Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. október 1972. TÍMINN 5 Vetraráætlun Fl. Millilandaflug alla daga vikunnar. Vetraráætlun Flugfélags Is- lands gengur i gildi 1. nóvember. — Þýzkalandsflug allan veturinn. - Vöruflutningar aukast. Frá og með næstu mánaða- mótum gengur vetraráætlun millilandaflugs Flugfélags Is- lands i gildi Þessi áætlun er nokkru viðameiri en i fyrravetur. Nú eru áætlaðar ferðir milli Is- lands og annarrra landa á hverjum degi og tvær á fimmtu- dögum. Miðað við millilandaáætlun félagsins i fyrravetur, bætist einn viðkomustaður við, Frankfurt am Main, en þangað verða vikulegar ferðir, á laugardögum. Frá og með 1. nóvember eru millilandaferðir „Faxanna” áætlaðar sem hér segir: Til Kaupmannahafnar verður flogið á mánudögum/ miövikudögum, fimmtudögum laugardögum og sunnudögum. Til Glasgow verða ferðir á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Til Oslo veröur flogiö á fimmtu- dögum og sunnudögum. Og þar að auki er svo auövelt aö feröast til London um Glasgow á mánudögum, miövikudögum og föstudögum. Þá er bein ferð til London á sunnudögum með BEA. Til Frankfurt verður flogið á laugardögum og er viðkoma i Kaupmannahöfn i báðum leiöum. Til Færeyja verður flogiö á fimmtudögum og er brottför I Færeyjarfluginu frá Reykjavik, en aðrar millilandaferðir verða farnar frá Keflavikurflugvelli. Auknir vöruflutningar. Eins og undanfarna vetur er i vetraráætlun Flugfélagsins gert ráð fyrir auknu rými i þotum félagsins til vöruflutninga. Allt frá veturnóttum 1967 hefur hluti af farþegarými „Gullfaxa” og siðar „Sólfaxa” á hverjum vetri verið nýtt til vöruflutninga. Vörurnar eru fluttar á vöru- pöllum, sem fljótlegt er að ferma og afferma. Auðvelt er þannig að flytja stóra hluti og hafa þotur félagsins flutt bila milli landa, stórar og þungar vélar i skip o.fl. Auk vöruflutninga á pöllum eru vörur einnig fluttar i lestum þotanna. A fundi f Borgarstjórn Reykjavikur 5. október flutti ég tillögu um að komið yrði á fót skóladagheimili i Vesturbæn- um. Er þar bent á, að húseignin að Ægissiðu 94,1 eigu rikissjóðs, standi nú auð. Verði félags- málaráði falið að kanna, hvort húsið sé fáanlegt til að starf- rækja þar skóladagheimili. Var þaö samþykkt. Meö tillögunni flutti ég greinargerð og fer hún hér á eftir. Upphaf þess að byrjaö var aö starfrækja skóladagheimili i Reykjavik má rekja til stofn- unar Féiags einstæðra foreldra I nóvembermánuöi 1969. Mark- mið þeirra samtaka var að stuðla að betri uppeldisskil- yröum þeirra barna og ung- linga, sem ekki njóta samvista við báða foreldra sfna. Eitt af fyrstu verkum félagsins var, að fyrirsvarsmenn þess gengu á fund borgarstjóra snemma árs 1970 og fóru þess á leit, að Reykjavikurborg kæmi á fót skóladagheimilum fyrir börn á aldrinum 6-12 ára . A slikum stofnunum er brýn þörf. Við sex ára aldur sleppir umsjá dag- heimilanna. Börnin hefja þá skólagöngu, en kennslutiminn er mjög stuttur, hjá sex ára börnum 1 1/2 klukkustund á dag. Utan þess tima eru börnin að mestu athvarfslaus. Málaleitun Félags einstæðra foreldra hlaut góðar undir- tektir. 1 janúar 1971 hófst rekstur fyrsta skóladagheim ilisins að Skipasundi 80. Þaö var ætlað 20 börnum. Þessi til- raun þótti takast vel, og i des- ember sama ár var húseignin áð Heiðargerði 38 keypt, einnig heimili ætlað 20 börnum. Þessi tvö skóladagheimili eru bæði vistleg og heimilisleg. Starfsemin er á tveimur hæðum. Niðri er borðstofa, en uppi nokkur litil herbergi, skólastofa, herbergi fyrir föndur, smiðar og leiki. Mestu máli skiptir aö þarna er börnum, s.em flest eru á aldrinum 6-10 ára ætlaður samastaður. Þau fá þar heitan mat að borða, og þeim er látin i té aöstoð við heimanám: kemur þangað kennari sem leiðbeinir 5 kennslustundir á degi hverjum. Heimili þessi eru til mikils hagræöis. Þau veita ekki aðeins börnum öruggt hæli, heldur losa þau einnig foreldrana við áhyggjur af börnum sinum, þvi að ef þessara stofnana nyti ekki við, væru börnin að mestu á göt- unni i reiðileysi, eöa þá heima i mannauðum ibúðum. Þá verður vikið aö nokkrum athugasemdum i ársskýrslu Félagsmálastofnunar Reykja- vikurborgar fyrir áriö 1971. Þar segir svo um uppbyggingu dag- vistunarstofnana 1970-1974: „Aætlun um uppbyggingu virðist fyllilega standast, hvað snertir dagheimili og leikskóla, en auk þess verða væntanlega tekin i notkun 5 skóladagheimili Þau tvö skóladagheimili, sem nú eru starfrækt, eru bæöi mjög austarlega i borginni, nær Elliðaánum. Þangað koma þó börn úr öllum hverfum borgar- innar. Þannig eru fjögur börn úr Vesturbænum i heimilinu að Skipasundi 80, og sækja skóla þar i hverfinu. Gefur augaleiö hvilikt óhagræöi er að flytja börn svo langa leið, og auk þess hefur slikt slæmar félagslegar afleiðingar, svo sem þær, aö barniö eignast ekki félaga I sinu heimahverfi, þegar það gengur ekki i skóla þar. Nú er brýn nauösyn að skóla- dagheimili verði sett á fót i Vesturbænum. Samkvæmt áöurnefndri ársskýrslu Félags- málastofnunarinnar er lang- mest eftirspurn eftir dagvistun i gömlum hverfum, þar sem þó búa hlutfallslega fá börn. Astæðan er meðal annars sú að einstæðar mæöur búa gjarnan I leiguhúsnæöi, sem helzt er að fá I þessum hverfum. Oft er þvi borið við, þegar kvartað er um aðgerðarleysi á ýmsum sviöum, aö erfitt sé að fá heppilegt húsnæði til starfseminnar. Sú tillaga, sém hér liggur fyrir, beinist aö þvi að kannaö veröi, hvort húseign- in að Ægissiöu 94, sem er i eigu rikissjóös, sé fánaleg til leigu eöa kaups svo aö þar megi reka skóladagheimili. Husiö er tvær hæðir og kjallari og umhverfis er snotur garður. Otsýni er þar vitt og fagurt: fjaran rétt undan og fjallasýn yfir flóann. Frá husinu er örstutt I Melaskólann. 1 fáum orðum sagt get ég vart hugsaö mér ákjósanlegri stað fyrir skóladagheimili. Hvort sem þessi umrædda húseign er fáanleg eða ekki, má fyrir engan mun slaka á i þessum efnum. Liklega verður málinu þó ekki komiö I viöun- andi horf fyrr en skólar borgar- innar verða einsetnir og aðstaða fæst þar til lestrar og tóm- stundastarfa. I þessari til þessari tillögu hefur veriö bent á leið til að koma til móts við brýna þörf fyrir skóladagheimili i aðeins einu hverfi borgarinnar. Ég vænti þess, að borgarstjórn samþykki að tillögu þessari verði visað til félagsmálaráös, og hún hljóti þar framgang, sem dugi til að hrinda málinu I fram- kvæmd. Jafnframt vil ég leggja áherzlu á, aö unnið veröi ötu- lega að þvi að afla hentugs hús- næðis til þessarar starfsemi i öllum borgarhverfum. Hér þarf að halda vel á spöðunum, eigi að standast sú áætlun, sem gerð var. Gerður Steinþórsdóttir: Skóladagheimili í Reykjavík Skipasund 80, fyrsta skóladagheimiliö I Reykjavik á umræddu timabili”. Sam- kvæmt þessum orðum ætti á næstu rúmum tveimur árum að stofnáetja þrjú skóladagheimili i borginni. Ljóst er, að hér þarf verulega að heröa róöurinn, eigi þessi áætlun að standast. 1 áðurgreindri ársskýrslu er fjallað um fjárveitingar til upp- byggingar á skóladagheimilum 1972-75 . Gert er ráð fyrir 3,5 milljón króna fjárveitingu ár- lega, og verði þá stofnsett eitt heimili á ári hverju. Ekki er hægt að ræða svo um dagvistunarstofnanir, að ekki sé getið frumvarps þess um hlut- deild rikisins i byggingu þeirra og rekstri, sem lagt var fram á síðasta Alþingi. Frumvarp þetta, ef aö lögum veröur, mun vitanlega breyta mjög fjárhags- grundvelli þessarar starfsemi. Athygli vekur i þessu sambandi aö frumvarpið var samið á vegum Menntamálaráðuneytis- ins. Bendir það til þess, aö I framtiðinni falli dagheimili fremur undir skólamál en félagsmál. A fundi borgarstjórnar 15. janúar 1970 flutti Sigriður Thorlaciuc tillögu um könnun á þörf fyrir leikskóla og dagheim- ili i borginni. Tillögunni var visaö til félagsmálaráðs. Þaö var ekki fyrr en hálfu ööru ári siöar.eða i september 1971, sem könnunin var gerö, og annaöist hana Þorbjörn Broddason lektor. Spurningalisti var sendur eitt þúsund konum, eða tiundu hverri móður, sem átti börn aö tiu ára aldri. Spurt var meðal annars um þörf á skóla- dagheimilum. Niðurstöður könnunarinnar voru þær, að rúm skorti á skóladagheimilum fyrir alls 900 börn. Samkvæmt könnuninni er þörfin meiri fyrir skóladag- heimili en aðrar dagvistunar- stofnanir. Eftir aö niðurstöður þessarar könnunar voru birtar, sagði borgarstjóri i viðtali við Morgunblaðið 1. ágúst siöastlið- inn: „Það má segja að niðurstööur könnunarinnar hafi ekki komiö á óvart hvaö snertir þörfina fyrir rými á dagheimilum og I leikskólum, en hins vegar kom þessi mikla þörf fyrir rými á skóladagheimilum okkur mjög á óvart”. Siöan segir borgar- stjóri: ,,,Þess vegna veröum viö að fá að velta þessu nokkuð fyrir okkur, áður en við förum aö ræða fyrir alvöru hugsanlegar leiöir til að fullnægja þeirri eftirspurn.” Nú væri ástæða til aö spyrja, hvernig borgaryfirvöld hafi hugsað sér að standa að verki I þessum efnum. Í5ÍS! boksircsw á íslarcði fallkoircirc keilsapækt Heilsuræktin hefur opnað i storglæsilegum husakynn- um i GLÆSIBÆ. Við bjóðum morgun-, dag- og kvöld- tima fyrir dömur og herra. Megrunarflokkar dömu og herra. Hjónaflokkar. Leitið upplýsinga. GLÆSILEG AÐSTAÐA I GLÆSIBÆ. HEILSURÆKTIN glæsibæ ii" i" \"im iiivMins-iiMsnM 11ivikim.i\ simi 85655.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.