Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 8. október 1972. * Það var ekki að finna né sjá á 1 landsmönnum, að þeir dagar, sem þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram I Noregi væru neitt frá- brugðnir öðrum dögum þessa bliða hausts. Norðmenn munu yfirleitt vera heldur glaðvært fólk, og ef til vili var helzt að merkja eitthvað óvanalegt á þvi, að á götum Oslóborgar var mest- megnis alvörugefið fólk. Burtséð frá „Stem ja” og „Stem nei” hnöppum, sem fólk bar i barmi sér, og áróðurspj. um alla veggi, f veggi, varð maður ekki mikið var við, að þetta væru örlagarikir dagar I sögu lands og þjóðar — og jafnvel Evrópu allrar. Spyrði maður vegfarendur, afgreiðslu- fólk og aðra borgara um álit á málinu, fékk maður undan- tekningalitið það svar, að ekki væri hægt að spá neinu: „auð- vitað vonar maður það bezta,” sögðu Já og Nei fólkið og brosti dálitið óstyrkt. Þeir óákveðnu| sögðu ekkert en andvörpuðu djúpt. Undanfarna mánuði hefur áróður beggja hliða, já og nei- mana, verið svo gifurlegur, að annað eins hefur ekki þekkzt i Noregi áður. Og þessi áróður hefurvakið athygli viðar: London Times sagði fjölskyldur leysast upp og vináttubönd rofna, sum sárin gróa aldrei, sagöi Times. Og þekktur sænskur félagsfræði- prófessor, Jörgen Westerdahl, vinnur nú að rannsókn á áhrifum sliks áróðurs á skoðanamyndun | Frá kosningavöku I Chateau Neuf, félagsheimili stúdenta. Visnasöngur, heldur óhagstæður EBE. A veifunni fyrir ofan sviðið er mynd af hendi, sem ógnar gróöri i annari hendi og hjá stendur: Valdiö til að eyðileggja — Efnið til að skapa. „Prótein, ekki bensín" og lif fólks, með sérstöku tilliti til EBE-baráttunnar i Noregi. Megnið af norsku blöðunum eru hægrisinnuð og studdu stjórnina i þessu máli. Hafa andstæðingar EBE þvi átt mjög erfitt með að kojna skoðunum sinum og rökum á framfæri I ihalds- og krata- pressunni. A fundi, sem Arne Fin- borud, pólitiskur fréttaskýrandi viö „Dagbladet”, eina stórblaöið, sem studdi andstæðinga EBE, hélt meö sænskum stúdentum, sagðist hann ekki vilja kalla það ritskoðun, en.... „Viö hér við „Dagbladet” höfum verið i erfiðri aðstöðu”, sagði Arne Finborud, sem er ungur maður og frisklegur. „Ekki einasta höfum við verið undir þrýstingi frá stjórnvöldum vegna afstööu okkar til EBE, heldur hafa hin blöðin einnig farið um okkur ýmsum orðum hátt og i hljóði. Ég man sérstaklega eftir einu dæmi: Stjórnin hafði lýst þvi yfir, að aðild að bandalaginu yrði norskum landbúnaði mjög til framdráttar, en þegar við komumst yfir eintak af þeim samningi, sem stjórn Brattelis hafði gert við Briissel, kom i ljós, að i hinni opinberu þýðingu var mjög meinleg villa, sem breytti málinu talsvert. Birting okkar á þeim upplýsingum og öðrum, sem þóttu „óþægilegar”, hafa valdið miklu fjaðrafoki.” Þrátt fyrir að i alþýðufylking- unni gegn EBE, Folkebevegelsen mot EF, hafi verið og sé fólk á öllum aldri og úr öllum flokkum, viðurkenndi Arne Finborud að mikill fjöldi gamalla lesenda hefði sagt upp blaðinu vegna af- stöðu þess til Efnahagsbanda- lagsins. „En á móti”, sagði Finborud, „höfum við fengið stærri hóp nýrra lesenda, nokkuð yngri, sem við erum sannfærðir um að kaupa blaðið mestmegnis vegna afstöðu okkar til þessa máls”. Finborud vildi ekki vera jafn stórorður og London Times, en sagði þó: „Norsk stjórnmál, verða aldrei þau sömu. Agreiningurinn er of djúpstæður til þess og verði já-atkvæðin fleiri, missa margir endanlega trúna á kérfið og þá erum við fyrst i vandræðum. Nei-meiri- hluti væri bylting gegn kerfinu i heild^ ekki aöeins EBE og rikis- stjórn Brattelis: svipuö bylting og hófst á íslandi með forseta- kosningunum ’68 og stjórnar- skiptunum I fyrra”, og Finborud brosti breitt. Bæöi kosningakvöldin stóðu stúdentar fyrir miklum sam- komum i Chateau Neuf, griðar- lega stóru húsi skammt frá miö- borginni, þar sem megnið af félagslifi stúdenta fer fram. Og i þessu griðarlega stóra húsi, sem er á mörgum hæðum, fór fram kosningakvöldin griðarlega mikil starfsemi eöa dagskrá, sem var mjög fjandsamleg EBE i einu og öllu. Alls staðar voru bæklingar og pésar um EBE og var sjónar- miðið kynnt þar af ýmsum hópum, Folkebevegelsen, stúdentum sjálfum, kommúnista- hópum, anarkistum, krötum og framsóknarmönnum, þannig að i rauninni var um margþætt sjónarmið að ræða. Þess utan bar stór hópur, af þessum 4000 — 5000 manneskjum bæði kvöldin, merki i barmi: „50 MIL FOR ISLAND”. Lét maður sér fyrst detta i hug, að um islenzka stúdenta væri að ræða en svo var alls ekki. Og ef betur var að gáð, voru plaköt viða um veggi með stuðningsorðum i garð fslands og hér og þar var að finna póstkort, stiluð á Timann, Lindargötu, 9b, Reykjavik, undir hver stuðnings- menn áttu að skrifa. Aðalsamkomurnar fóru fram i geysistórum sal og þar tróðu upp ýmsir með söng, hljóðfæraslátt og talað orð, allt á eina bókina lært: Stem nei! Þegar undir- ritaður kom inn i salinn rétt fyrir klukkan 7 að kvöldi hins 24., fyrra kosningadagsins, var á sviðinu all-vigaleg popphljómsveit og þóttist undirritaöur þá skilja allan fjöldann. En ekki hafði popphljómsveitin fyrr lokið leik sinum en röggsamur ungur maður sté að hljóðnemanum og bað samkomugesti að gefa til kynna með lófataki hvort þeir vildu meiri músík eða fleiri ræður. Og mér til mikillar undrunar klöppuðu nær allir fyrir ræðunum. Þegar ég hafði orð á þessu við sessunaut minn, hrokkinhærða stúlku i hermanna- jakka og tvö merki, sem studdu Þjóðfrelsisfylkingu Vietnama og andstöðuna gegn EBE, i barmi svaraði hún fyrirlitlega: „Meiri músik? Til hvers einmitt nú? Við getum alltaf hlustað á músik en EBE skiptir öllu máli i dag”. Og þrátt fyrir að flestir hafi virzt sammála stúlkukindinni var geysilega vel fagnað atriði undir lok samkomunnar: Söngleik ein- skonar, sem stúdentar sjálfir höfðu samið um viðskipti Noregs við Efnahagsbandalagið, og flutt hér og þar á svipuðum sam- komum. Nokkrir stúdentanna, sem voru svo huggulega klæddir að skar i augun innan um alla hina i hermannajökkunum og stigvélunum, táknuðu stór- kapitalið innan EBE og voru þeir allsráðandi i leiknum framan af. En svo náðu hinir, alþýðan i her- mannajökkunum, yfirhendinni og fengu alla til að syngja með sér af öllum kröftum: „Stem Nei til EEC!” Vakti svo mikla kátinu er hjáróma raddir „kapitalistanna” komu i gegn öðru hvoru: „Stem ja...” Yfir tebolla á litlum veitinga- stað i miðbænum hitti ég svo tvær pólskar stúlkur, sem vinna að doktorsritgerðum við Nordens folkliga akademii Kungalv i Svi- þjóð (önnur vinnur að ritgerð um Strindberg og verk hans og hin um sænska tungu). Þær höfðu einnig komið til Noregs gagngert til að fylgjast með atkvæða- greiðslunni. Þær horfðu forviða á mig þegar ég spurði þær hvað þeim þætti um EBE: var banda- lagið jákvætt afl i þeirri viðleitni seinni tima að draga úr spennu i Evrópu og gera friðvænlegra i heiminum öllum? Dálitið drógu þær við sig að svara en svo sagði Strindberg-- fræðingurinn: „Nei, alls ekki. Hvernig er hægt að búast við sliku af bandalagi þjóða, sem margar eiga i striði i hinum ýmsu heims- álfum? Bretarherja á Island og Irland< Portúgalir i Afriku, Ómar Valdimarsson blaðamaður var í Osló þegar þ/oðaratkvæðagreiðslan um EBE fór fram i Noregi. Hér eru nokkrar svipmyndir þaðan. Frá Chateau Neuf: Hluti hópsins sem var þar bæði kvöldin undir kjörorðinu á púltinu: Stem Nei!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.