Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 11
Þriftjudagur :l. október 1972. TÍMINN 11 Blsast unnvörpum söfnuðinum stefnan út um allt land. t Reykjavik eru um 500 manns i söfnuðinum, sem hefur bæki- stöðvar i tveggja hæða byggingu að Hátúni 2. „Hér breytast jafnvel fyrrver- andi afbrota menn i nýta borgara, sem borga skatta sina og gegna öllum þjóðfélagsskyldum sem sómasamlegir ménn”, sagði Ein- ar. Samkomur eru i húsinu nán- ast hvert kvöld vikunnar, en aðal- llér vitnar Sigfús af innileik Leiðtogi fundarins, Georg Viöar samkoman er á sunnudögum, þegar skirt er. Er þar fylgt for- dæmi Jóhannesar skirara. Menn koma til skirnar i hvitum kyrtlum og fá hressilega idýfu, og það bregzt ekki, að þeir sjá heilagan anda. Oti á landsbyggðinni eru um 200 manns i hvitasunnusöfnuðum, og kenna sig ýmist við Zion, Betel, Salem eða Filadelfia. X Hér koma svo að lokum brot úr ummælum tveggja ungra nýfrelsaðra manna, sem tjáðu fréttamanni upplifun sina, en i upphafi þessarar greinar er yfir- lýsing félaga þeirra, Georgs Viðars. Bárður Árni Steingrimsson fisksali, 27 ára gamall fyrrver- andi sjómaður og skipstjóri, drykkjumaður og svallari: — Ég á fjögurra mánuða af- mæli i dag, er fjögurra mánaða i trúnni. Um siðustu páska kom Georg Viðar inn á heimili móður minnará Sogaveginum og vildi fá mig i F’iladelfiu. Ég var nú ekki á þvi. En nokkru seinna fór ég á ball og kom við á mörgum stöð- um: Klúbbnum, Röðli og Sögu m.a. Áður um kvöldið hafði ég heyrt auglýsingu um samkomu ungs Jesúfólks i Filadelfiu. Ég rölti þvi þangað niður eftir að loknu balli og hlýddi á samkom- una. Ekki fór ég til fyrirbæna þetta kvöld, en var djúpt snort- inn. Svo var það einum sex sam- komum siðar, sem ég höndlaði frelsið, þar sem ég játaði Jesú trú mina með munninum. Já, ég er frelsaður siðan, lifi fyrir Jesú af öllum mætti og snerti hvorki áfengi né tóbak. Ég er frjáls mað- ur, og mér finnst likami minn „musteri guðs”. Hér er bróðir minn, sem frelsaðist i kvöld, en móðir min mun láta skirast næsta sunnudag. Sigfús Steingrimsson, fyrrver- andi sjómaður, frelsaður fyrir þrem mánuðum.: — Ég hafði ekki ofan i mig að iðulega og ekkert húsaskjól. Þú veizt, hvernig það er, þegar maður drekkur svona eins og svin i marga daga i röð. Ég var með tjald i Laugardalnum i sumar og alltaf sifullur. Filadelfia var með tjald fyrir samkomur sinar þarna skammt frá. Svo mér datt eitt sinn i hug að lita inn til þeirra. Rambaði ég þarna inn einum sjö sinnum og alltaf fullur. Loks var ég orðinn peningalaus og átti ekki fyrir vini og fór allsgáður á sam- komu. Þá hlaut ég hina miklu blessun. Siðan hefur drottinn vak- að yfir mér og allt hefur gengið i haginn, ég hef herbergi, nógan mat og fasta atvinnu, rennismið- ar. Og ér er hættur að reykja og drekka. Drottinn hann birtist mér eina nótt heima i herbergi minu alveg undursamlega. Þá fékk ég þetta endanlega frelsi. Svo fékk ég heilagsandaskirn, talaði tungum eins og bilian segir. Allt mitt lif snýst nú um trúna. Ég, sem var eitt sinn drykkjusjúklingur! — Og ég skal segja þér það, að ég hef fengið sönnun fyrir þvi, að helviti er til, þvi að sömu nótt og drottinn birtist mér, þá kom skrattinn og ætlaði að hirða mig. Og ég varð svo skelfingu lostinn, að ég hringdi i ofboði i einn bróðurinn, Georg, og bað hann að sækja mig, þvi að ég væri geð- veikur. Þá var ég kominn niður i bæ, þvi að ég þoldi ekki við i her- berginu. En þetta var bara vegna þess, að ég ar svo óvanur og vissi ekki, hvað var um að vera. Hér með lyktar þessari grein, en þess skal getið, að Einar kveð- ur „söfnuðinn styðja fsland al- huga i landhelgismálinu og biðja fyrir sjómönnunum á varð- skipunum”. —Stp. Það voru einnig börn á samkomunni „Jesú is the mighty king. His name is wonderfúl, sungiðaf miklum móö. Að bæn Beðið fyrir nokkrum sálum, sem krjúpa við bekkinn. Húsið titrar af upphrópunum eins og „amen”, „halelúja” og „Jesú, Jesú”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.