Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI goóttn tnttl 224. tölublað — Þriðjudagur 3. okt. —56. árgangur. J kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Aska forsetahjónanna í Bessastaðakirkju i siðast liðinni viku var ösku Asgeirs Asgeirssonar, fyrrver- andi forseta, búinn staður i Bessastaðakirkju hjá ösku konu hans, frú I)óru Þórhallsdóttur, en f.vrra sunnudag var minningar- athöfn um forsetann i kirkjunni ao viðstöddum ættingjum hans og vandamönnum, núverandi for- selahjónum og öðru heimafólki i Bessastaðasókn. A myndinni til vinstri sést altarið i Bcssastaðakirkju, og er minningarskjöldur um Svein Björnsson og frú Georgíu vinstra megin á henni, en skjöldur Ásgeirs Ásgeirssonar og frú Dóru liægra mcgin. Til hægri er nærmynd af siðar- nefnda skildin'um, og má glöggt sjá, að nýmurað cr kringum liaun. TÍMAMYND: Róbcrt. ^SGEIRSSON DóKA . ÍTTlR DANIR KUSU EBE Já: 57,2% Nei: 32,8% Danir hafa samþykkt aðild að EBE i mjög harðsóttri atkvæða- greiðslu. Úrslitin voru ótviræð: 57,2% sögðu já, :52,8% sögðu nei. Enginn vafi leikur á um vilja þjóðarinnar þvi að 89,9% greiddu atkvæði og er það meiri kjörsókn en áður hefur þekkzt þar i landi. Dæmi voru þess jafnvel i sumum fámennum sveitar- lélögum, að hver einasti atkvæðisbær maður greiddi atkvæði. Þcgar iiða tók á daginn, varð Ijóst, að þátttaka i kosningunum var mjög mikil, enn meiri en i þingkosningunum 1971, þegar um S2% kjósenda kusu. Stuðningsmcnn aðildar þóttust allan timann vissir um sigur, en andstæðingar höfðu fengið nýjan byr undir báða vængi eftir hinu stórkostlega útifund andstæðing- anna, þann mesta, sem haldinn hefur verið i Kaupmannahöfn, og áköl' mótmæli i Arósum og Alaborg. Skoðanakannanir upp á siðkastið hafa yfirleitt sýnt, að aðildin yrði samþykkt mcð •>:!- 55% meirihluta og norska Nciið virtistekki hafa haft ncin teljandi áhril. I.jóst var fyrirfram, að hvort scm úrslitin yrðu ,Iá eða Nei i Danmörku, yrðu næstu dagar annadagar hjá ráðamönnum. Yrði þaðJá þyrfti að halda áfram að vinna að gcrð laga um aðild- ina en yrði það Nei yrði að gripa til fjölþæt'tra ráðstafana til að vernda cfnahag landsins. Krag cr fyrir löngu búinn að til- kynua, hvað gcrt yrði ef aðildin yrði samþykkt, en hins vegar hafa mcnn velt mjög vöngum yfir viðbrögðum hans við Ncii. Ilann hcfur að visu sagt, að gengi krón- unnar yrði að falla. Aðrar ráð- stal'anir yrðu scnnilega aukning virðisaukaskatts, sparnaður I rik- isrekstrinum o.fl. o.fl. A kjörskrá voru 3.4S5.604 manns. Tvær stórar hindranir voru á vcgi Nei-manna til sigurs. i lyrsta lagi þurftu :t0% kjósenda að ncita og i öðru lagi urðu þeir að sjállsögðu að hafa meirihluta greiddra atkvæða. Sunnudagur skátanna Kakóið komið i pottinn hjá Dalbúum i Laugardal. — Timamynd: Gunn- ar. Ileykvikingar urðu for- viða, þegar þeir komu út á sunnudagsmorguninn: Heiðskir himinn og glampandi sólskin um sund og hæðir. Þannig hefur ekki verið um- horfs marga morgna siðustu vikurnar. Gott veður kemur fólki ævin- lega vel. Að þessu sinni kom góða veðrið sér ákaflega vel fyrir unglingana i skátafélögunum Landnemum og Dalbúum. Þeir höfðu ákveðið að slá tjöldum á tjaldstæðinu i Laugardalnum og við Austurbæjarskólann, setja þar upp leiktæki og kveikja eld. Þarna veittu þeir siðan kakó og undu við leiki i bliðviðrinu lengi fram eftir degi. Auðvitað var tækifærið notað til þess að innheimta árgjöld og skrá nýja félaga, sem einhvern tima á komandi árum munu slá tjöldum á svipaðan hátt og gert var á sunnudaginn og laða þá, sem yngri eru, i þennan félagsskap. En svo hliðhollir sem veðurguð- irnir voru skátunum á sunnudag- inn, þá er það ekki óbrigðult, að vel viðri þar sem þeir eru. Upp- næmir verða þeir samt ekki, þó að rigni og vindi. Það er sem sé kjörorð skáta að vera alltaf við- búnir. Stúlkur úr Landnemum telgja tjaldhæla við Austurbæjarskólann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.