Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 3. október 1972. TÍMINN JZ OL-Hðið sigraði v-þýzka meistaraliðið Göppingen — Hjalti Einarsson var madur liðsins, hann varði frábærlega i leiknum Það er ekki hægt að segja annað en að islandsmeistararnir i handknattleik, Fram, hafi staðiö sig vel i fyrsta leik siiuim á keppnistimabilinu. Þegar Fram mætti Göppingen á föstudags- kvöldið, vantaði fimm fastaleik- menn, sem léku með liðinu s.I. vetur, Þessir leikmenn eru. Ingólfur Óskarsson, Pálmi Pálmason, Andrés Bridde, Stefán Þórðarson og Arnar Guð- laugsson. An þessara manna stóð Framliðið sig mjög vel gegn v- þýzka meistaraliðinu, og var ekki langt fra sigri. Axel Axelsson var eina langskyttan, sem Fram hafði upp á að bjóða og Axel sýndi það svo sannarlega, að hann er orðinn okkar langbezta iang- skytta. Þá átti Björgvin Björg- vinsson, frábæran leik og hefur hann aldrei verið betri — snöggur leikmaður, sem skemmtilegt er að horfa á. En snúum okkur þá að leiknum. sem var leikinn i Laugardalshöllinni: Framliðið skoraði þrjú fyrstu mörkin i leiknum en það dugði skammt, á 10. min. voru Þjóð- verjarnir búnir að jafna 4:4 og skömmu siðar ná forustunni i leiknum, sem þeir héldu út hálf- leikinn. Staðan i hálfleik var 11:8 fyrir Göppingen. Axel Axelsson, var búinn að vera drýgstur i Framliðinu, hann skoraði fimm mörk i fyrri hálfleik og átti mikinn þátt i tveimur. Þjóð- verjarnir byrja á þvi að skora fyrsta markið i siðari hálfleik og þeir virðast ætla að vinna leikinn létt — Framarar voru á öðru máli, Björgvin Björgvinsson, skorar niunda mark Fram af linu og Sigurbergur Sigsteinsson bætir við tiunda markinu. 1 millitiðinni hafði Werner Fischer, skorað fyrir Göppingen og skömmu siðar bætir Gunter Sxhweikardt við fjórtánda marki Þjóðverja og staðan er þá orðin 14:10. Þá tekur Framliðið mikinn fjórkipp og þvi tekst að jafna 15:15 á 12. min. siðari hálfleiks. Björgvin átti stóran þátt i þvi að Framliðinu tókst að jafna, hann skoraði þrjú mörk og fiskaði eitt viti, sem Axel skoraði úr. Adam var ekki lengi i paradis, Þjóðverjarnir skoruðu tvö næstu mörkin, og var þar Fischer i bæði skiptin að verki. Axel Axelsson skoraði svo fjögur næstu mörk Framliðsins, en það dugði litið, þvi að Þjóðverjarnir skoruðu þrjú mörk á sama tima og var staðan þá orðin 20:19 og 10. min eftir af siðari hálfleik. Framliðinu tókst ekki að jafna þótt þar hafi munað mjóu undir lokin, þegar staðan Hér sést Agúst Ögmundsson skora mark fyrir OL-liðið úr hraðupphlaupi. var 23:22. Þegar þrjár minútur voru til leiksloka, léku Björgvin og Sigurbergur skemmtilega saman upp völlinn i hraðaupp- hlaupi — Sigurbergur stökk inn úr horni, en lét verja frá sér skotið. Min.siðar gaf Sigurbergur inn á linu til Björgvins, sem henti sér inn i vitateiginn — óheppnin elti Framliðið, skot Björgvins lenti i slánni og út. Þegar órfáar sek. voru til leiksloka, varð Eysteini Guðmundssyni, dómara á ljót skyssa — hann dæmdi vitakast af Framórum og þar með annað stigið af liðinu. Sigurður Einars- (Timamynd Gunnar) son, komst i dauðafæri á linu, en áður en honum tókst að skjóta, var rifið i hann og hann hindraður gróflega, en öllum til undrunar dæmdi Eysteinn aðeins frikast á Þjóðverjana — dómur sem var mjög vægur. Framhald á bls. 19 Bikarkeppni KSÍ: Skagamenn í 8-liða úrslitin - þeir sigruðu Þrótt í leik, sem Þróttur átti öllu meira í Teitur Þórðarson mörk gegn Þrótti. skoraði þrjú Það var lítil skemmtun að horfa á leik þróttar og Akraness á Melavellinum á laugardaginn. Ekki er hægt að segja, að það hafi verið bikarstemn ing i leiknum, sem fór að mestu fram á miðjunni. Skagamenn fóru með sigur af hólmi og má segja að það hafi ekki verið réttlát úrslit, þvi að Þróttar liðið átti mun meira i leiknum, og tölurnar 3:1 fyrir Skagann gefa ekki til kynna gang leiksins. Fyrri hálfleikur var þóf- kenndur ot fór að mestu leyti fram á miðjunni, liðin skiptust á að sækja, og má segja, að Þróttarliðið hafi sótt öllu meira. Skagamenn fengu lika sin tæki- færi, en framlinumenn þeirra voru hálfragir við að skjóta á markið. Áhorfendur voru byrjaðir að kalla „skjóttu maður — skjóttu maður". Þresti Stefánssyni var greinilega farið að leiðast þófið, hann fékk knöttinn úti við miðjuhring og skaut þaðan i átt að marki, skot hans virtist hættulaust og mark- vörður Þróttar hefði átt að hirða knöttinn, en öllum til mikillar undrunar, fór knötturinn á milli uppréttra handa markvarðarins, Óla V. Thorsteinssonar i markið. Rétt fyrir leikhlé sóttu Skaga- menn — Benedikt Valtýsson fékk knöttinn úti við markteig, hann spyrnti knettinum að marki, knötturinn fór i stöngina og var á leiðinni til Benedikts aftur, þegar dómari leiksins, Guðmundur Haraldsson, flautaði til hálfleiks. Benedikt var mjög sár og sagði við dómarann: „þurftirðu endi- lega að flauta, þegar ég fékk loks- ins tækifæri til að skora mark?* Þróttarar mættu mjög ákveðnir til leiks eftir leikhlé og sóttu stift. AlO.mintekst þeim að skora, þiegar Sverrir Brynjólfsson komst einn inn fyrir vörn Skagamanna og renndi knettinum i netið. Fimm minútum siðar átti Guð- mundur Gislason skalla að Skagamarkinu, sem Ei,nari Guð- leifssyni tókst að bjarga á siðustu stundu með þvi að slá knóttinn frá markinu. A 25. min. strauk gott skot frá Ulfari Samúelssyni stöng Skagamanna. Tveimur min. siðar skoraði svo Teitur Þórðarson, annað mark Skagamanna, með skoti úr markteig. Stuttu siðar bætir Teitur Þórðarson annað mark Skagamanna, með skoti úr mark- teig. Stuttu siðar bætir Teitur þriðja markinu við. Sigurinn var Akurnesinga, og þar með unnu þeir sér rétt til að leika i 8-liða úr- slitunum i Bikarkeppni KSÍ. SOS. Dómgæzla léleg Ef dómgæzlan i handknatt- leik á að vera i vetur, eins og hún var i leikjum Göppingen hérá landi, þá mega leikmenn 1. deilda liðanna fara aft kviða fyrir vetrinum. Það var oft ekki heil brú i dómgæzlunni i leikjunum þremur, dómararnir létu leiðinlega Þjóðverja vaða upp I sig. Fyrsta leikinn dæmdu Karl Jóhannsson og Eysteinn Guð- mundsson, og það má segja, að þeir hafi sloppið bezt frá hlutverki síiui. Þó kom fyrir, að dæmd var tóm þvæla, og leikurinn stöðvaður út af smá hrindingum, en svo voru stærri brot látin eiga sig. Það má segja, að Eysteinn hafi tapað leiknum fyrir Fram — þvi að hann sleppti greinilegu víti, þegar Sigurftur Einarsson var hindraður gróflega á linu. Leik FH og Göppingen dæmdu Björn Kristjánsson og Valur Benediktsson, og var dóm- gæzla þeirra hörmuleg á köfl- um. Þó dæmdi Björn sæmilega en Valur eins og hann er vanur. Óli Ólsen og Jón Friðsteinsson dæmdu svo siðasta leik Göppingen, og er hægt að segja, að Jón hafi að mestu dæmt leikinn, þvi að Óli stoð stundum kyrr og góndi á brot, sem hann lét svo eiga sig. Dómarar verða að taka sig verulega á, ef þeir eiga ekki eftir að skemma marga leiki i 1. deildinni i vetur. Það þýðir ekkert að vera með skripalæti, þvi að keppnin verður hörð i vetur og úrslit leikjanna geta oltið á dómurunum. Fékk veizlu í verðlaun A laugardaginn fór fram hjá Golfklúbbi Ness hin árlega keppni um Veitingabikarinn. Er þetta i 4. sinn, sem þessi keppni fer fram, en þar eru fyrstu verðlaun kvöldstund á einu af beztu veitingahúsum borgarinnar fyrir sigur- vegarann og maka hans. Sá sem vann til veizlunnar að þessu sinni, var Sigurður Þ. Guðmundsson, sem lék á 83 höggum 18 holurnar. Hann hafði fyrir þessa keppni 20 i forgjöf og lék þvi á 63 höggum nettó, eða 5 höggum betur en næsti maður, sem var Bert Hanson (38:45 — 15-68) t þriðja og fjórða sæti urðu jafnir Hörður Olafsson (40:43 — 14 = 69) og Magnús Guðmundsson (45:44 — 20 = 69). Keppendur i mótinu, sem fram fór i góðu veðri á Ness- vellinum, voru 33 talsins. Badmintonmót Opið mót i badminton verður haldið i Laugardals- höllinni sunnudaginn 15. okt. Keppt verður i einliðaleik karla og tviliðaleik kvenna i meistaraflokki og einliðaleik kvenna a-fl. Rétt til þátttöku hafa allir þeir, sem orðnir eru 16 ára á mótsdegi. Til- kynningar um þátttöku skulu berast til Hængs Þorsteins- sonar, simar 35770 eða 82725 eigi siðar en 12. október. Tennis- og Badminton félag Reykjavikur. Hver var heppinn? Nú er búift að draga i happdrætti þvi, sem Kefl- vikingar efndu til i tilefni leiks Keflavikur og Real Madrid. Hver leikskrá gilti sem happ- drættismiði og var númer framan á skránni. Sá, sem á leikskrá no: 979 hefur hlotið flugferð til London fram og til baka fyrir einh. Vinningsins má vitja i verzluninni Sportvik i Keflavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.