Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 8. október 1972. Menn og málofni Beinu skattarnir og launastéttirnar dögum á hinum heiga staö Islenzks þingræöis, Þingvöllum. (TmrGunnar) Heildarendurskoðun skattalaganna Eins og Halldór E. Sigurösson fjármálaráöherra hefur marg- sinnis lýst yfir, voru skatta- lagabreytingar þær, er gerðar voru á siðasta þingi, fyrst og fremst bráðabirgöabreytingar. Skattakerfið, sem „viðreisnar- stjórnin” lét eftir, var orðið svo úrelt og flókiö, að óhjákvæmilegt var að gera á þvi bráðabirgða- breytingar, t.d. mátti ekki lengur draga að fella niður nefskattana og eð létta af sveitar- og bæjar- félögum ýmsum útgjöldum, sem eðlilegt er að rikið eitt annist. Báðar þessar breytingar munu vafalitið verða varanlegar i skattakerfi framtiöarinnar. Hins vegar hefur alltaf verið ætlunin að taka til nýrrar athugunar tekjuskattslögin um tekjustofna sveitarfélaga. in um tekjustofna sveitarfélaga. I samræmi við áðurgreindar yfirlýsingar fjármálaráöherra vinnur nú fjögurra manna nefnd að þvi að gera úttekt og endur- skoðun á tekjuöflunarkerfi hins opinbera. Jafnframt er henni ætl- að að leggja grunn að mótun heildarstefnu á þessu sviöi. Þessa nefnd skipa þeir Jón Sigurðsson ráöuneytisstjóri, Guömundur Skaftason formaður rikisskatta- nefndar, Gunnar Reynir Magnús- son endurskoðandi og Björn Jóns- son alþingismaður. Jafnhliða starfar svo önnur nefnd, sem er skipuð fulltrúum þingflokkanna, en henni er ætlað að vera til ráðuneytis aöalnefndinni og veita þingflokkunum uppl. um, hvernig endurskoðununni miðar. t þingmannanefndinni eiga sæti Geir Gunnarsson, Gylfi Þ. Gisla- son, Halldór S. Magnússon, Matthias Matthiesen og Þórarinn Þórarinsson. Beinu skattarnir Við heiidarendurskoðun skatta- kerfisins kemur vitanlega margt til greina. Meðal þess, sem þarfn- ast gaumgæfilegrar athugunar er hlutfallið milli beinna skatta og óbeinna. 1 þeim efnum finnst mér ekki úr vegi að rifja upp eftir- farandi kafla úr grein, sem ég skrifaði i Timann 22. janúar siðastl: „Stighækkandi tekjuskattar voru réttlátt og sjálfsagt tekjuöfl- unarform á þeim tima, þegar tekjuskipting var mjög misjöfn. Nú hefur tekjuskipting jafnazt verulega og launamunur orðið minni en áður. Þvi verður að gæta þess, að stighækkandi tekjuskatt- ar jafni ekki út eðlilegan launa- mun, þannig t.d. að rauntekjur ófaglærðs manns og faglærðs verði hinar sömu. Þess verður lika að gæta, að tekjuskattur leggst tiltölulega þyngst á launa- stéttirnar, þvi að framleiðendur og milliliðir, sem sjálfir geta reiknað sér laun, sleppa alltaf betur, hversu ágætt sem skatta- eftirlitið er. Þessvegna eiga launastéttir að telja sér þaö ekki minna áhugamál, að tekjuskattar séu hæfilegir, en að hækka sjálft kaupið. Kauphækkanir koma að takmörkuðu gagni, ef um helm- ingur þeirra fer i skatta. Þetta er eitt af þeim höfuðatrið- um, sem hljóta að setja mikinn svip á þá framhaldsathugun skattamálanna, sem fyrir hönd- um er”. Gamla kerfið Sú stefna, sem felst i þessum ummælum, var greinilega mörk- uð af mér og mörgum öðrum stjórnarandstæðingum i tið „við- reisnarstjórnarinnar”. Við flutt- um þá hvað eftir annað tillögur um, að frádrættir við skattálagn- ingu yrðu hækkaðir og skattþrep- in einnig. Tekjuskattar og nef- skattar voru þá orðnir allt of háir á lágtekjufólki og miðlungstekju- fólki. Þetta hefði komið mjög glöggt i ljós i ár, ef gamla skatta- kerfinu hefði verið fylgt. Við setn- ingu ínýju tekjuskattslaganna i Þessi mynd var tekin fyrir fáeinum fyrra og niðurfellingu nefskatt- anna, var það of mikið haft i huga að miða við gamla kerfið og gera heldur betur við lágtekjufólk en áður vargert. t mörgum tilfellum hefur útkoman þvi ekki orðið góð, og er það eitt af þvi, sem taka verður til athugunar við þær skattalagabreytingar, sem fram- undan eru. Þar verður að hafa hliðsjón af þeim tillögum, sem ég, Halldór E. Sigurðsson, Lúövik Jósefsson, Björn Jónsson og fleiri núverandi stjórnarsinnar fluttu, þegar við vorum i stjórnarand- stöðu. Of þung skattabyrði Þeir, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á hinum nýju tekju- skattslögum, gæta þess ekki, hvað þeir hefðu þurft að greiða i útsvar, tekjuskatt og nefskatt, ef gamla skattkerfið hefði gilt áfram. Þeir miða yfirleitt við skattgreiöslur 1971, en slikt er vitanlega villandi, þar sem þá var lagt á miklu lægri tekjur. T.d. má geta þess, að samkvæmt þeim álagningarreglum, sem giltu árið 1971, var einstakl., er hefði um 300 þús. árstekjur, gert að greiða 71 þús. kr. i útsvör og tekjuskatt samanlagt og við það bættust svo nefskattarnir. Hjón, sem höfðu þessar árstekjur, urðu að greiða 50 þús. i útsvar og tekjuskatt, og svo nefskattana að auki. Hér var vissulega lögð allt of þung skattabyrði á lágtekju- fólk. Skattlagabreytingin veturinn 1971 Þvi fór hins vegar fjarri, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn teldu þessa skatta- byrði of þunga. Þeir felldu á Alþingi veturinn 1971, að gera nokkra lækkun á beinu sköttun- um, sem einstaklingnum var ætl- að að greiða. En þeir stóðu samt að sögulegri skattabreytingu á þessu þingi. Þeir samþykktu þá breytingu á skattalögunum, að arður af hlutabréfum skyldi vera skattfrjáls að vissu marki og að greiða mætti hlutabréfaarð úr varasjóðum fyrirtækja, ef halli yrði á rekstri þeirra. Þannig skyldi tryggja hlut gróða- manna betur en hlut sjálfra at- vinnufyrirtækjanna. Þannig settu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hagsmuni hlutabréfa- eigenda ofar hagsmunum allra annarra einstaklinga, sem ekki fengu neina leiðréttingu skatta- mála sinna á Alþingi veturinn 1971. Mbl. og Alþýöublaðið tala nú mjög um það, að skattar séu allt of háir á lágtekjufólki og mið- lungstekjufólki. Hvorugt þessara blaða mundi hins vegar eftir þessu fólki, þegar flokkar þeirra voru að fjalla um skattalögin á þingi veturinn 1971. Þá mundu þessir flokkar ekki eftir öðrum en hlutabréfaeigendum! Skrásetningargjald, sem borgar sig Svo ákaft sóttu Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn það að bæta skattakjör hluta- bréfaeigenda, að þeir gættu þess ekki, að þetta opnaði leið til stór- felldra skattsvika. Þó var þeim bent á þetta af engum öðrum en færasta hagfræðingi Sjálfstæðis- flokksins, Ólafi Björnssyni prófessor. Hann endurtók þessa aðvörun i grein, sem hann birti i Mbl. 5. júni 1971. Honum fórust þar m.a. orð á þessa leið: „Það, sem ég hafði þó einkum að athuga við ákvæðin um skatt- frelsi hlutabréfaarðs, var, að ég fæ ekki betur séð, en að með þvi sé opnuð leið til þess að menn, sem hafa sjálfstæðan atvinnu- rekstur með höndum, geti fengið toppinn af tekjum sinum skatt- frjálsan, með þvi að stofna mála- myndahlutafélög utan um at- vinnurekstur sinn...... Jón Jónsson er tannlæknir. Hann myndar ásamt konu sinni hluta- félag um rekstur stofu sinnar, án þess þó auðvitað að borga nokk- urn eyri sem hlutafé. Siðan reikn- ar hann sér hóflegt kaup hjá „hlutafélaginu”, en afgangurinn af þvi sem hann vinnur sér inn verður „arður” af hlutafé hans og þar af fær hann samkv. lögum 60 þús. kr. skattfrjálsar, ef hann er kvæntur. Að visu yrði „hluta- félagið” að greiða 15% af „arðin- um” i skatt, þannig að með þvi er sett undir þann leka, að smákarl- ar eins og skósmiðir, atvinnubil- stjórar og aðrir slikir geti leikiö þann leik með hagnaði. En þeir sem hærri tekjur hafa „þéna” á þessu um það bil 20 þús. kr. á ári, og það borgar vel skrásetningar- gjald fyrir „hlutafélagið”. Skattamál launastéttanna Skattskráin sýnir það glöggt að þessu sinni, eins og raunar jafnan áður, að það eru fyrst og fremst launastéttirnar, sem borga beinu skattana. Margir telja þetta stafa af lélegu skattaeftirliti. Vafalaust má herða skattaeftirlitið veru- lega frá þvi, sem nú er. Að þvi ber lika að stefna. En þrátt fyrir það, mun reyndin verða sú, að beinu skattarnir bitna þyngst á launa- fólkinu. Framleiðendur og milli- liðir munu jafnan finna allskon- ar leiðir til að komast undan þungum beinum sköttum. Þetta verða menn að horfast i augu við, hvort sem þeim likar það betur eða verr. Þessvegna er hér um mál að ræða, sem samtök launa- stéttanna verða að gefa meiri gaum en hingað til. Það er ekki hægt fyrir launastéttirnar að sætta sig við skattakerfi, sem bitnar þyngst á þeim. Með þessu er ekki verið að halda þvi fram, að alveg eigi að fella niður beina skatta. Þeir eru nauðsynlegir til þess að geta náð til hátekju- manna. En þeir mega ekki ganga of nærri láglaunamönnum og miðlungstekjufólki og skammta launastéttunum tiltölulega þyngri byrði en öðrum stéttum. Hér þurfa launþegasamtökin að vera vel á verði. Það er ekki nóg að knýja fram hátt kaup, ef mikill hluti þess er svo etinn upp af bein- um sköttum, sem aðrar stéttir sleppa meira eða minna undan. Óbeinu skattarnir Vissulega er það rétt, að óbeinu skattarnir hafa sina ókosti. Háir óbeinir skattar gera það t.d óhjákvæmil., að reynt yrði að létta hlut þeirra, sem lakast eru settir, með auknum tryggingum og fjölskyldubótum. Þessvegna þyrfti helzt endurskoðun og sam- ræming á skattakerfinu og trygg- ingakerfinu að haldast i hendur. Öbeinir skattar hafa svo hins veg- ar þann kost, að þeir skattleggja eyðsluna, sem nauðsynlegt er að hamla á móti á mörgum sviðum. Þvi þarf að athuga vel, hvernig hægt sé að skattleggja ýmsar vörur og þjónustu mismunandi eftir þvi, hve nauðsynlegar vörurnar og þjónustan er. Þetta er vitanlega mikið vandaverk og skoðanir mismunandi um, hvað sé nauðsynlegt. Flestir ættu þó að geta viðurkennt viss grundvallar- atriði i þessum efnum. Léleg stjórnarandstaða Vafalitið hefur aldrei verið málefnasnauðari og stefnulausari stjórnarandstaða á tslandi en sú, sem nú er. Meginuppistaðan i hinum samræmda málflutningi Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins er máttlaust nöldur og hrakspár, en undantekningar- laust örlar aldrei á nýtilegri til- lögu til lausnar einhverju vanda- máli. Þetta kemur mjög greinilega i ljós, þegar Mbl. og Alþýðublaðið ræða um þá stundarerfiðleika, sem atvinnuvegirnir búa við. Blöðin reyna að kenna rikis- stjórninni um, hvernig komið sé, og segja ýmist, að hún hafi látið kaupgjaldið eða verðlagið hækka of mikið. Eftir kjarasamningana I fyrrahaust, héldu þessi sömu blöð þvi þó fram, að launastéttirnar hefðu hvergi nærri fengið það,sem þeim bar, og ekki vantar kvartanir þeirra yfir þvi, að verð- lagseftirlitið sé allt of strangt. öðru hverju eru þau svo að fella hræsnistár vegna þess, hve illa sé búið að launafólki og það verði þvi aldeilis að rétta hlut sinn á næsta Alþýðusambandsþingi! Þannig er ekki hægt að finna neina stefnu i blöðum stjórnar- andstæðinga, heldur segja þau sitt á hvað eftir þvi við hvern er rætt. Iðulega kemur fyrir i sama tölublaði, að skammast er yfir þvi á einni siðunni, að kaupið sé allt of hátt fyrir atvinnuvegina, en á næstu siðu, að það sé allt of lágt og þvi verði að gera ráðstafanir til að hækka það! Erfiðleikar atvinnuveganna Þvi neitar enginn að atvinnu- vegirnir eiga við vissa stundar- erfiðleika að etja. Þegar kaup- samningar voru gerðir á siðast- liðnum vetri, voru gerðar áætlan- ir, sem gáfu til kynna, að hækk- anirnar yrðu ekki of miklar fyrir atvinnuvegina. Þessar áætlanir hafa ekki staðizt og veldur þar mestu, að fiskafli, hefur orðið minni en áætlað var og verðlag á innflutningsvörum hefur einnig hækkað meira, m.a. vegna gengisbreytinga erlendis. Af þessum ástæðum eru erfiðleikar atvinnuveganna einkum sprottn- ir. Strax þegar rikisstjórnin sá fram á það i sumar, að umræddar áætlanir myndu ekki standast, var gripið til sérstakra stöðvunarráðstafana, svo að kaupgjald og verðlag héldist sem mest óbreytt til áramóta. Timann þangað til ætlar rikisstjórnin að nota til að undirbúa varanlegri ráðstafanir. Þeir erfiðleikar atvinnuveg- anna, sem nú er glimt við, eru vissulega talsverðir, en þó minni en oft áður, þar sem útflutnings- verðið er hagstætt. Þeir eiga þvi að vera vel viðráðanlegir, ef rétt er á haldið. Þvi er engin ástæða til svartsýni og t.d. alger fjarstæða að vera að spá gengisfellingu. En hvert verður framlag stjórnar- andstöðunnar til lausnar þessum vanda? Ætlarhún að halda áfram neikvæðu nöldri og reyna að spilla fyriröllum aðgerðum? Það er ekki sizt óbreyttir fylgismenn stjórnarandstöðuflokkanna, sem spyrja þannig. En ekki mun hróð- ur málgagna þessara flokka vaxa, ef þau halda áfram upp- teknum hætti. — þ.þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.