Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Þriðjudagur 26. september 1972. Þriðjudagur 26. september 1972. TÍMINN 11 r tekið af Iteyni fyrir og eftir átiikin og var þaö meö jafneðlilegum hætti eítir sem lljartalinurit va áður. I.ögreglumeun leita á Iteyni og ganga lir skugga uin,að hann liafi ckki á sér nein hjálpartæki Rcyni var hleypt úr klefanum eftir aö hann var laus viö fjötrana og mældur i honum blóðþrýstingur Hjá honum á myndinni er Guðfinnur Sigurðsson lögregluþjónn. Reynir Leósson, Njarðvik- ingur, brauzt út úr fangageymsl- unni á Keflavikurflugvelli á laugardaginn var. Kom hann út um glugga, en hafði áður lagað hann svo til, að þar yrði útgengt. Hann var hlekkjaður af þremur lögregluþjónum og færður i klef- ann um kl. 13.55 og kom út þaðan um kl. 19.45. Þetta atvik er liður i 90 minútna kvikmynd, sem Reynir er að gera ásamt Vilhjálmi Knudsen kvik- myndatökumanni um krafta sina. Auk þeirra félaga og lögreglu- manna var héraðslæknirinn þar syðra, Arnbjörn Úlafsson, við- staddur og tók hann hjartalinurit og mældi blóðþrýsting krafta- mannsins fyrir og eftir átökin. Töluverður slangur af fólki var þarna saman komið til að fylgjast með, og rikti mikil spenna i tugt- húsinu, meðan beðið var úrslita. Eins og fyrr getur var^Reynir færður i hlekki áður en hann var settur inn. Þrenn handjárn voru sett á hann og hendurnar reyrðar aftur fyrir bak. Fætur hans voru fjörtaöir með einu fótjárni og auk þess var öðru heimatilbúnu brugðið á hann, það var gert úr þykkri járnkeðju. Þrjár keðjur úr 7,8 og 10 mm efnivið voru svo settar á manninn og þeim marg- vafið um hann, eins og sjá má á myndunum hérna á siðunni. Grennsta keðjan var úr stáli, hinar báðar úr járni. Járnkeðj- urnar eiga að geta þolað allt að 1500 og 2000 kg. Þegar búið var að reyra Reyni i þennan útbúnað var keðjunum læst saman með 14 hengilásum. Keðjurnar voru rúm 20 kg á þyngd samanlagt. Það voru Albert Albertsson aðst. yfirlögregluþjónn og lög- reglumennirnir Guðmundur og Guðfinnur Sigurðssynir, sem hlekkjuðu hann og færðu i prisundina. Áður en farið var með krafta- manninn inn i klefann drakk hann úr einni maltflösku og reykti nokkrar sigarettur, auk þess sem hann fór fram á,að sér yrði gefið öl að drekka,þegar hann kæmi út. Klefadyrnar lukust á eftir Reyni og blaðasnápar, lögreglu- menn. læknir og forvitnir áhorf- endur. að ógleymdum kvik- myndatökumanninum, biðu á ganginum fyrir framan og héldu niðri i sér andanum, en ekkert heyrðist, enda fyrirfram vitað mál. að enginn maður getur rifið aðarlæti þeirra, sem fylgdust með. Viö náðum tali af Reyni og spuröum hann, hvort hann æfði sig og hagaöi mataræðinu á sér- stakan hátt fyrir átök. — Nei, nei, ég æfi ekkert og hef aldrei æft neitt. ícg hef nóg að gera við að stunda vinnu mina, og þegar ég kom hingað var ég ný- búinn að boröa. Fékk steiktan hrygg i hádeginu. Annars er mér alveg sama, þótt ég fái ekki að borða i nokkra daga, ef ég fæ vatn. — Svafstu mikiö i nótt? — Nci, ég sef oft ckki nema 2—3 tima á nóttu. Ég get vel neitaö mér um meiri svcfn. Ég sef þó hcldur meira^ þegar ég fer I sumarfri, en það geri ég annað til þriðja hvcrt sumar og hvili mig þá við heyskap. Þetta byggist allt mikið á sjálfsafneitun. — Gerirðu þér alltaf grein fyrir, hvað er að gerast^þegar þú tekur á? — 6-gi ii ðu þér alftæf—grein fy<4c, bvað er-að gcrtrst-þegar-jrú tekur-ár? — Já, nema rétt á meðan aðal- átökin eiga sér stað, þá veit ég ekki af mér, en strax á eftir er ailt cðlilcgt. — Þrcytistu ckki mikið á eftir? — Ekki likamlega, nema ef ég hvili mig á cftir, þá verð ég stund- um stiröur og lerkaður um allan skrokkinn. Þess vegna er bezt aö fara beint til vinnu, eða alla vega að halla sér ekki út af eftir átök. En ég þreytist ógurlega sálariega og i höföinu. Þessir kraftar eru nefnilega citthvað sálrænt, citt- hvað, sem inér er gefið uinfram aðra mcnn. — Nú eru menn misjafnlega vcl þenkjandi i annarra garð. Hcfur hugsun þeirra, sem eru nærri þér cngin áhrif? — Það er rétt, fólk er misvel innrætt, en ég finn ekki fyrir slik- um áhrifum, lieid ég, en ég vil fá að vcra alveg i friði, þegar ég leysi mig úr fjötrum. Þegar ég er einn á ég miklu betra með að ein- beita mér. — Ferðu með bænir eða þ.u.l. áður en glíman hest? — Já, ég bið alltaf. — Hverjum flyturðu bænina? — Jesú Kristi, það er frá hon- um. scm ég hef fengiö afl mitt og þess vegna bið ég til hans. — Er langt siðan hann gaf þér þetta afl? af sér útbúnað, eins og lýst er hér að framan. Allt i einu fór að hringla i einhverju innan úr klefanum, — þá foru liðnar fjórar minútur frá þvi að honum var lokið aftur og klukkan orðin næst- um tvö. Upp frá þvi mátti heyra hringl af og til frá Reyni, en þó var eins og hann tæki rokur, þvi harkið jókst með töluvert löngu millibili og hrislaðist þá eftirvæntingin um þá(sem biðu fyrir framan. Klukk- an 15.53 var farið að heyrast meira til hans og þvi likast sem hann væri talsvert farinn að losna. Klukkan 16.18 heyrðust smellir miklir og var eins og verið væri að hnykkja einhverju i sundur, og klukkan 16.23 kom sú fleyga setning innan úr klef- anum,: ,i,Vilhjálmur, er hægt að fá smápásu, nú þegarég er laus, svo kem ég út”. Pásan sú stóð ekki lengi, þvi kl. 16.26 buldi bylmings- högg á klefadyrunum og var ekki laust við að mörgum brygði við, þvi að þungt var bariö. Af og til var klappað ómjúklega á klefann innan frá, en brátt kom að þvi, að garpurinn vildi komast á salerni, og var honum hleypt út þeirra erinda undir kl. 17.00. Reynir hafði kvartað undan loftleysi, og þótti auk þess volgna heldur glatt inni hjá sér meðan átökin stóðu yfir, svo þaö þótti heillaráð að færa hann fram til læknisskoðunar, meðan loftað var út úr klefanum. Blóðþrýstingur- inn reyndist vera lægri en hann hafði verið áður en kappinn var færður i klefann. Meðan á læknisskoðuninni stóð var Reyni bent á það, að hann væri ekki kominn út úr fangels- inu, þótt hann bryti gat á milli- vegg, heldur lenti hann þá inn i næsta klefa, auk þess sem það ylli skemmdum á fleiri en einum klefa. Meðan Reynir var i læknis- skoðun litum við inn i klefann og var þá nokkuð farið að sjá á milli- vegg og klefahurðinni. Keðjur, handjárn, fótjárn og lásar Iá rifið og slitið um klefagólfið og borðið, var þvi likast sem allt hefði lent i kvörn. Þegar Reynir kom aftur til klefans tók hann til við gluggann, sem var um 15cm breiður áður en Reynir tók til við að vikka hann. í glugganum var tæplega 3 cm þykkt gler og braut hann það úr, áður en hann tók til við að brjóta úr múrnum. Um klukkan 19.45 brauzt hann svo út við mikil fagn- Texti: Þorsteinn Broddason Myndir: Róbert Sundurtætt handjárn og brot úr hengiiás þutu út undan kiefadyrunum, þegar leikurinn stóð sem hæst. — Hann kom fyrst til min þegar ég var 6 ára og sagði(að inig skyldi aldrei skorta afl til að losa mig úr fjötrum, sem á mig yrðu lagöir, ef ég misnotaöi ekki það afl, scm hann gæfi mér. Þess vegna tek ég ekki þátt i neins konar keppni, það væri mis- notkun. — Sástu Jesú? — Já, auövitaö sá ég hann. Hann kom til min. — Hefur hann komið til þin, siðan þú varst 6 ára? — Hann kemur alltaf, þegar ég þarf á honum að haida. — Er hann skeggjaður? — Nei, nci, hann er skegglaus og andlitið eins og á ungri stúlku og fylgir þvi birta, Hárið er frem- ur dökkt. — Sér mikið á þér eftir átök? — Nei, ég fæ varla skramu, þrútna kannski dálitið, en það hvcrfur um leið. — Finnurðu þá ekki til? — Ég finn til sársauka rétt fyrst. harka hann bara af mér og svo hverfur hann fljótlega. Við spuröum Reyni, hve hann væri stór og þungur. Kvaðst hann hafa verið 170 cm á hæð og 73 kg i eina tfð, en nú væri hann senni- lega farinn að ganga eitthvað svolitiö saman og hann hefði lfka þyngzt um 2—3 kg. Hann er 33 ára. lteynir kemur út. Aöur er hann skreið út breiddi hann teppi yfir gler- brotin fyrir utan svo hann skæri sig ekki, þegar hann stigi niður. — 111 Saumað að kappanum. Frá vinstri, Guöfinnur Sigurösson, Guð-mundur Sigurðsson, Reynir hinn hamrammi og Albert Albertsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.