mjög til fyrirmyndar, og allt gert til að gera dvalargestum sem hægast um vik. Herbergin eru þannig innréttuð, að allir rofar og nauð- synleg tæki verða við rúm ein- staklingsins, svo að hann getur slökkt og kveikt ljós, og á sjón- varpi og útvarpi úr rúminu. t>á verða bæði innanhússimar og bæjarsimar i hverju herbergi, sem tengdir verða skiptiborði i húsinu. Hefur Alþingi, að beiðni .Sjálfsbjargar, veitt Landsima Is- lands heimild til að fella niður stofngjald og afnotagjald af allt að 25 simum til tekjulitilla eða tekjulausra öryrkja. Sérstakt hátalarkerfi gerir þeim fatlaða kleift að hafa samband við starfs- fólk. án þess að ýta á nokkurn takka eða fara úr rúminu. Þrjár lyftur verða i álmunni og læknastofur á hverri hæð. Bað- herbergi eru lögð sérstökum flis- um, sem ekki verða sleipar af bleytu, og salernin eru með út- búnaði. er hreinsa þá, sem ekki eru færir um það sjálfir. Með öll- um göngum verða handrið. Þá má geta þess, að á hverri ibúðar- hæð verða svonefnd kaffieldhús, þangað sem dvalargestir geta boðið vinum sinum og kunningj- Þriðjudagur 26. scptember 1972. verið tryggt fjármagn frá eftir- töldum sjóðum og stofnunum: Frá Erfðafjársjóði á árinu 1972 (lán).....kr. 10.000.000.00 Frá Alþingi á árinu 1972 (styrkur)......kr. 2.000.000.00 Húsnæðismálastj. rik., heildarlán 1972 og 1972 ..kr. 18.000.0000.00 Frá Stvrktarsióði fatlaðra '72............kr. 3.255.000.00 Eigin tekjur samtakanna ea.............kr. 2.000.000.00 alls 35.255.000.00 Tekna hafa samtökin aflað með merkja- og blaðasölu, happ- drætti, blómasölu o.fl. //Heill einstaklingsins og hagur heildarinnar" 1 nýútkomnu blaði Sjálfsbjarg- ar er grein eftir Magnús Torfa Ólafsson menntamálaráðherra, sem ber heitið „Heill einstaklingsins og hagur heildar- innar”. Þar segir m.a.: ,,Hug- myndin um velferðarþjóðfélag byggist einmitt á þvi, að hið forna og til skamms tima virðingar- verða góðgerðasjónarmið, er úr- elt i samfélagi nútimans. Það sem þar er unnið i þágu hópsins, sem þarnast sérstakrar fyrir- greiðslu og umönnunar til að ger- ast sjálfbjarga, á ekkert skylt við gustukaverk. Samfélagsráð- stafanir, sem miða að þvi að veita þeim, sem við bæklun búa, skil- yrði til að sjá sér farborða og taka þátt i þjóðlifinu, miðað að velferð samfélagsins alls. Þeirra vegna verður heildin auðugri bæði af lifshamingju og lifsgæðum en ella.’’ 32 ferðamenn brunnu inni NTB-Rhodos Lik þeirra 32 ferðamanna, sem fórust i eldsvoðanum á Rhodos á laugardagskvöldið, hafa nú öll þekkzt. Alls fórust 20 Sviar 5 Dan- ir, 5 irar, og 2 Grikkir, er nætur- klúbburinn „Oscar” brann. Rikissaksóknarinn á Rhodos sagði i gær, að þeir, sem bæru ábyrgð á slysinu yrðu látnir svara til saka og sæta harðri refsingu. Sex sérfræðingar rannsökuðu brunarústirnar i gær og leituðu svara við þeim spurningum, hvers vegna neyðarútgangar næturklúbbsins hefðu ekki verið notaðir og hvers vegna svo lang- an tima hafi tekið að rjúfa raf- straum til hússins, þannig að hægt yrði að hefja slökkvistarfið. Talsmaður lögreglunnar sagði, að sennilegasta ástæða brunans væri skammhlaup i rafkerfi húss- ins. Hænsnin brunnu öll inni Klp-Reykjavik. Á föstudaginn brann hænsna- hús og bilskúr að bænum Tjörn i Biskupstungum. 1 bilskúrnum var m.a. mikið magn af fóður- bæti, svo og nýr 500 litra mjólkur- kælingatankur og margir fleiri verðmætir hlutir. 1 hænsnahúsinu voru um 300 hænur og tókst ekki að bjarga einni einustu þeirra. Eldsins varð vart um kl. 12,45 og voru þegar gerðar ráðstafanir til að ná i slökkvilið sveitarinnar, en þegar það kom, voru húsin nær alelda og varð engu bjargað. — PÓSTSENDUM —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.