Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur «. október 1972. „Verðu róleg, frænka”, sagði ég kannski, er ég hafði setið stundar- korn við rúm Emmu og hlýtt á það, sem hún bar mest fyrir brjósti. „Heima gengur allt sinn vanagang, að minnsta kosti að svo miklu leyti, sem hægt er, að þér fjarverandi”. „Ég veit það” svaraði hún þá og færði höfuðið til á koddanum. „Það er heimskulegt af mér að halda, að allt hvili á mér. Þetta verður kannski til þess að sýna mér, hve allt getur gengið vel, þótt ég sé hvergi nærri”. „Æ, góða frænka”, varð mér þá að orði, „það var ekki það, sem ég átti við. Við viljum aðeins, að þú varpir frá þér öllum áhyggjum, svo að þér batni sem allra fyrst”. Svipuð þessu voru orðaskipti okkar hvern einasta dag. En þau voru mér þó auðveldari heldur en að svara spurningum hennar um okkur Harrý. Hún hafði of mikinn tima til að hlusta og bollaleggja Mér fannst köld hönd kreppast utan um hjartað i mér, i hvert skipti, sem hún fór að tala um giftingu mína. „Það verður nógur timi til þess að tala um þetta, þegar þú ert orðin frisk”, svaraði ég oft. „Við skulum sjá, hvort það tekst að hefja vinnu i verksmiðjunum eftir nýárið.” En það var erfitt að leiða huga hennar að öðru, jafnvel verksmiðju- málunum. Það var eins og hún, i kröm sinni og þjáningu, skynjaði þær tilfinningar minar, sem ég var að reyna að dylja. „Ekki er ráð nema i tima sé tekið”, svaraði hún. „Það er ekki eftir neinu að biða, og það er alltaf ófyrirgefanlegt glapræði að biða að þarf- lausu. Ég vil ekki vera orsök þess, að giftingu þinni verði skotið á frest. Ef til vill hefur það verið rangt af okkur að senda þig frá einum læknin- um til annars. Ég skil það betur núna. Um það tjóar ekki að sakast héðan af. En nú eigið þið Harrý lika að fara að stofna heimili ykkar. Það er bankainnistæða á þinu nafni, fimm þúsund dalir, og sama upp- hæð handa Hönnu. Þetta er föðurarfur ykkar. Harrý fær ekki mikil laun, það veit ég, en þiö hafið samt nóg fyrir ykkur að leggja þangað til timarnir batna — ef þeir gera það þá nokkurn tima”. Mér fannst eins og verið væri að hæðast að raunum minum að tala um þessa peninga. Einhvern veginn hélt gamla fólkið alltaf, að það gæti keypt hamingju handa unga fólkinu. Ég leitaðist við að þakka henni innilega fyrir þetta fé, sem hafði verið geymt handa mér, en ég veit, hvernig mér tókst það. Ég minntist margra slikra samtala við Emmu frænku, er ég gekk niður stigann með bréfin. Ég sá, að hattur og frakki Harrýs lá á stólnum i forstofunni, og á öðr- um stól var grá loðkápa, sem Hanna átti. Ég nam staðar og hallaði mér upp að þilinu. Ég fékk skyndiiegan hjartslátt, meðfram af þvi að ég átti þess ekki von, að Harrý kæmi svona snemma og meðfram af þvi að yfirhöfn hans lá þarna hjá kápu Hönnu. Harrý hafði komið til Emmu frænku siðdegis, og heitið mér þvi aðkoma seint um kvöldið. „Nei, ég get ekki komið til kvöldverðar”, hafði hann sagt um leið og hann kvaddi mig, „en ég kem rétt fyrir miðjætti með flösku, sem ég lúri á. Spurðu mig ekki hvar, hvar ég fékk hana”. Ég hafði vonað að Hanna færi á hina árlegu nýjárshátið i Blairsborg, og svo að ég yrði ein með Harrý. Hann hafði verið nærgætinn og stima- mjúkur við mig seinustu dagana. Við virtumst jafnvel vera að finna hvort annað aftur, og nú vænti ég, að tækifæri til þess kynni að gefast. Sáð vonarinnar hafði vogað sér að skjóta nýjum frjóöngum i sál minni. Ég stóð við borðið i forstofunni með bréfin i hendinni. Wallace frændi sat einn inn i skrifstofu sinni. Dyrnar voru opnar, og ég sá, að hann laut yfir frimerkjabókina sina og var niðursokkinn i að raða frimerkjum i hana. Hanna og Harrý voru tvö ein inni i setustofunni. Hve langt var siðan hann fleygði frakkanum sinum þarna? datt mér i hug. Kannske heil klukkustund, ef til vill aðeins fáar minútur. Og hvað voru þau að tala um? Þeim myndi hafa þótt grunsamlegt ef ég hefði allt i einu und- iðmér inn til þeirra, og tortryggni vildi ég sizt af öllu vekja. Ég ætlaði ekki að njósna um þau, þótt mér yrði litið i stóra spegilinn i forstofunni. Ég ætlaði aðeins að sjá, hvernig ég liti út sjálf. Það var ekki fyrr en ég sá þau i speglinum, að mér datt i hug að gripa til þess örþrifaráðs. — Sjálf sást ég ekki i speglinum, ef ég stóð þar sem ég var. En ég hefði ekki verið sakbitnari, þótt ég hefði haft fulla heyrn og staðið þarna á hleri. Þeir, sem heyrnarlausir eru, læra að hlusta með augun- um, og það gerði ég nú. Ég skeytti hvorki um skömm né heiður úr þvi sem komið var og reyndi eftir getu að sjá hverja hreyfingu vara þeirra. Hanna sat i djúpum stól við arininn. Hún hafði spennt örmunum utan um knén á sér og læst höndunum um olnbogana. Einhver dulin eðlis- skynjun sagði mér, að hún brynni af löngun til þess að vef ja þeim utan um hálsinn á Harrý. Hún tæki á öllu viljaþreki sinu til þess að halda sér i skefjum. Hann stóð við arininn og horfði niður á hana. Ljósið féll beint framan i hann, svo að mér veittist m jög létt að greina orð hans. „Farðu ekki að tala um þetta aftur, Hanna”, sagði hann. „Ég hef andstyggð á sjálfum mér vegna þess, sem ég hef gert”. „Við gátum ekki að þvi gerð, Harrý”. Hún leit upp, og ég sá, að hún barðist viðgrátinn. „Við ætluðum ekkiaðgera þetta. Guðeinn veit, hve við reyndum að sporna á móti þvi fyrst.” „Við hefðum áttað reyna þaðlengur”. Ég sá, að hann harðnaðiá svip, er hún rétti höndina til hans. — „Nei, vina min, snertu mig ekki — ekki hér, ekki i þessu húsu.... Ég veit vel, hvaðég hef stofnaðþér i.” „En við getum ekki látið allt reka á reiðanum lengur. Þessi óvissa er lika jafn hræðileg fyrir hana og okkur sjálf. Ég afber það ekki, að svona kvöld, þegar við gætum....” Hún le't höfuðið hniga niður á bringuna og skalf af ekka. Ég sá, að Harrý rétti út höndina, en svo þokaði hann sér skyndilega fjær henni. Andlit hans var afmyndað af þrá og kvöl, og ég sá, að þau myndu þjást á sinn hátt, engu siður en ég. En þau sjáðust saman, ég háði mitt strið ein. Ég vissi, að ég átti að ganga inn til þeirra, i stað þess að liggja i felum og njósna. Ég var jafn sek og þau á þessari stund. En ég stóð þó kyrr og þrýsti mér titrandi upp að borðinu, sem ég studdist við. „Ég er viss um, að hana grunar eitthvað,” hélt Hanna áfram og leit á hann tárvotum augum. „Ég varð viss um það — núna rétt fyrir jólin. Hún hlýtur að hafa séð okkur saman, og þá var það, sem lykillinn hvarf. En upp á siðkastiðhefur hún látið eins og....” Hún huldi andlitið i höndum sér, og ég veit ekki hvað hún kann að hafa sggt meira. „Ég getekki gert það,” svaraði hann dræmt. „Ég get ekki sagt henni það strax.” „Harry,” sagði hún og beitti vörunum af óeðlilegri festu. „Myndirðu geta það, ef Emilia væri ekki heyrnarlaus? Myndurðu þá láta til skarar skriða?” „En hún er heyrnarlaus.” Hann yppti öxlum i örvæntingu áður en hann hélt áfram. „Þess vegna get ég það ekki. Þú veizt ekki, hvað það er að vera elskaður og geta ekki endurgoldið ástina. Og einu sinni elsk- aði ég hana, Hanna, þótt ég sjái nú eftir þvi að hafa látið þá tilfinningu hlaupa með mig i gönur.” 1227 Lárétt 1) Rakkar,- 5) Nægjanlegt,- 7) Varðandi,- 9) Spil,- 11) Nam,- 13) Itugga.- 14) Þráður,- 16) Eins,-17) Sjóferða,- 19Kátar - Lóðrétt 1) Seppi.- 2) Enn - 3) Hlutir.- 4) Siðar.- 6 Staflar.- 8) Þýfi.- 10) Gefa að éta.- 12) Eldiviður,- 15) Mánuður,- 18 Eins,- Ráðning á gátu No. 1226 Lárétt 1) Blunda,- 5) Móa,- 71TS,- 9) Illa,- 11) Túr,- 13) Lak,- 14) Utah,- 16) NN,- 17) Svása,- 19) Skálar.- Lóðrétt 1) Bættur,- 2) Um,- 3) Nói.- 4) Dall,- 6) Vaknar,- 8) Sút,- 10) Lansa,- 12) Rask,- 15) Hvá,- 18) Al,- lÍllllÍÍÍlÍ | SUNNUDAGUR 8. október 8.00 Morgunandakt Biskup Islands flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Norska útvarpshljómsveitin leikur lög frá Noregi, Orvind Bergh stj. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar . (10.10 veðurfregnir). a. 11.00 Messa i Hvanneyrar- kirkju (Hljóðrituð 15. ágúst s.l.) Prestur: Séra Kristján Róbertsson. Organleikari: Ólafur Guðmundsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Fréttaspegill. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Landslag og leiðir: A suðurleið Dr. Haraldur Matthiasson talar. 14.00 Miðdegistónleikar 15.00 Hljómleikar i Háskóla- biói 16.30 Sunnudagslögin 16.55 Veðurfregnir. 17.00 Barnatimi. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Stundarkorn með Stefáni islandi 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur norræna tónlist 20.15 Ljóð eftir Vilhjálm frá Skáholti. .Hjalti Rögnvalds- son les. 20.30 „Brauð hins snauða éta þeir” Stefán Baldursson spjallar um Túskildings- óperuna eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill og kynnir lög úr henni. 21.00 Karlakór Akureyrar syngur Islenzk og erlend lög. Einsöngvari: Helga Alfreðsdóttir. 21.30 Arið 1948. fyrra misseri. Bessí Jóhannsdóttir rifjar upp liðinn tima. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 8. október 1972 17.00 Endurtekið efni. Maður er nefndur. Þórbergur Þórðarson, rithöfundur. Magnús Bjarnfreðsson ræð- ir við hann. Aður á dagskrá 20. april 1970. 18.00 Stundin okkar.Glámur og skrámur nýkomnir úr sumarleyfi. Slökkviiiðið i Reykjavik sótt heim og rætt við nokkur börn um eld- hættu og brunavarnir. Bræðurnir Helgi og Ragnar Einarssynir syngja. Lina Langsokkur 2. þáttur. (Sænska Sjónvarpið) Umsjónarmenn Ragnheiður Gestsdóttir og Björn Þór Sigurbjörnsson. 18.50 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Rió Trió. Þáttur með söng, glensi og grini. Trióið skipa Agúst Atlason, Helgi Péturssón og Ólafur Þórðarson. Stjórnandi upp- töku Egill Eðvarðsson. 20.55 Elisabet LNýr flokkur framhaldsleikrita frá BBC, byggður á heimildum um ævi Elisabetar I Englands- drottningar ( 1533-1603). Elisabet var eina barn Hin- riks VIII og önnu Boleyn. Hún komst til valda rúm- lega tvitug og lét margt til sin taka á langri stjórnartið. 1. Þáttur. Leikstjóri Rich- ard Martin. Aðalhlutverk Glenda Jackson. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.25 Að kvöldi dags, Séra Árelius Nielsson flytur hug- vekju. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.