Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 8. október 1972. Kveðja úrdjúpinu Mannabein plægð upp út af Höskuldsey Siöari hluta janúar- mánaöar 1924 gcröi mikinn illviörakafla vestan lands. i upphati þeirrar hrinu, 24. janúar, fórst vélbáturinn Bliki frá Stykkishólmi milli llöskuldseyjar og Sclskers mcö sjö manna áhöfn. Nú i siðast liðinni viku var vélbáturinn Sæhrimnir frá Olafsvik að plægja upp skel á þessum slóðum, og komu þá upp með veiðarfærunum mannabein, sem talin voru úr handlegg. Nú eru þeir að visu margir, sem borið hai'a beinin á Breiðafirði, en eigi að siður láta menn sér helzt detta i hug, að þetta hafi ver- ið bein einhvers þeirra, sem fórust með Blikanum. Var farið með beinin til Grundar- fjarðar, þar sem presturinn, séra Magnús Guðmundsson, jarðaði þau. Skipstjóri á Blikanum var Sigvaldi Valentinusson. Sigurður Jónasson, kaup- maður i Stykkishólmi, tjáði okkur i gær, að með honum hefðu verið Hannes Gislason stýrimaöur, Guðjón Guð- laugsson vélstjóri og hásetar Kristinn Sigurðsson og Guð- mundur Stefánsson, en nöfn tveggja kvaðst hann ekki muna glöggt, nema hvað annar hefði heitið Horvarð- ur, roskinn maður. Annars hefðu hátverjar allir verið á bezta aldri. Kinn þessara manna var Grundíirðingur, búsetlur i Stykkishólmi. i þessu sama veðri var sægarpurinn Oddur Valentinusson, bróðir Sig- valda, á sjó á öðrum báti. Tók hann við stjón á þeim báti, er vonlaust sýndist að ná landi, og fékk borgið hon- um. Knn er á lif-i i Stykkis- hólmi einn maður, sem var á þessum báti, Sigurbjörn Kristjánsson. | I 1 1 Saltverksmiðja 7“ haldin var að loknum fundinum i Rannsðknarráði rikisins, voru þeir dr. Vilhjálmur Lúðviksson, sem annast hefur samræmingu rannsókanna i sambandi við salt- verksmiðjuna, Baldur Lindal efnaverkfræðingur, sem er eins- konar „faðir” þessarar væntan- legu verksmiðju, Sveinbjörn Björnsson eölisfræðingur, sem verið hefur fulltrúi Orku- stofnunar við rannsóknirnar, og Steingrimur Hermannsson fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs rikisins. Steingrimur sagði að búast mætti við að athugun skýrslunnar sem nú hefði verið lögð fram, gæti tekið um hárft ár, og hann sagði það sitt persónúlega sjónarmið að verksmiðjan ætti að vera i eigu lslendinga. Þeir félagar sögðu, að ef af byggingu verksmiðjunnar yrði samkvæmt þeim rannsóknum sem nú liggja fyrir yrði e.t.v. byrjað að byggja árið 1975 og byggingin tæki tvö ár, svo árið 1977 yrði verksmiðjan i fyrsta lagi komin i gagnið. Þá er ekki vist að íariö verði i byggingu 250 þúsund tonna verksmiðju strax heldur aðeins 50 þúsund tonna, en það er talin minnsta verksmiðjan sem hagkvæmt væri að reisa. Talið er, að alls myndu vinna i verksmiðjunni — og við hana, um 130 manns. Aðalhöfn verksmiðjunnar yrði liklega Straumsvikurhöfn, þar sem stór skip geta lagst að og þar sem hægt er að koma fyrir stór- virkum útskipunartækjum. Fyrir innanlandsmarkað yrðu Keflavik eða jafnvel Grindavik útskipunarhafnir og Keflavik kemur einnig til greina fyrir minni farma til útlanda. Þegar talað er um Grindavik, kemur i hug að þar i nágrenninu hefur verið borað, en Svein- björn Björnsson sagði á blaða- mannafundinum að mun minni selta væri i jarðsjónum þar, eða aðeins tveir þriðju hlutar af þvi sem er á Reykjanessvæðinu. Að lokum Markaðir hafa verið athugaðir af töluveðri kostgæfni og sýna niðurstöð'ur að verulegar likur eru til þess að selja megi allar Verksmiðju- ■ Vegna gífurlegrar aðsóknar að útsölunni verður hún framlengd til mánudags og þriðjudags VIÐBÓTARVÖRUR KOAAA AÐ NORÐAN UM HELGINA Aklæði frá kr. 250 - pr. mtr. Herraskór frá kr. 485 Tweedefni 200 Kvenskór 290 Úlpuefni 250 Kventöfflur 290 Buxnaefni 100 Barnaskór 250 Terylene 390 Kvenkuldaskór 900 Dívanteppi 400 stk. Herraföt 1000 Kjólaefni ull 1Ö0 mtr. Kápur 500 Ullarband 10 hespa Jerseyefni 50 Áklæöa- gluggatj^lda- og fataefnisbútar. EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVÖRU Á GJAFVERÐI Ullarverksmiðjan Skóverksmiðjan GEFJUN IÐUNN HAFNARSTRÆTI 23 REYKJAVÍK afurðir verksmiðjunnar á inn- lendum og erlendum mörkuðum, enda benda kostnaðaráætlanir til þess, að framleiðslukostnaður hérlendis ætti að tryggja góða samkeppnisaðstöðu. Jarðhitarannsóknir hafa sýnt að jarðhitasvæðið á Reykjanesi mun geta gefið af sér þá orku og það hráefni sem saltverksmiðjan þarf til sinnar starfsemi. Talið er, að jarðhitasvæðið sé mjög víð- áttumikið i dýpri jarðlögum og muni litil hætta á, að það breyti sér á þeim tima, sem starfræksla saltverksmiðju er áætluð. Þegar eru fyrir hendi nægar upplýsingar til þess að hefja boranir á vinnsluholum. Talið er, að þörf sé a 7 borholum eins og þeirri siðustu djúpu borholu, sem gerð var i borununum 1970 og gaf mjög góða raun. Með öllum borunum, veitubúnaði og rann- sóknarkostnaði gæti fjárfestingin i svæðinu þá orðið rúmlega 220 millj. króna, miðað við það, að boranir dreifast á 3 ár og 8% vextir reiknist á fjárfestingu þar til vinnsla hefst. Tilraunir hafa sýnt, að tæringar- og skeljunarvandamál, sem starfa af jarðhitaleginum (jarðsjónum) eru tiltölulega smávægileg og hefur reynzt unnt að einfalda hönnun verksmiðju og val byggingarefna i samræmi við það. Á grundvelli þessara til- rauna hefur orðið töluverður sparnaður i stofnkostnaði fram- yfir það sem reiknað var með i upphaflegri áætlun frá 1969. Þó þarf að gera.ráð fyrir ákveðnum vandamálum af völdum kisilút- fellinga i leiðslum og lokum og þarf að taka tillit til þess við endanlega hönnun verk- smiðjunnar. Kisksöltunartiiraunir með þjappað salt hliðstætt þvi, sem framleitt yrði i væntanlegri salt- verksmiðju, hafa verið gerðar. Með söltun á þorski var sýnt fram á, að hreint salt frá slikri salt- verksmiðju er ónothæft til fisk- söltunar, en með þvi að bæta um 0,5% af kalsiumklóriði, sem yrði framleitt i verksmiðjunni, er hægt að framleiða fyrsta flokks saltfisk og jafnvel talið, að hægt yrði að hafa mikilvæg áhrif á lit og áferð saltfisks og halda gæðum jafnari með salti frá slikri verk- smiðju. Þjóðhagslegt gildislikrar verk- smiðju kemur m.a. fram i þvi að um 80% af beinum rekstrarkostnaði yrði innlendur, en um 45% af stofnkostnaði yrði af innlendum uppruna. Kostnaður við flutninga innanlands er áætlaður um 70 milljónir króna á ári og greiðslur fyrir farmgjöld af útflutningi eru áætlaðar um 150 milljónir á ári fyrir útflutning, sem nemur um 280.000 tonnum á ári. Arlegar beinar heildartekjur þjóðarbúsins yrðu um 480 milljónir króna, en nettótekjur i erlendum gjaldeyri yrðu um 310 milljónir króna. Meginniðurstöður þessara rannsókna eru þær, að hugmyndirum 250.000 tonna salt- verksmiðju á Reykjanesi virðist byggð á traustum jarðfræðilegum og tæknilegum forsendum, að nægilegir markaðir séu fyrir hendi og verksmiðjan gæti orðið arðvænlegt fyrirtæki með góða möguleika á hagnaði, þrátt fyrir fyrirsjáanlega samkeppni á er- lendum mörkuðum. Verksmiðjan myndi færa verulegar tekjur i þjóðarbúið og opna nýja mögu- leika til iðnþróunar. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA tSLANDS Á þriðjudag verður dregið i 10. flokki. 4.000 viuniugar að fjárhæð 31.020.000 krónur. Á morgun er siðasti heili endurnýjunardagurinn. Happdrætti Hásköla Ísiands 10. flokkur 4 á 1.000.000 kr . 4 á 200.000 kr. 280 á 10.000 kr. 4.604 á 5.000 kr. Aukavinningar: 8 á 50.000 kr. 4.900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.