Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10, október 1972, TÍMINN Snjó gerði í skóvarp á Akureyri um helginc — fjallvegir eystra að verða þungfærir fólksbílum Stp-Reykjavik Nokkurn snjó gerði á Norðausturlandi siðastliðna sunnudagsnótt. Einna mest snjó- aði við Eyjafjörð, en minna aust- ur og vestur undan. Á Akureyri varð snjór i skóvarp og hafði hann ekki tekið upp að fullu nema niður við flæðamál. Á sunnudaginn mátti sjá snjókerlingar og karla á Akureyri, og börn i snjókasti. Inn á milli „snjóskúlptúranna” gat svo að lita blóm, er ekki höfðu fellt sumarskrúðann ennþá. Er fréttamaður hringdi i Vega- eftirlitið á Akureyri um miðjan dag i gær, var þar éljagangur, og spáð var norðaustanvindi og slyddu i dag. Vegir höfðu ekki spillzt til muna yfir helgina. Vegurinn yfir Vaðlaheiði var blautur og holóttur, en fær öllum bilum. Eins og áður segir snjóaði minna austur undan, en þó var talið óvarlegt fyrir fólksbila að leggja á Möðrudalsöræfi og Axar- fjarðarheiði. Á Norðvesturlandi snjóaði að- eins niður i mið fjöll um helgina, svo vegir þar eru i sumarástandi enn. Allt rólegt ÞÓ-Reykjavik Samkvæmt upplýsingum Haf- steins Hafsteinssonar hjá Land- helgisgæzlunni var allt rólegt á miðunum kringum landið i gær. Brezku togararnir halda uppi fyrrteknum hætti, og eru að veið- um innan 50 mílnanna. Þeir munu vera flestir á svipuðum slóðum og áður, þ.e. út af Austfjörðum. Jóhannes Guðmundsson. Sólveig Þóröardóttir. Kigningarnar aö undanförnu hafa leikiö vegi og götur grátt á Suöurlandi, eins og beriega sést á þessari mynd, sem tekin var i Hverageröi fyrir nokkru. Illfært var þá um sumar götur kauptónsins, og ibúunum fannst sem veghefiar væru heldur sjaldséöir, þrátt fyrir að aöeins ein gata i þorpinu er með varanlegu slitlagi. / Fiskverð hækkar um 75% hækkunin greidd úr Verðjöfnunarsjóði ÞÓ-Reykjavik A fundi verðlagsráðs sjávarút- vegsins i' fyrradag var ákveðið lágmarksverð á fiski fyrir tima- bilið frá 1. okt. til 31. des. 1972. Að þessu sinni hækkar lág- marksverðið að meðaltali um 15% frá þvi lágmarksverði, sem gilti til 30. sept. s.l. Helztu verð- lagsbreytingar eru þær, að þorskur hækkar um 19% ýsa um 12%,langa um 18%,ufsi og karfi um 6%, steinbitur um 12% og lúða um 15%. Samkomulag náðist i ráðinu um öll atriði verð- lagningarinnar, en verðlagning þessi gerir ráð fyrir ákveðnum greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins. Að undanförnu hafa staðið yfir miklar umræður um fiskverðiö, og vegna þessa boðaði Lúðvik Jósefsson sjávarútvegsráðherra til blaðamannafundar i gær, þar sem hann gerði grein fyrir með hvaða hætti fiskverðið væri til- komið. 1 upphafi máls sins, sagði ráð- herra, að allar þessar umræður hefðu ekki alltaf komið heim og saman við sannleikann. Að þessu sinni eins og endranær, hefði verið f jallað um fiskverðið eins og reglur segja til um, af verðlags- i dag eru sjötiu og þrjú ár liðin siðan skipverjar á togaranum Koyalist frá Hull drekktu visvit- andi þrem mönnum út af Hauka- dalsbót, eftir að hafa dag eftir dag verið aö landhelgisveiðum á Ilýrafirði fyrir allra augum, og gengu auk þess nálega af Hannesi Ilafstein sýslumanni dauöum. Me'ðal þeirra, sem þarna létu lif sitt, var Jóhannes Guðmundsson, smiður og stýrimaður á Bessa- stöðum, og annar, sem sömu ör- lög hlaut, var mágur hans, Jón Þórðarson i Meira-Garði. Ekkja Jóhannesar, Sólveig Þórðardótt- ir, átti ung börn, og voru henni greiddar nokkrar bætur úr land- sjóði, alls 2600 krónur á löngu árabili. Ingimar Jóhannesson, fyrrver- andi kennari, er sonur þeirra Bessastaðahjóna nú rösklega áttræður, og mun hann i dag af- ráði sjávarútvegsins, en i þvi eiga sæti fulltrúar seljenda þ.e. sjó- manna og útgerðarmanna og svo fulltrúar kaupenda. Verðlagsráð átti að vera búið að ákveða fisk- verð 1. október s.l. en það starfaði fram yfir 1. október með leyfi sjávarútvegsráðuneytisins, þar sem fulltrúar i verðlagsráðinu töldu aðsamkomulag gæti náðst i nefndinni, ef greitt yrðu úr verð- jöfnunarsjóði. Rikisstjórnin samþykkti siðan, tillögu frá verðlagsráði, um að fiskverð yrði hækkað ym 15% að meðaltali. Þá samþykkti rikis- stjórnin fyrir sitt leyti, að heita þvi, að beita sér fyrir iaga- breytingum á lögum um Verð- jöfnunarsjóð. Lagabreytingarnar gera ráð fyrir þvi að heimilt verði að greiða úr verðjöfnunarsjóði vegna timabilsins frá 1. október til 31. desember tiltekna fjárhæð. Gert er ráð fyrir þvi, að almenn 10% hækkun verði og siðan verði henni skipt niður á hinar einstöku fisktegundir. Til viðbótar við 10% hækkunina kemur einnig 5% hækkun, sem greiðast skal jafnt á helztu bolfisktegundirnar. Þessi ákvæði munu gilda út yfir- standandi verðlagstimabil. Greiðslan úr verðjöfnunarsjóðn- um verður 88 milljónir, og er þá henda landsöfnuninni þessa fjár- hæð riflega. — Ég hafði ekki hugsað mér að láta hafa orð á þessu, sagði Ingi- mar, þegar við töluðum við hann. En ef þið haldið, að það geti orðið öðrum hvatning til þess að leggja sitt að mörkum i landhelgissjóð, þá skorast ég ekki undan þvi. En þá skuluð þið lika geta þess, að ég gef þetta litilræði til minningar um foreldra mina i þeirri von og trú, að það geti ásamt framlögum margra annarra, stuðlað að þvi, að litil börn á íslandi verði ekki leiksoppur viðlika örlaga og við, ég og systkini min. Enn standa menn við borðstokkana á ensku togurunum með barefli og hóta að gera það, sem þeir gerðu, þegar faðir minn og félagar hans voru sviptir lifi. Okkur veitir sannar- lega ekki af þvi, að standa fast á þvi, sem okkar er. miðað við að það, að landað fisk- magn verði 400 millj. kr. á því fiskverði sem i gildi hefur verið fram til þessa, annars hækkar veröiö eða lækkar, eftir þvi sem heildarverðmæti fiskaflans verður á þessu timabili. Þá skýrði ráðherra frá niður- stöðum nefndar þeirrar sem skipuð var til að kanna rekstur frystihúsanna. 1 nefndina voru skipaðir þeir Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson og Arni Benediktsson frá hraðfrystiiðnaðinum og þeir Jón Sigurðsson, hagrannsókna- stjdri og Haukur Helgason hag- fræðingur. — Niðurstaða nefndarinnar varð sú, að rekstrarafkoma hraðfrysti- iðnaðarins er talin lakari en gert hafi verið ráð fyrir. I nefndaráliti segir, að það sé sameiginlegt álit nefndarinnar, að megin-niður- staðan á athugun, sé sú að vegna minnkandi framleiðslu og rýrra hráefnis hafi hagur frysti- húsanna versnað á ársgrundvelli um 200-250 millj. kr. frá þvi, sem áætlað hafði verið við siðasta fiskverð i Yfirnefnd sjávarút- vegsins. Lúðvík sagði, að þetta atriði ásamt minnkandi tekjum sjó- manna og útvegsmanna, hefði ráðið miklu um það, að gripið var til þess að greiða úr verð- jöfnunarsjóði. Hann sagði einnig, að i verðjöfnunarsjóði væru nú um 1100 millj. og það sem tekið væri af sjóðnum núna væri um það bil ársvextir sjóðsins. Ennfremur sagði Lúövik, að ekki væri hægt að segja á þessari stundu, hvað gert yrði, þegar fiskverð yrði ákveðið um ára- mótin. Það færi mikið eftir rekstraraðstöðunni þá, eins og t.d. útflutningsverði og einnig kæmi þetta mál inn i efnahags- ráðstafanir rikisstjórnarinnar. Þá kom fram á fundinum að fiskverð til neytenda hækkar, en ekki var vitað, hvort hækkunin verði niðurgreidd, en Verðlags- nefnd mun fjalla um þetta mál á næstu dögum.______________ Sr. Jóhannes í Reykholf 1 gærmorgun voru talin atkvæði á skrifstofu biskups frá prests- kosningu i Reykholtsprestakalli i Borgarfjarðarprófastsdæmi, sem fram fór 1. október s.l. Eini um- sækjandinn séra Jóhannes Pálmason var kjörinn lögmætri kosningu. A kjörskrá voru 316, en atkvæði greiddu 184, og hlaut séra Jó- hannes 181 atkvæði en 3 seðlar voru auðir. ,,Enn standa þeir við borðstokkana — og hóta að gera það, sem þeir gerðu 1899” 3 20 þús. manns t sfðasta blaði Hcimilis- póstsins birtist grein eftir Gisla Sigurbjörnsson um heil- brigðismál. Þar segir m.a.: ,,A nær hverjum degi er > spurt cftir plássi fyrir sjúkl- inga, gamalt fólk, sem ekki kemst á sjúkrahús. Svar okkar er alltaf það sama: Þvi miður, ekkert pláss laust. Þanuig hefur það verið lengi og verður eflaust i nokkur ár ennþá, að öllu óbreyttu. Sjúkraplássin á Grund þarf að nota fyrir heimilisfólk, sem lasnast hér og i Asi í Hvera- gerði. Landsmenn voru sam- kvæmt bráðabirgðatölum llagstofu islands I. des. s.l. 2(16.818 og hafði fjölgaðum 1888 frá árinu áður. Fólksfjölgun er nú siðari ár töluvert minni en oft áður og telja sumir góðs viti, aðri aftur á móti alvarleg tiðindi. Úl i þá sálma skal ekki íarið, enda þótt freistandi sé, inálið er mikilsvert, hvernig sem á það cr litið. Grein þessi cr um sama vandamálið og vanterhjá mérellinaog fram tiðina. nær 20.000 inanns, sem náð hafa 65 ára aldri. Nákvæmar tölur eru frá manntalinu I. des. 1970, en þá voru landsmenn 204.930 að tiilu, en af þeint yoru 8370 karl- ar og 9829 konur eða samtais 18.199 manns, sem náð höfðu (íáára aldri. Er þessi tala hlut- lallslega ckki há, aðeins 8,9% miðað við það, sem er hjá öðr uin þjóðum, en þar eru 12-14% 65 ára og eldri. Fljótt á litið virðist það vera ofur einfalt inál að sjá uin, að framtið þessa l'ólks sé örugg siðustu árin. En þegar vanrækt hefur verið að reisa elliheimili og sjúkrahúsin yfirfull, þá er ekki von á góðu, enda eru þessi mál koinin i óefni. islendingar eru hjálpsamir og alltaf er verið að safna fyrir einu og öðru hæði nær og fjær, en samt sem áður eru ýmis mál, sem fáir vilja sinna og þar á ég við lóinlælið gagnvart vandræð- um og erfiðleikunt eldra fólks- ins, þegar vcikindi steðja að.” Borgarsjúkrahúsið Gisli Sigurbjörnsson segir cnnfrcmur: „Loforðin vantar ekki, en livar eru efndirnar? Fyrir mörgum árum var ég i byggingarnefnd Borgar- sjúkrahússins. Við vorum að gera áætlanir um sjúkrahús með 320 sjúkrarúmum. Allar áællanir voru miðaðar við þá tölu, eldhúsið, skurðstofur, skrifstofur og sjúkrastofur. •$yggK>ngarnefndin skilaði bráðabirgðaáliti, nokkru seinna var ný nefnd skipuð, allir þeir sömu, en mér sleppt. Skiptir mig að sjálfsögðu engu, leiðinlegt að visu, að þeir visu menn töldu mig óþarfan, en þvi er ég nú farinn að venjast. Þess vegna tei ég gagnslaust að koma á fram færi við þá gagnlegum tillög- um, að ég tcl. En Borgar- sjúkrahúsið er táknrænt dæmi um framkvæmdir þeirra. Önnur álman, sem ætluð var fyrir sjúkrapláss, er enn óreist, enda þótt sjúkraluisið sé miðað við,aö sú álma sé i notkun. Borgarstjórn hefur gert samþykkt um að reisa B- álmu, eins og hún er köliuð. Fjárframlag ríkisins er miðað við sjúkrahús með 320 Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.