Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 20
Næsta þing norrænna húseigenda hérlendis Erl-Reykjavik Hús og landeigendasamband Norðurlanda> ákveðið að næsta þing samtakanna verði haldið á Islandi dagana 5. - 7. júli 1973. Þessi ákvöröun var tekin á stjórnarfundi samtakanna sem haldinn var i Noregi 29. sept s.l. Af tslands hálfu mættu á fundinum Þorsteinn Júliusson hrl. formaður Húseigendafélags Reykjavikur og Páll S. Pálsson formaður Hús- og landeigenda- sambands Islands en hann er jafnframt formaður samtakanna á Norðurlöndum þetta kjörtima- bil. Á þinginu vareinkum rætt um staðbundin vandamál hvers lands fyrir sig, þ.á.m. skýrðu islenzku fulltrúarnir frá verðstöðvun húsaleigu og banni stjórnvalda við visitöluálagi á hana. Á næsta ári verður Húseigenda- félag Reykjavikur fimmtugt og verður afmælishátiðin á einhvern hátt tengd þingi Norðurlanda- samtakanna sem þá verður haldið i fyrsta sinn hérlenclis. Kindurnar urðu á milli Um kl. 20,00 á sunnudagskvöld- ið varðárekstur á Suðurlandsvegi við Gunnarshólma. Þar var bif- reið ekið út á miðjan veg, þvi að ökumaðurinn vildi forðast að aka á lamb, sem þar var i vegar- kantinum. En i þvi bar að biíreið, sem var að aka l'ramúr öðrum bil og lenti hún á þeirri fyrri með þeim afleiðingum að þarna varð hörku árekstur. Varð lambið svo og önnur kind, sem þar var hjá, fyrir bilunum og letust báðar. Aftur á móti sluppu báðir öku- mennirnir við meiðsli, en bif- reiðarnar stórskemmdust. Ljósastaurinn hrökk i sundur við áreksturinn Klp-Uoykjavik. !¦ 'iiniu iuaiins slösuðust aðfara- nótt laugai'dagsins þegar liulli hii'rcið var ckiö á Ijósaslaur við Siiðurgötii. Var höggið svo mikið. að staui'iiin. soiu var úr Irc, hrökk isiiiidiii' oj', liil'i'oiðin kaslaðist til. Fólkið var allt flutt á Slysa- varðstofuna og siðan þrennt á gjörgæzludeild Borgarsjúkra- hússins. Stúlka, sem ók bilnum lá meðvitundarlaus i 12tima en pilt- ur, sem sat i framsætinu, var ekki enn kominn til meðvitundar i gærkvöldi. Þá valt bifreið i Artúnsbrekku sömu nótt og var bifreiðin að sjálfsögðu stórskemmd eftir. Ungur piltur ók henni, en hana hafði hann tekið traustataki við hús eitt i bænum fyrr um nóttina. Var hann ölvaður þessa nótt og svo mun hann einnig hafa verið fyrr á árinu, er hann stal annarri bifreið og stórskemmdi hana lika. Líkfundur í Engey Klp-Reykjavik Um helgina fann maður si-ni var á gangi um fjöruna i Engey, sjórekið lik. Gerði liami lögreglunni þegar við- vart og sótti hún likið. i gær vann luíii að þvi, með aðstoð vitna, að bera kennsl á það, en ekki fékkst þó úr því skoriö. Þó taldi lögreglan hugsanlegt, að það væri af franska piltinum, sem gekk hér iimlir nafninu Gaston, og hvarf fyrir nikkrum vikum. i Laugardalslauginni var Ijót aðkoma eftir næturheimsóknina á sunnudaginn. i sjálfri lauginni flutu teppi og sólbekkir og á botninum var verðlaunapallurinn og margt fleira. (Timamyndir GE) Laugardraugur á ferð" #r Heimsótti Laugardalslaug og Vesturbæja braut þar allt og bramlaði auk þe kastaði öllu lauslegu út í Klp-lieykjavik Um helgina var á kreiki maður sem haldinn var þeirri árátlu, að brjótasl inn á sundstaði i Keykja- vik, brjóta þar allt og bramla og kasla iilln lauslegu i laugina. I>essi „laugardraugur" lct fyrst til sin taka aofaranólt sunnu- dagsins i Laugardalslauginni þar scin liann olli slikuin skemmdum að loka varð lauginni á suiinudaginii ineðan viðgerð fór liam. Nóttina eftir hcimsótti hann Sundlaug Vesturbæjar og þar lek hann sama lcikinn. Þar varð fólk i næstu húsum vart við haiin og let lögregluna vita, en þcgar hún kom á vettvang sáu lögrcglumcnnirnir undir iljarnar á kauða yfir tvcggja metra háa girðingu, sem hann nánast flaug yfir. og hvarf hann út i buskann. - Likasl var að maður truflaður á geðsmunum hefði verið hér að verki, — sagði Ragnar Stein- grimsson sundlaugarvörður i Laugardalslaug, er við spjölluðum við hann i gær. — Hann hefur komizt inn með þvi að brjota rúðu á útihurð og siðan hafizt handa við að brjóta og skemma allt, sem hann hefur náð tökum á. Hér hjá okkur braut hann t.d. rúðu i varðskýlinu og rlaug um helgina og ss sem hann laug stráði glerbrotunum um allt. Hann hefur kastað öllu lauslegu, sem hann fann i sjálfa laugina, m.a. verðlaunapallinum og fjölda af sólbekkjum, auk þess sem hann hefur notað þá til að brjóta rúður og spegla. Inni i húsinu brauthann allt og bramlaði. Sem dæmi um æðið, þá hefur hann tekið öll stimpilkortin okkar, kastað þeim á gólfið og hellt siðan kaffi yfir þau. Það tók okkur heilan dag að þrifa til og við urðum að hafa lokað á sunnu- daginn. Tjónið af þessari heim- sókn nemur ekki undir 100 þúsund krónum. Maður vonar svo sannarlega að það takist að hafa upp á þessum manni, þvi að hann er áreiðanlea ekki heill á geðs- munum, það sést bezt á þvi, hvernig hann hefur gengið hér um. Erlingur Jóhannsson, forstöðu- maður Vesturbæjarlaugarinnar, tók ísama streng, er við ræddum við hann. — Þetta hlýtur að vera sami maðurinn, sem hér var að verki og i Laugardalslauginni, það gera varla tveir slikir gengið lausir ieinu, —sagði hann. — Hér hjá okkur kastaði hann öllu, sem hann hefur getað komið hendi á, út i laugina. Þar flutu hlerar og flaggstangir og allt sem gat flotið, þegar við komum hér að aðfaranótt mánudagsins. Á botninum var svo allt sem sökk, en þar voru t.d. margar gang- stéttarhellur, sem vega um 50 kg. hver. Og þar fann ég reiknivélina mina ásamt bðrum hlutum. Þetta hefur verið mjög iðinn maður að verki, þvi að okkur telst til, að það hafi tekið a.m.k. einn og hálfan tima að koma þessu öllu út i laug. Þriðjudagur 10. október 1972. 7430 nem- endurí barnaskól- um Akur- eyrar í vetur Stp-Reykjavik i haust var tekinn i notkun áfangi nýs barnaskóla í Glerár- hverfi á Akureyri. Verða um 280 börn i þessum skóla i vetur i 7 k en n s 1 u s t o f u m . Gamli Glerárskólinn, sem stendur rétt hjá, verður notaður fyrir handa- vinnustofur og fleira. Aður- ncfndur áfangi er sá fyrsti i nýjum barnaskóla, sem byggja á i Glcrárhverfi. Er áfanginn ekki fullkláraður, en búizt er við að það verði næsta haust. ibúum Glerárhverfis fer stöðugt fjölgandi og margar blokkir hafa vcrið byggðar þar og eru i byggingu. Eru ibúar nú um 2000. Má geta þess, að i hverfinu er fjölmennasta gata Akureyrar- bæjar, Skarðshlið, en þar búa alls (Í77 manns. í barnaskólum Akureyrarbæjar Glerárskóla, Oddeyrarskóla og Barnaskóla Akureyrar eru i vetur 1430 börn á aldrinum 7 - 12 ára. Er kennt i 57 bekkjardeildum. A unglinga- og gagnfræðaskólastigi eru um 840 nemendur i 34 bekkjardeildum. Þar af eru um 750 i Gagnfræðaskóla Akureyrar, en um 90 nemendur i fyrsta bekk unglingastigs, og skiptast þeir milli Glerárskóla og Oddeyrar- skóla. Aðrir skólar bæjarins eru: Menntaskólinn, þar sem eru um 480 nemendur, Tónlistarskólinn (um 200 nemendur), Iðnskólinn, Vélskóli og húsmæðraskðli. Þá verður i fyrsta skipti fyrsti bekkur tækniskóla á Akureyri en undirbúningsdeild tækniskóla hefur starfað undanfarin ár. Fer kennslan fram i iðnskólahúsinu. Þá má ekki gleyma að nefna Námsflokkana, en þeir hafa verið starfræktir á Akureyri i nokkur ar. Er aðsókn vaxandi að þeim og verða nemendur fram að jólum um 200. Má geta þess, að Náms- flokkarnir gefa kost á kennslu til gagnfræðaprófs. — Það helzta sem á döfinni er i skólamálum Akureyrar, er bygging iþróttahúss við Glerár- skólann og ennfremur er áformað, að reisa nýjan barna- skóla uppi i Brekkunni, i nýju hverfi, Lundshverfi. Stcfán Jónsson, laugarvörður I Vesturbæjarlaug með gangstéttar- liclliir og brot, sem liaiin varðaðkafa eftir á laugarbotninn. Vélarbilun í Þór á heimleið — vonazt til að viðgerð Ijúki i dag Þó-Rcykjavík. Varðskipið Þór varð fyrir vclarbiliin, þcgar það var lagt af stað álciðis til islands, cftir véla- skiptin i Alaborg. Þór var suður af Kristiansand i Noregi þegar biluiiin varð. Vélamaður var að gangsctja sjódælu, þcgar skyndi- lega varð sprenging. Við spi'cnginguna brenndist maður- inn litillcga á höndum. Strax var ákveðið, að leita til hafnar i Kristiansand og um leið var haft samband við Álaborg værft, en þar voru vélaskiptin framkvæmd. Sérfræðingar frá skipasmiðastöðinni komu strax til Kristiansand, og við skoðun kom i ljós, að tannhjól hafði brotnað. Þá var haft samband við framleiðendur vélarinnar og komu þeir með varahluti til Kristiansand i gær. Vonazt er til að viðgerð ljúki i kvöld og Þór geti þá lagt af stað til Islands. Allt var rólegt á miðunum kringum ísland i gær. Verða ráðnir nætur- verðir til að annast gæzlu íþróttamann- virkja í Reykjavík? Þó-Reykjavik. — Á fundi iþróttaráðs Reykjavikur- borgar, sem haldinn var i gær, lagði Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi, fram svo- hljóðandi tillögu: ,,Með tilliti til hinna tiðu skemmdarverka og sprell- virkja, sem unnin hafa verið á iþróttamannvirkjum i Reykjavik að undanförnu, telur íþróttaráð brýna nauð- syn bera til þess, að ráðnir verði sérstakir næturverðir til að annast gæzlu iþróttamann- virkjanna. Fer iþróttaráð þess á leit við borgarráð, að það beiti sér fyrir ráðningu slikra gæzlu- manna hið allra fyrsta." Eins og fyrr segir, var þessi tillaga Alfreðs lögð fram á fundinum, en ekki afgreidd. Verður hún rædd á næsta fundi ráðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.