Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 3. október 1972. TÍMINN Sfifir llamborgari án tómatsósu Flest fólk er gefið kirkju, ráðhúsi eða saman 1 einhvers konar guðshúsi, en herra og frú Takahashi i Japan voru gefin saman i gríðarstórum ham- borgara. Varla verður þetta tizkufyrir- brigði, þvi að risahamborgarinn kostaði um 70 þúsund krónur. Það var hamborgara- og sam- lokuframleiðandi i Japan sem fékk kærustuparið til að ganga i það heilaga á þennan hátt, og fékk sá góða auglýsingu fyrir framleiðslu sina. En hann segir, að það sé eins með samlokur og hamborgara og hjónabandið, þegar búið sé að skeyta það saman, verði það ekki sundur skilið aftur. Að visluatböfninni lokinni var hamborgaranum lokað yfir hjónin, og fara ekki fleiri sögur af framhaldinu. Milli brauð- sneiðanna var mikið af græn- meti, likamar parsins komu i stað nautakjötshakksjns, en hvorugt þeirra hafði smekk fyr- ir tómatsósu og sinnepi. >su og sinnepi. Mvndlist Myndin sú arna var á sýningu i virðulegum sýningarsal i Lon- don, og hefur það til sins ágætis að vera ekta, að minnsta kosti að einhverju leyti. Ef grannt er skoðað, má sjá, að á myndinni er gervibrjóst, gerviblóm, ilm- vatnsflaska, öskubakki og gervivindlingur. En konubrjóst- ið sem hangir niður úr efri ramma myndarinnar, er ekkert gervidrasl. Listamaðurinn leigði sér tyrirsætu og lét hana liggja i kassá ofan við listaverk- ið og annað brjóstið á henni hékk niður i myndina. Þrátt fyr- ir að listaverkið vekti athygli, var ekki hægt að selja það. Fyrirsætan harðneitaði að fylgja með i kaupunum. Lestin var að renna af stað, en i þvi var dyrunum hrundið upp og ungur maður lét fallast ör- magna niður i sæti. Gamall, en liðlega vaxinn herramaður gekk til hans og sagði: — A þinum aldri blés maður ekki úr nös við að ná i lest,sem komin var á hreyfingu. — Nei, það getur verið stundi sá þreytti. — En ég missti af lestinni á siðustu stöð. — Mér sýnist þetta helzt vera leiðarvisir um samsetninguna. — Veiztu ekki að það boðar óhapp, þegar hvitur köttur gengur fyrir mann? tt Nýr brunabill hafði verið keypt- ur til þorpsins og hafði það ekki gengið átakalaust fyrir sig. Einn þeirra, sem verið hafði á móti kaupunum, stóð nú og virti rauða viðundrið fyrir sér. — Það hlýturað þurfa marga bruna, til að svona bill geti borgað sig, tautaði hann. * Til er fólk, sem álitur að það sé mikils virði, bara vegna þess að það á peninga. * * — Þú varst eitthvað að tala um það um daginn, að þú ætlað- ir til ættfræðings til að fá ættar- töluna þina. Hvernig gekk? — Svona og svona. Ég varð að borga honum 50 þúsund fyrir að þegja yfir henni. Iláð sem duga 1 Reykjavik þýðir ekki að hafa almenningssima, þeir eru allir eyðilagðir. Viða erlendis er önn- ur vandræði, sem koma i veg fyrir, að full not verði af slikum tólum, en þau eru fyrst og frem- st, að sumir hafa þann leiða siða að tala alltof lengi í simana, svo að aðrir komast ekki að, og myndast langar biðraðir við simaklefana. Bandariskur upp- finningamaður hefur smiðaö simaklefa, sem koma á i veg fyrir slika misnotkun. Þegar viðkomandi er búinn að tala óhóflega lengi i simann kviknar á skæru ljósi, sem skin i augu hans, og hávær bjalla hringir stöðugt. Ef þessi óþæg- indi duga ekki, og simnotandinn heldur áfram að tala, steypist. kalt sturtubað yfir hann eftir hæfilega langan tima. Ef sá tal- óði heldur enn áfram að nota simann, verður hann að standa i þessum pyntingarklefa þar' til hann hefur loks lokið sér af. Nýjasta karl- mannafatatizkan Þessi vörpulegi karlmaður er i pels, saumuðum úr islenzkri lambsgæru. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum á tizku- sýningu i New York, og þykir hæfa að maðurinn sé i snjáðum og rifnum buxum undir pels- inum. DENNI DÆMALAUSI Nú verður þú að segja bara smá- voff, því annars hræðir þú lifið úr þessum litla aumingja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.