Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. október 1972. TÍMINN 3 Örn Ó. Johnson, forstjóri Flugfélags Islands: Falskur tónn í feröamálunum Þann 24. september s.l. birtist i Timanum grein eftir Guöna Þórðarson forstjóra Feröaskrif- stofunnar Sunnu með fyrirsögn- inni „Spánarfluginu klúðrað af isl. flugmálastjórninni”. Guðni Þórðarson hefur á liön- um árum oft ritað um ferðamálin en, a.m.k. i seinni tið, hafa skrif hans mjög einkennzt af óhróðri um ýmsa þá menn, fyrirtæki og stofnanir, sem að ferðamálum starfa. Sérstaklega hefur henn beint geiri sinum að Flugfélagi tslands og aðild félagsins að ferðaskrifstofunni Úrval, sem flugfélagið á að hálfu á móti Eim- skipafélagi tslands. Við Flug- félagsmenn höfum til þessa leitt hjá okkur ritdeilur við Guðna Þórðarson, enda talið margt þarfara og eðlilegra en að skatt- yrðast við þennan sjálfskipaða málsvara erlendra leiguflug- félaga. Hafa ýmsir okkar manna þó, og þá sérstaklega undirritað- ur, legið undir ámæli kunnugra vegna langlundargeðs i þessum efnum. Sitthvað veldur, að ég að þessu sinni bregð vana og sting niður penna til andófs gegn nýjum eða endurteknum slagorðum og full- yrðingum umrædds greinar- höfundar. 1 fyrsta lagi er það ótt- inn við, að hið gamla og þekkta herbragð, sifelld endurtekning áróðursins, kunni að lokum að ná tilætluðum árangri. í öðru lagi tel ég ekki úr vegi að vekja athygli forstjórans á vissum veilum i al- mennum málflutningi hans. Siðast, en ekki sizt, er það þó við- horf hans til Spánarflugsins, og raunar hin alhliða barátta hans fyrir vexti og viðgangi erlendra leiguflugfélaga á „fslandsmið- um”, sem knýr mig til andmæla. Furöuskrif um viö- kvæm milliríkjamái Guðni Þórðarson telur „deil- una” um Spánarflugið vera heimatilbúið mál. Ég er honum sammála um það atriði. Hinsveg- ar mun okkur greina nokkuð á um hver hafi „klúðrað”' málinu. Guðni segir það vera flugmála- stjórnina, en sú skoðun hans stangast illilega á við rikjandi skoðun fjölmargra þeirra, sem vit og þekkingu hafa á þessu máli. Þeir munu almennt hafa talið Guðna sjálfan hafa átt drýgstan þátt i „klúðrinu”, jafnvel áður en hann ritaði grein sina i Timann. Sú grein virðist mér þó taka af öll tvimæli, þvi þar er á einhliða og furðulegan hátt fjallað um við- kvæm utanrikismál og þannig á málum haldið, að við má búazt að lausn málsins verði torveldari en áður var. Gegnir furðu, að framá- maður i islenzkum ferðamálum skuli markvisst stefna að þvi að flytja yfir til erlendra leigufélaga, sem mest af viðskiptum sinum þrátt fyrir augljósa hagsmuni is- lenzkra aðila á þessu sviði. En gefum nú Guðna Þórðarsyni tækifæri til að endurtaka nokkur meginatriðin i umræddri grein sinni, en þar kemst hann svo að orði, m.a. (leturbr. minar): 1. „Deilan” við Spánverja „er heimatilbúið mál. vegna þess aö islenzkum flugyfirvöldum hefir á hinn furðulegasta hátt tekist að klúðra svo friðsamlegri flug- málasambúö þessara rikja, að við borð lá, að sumarleyfi þús- unda manna, er fóru i skemmti- ferðir til Spánar, yrðu eyðilögð, og úti yrði um allar flugsam göngur milli landanna um ófyrir- sjáanlega framtið”. 2. „Hvað veldur? Jú, yfirstjórn islenzkra flugmála, flugmála- stjórn, virðist leggja i svona áhættusamar aðgeröir til þess eins að bæta viðskiptalega að- stööu einkafyrirtækis i landinu og hluthafa þess, sem eiga flugfélag, scm aftur á ferðaskrifstofu. Með- al stærstu hluthafanna, sem al- þjóöarhag er þannig hætt fyrir, eru nokkur fjársterk auðfélög og einkafyrirtæki, sem lengi hafa taliö sig eiga sjálfskipaða einka- réttarstöðu i þjóðfélaginu, sem meöal annars felst i sjálfsaf- greiðsluhlunnindum hjá helztu rikisstofnunum, sem að sjálf- sögðu eru jafnréttiseign allra landsins barna”. 3. „Þar sem hér er um að ræða mál, sem snertir islenzkan al- mcnning og hagsmuni hins al- menna neytenda i landinu og Kerðaskrifstofan Sunna blandazt i, sem fulltrúi neytandans”, telur höfundur „óhjákvæmilegt aö biöja Timann að koma á framfæri nokkrum atriðum málinu til skýringar”. 4. Og forstjóri Sunnu hefur svo lausn vandamálsins tiltæka þvi hún er aðeins ein til, sem sé sú, „að islenzk flugmálayfirvöld geri það, sem þau áttu vitanlega aö gera i upphafi, en það er það sama, sem flugmálayfirvöld í öll- um löndum hafa gert undir svip- uöum kringumstæðum þ.e. að veita lendingarleyfi gagnkvæmt milli flugfélaga þjóðanna eftir þvi sem þau hafa á eðlilegan hátt get- að aflað sér viðskipta og verk- efna”. Vill koma fluginu á erlendar hendur. Svo mörg eru þau orð. Lausnin er einfaldlega sú að afsala sér réttmætum viðskiptum ts- lendinga i hendur erlends félags, sem þar á engan siðferðilegan né viðskiptalegan rétt. Furðar nú nokkurn á vonbrigðum og undrun þeirra tslendinga, sem eiga at- vinnu sina undir vexti og viðgangi islenzkra flugmála, hve langt hef ur verið gengið i þvi að veita is- lenzkri ferðaskrifstofu gjaldeyri og aðstöðu til að vinna markvisst að yfirfærzlu verkefnanna á er- lendar hendur. Hvernig væri um- horfs i islenzkum flugmálum ef þessi stefna hefði frá upphafi ráð- ið? Hvar værum við tslendingar á vegi staddir i landhelgismálinu ef slik sjónarmið hefðu rikt þar? Nei, Guðni Þórðarson, svona ber nútima tslendingum hvorki að haga orðum sinum né gerðum — slikt leiðir ekki til farsældar, hvorki fyrir islenzk flugmál né þjóðina i heild. Við skulum nú lita á málið nán- ar, lið fyrir lið. i fyrsta lagi er það ekki löstur á islenzkum flugyfir- völdum og islenzkri flugmála- stjórn að gæta hagsmuna is- lenzkra flugfélaga, heldur er það skylda þeirra. i öðru lagi fara spænsk yfirvöld, af sömu ástæðu, eins langt og þau komast til að afla spænskum fyrirtækjum viðskipa. i þriðja lagier hér ekki um áætlunarflug að ræða heldur leiguflug með islenzka farþega. Hér gilda þvi ekki að öllu leyti sömu lögmál og i áætlunarflugi. Spánverjar keppa að þvi að laða til sin erlenda ferðamenn, enda landið eftirsóknarvert vegna fegurðar og góðrar veðráttu. ts- lendingar, eins og aörir Norður landabúar, sækjast eftir sól og sumri og flykkjast þvi þangað suðureftir i stórum stil. Þeir eyða miklum gjaldeyri i þessi ferðalög, en til skamms tima hefur það þó verið bót i máli að flutningarnir hafa að mestu leyti farið fram með islenzkum flugvélum. Erlend leigufélög fleyta rjómann. t sumar bregður hinsvegar svo við að ferðaskrifstofan Sunna tek- ur á leigu erlendar flugvélar til þessara flutninga. íslenzk flug- málayfirvöld hika við að veita leyfi til þessara flutninga en spænska flugmálastjórnin svarar þá með þvi að hóta að svipta Flugfélag tslands, sem um mörg undanfarin ár hefur stundað leiguflug með tslendinga til Spán- ar, öllum lendingarleyfum. Sunnuforstjórinn stappar svo stálinu i hið erlenda leigufélag. Spánarflug Flugfélagsins hefur gengið eðlilega um langt árabil þar til i sumar. Engin rök hniga að þvi, að til þess að Spánverjar haldi áfram að veita viðtöku islenzkum ferða- mönnum geti þeir krafist þess að fá að annast þá flutninga að veru- legu leyti. i fjórða lagi: Það er svo annað mál og óskilt hvort islenzk yfir- völd vilja veita Ferðaskrifstof- unni Sunnu leyfi til að leigja spænskar flugvélar til að flytja tslendinga tilog frá Spáni, þvi að- stæðurnar hljóta að skapa ts- lendingum réttinn til ákvörðunar i þvi máli. i fimmta lagier ekki nema sjálf- sagt að réttindin séu gagnkvæm, en i þessu máli þýðir gagn- kvæmni það, að islenzk yfirvöld véiti spænskum leiguflugfélögum fullan rétt til lendinga hérlendis með spænska ferðamenn. Er ekki að efa að það verði gert ef óskað er, en þess má geta að 1971 munu 198 Spánverjar hafa komið til ts- lands en mörg þúsund tslendinga fóru hinsvegar til Spánar. i sjötta lagi er hér um mikils- verða hagsmuni að ræða fyrir is- lenzk flugmál og islenzkan þjóar- búskap. tslenzk flugfélög veita ts- lendingum atvinnu. Þau eyða ærnum fjármunum til að kynna land og þjóð á erlendum vett- vangi. Þau halda uppi áætlunar- flugi til og frá landinu, vetur, sumar, vor og haust, i bliðu og striðu. tslenzkum stjórnvöldum ber þvi skylda til að taka tillit til þessara staðreynda og hagsmuna hinna islenzku flugfélaga þegar metnir eru málavextir i sam- bandi við veitingu lendingarleyfa til erlendra leiguf lugfélaga. Hvorki hið spænska leigufélag, né hið danska, sem Sunnahefur átt mikil og vaxandi vipskifti við, leggja nokkuð af mörkum til is- lenzks atvinnulifs, til landkynn- ingar og þaðan af siður greiða þau skatta til rikis og borgar. Þau eru hér aðeins meðan rjóminn flýtur ofan á. Andstætt islenzkum hagsmunum. Sé Spánarflug tslendinga i hættu og fari svo að sumar- og vetrarleyfi þúsunda tslendinga verði eyðilögð, þá verður það fyrst og fremst vegna aðgerða eins manns, Guðna Þórðarsonar. Framangreind atriöi tel ég vera þau, sem megin máli skipta varðandi viðleitni hinnar islenzku ferðaskrifstofu Sunnu til að efla starfsemi erlendra leiguflug- félaga á tslandi. Veit ég þó að ýmsar stéttir innan islenzkra flugmála, sem nú búa við at- vinnuskort, myndu óska þess að dýpra væri i árinni tekið, en ég hefi hér gert, enda orðrómur um að sum stéttarfélaganna hyggist láta málið til sin taka fyrr en seinna. Þótt Spánarflugið sé tilefni skrifa Sunnu forstjórans að þessu sinni, heldur hann þó áfram upp- teknum hætti i fjölþættum dylgj- um sinum um Flugfélag tslands. Sumt af þvi sem hann heldur áfram að klifa á er þó varla svaravert, svo sem viðleitni hans til að gera Flugfélag lslands tor- tryggilegt vegna þess að þaö sé eign hlutafjáreigenda, m.ö.o. sé hlutafélag, og verður harla bros- legt þegar þess er gætt að Sunna er einnig hlutafélag. Er i þvi sam- bandi óhætt að fullyrða, að skili bæði hlutafélögin arði, Sunna og Flugfélagið, þá muni hann dreif- ast á fleiri hendur hjá hinu siðar- nefnda. Enn heldur Guöni Þórðarson áfram að fjargviðrast útaf aðild Flugfélagsins að ferðaskrifstof- unni Úrval og geri þvi hvort- tveggja i senn að reka flug- og ferðaskrifstofu. Rétt er það, og er slikt ekki óalgengt fyrirbæri er- lendis, nema siður sé, einsog hon- um er vel kunnugt. Hinsvegar skal honum enn einu sinni bent á þá staðreynd, að Flugfélagið hugðist ekki leggja út i rekstur ferðaskrifstofu. Það var ekki fyrr en Ijóst varð að ferðaskrifstofan Sunna myndi hefja flugrekstur I samkeppni við F.Í., sem og varð, að Flugfélagið taldi nauðsynlegt að styrkja aðstöðu sina með aðild að ferðaskrifstofu. Aðild Flug- félagsins að ferðaskrifstofunni Úrval er þvi i rauninni verk Guðna Þórðarsonar sjálfs og er honum fullkunnugt um þá stað- reynd frá upphafi. „Sjálfskipaöur fulltrúi neytenda" — dýrari ferðir á Spáni. Eitt meginatriðið i gagnrýni Guðna Þórðarsonar á aðild Flug- félagsins að ferðaskrifstofunni Úrval hefur veriö það aö Flugfélagið noti Úrval til aö undirbjóöa Sunnu. Ég hefi þó margoft fullvissaö hann um, aö Úrval, Útsýn og Sunna sitji við sama borð hvað leiguverð flug- véla F.t. snerti. Ekki veit ég held- ur til þess, að Úrval hafi undir- boðið Sunnu i Mallorkaferðum, verð beggja hefur, a.m.k. i meginatriðum, verið hið sama. A einu sviði er mér þó kunnugt um að úrval hefur selt sina þjónustu á allmiklu lægra verði-en Sunna, en það eru hinar svokölluðu land- ferðir, eða kynnisferðir, sem far- þegum stendur til boða að kaupa og fara þegar suður er komið. Það atriði er þó með öllu óvið- komandi leiguverði F.l. á flugvél- um sinum, heldur mun hér hafa ráðið sú skoðun forstjóra Úrvals, að álagning Sunnu sé þar óhófleg. Forstjóri Sunnu lætur mjög að þvi liggja, og staðhæfir raunar, aö Sunna sé fulltrúi neytenda. Sú túlkun er þó nokkuð hæpin að minu viti, að ferðaskrifstofur séu fulltrúar neytenda, en látum það liggja á milli hluta og þá einnig þá viðleitni forstjórans aö gera sjálf- an sig að pislarvotti vegna hags- muna neytandans. Sú viðleitni hans veröur þó dálitið brosleg við lestur eftirfarandi lýsingar hans sjálfs á fundi sem hann sat s.l. vor og hann lýsir á eftirgreindan hátt: „A fundi sem flugmálastjóri liélt i skrifstofu sinni með for- stjórum Loftleiða og Flugfélags islands h.f. og undirrituðum i maimánuði, bauðst SUNNA til aö leigja vélar F.t. til Mallorkaflutn- inganna gegn því skilyrði, að eigendum þeirra véla, sem Sunna þannig leigði fyrir hærra verð en erlend félög buðu, hættu niður- boðum og samkeppni með eigin ferðaskrifstofustarfsemi. Þessu hafnaði forstjóri Flugfélags ts- lands”.Sem sagt, góðir hálsar, ef Sunna fengi einkaaðstöðu á Mall- orka þá iþyngdu „hagsmunir neytandans” ekki lengur sam- vizkunni. Að lokum get ég glatt Guðna Þórðarson meö þvi, ef það þá veitir honum nokkra ánægju, aö einu atriöi i grein hans er ég þó sammála, en það er sú spaklega athugun hans „að mannfólkinu séu af forsjóninni gefnar misjafn- lega miklar gjafir i vöggugjöf, hvort sem um er að ræða gáfur eða tornæmi”. Um þetta er ég höfundi innilega sammála og tel raunar, að forsjónin hafi einnig „klúöraö” dreifingu ýmissa ann- ara eiginleika, sem okkur mann- fólkinu þykja eftirsóttir eöa óæskilegir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.