Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 7
7 Sunnudagur 8. október 1972. TÍMINN Franski liffræðingurinn Jean Rostland heimsótti eitt sinn flugvélaverksmiðju. t skrifstofu eins verkfræðingsins fann hann eftirfarandi visdómsorð inn- römmuð uppi á vegg: — Þyng likamans i hlutfalli við burðarþol vængjanna orsak- ar, að býflugan getur frá vis- indalegu sjónarmiði alls ekki flogið. En býflugan veit ekkert. um þetta og þess vegna flýgur hún. tV Fegurö, árgerð 1965 Hver man nú hvaða stúlka tók þátt i keppninni um „Miss World” titilinn árið 1965, en sjálfsagt hefur hún vakið verð- skuldaða athygli á þeim tima. En hvað sem þvi liður er hún áreiðanlega á þessari mynd, sem var tekin af öllum kepp- endunum framan við þinghúsið i London. Sköllótti maðurinn á miðri myndinni tók ekki þátt i keppninni, en hann var brezkur þingmaður, sem var leiðsögu- maður fegurðardisanna i þing- húsinu. Þá er að reyna á minnið, hver og hvar er sú islenzka i hópnum? Báðir jafn illa uppaldir Nágrannar Pauls McCartneys, fyrrverandi Bitils, i útborg London, St. Johns Wood, voru afskaplega hrifnir þegar tónlistarmaðurinn flutti i hverfið til þeirra. En sú ánægja stóð ekki lengi. McCartney á stóran fjárhund, sem geltir allarnætur og heldur vöku fyrir fólki. Nágrannarnir byrjuðu á að kvarta yfir hundinum við eig- andann, en hann sagði þeim að þegja. Þá var kært til lög- reglunnar, sem kom þvi til leiðar að hundurinn var lokaður inni um nætur. En einn þeirra fékk bréf frá söngvaranum og var orðbragðið slikt, að maðurinn fékkst ekki einu sinni til að segja nábúum sinum frá hvað i bréfinu stóð, en tilkynnti, að McCartney væri ekki siður illa upp alinn en hundkvikindið hans. ☆ Siðgæðið má sízt án síns vera Siðprútt fólk hefur þungar áhyggjur af klámöldu þeirri sem nú riður yfir heiminn. Páfinn, lögreglustjórar, rauð- sokkur og allskyns sjálfskipaðir siðferðispostular berjast með oddi og egg gegn kláminu, en ekkert afl virðist geta stöðvað það. 1 Bretlandi er lávarður nokkur Longford af nafni orðinn samnefnari allra þeirra sið- gæðisafla, sem kveða vilja niður opinberun kynlifsins. Hann ferðast milli landa og kynnir sér klámiðnaðinn og i Bretlandi er hann tiður gestur i kvik- myndahúsum, klúbbum og verzlunum, þar sem eitthvað ■,,djarft” er á boðstólum, auð- vitað með herskara af ljós- myndurum og blaðamönnum á hælunum, þvi sjálfur er hann orðinn enn vinsælla og æsilegra blaðaefni, en klámið sem hann er að fordæma. Arangurinn af starfi lávarðarins er nú kominn i ljós. Hann skrifaði skýrslu um ósið- lætið i heiminum, og sérstak- lega i Bretlandi. Þegar bókin kom út seldist upplagið, 20 þúsund eintök, upp á auga- bragði, og er nú verið að prenta fleiri útgáfur og er allt útlit fyrir að hér verði um metsölu- bók að ræða og segja bóksalar að önnur eins eftirspurn hafi ekki verið eftir neinni bók siðan óbrengluð útgáfa af Fanny Hill fékkst gefin út i Bretlandi fyrir nokkrum árum. Sjónvarpið islenzka sýnir nú nokkrar myndir með hinu þekkta kvennagulli Clark (lable. Af þvi tilefni birtum við hér mynd af kvennagullinu með fagurri konu I kvikmyndinni Prangararnir, sem sýnd verður i sjónvarpinu I vikunni. — Hins vegar er hann ákaflega trygglyndur, og hleypur ekki á eftir öðru kvenfólki. — Viljið þér gjöra svo vel, að færa yður í aftursætið, frú. DENNI Er I lagi, að Jói búi hjá okkur þangað til litla systir hans fer i menntaskóla? DÆAAALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.