Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.10.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. október 1972. TÍMINN 5 Miðnefnd herstöðvaandstæðinga: Endurskoðun hersföðvar■ samningsins hefjist stmx Miðnefnd i Samtökum herstöðvaandstæðima fagnar útfærslu fiskveiðilögsögunnar við tsland i 50 milur, enda er sú ráð- stöfun ein af forsendum þess að þjóðin geti lifað sjálfstæðu lifi i landi sinu. Miðnefndin litur svo á að íslendingar hafi nú þegar örugga vinningsstöðu, hvað land- helgismálið snertir. Ekki þarf lengur að þvi að spyrja hvortand- stæðingar okkar gefist upp, heldur hvenær. Þar sem landhelgismálið er nú komið á svo góðan rekspöl, telur miðnefndin að ekki sé eftir neinu að biða fyrir rikisstjórnina að snúa sér að þvi öðru sjálfstæðis- máli sem er á málefnasamningi hennar, en það er brottför hersins. Engin ástæða er til að láta þá samninga sem yfir standa og framundan eru i landhelgis- málinu, tefja fyrir undirbúningi að uppsögn herstöðvasamnings- ins við Bandarikin. Miðnefndin skorar þvi á rikis- stjórnina að hefjast tafarlaust handa um endurskoðun her- stöðvasamningsins með það fyrir augum að herinn verði horfinn úr landi fyrir þjóðhátiðina 1974 og herstöðvar afnumdar i landinu. Reykjavik 4. október 1972. Samtök herstöðvaandstæðinga F.H. Miðnefndar Njörður P. Njarðvik Stefán Karlsson Björn Teitsson Arni Kjörnsson. Nær lokið skiptingu fornra lagahandrita Nefnd sú, sem menntamála- ráðherra Danmerkur skipaði til þess að skipta islenzku hand- ritunum i Árnasafni og Konung- lega bókasafninu i Kaupmanna- höfn, hélt annan fund sinn i Reykjavik i siðustu viku, og tók- st þá að mikiu leyti að ljúka um- ræðum um skil handrita þeirra i Árnasafni, sem hafa að geyma hin fornu, islenzku lög — Grá- gás, Járnsíðu og Jónsbók — og efni. er þau varðar. Komst nefndin að ákveðinni niðurstöðu um flest þessara handrita, sam- kvæmt greinimarki hinna dönsku afhendingarlaga, en um einstöku handrit taldi nefndin þó æskilegt að glöggva sig betur á greinimarki afhendingarlag- anna, og livað í þeim fælist. Fundinum stýrði að þessu sinni Jónas Kristjánsson prófessor. Á fyrsta fundi nefndarinnar, sem haldinn var á Slettestrand á Jótlandi, hafði Magnús Már Lárusson háskóla- rektor verið kjörinn til þess að stjórna næsta fundi, en hann forfallaðist á siðustu stundu vegna veikinda, og var þá Ólaf- ur Halldórsson handritasér- fræðingur skipaður varamaður hans, þar til annað verður ákveðið. A fyrsta fundinum voru lögð drög að þvi, hversu haga skyldi hinu fræðilegu umræðum um skiptinguna. Eftir tillögu Chr. Westergards Nielsens var nú ákveðið að skipa handritunum i stórum dráttum i flokka eftir efni þeirra og styðjast siðan við þá flokkun, þegar kæmi að nán- ari umræðum við skiptinguna. Nefndin væntir þess að geta haldið næstu fundi sina i Dan- mörku i nóvember eða byrjun desembermánaðar. Fmmkvæmdir við vatns■ veituna á Sauðárkróki Stp-Reykjavik Framkvæmdir hafa verið mikl- ar á Sauðárkróki i sumar og at- vinna næg. Aðalframkvæmdin er gerð vatnsveitu, sem hófst með borunum i janúar á siðasta vetri. Er um mjög gott vatn að ræða, úr fjallinu Tindastól. Lindin er um fjóra kilómetra frá bænum, og þegar hefur verið grafið fyrir heimfærsluæðinni og leiðslurnar komnar á staðinn. Er þvi aðeins eftir að tengja þær og koma þeim fyrir, en nýja lögnin verður fyrst i stað tengd inn á kerfið, sem fyrir er. Liklega verður verkinu ekki lokið i haust, að sögn bæjarstjóra Sauðárkróks, Hákons Þórðarson- ar. — Eins og viða annars staðar á landinu hefur verið nokkur mis- brestur á þvi, að vatnið á Sauðár- króki væri nægilega hreint til að fullnægja hreinlætiskröfum nú- tima matvælaiðnaðar. Vatn það, sem Sauðárkróksbúar hafa hing- að til notað, er yfirborðsvatn, ekki nægilega gott, og hefur það m.a. bitnað á sláturhúsinu, sem hefur flutt út kjöt, frystihúsunum tveim og mjólkursamlaginu. 011 þessi fyrirtæki þurfa fyrsta flokks vatn. Að sögn bæjarstjóra var kostnaðaráætlunin i ársbyrjun um 13 milljónir, en hann sagði ennfremur, að búast mætti við, að hún hefði hækkað siðan. — Onnur stórframkvæmd, sem staðið hefur yfir á Króknum i sumar, er gatnagerð. Malbikaðar hafa verið tvær götur, Aðalgata og Skagfirðingabraut, er liggja gegnum bæinn, alls um 1,4 km. Malbikið hefur veriö keyrt frá Akureyri og hefur það gefizt vel. Kostnaðaráætlunin mun vera um 6 milljónir. ísland í 2.-3. sæti á ÖL í skák Þó-Reykjavik. íslenzku skákmennirnir á ólympiumótinu i Skoplje eru nú i 2.-3. sæti með 26.5 vinninga. 1 ell- eftu umferð tefldu þeir við Norð- menn Jón Kristinsson vann Wibe, en Jónas Þorvaldsson tapaði fyrir Sven Johannesen. Hinar tvær skákirnar fóru i bið og hafa ls- lendingarnir verri stöðu. England er efst i B-flokki með 27.5 vinninga, þá koma Kanada og tsland með 26.5 vinninga og i 3. sæti er israel með 25 vinninga og fjórar skákir ótefldar við Al- baniu. t A-flokki er Rússland búið að taka forystuna og er komið með 30 vinninga. Þing F.I.D.E., Alþjóðaskák- sambandsins, hófst á sunnudag, og kom tsland mikið til umræðu þar. Einn fulltrúanna bar fram þá tillögu, að tslandi yrði falið, að sjá um að halda næsta Ólympiu- skákmót. íslenzku fulltrúarnir á þinginu sögðu, að þetta mál hefði vekki verið rætt á Islandi. Var þá stungiðupp á þvi, að tsland fengi forgang til að sjá um Ólympiu- mótið 1976. Guðmundur Arnlaugsson rekt- or var i fyrradag útnefndur al- þjóðlegur skákdómari, og er hann fyrsti islendingurinn, sem hlýtur þessa útnefningu. ( * í _ -j—t | :'.■■■ 'i mmm. ílpr? •■« '',1 -C -'J jjE^H —'r ■ £ -T-j /y Úr liinni nýju, björtu og rúmgóðu verzlun. ALLT TIL HÚSBYGG- INGA Á EINUM STAÐ — BYKO, stærsta byggingavöruverzlun landsins í nýju og glæsilegu húsnæði SB-Reykjavik Byggingavöruverzlun Kópa- vogs opnaðiá laugardaginn i nýj- um og glæsilegum húsakynnum að Nýbýlavegi 8. „Allt til hús- bygginga á einum stað liefur ver- ið kjörorð verzlunarinnar og verður áfram, þó að afgreiðsla á járni, timbri og grófari vörum verði áfrain á Kársnesbraut 2, enda er það aðeins spölkorn i burtu. Eigendur BYKO eru þau Guðmundur It. Jónsson og Kristin Jónsdóttir. Byggingavöruverzlun Kópa- vogs, sem er stærsta bygginga- vöruverzlun landsins hóf starf- semi sina árið 1962 og er þvi rétt- ra 10 ára. Stofnendur voru þeir Hjalti Bjarnason, húsasmiða- meistari og Guðmundur H. Jóns- son. Hjalti lézt fyrir tveimur ár- um, en samstarfið hélt þó áfram með eftirlifandi konu hans, Krist- inu Jónsdóttur og syni þeirra, Jóni Þór Hjaltasyni, sem tók við starfi föður sins. BYKO keypti grunn hins nýja verzlunarhúss árið 1966 af Sam- BYKO Eigendur og stjórn Byggingavöruverzlunar Kópavogs. F.v. Guð- mundur II. Jónsson framkvæmdastjóri, Jón Helgi Guðmundsson, inn- kaupastjóri, Anna Bjarnadóttir, eiginkona Guðmundar, Jón Þór Iljaltason, verzlunarstjóri og Kristin Jónsdóttir, sem ásamt Guðmundi cr cigandi verzlunarinnar. kaup hf. i Reykjavik. Húsið var upphaflega hannað fyrir iðn- rekstur og varð þvi að byrja á að breyta teikningum talsvert. Hús- ið hefur siðan verið byggt i áföng- um, eftir þvi sem efni og ástæður hafa leyft. Brúttórúmmál hússins er 8755 rúmmetrar og er það að megin- hluta á tveimur hæðum. Bakálrha er hins vegar fjórar hæðir og er nú verið að slá upp fyrir þeirri efstu. Verzlunin og næsti lager hennar er á neðstu hæðinni, en meginlager og skrifstofur á ann- arri hæð i bakálmu. Mikill kostur er að hægt er að aka inn á efri hæðina og gengur vörulyfta á milli hæða. Gólfflötur þess hús- næðis, sem nú er tekið I notkun er um 2000 fermetrar. Hörður Björnsson teiknaði hús- ið og verkfræðingur er Gunnar Baldvinsson. Byggingameistari er Einar Hallmundsson, Einar Ólafsson sér um múrverk, Hilm- ar Steingrimsson um raflagnir, Sigurður Þórhallsson um pipu- lagnir og Hákon Oddgeirsson um málningu. Auglýsingastofa Kristinar Þor- kelsdóttur hefur séð um öll aug- lýsingaspjöld og útstillingar. Kristin átti hugmyndina að BYKO-merkinu og teiknaði það. Eins og áður segir, er BYKO stærsta byggingavöruverzlun landsins og þarf ekki að orðlengja að þar er á boðstólum mikíð úr- val af öllum byggingarvörum og verkfærum, hreinlætistækjum, flisum, gólfdúkum og yfirleitt öllu, sem þarf til að byggja hús. St. Andrews félag stofnað tslendingar, sem stundað hafa nám við háskólann i St. Andrews i Skotlandi, efndu til fundar i Nor- ræna húsinu laugardaginn 30. september og ákváðu að stofna með sér félag. Fundinn sátu 13 manns, en alls munu yfir 30 tslendingar hafa stundað námvið St. Andrewsháskóla. Eru þá með- taldir þeir, sem nám hafa stundað i Dundee, en háskólinn þar var fram til 1967 deild frá St. Andrews-háskóla. t stjórn hins nýja félags voru kjörnir þeir dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræöingur, Asmundur Jakobsson eðlisfræðingur og Sigurður Stein- þórsson jarðfræðingur. Háskólinn i St. Andrews er elzti háskóli i Skotland,stofnaður 1411. Fyrsti tslendingurinn mun hafa útskrifazt þaðan árið 1951.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.