Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 20
Akupunktur við fæðingar NTB—vStokkhólmi Um hundrað konur í Stokk- hólmi munu i liaust fæða börn sín sársaukalaust með aðstoð hinnar fornu, kinversku deyfingarað- lerðar, akupuriktur. Fæðingar- læknir einn sænskur, Ekström að nafni, hefur kynnt sér aðferðina i Kina og Japan i tvö ár og hyggst hánn gera þessa tilraun. Fyrir skömmu fæddi kona ein i Stokkhólmi og var deyfð með akupunktur-nálum i hendur og fætur. Hún kvaðst ekki hafa fund- ið til minnsta sársauka við fæðinguna. Ekström segir þó, að akupunkt- ur geti ekki leyst aðrar deyfingaraðferðir algjörlega af hólmi, en geti notazt meö þeim með góðum árangri. Fyrrum notuðu Kínverjar aku- punktur-aðferðina aðallega til að lækna þráláta sjúkdóma eins og gikt, en nú siðari árin hefur aö- ferðin einnig verið tekin upp við fæðingar og skurðaðgerðir. Akupunktur hefur að sögn dr. Ekström sérstaklega góða eigin- leika sem deyfing við fæðingu. Hún er ódýr, einföld og það, sem mest er um vert: hún er hættu- laus. Þriðjudagur ». október 1972. Rússar á ferð: Sigldu á danskan fiskil Vestur-þýzka rannsóknaskipið Meteor i Akureyrarhöfn um helgina. Eins og sjá má, er þetta mikiðskip, og ætti aö geta þjónað sinu hlutverki vel. (Timamynd Kári) Með tólf þúsund metra akkerisfestar KJ—Reykjavík Þær eru ekkert smásmiði Landsfundur Samtakanna KJ—Reykjavik Landsfundur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, hinn íyrsti eftir slofnfund, var haldinn að Hótel Loftleiðum á föstudag, laugardag og sunnudag, og sátu Eldur Um kl. 14.00 i gær var slökkvilið Reykjavfkur kallað að einni vcrkstæðisbyggingu SVR við Kirkjusand. Þar höfðu iiic 1111 verið að vinna með logsuðutækjum og neisti komizt á milli þilja. Leit þetta hálf illa út, þegar slökkviliðið kom á vettvang, og var þvi kallað á hluta varaliðs þess. Fljótlcga tókst að slökkva eldinn, og urðu litlar sem engar skcmmdir á húsinu, sem cr gamall braggi, svipaður þeim, sem brann til kaldra kola, ásamt þrem strætisvögnum fyrir nokkrum árum. (Tfmamynd Gunnar.) íundinn 130 fulltrúar frá 12 félög- um og héraðsnefndum. 1 írétlalilkynningu frá Samtök- unumsegir,: „Aðalmál fundarins var sameiningarmálið, og samþykkti fundurinn með öllum atkvæðum gegn einu niðurstöðu viðræðuncfnda SFV og Alþýðu- l'lokks. Fundurinn samþykkti stjórnmálaályktun og ályktun um yerkalýðsmál; Ennfremur voru samþykktur lagabreytingar og tillaga um útgái'umál." Á landslundinum fór fram kosning lormanns, varaformanns og Iramkvæmdastjórnar, og auk þess var kosin viðræðunefnd um sameiningarmál. Formaður var kjörinn Hannibal Valdimarsson, og vara- formaður Magnús Torfi Ólafsson. Hannibal var kjörinn með 75 at- kvæðum, en Bjarni Guðnason hlaut 30 atkvæði, Magnús Torfi var kjörinn með 69 atkvæðum, en Bjarni hlaut 39 atkvæði i vara- formannssætið. Með Hannibal og Magniisi Torl'a eru i fram- kvæmdastjórn: Halldór Haf- steinsson, Halldór S. Magnússon, Halldór S. Magnússon, Haraldur Henrysson, Inga Birna Jónsdótt- ir, Ingólfur A. Þorkelsson, Kári Arnórsson, Sigurrós Sæmunds- dóttir, Steinunn Finnbogadóttir, Vésteinn Ólason. t viðræðunefnd um sameining- armálin voru kjörnir: Hanni- bal Valdimarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Bergur Sigurbjörnsson, Bjarni Guðnason, Björn Jónsson, Jón Sigurðsson. og Teitur Þor- leifsson. Varamenn i viðræðu- nel'nd voru kjörnir þeir Guð- mundur Bergsson, Hallgrimur Guðmundsson og Garðar Hall- dórsson. Kona í stjórn ÞÓ—Reykjavik. Áttunda þing Sjójnannasam- bands fslands var haldið i Reykjavik um helgina. A þingið fóru 42 fulltrúar frá 19 félögum af 25, sem i sambandinu eru. Þing Sjómannasambandsins gerði margar samþykktir, t.d. varðandi landhelgismálið, kjara- mál, atvinnumál, tryggingamál, öryggismál og fleira. Sú lagabreyting var gerð, að fjölgað var i stórn sambandsins úr 11 i 13 og nú er i fyrsta sinn kona i stjórn Sjómannasambands islands. Er það Hrefna Péturs- dóttir, og var hún fulltrúi Þernu- félags islands á þinginu. Jón Sigurösson, sem verið hefur formaður sambandsins frá upphafi, var einróma endurkjör- inn formaður. akkerisfestarnar um borð i vestur-þýzka rannsóknaskipinu Meteor, sem lá i Akureyrarhöfn yfir helgina. Festarnar eru hvorki meira né minna en tólf þúsund metrar á lengd, eða 1.2 km, en að visu er ekki nema helmingurinn keðjur, hinn hluti festanna eru virar. Skipið, sem er 2.600 brúttótonn, kom til Akureyrar á föstudags- morguninn og fór þaðan um miðj- an dag á mánudag. Undanfarinn hálfan mánuð hef- ur skipið verið við þyngdar- mælingar segulmælingar og botn- mælingar austur af islandi, en næsta hálfa mánuðinn verður það við sams konar mælingar fyrir norðan og vestan land. Þótt skipið sé einnig útbúið sem fiskirann- sóknaskip, sinnti það engum slik- um verkefnum i þessum leiðangri, heldur aðeins framan- greindum mælingum. Ástæðan fyrir þvi, að skipið kom til Akureyrar, var sú, að varastykki vantaði i ratsjána, og visindamenn voru að fara fara af skipinu og koma um borð, sagði Kurt Sonnenfeld ræðismaður Þjóðverja á Akureyri i viðtali við Timann. Skipið er gert út á vegum sjó- mælingastofnunar þýzka rikisins, og um borð geta verið alls 45 visindamenn og 52 manna áhöfn, en alls eru 78 um borð i þessum leiðangri. Tvær skrúfur eru á bógi skips- ins og stýrið sérstaklega útbúið með það fyrir augum að geta haldið skipinu á sama stað með framskrúfunum. Hinar löngu akkerisfestar pyjóna þeim tilgangi að halda skipinu á sama stað á miklu dýpi, þegar unnið er að rannsóknum. Leiðangursstjóri i fyrri hluta ferðarinnar var dr. Bettac, en i seinni hlutanum var það dr. Voppel. NTB—Rönne Sovézkt skip sigldi á laugar- dáginn á fiskibát frá Borgundar- hólmi, er hann var að leggja net sin skammt frá Gotlandi. Fyrir þreníur vikum átti annar fiski- biitur frá Borgundarhólmi i úti- stöðum við sovézkt skip, eftir að Danirnir höfðu tekið sovézkan flóltamann um borð. Þvinguðu Sovétmenn þá til að láta manninn af hcndi. Er „Thomas Möller" var á laugardaginn að leggja net sin, komu skipverjar auga á sovézkt strandgæzluskip, sem stefndi á bátinn. Kveikt vará ljóskösturum til að vekja athygli þeirra sovézku, og um tima leit út fyrir að skipið færi rétt aftan við bát- inn, en það breytti snögglega um stefnu og sigldi beint á bátinn, sem laskaðist nokkuð. Strandgæzluskipið hélt siðan áfram ferð sinni og veifuðu skip- verjar til Dananna. Danski bátur- inn hálffylltist af vatni,, en fékk lánaða aukadælu hjá nærstöddum báti og komst heilu og höldnu til hafnar. Danska utanrikisráðuneytið hefur sent ambassador Dana i Moskvu fyrirmæli um að afhenda sovézka utanrikisráðuneytinu formlega mótmæli við atburðum þessum. Verkama 100.000 i e Stp—Reykjavik Nýlega barst fjáröflunarnefnd kvenfélagsins Vöku á Dalvik peningagjöf að upphæð 100.000.00 kr. Þessi gjöf er frá Páli Hallgrimssyni, verkamanni, á Bergþórshvoli, Dalvik, til minningar um foreldra hans, hjónin Pálinu Pálsdóttur og Hall- grim Kristjánsson. ður gefur iheimilissjoö Sendir nefndin Páli innilegustu þakkir fyrir hina stórhöfðinglegu gjöf: Einnig sendir nefndin hinum mörgu Dalvikingum og Svarfdælingum, sem veitt hafa aðstoð til fjáröflunar i elli- heimilissjóð, en það sem af er þessu ári hafa auk þessa safnazt röskar eitt hundrað þúsund krónur. Slysatrygging sjómanna: Engin bráðabirgðalög — lögin tekin til endurskoðunar, þegar Alþingi kemur saman l»Ó—Reykjavik. ,,f>að vcrða ckki gcfin út nein hráðabirgðalög vegna slysa- trygginga sjóinanna. Alþingi kemur bráðlega samaii, og þá verða þcssi nýju lög um slysa- trvggingar sjómanna tckin til cndiirskoðunar," sagði ólafur Jólianucsson forsætisráðherra i viðtali við Timann i gær. Hin nýju lög um slysatrygging- arsjómanna tóku gildi 1. október, en þau voru samþykkt á Alþingi s.l. vetur, og flutningsmenn til- lögunnar voru Pétur Sigurðsson og Friðjón Þórðarson. — Siðan gerðist það eftir að tillaga þeirra Péturs og Friðjóns varð að lög- um, að ekkert tryggingafélag fékkst til að taka ábyrgðina á sig, Töldu tryggingafélögin lögin vera allt of viðtæk. Landssamband islenzkra út- vegsmanna fór fram á það, að framkvæmd laganna yrði frestað með bráðabirgðalögum, ellegar gæti komið til stöðvunar fiski- skipaflotans. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði i gær, að sennilegt væri, að útgerðarmenn gætu fengið einhverja takmakaða tryggingu hjá tryggingafélögun- um, og með þvi móti gætu út- gerðarmenn bjargað sér i bili og tekið á sig aukaáhættuna þar til alþingi væri búið að endurskoða lögin. Þing Sjómannasambands tslands, sem haldið var i Reykja- vik um helgina, treysti sér ekki til að mæla með frestun gildistöku laganna, en þingið taldi eðlilegt, að rikið brúaði bilið þar til búið væri að endurskoða lögin. Næstum of gott til að vera satt: Meðal, sem eyðir æðakölkun SB-Reykjavik A ráðstefnu hjartalækna sem nýlcga var haldin i Madrid, komu Bandarikja- menn fram mcð nýjung, sem kalla má byltingu. Hér er um að ræða læknismeðferð, sem cyðir æöakölkun og blóð- töppum og kemur jafnfraint i veg fyrir að það myndist aö nýju. Að sögn sænskra sérfræðinga á ráðstefnunni, er þetta næstum of gott til að vera satt, en ekki var um að villast. Hafnar voru tilraunir með aðferð þessa í Los Angeles fyrir 30 árum. Hún er i þvi fólgin að gefa sjúklingum Chondroitinsúlfat A, náttúru- legt efni, sem finnst i brjóski og beinvefjum. Nýlega voru siðan gerðar tilraunir með tvo hópa sjúklinga, 120 manns i hvorum. Annar hópurinn fékk eitt til tiu grömm.á dag af efninu, en hinn ekkert. Innan 5 ára höfðu aðeins 5% af fyrri hópnum fengið nýtt hjartaá- fall, en 65% i þeim, sem ekkert fékk af efninu. Næsta skref er að reyna þessa nýju aðferð i sjúkrahús- um viða um heim. ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.