Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 10
Á murtuveiðum TÍMINN Sunnudagur S. október S. október TÍMINN Sunnudagu l!>72 1 »72 íft ' - * SKWisSiM ^v - y<, *.4***' - :**w Það var rétt fyrir hádegi þriðjudaginn annan október, að fréttamenn Timans ásamt ljós- myndara bar að garði á Kára- stöðum i Þingvallasveit. Veður var sólbjart og allnokkur gola blés af heiðum, fremur svöl, enda komið fram á haust. Smáöldur ýföu blatt Þingvallavatnið, og handan þess, ivafinn mistri, gnæfði fjallahringurinn og ,,bar við ský”. Slik var náttúrufegurðin þennan haustmorgun, að ljós- myndarinn mátti vart vatni halda og fór þegar að smella af i allar höfuðáttir og „aukaáttir”, gott ef ekki upp i loftið lika. Litirnir i landslaginu voru stórkostlegir. Grænn mosinn,sölnað laufið og marglitt lyngið, allt stuðlaði að þvi að skapa eitt undraverk. Ekki var þó erindi okkar austur að „stúdera náttúruna” i þetta skipti. Heldur var ætlunin að huga að murtuveiðinni i Þing- vallavatni, sem nú stendur sem hæst. t nýju ibúðarhúsi á Kára- stöðum, og það ekki af verri end- anum, hittum við húsfreyjuna á bænum, Guðrúnu Sigurðardóttur og spurðum eftir bóndanum, og hreppstjóranum Guðbirni Einarssyni. Var okkur tjáð að hann væri þegar farinn niður á vatn i veiðiskapinn, enda var ekki til setunnar boðið, þar eð tveggja nátta veiði beið i netunum. Var ekki fært á vatnið daginn áður sökum hvassviðris, en annars er reynt að fara á netin daglega. Guðbjörn var ennþá úti er við komum niður að vatni, en i skúr i landi, sem hann hefur afnot af, var sonur hans Helgi að taka úr netunum frá þvi um morguninn. Þeir hafa nefnilega það lag á, að taka netin beint upp án þess að taka úr og sigla siðan með þau i land. Helgi hafði þegar fyllt tvo 50 kg plastpoka undan áburði, og mikið beið ógreitt. Það sindraði á ljósa og silfurlita murtuna i pok- unum. Hún er anzi litil, eitthvað 15-18 sm að lengd og 80 til 120 gr. að þyngd. Likist hún helzt bleikjuseiði i fljótu bragði, en þó er nokkur munur þar á, einkum er höfuðlagið annað. Innan skamms kom Guðbjörn að landi i tviæring sinum, sem þó var knúinn af utanborðsmótor. Með honum var ungur iðnnemi frá Þorlákshöfn, Magnús Friö- jónsson að nafni, en hann hefur sér til gamans stundað murtu- veiðarnar með Guðbirni undan- farin ár i sumarleyfi sinu, og kom strax, er þær byrjuðu um 20. sept- ember i haust. Voru þeir félagar með all mikið af netum i þetta skipti, en áttu enn eftir að taka upp fimm net, sem lágu lengra úti. Alls er Guðbjörn með 30 net i vatninu. Þeir voru fremur kulda- og vos- búðarlegir, Guðbjörn bóndi og Magnús, en eftir að hafa fengið sér kaffibolla og reykt eina ilm- andi sigarettu, hvarf skjálftinn og tannaglamrið hætti smátt og smátt. Sötrandi kaffið ræddi fréttamaður við Guðbjörn um veiðarnar i haust og á fyrri árum. Alls er Guðbjörn búinn að landa um það bil einu tonni af murtu, frá þvi að veiðarnar byrjuðu i haust en þær standa venjulega til miðs októbers. Veiðitiminn hefst aftur á móti yfirleitt um 20. sept. svo að hann er ekki nema þrjar vikur eða svo. Alls stunda 12 bæir við vatnið murtuveiðarnar, og er allur aflinn seldur til niðursuðu- verksmiðjunnar Óru i Kópavogi. Nokkrar sveiflur eru i aflamagn- inu frá ári til árs. Sagði ’Guðbjörn, að svo virtist sem það næði há- marki á tiu ára fresti, á niunda ári hvers áratugs. i fyrra veiddi Guðbjörn alls um 5 tonn, en var þó ekki aflahæstur bæudanna. Bóndinn i Mjóanesi fékk um 8 tonn og i Miðfelli afl- aðist 6 tonn. Þess ber að geta, að heildaraflinn úr vatninu 1969 varð ekki eins mikill og skyldi, vegna þess að menn áttuðu sig ekki á þvi, að murtan hafði smækkað og notuðu net meö of stórum möskva. Nú hafa verið fengin net með smærri möskva. Orsök þess, að murtan hefur smækkaö siðari ár, taldi Guðbjörn einkum þá, að eftir að Steingrimsstöðvarvirkjun var reist i Soginu, hækkaði yfir- borðið i vatninu, svo að kaldara varð á grunninu. Einnig kemur til greina, að notaður hafi verið of einhliða riðill siðast liðin þrjátiu ár, þannig að smærri murtan hafi smogið undan og ræktast i vatn- inu. Einnig varð mikið seiðadráp i vatninu á timabilinu frá þvi að Steingrimsstöð var byggð, þar til Búrfellsvirkjun komst i gagnið, en þá var tekið af vatnsforðanum á veturna. Lækkaði vatnsborðið þá oft á annan metra, svo að seiðin þornuðu upp á grynnstu miðunum. Nú er hins vegar nóg rafmagn, þannig að ekki þarf að ganga á vatnsforðann. Margir telja einnig veðurfarið hafa sitt að segja, en murtan gengur siður upp á grunnið á björtum nóttum, en þar er hún veidd eingöngu. Eru netin lögð á kvöldin og þeirra siðan vitjað á morgnana. Mis- djúpt er i vatninu á grunninu á hinum ýmsu stöðum. Sjálfur leggur Guðbjörn net sin, þar sem landgrunninu sleppir á dýpi, sem er mest 12-14 faðmar. Sums staðar er svo aðdjúpt, að murtan veiðist alveg upp við ströndina. Það má geta þess hér, að dýpstu álar Þingvallavatns eru 114 m, og Framhald á bls. 19 Giiöhjörn að taka upp netin Ekhh Magnús og Helgi taka úr netunum inni í skúrnum, en líti er Guðbjörn aö lyi'ta al'lanum úr bátnum. Eins og sjá má, er nokkur munur á murtu og bleikju. Murtan er nær á myndinni, en fjær er bleikjuseiði af sama stærðarflokki. Murtan mjókkar meira til beggja enda og nefið ekki eins breitt fvrir. Murtan fyllir fljótt ilátin, en meðalaflinn eftir nóttina er 200 kg eða um 2000 bröndur. Guðbjörn er að lialda á miðin, ákveðinn og sjómannslegur á svip. i baksyn scst skúrinn, þar sem aflinn er tekinn úr netunum. Hún er til beztu rétta á fínustu hótelum New York

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.