Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI ~ýyrir góéun ntat 241. tölublað —Laugardagur 21. október —56. árgangur D kæli- skápar XJ/njSjbtcuwéJUt/t, AJt RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Símar 18395 & 86500 Nýja brúin i smíðum. Ljósmynd: Böðvar Indriöason. TVEIR AAENN FARAST MEÐ RÆKJUBÁTI FRÁ BOLUNGAVÍK ÞÓ—Reykjavlk. Tveir menn drukknuðu i Isa- fjarðardjúpi, er rækjubáti sem þeir voru á, Geirólfi 1S 318, hvolfdi á Isafjarðardjúpi eftir há- degi i gær. Geirólfur var á rækjuveiðum i Djúpinu, þegar slysið bar að, og voru tveir menn á bátnum. Ekki er vel vitað, hvernig slysið bar að, en vélbáturinn Einar var að toga skammt frá Geirólfi, og sáu skip- verjar á Einari, þegar Geirólfi hvolfdi. Einar hélt þegar á slys- staðinn, en þegár að var komið, voru mennirnir drukknaðir. Skip- verjar á Einari telja það liklegt, að Geirólfur hafi fest rækjuvörp- una i botni, og við það mun Geir- ólfur hafa henzt yfir á stjórn- borðshliðina og siðan hvolfzt snögglega, þannig að mennirnir höfðu ekki tima til að bjarga sér. Þar sem ekki var i gærkvöldi búið að ná i alla aðstandendur mannanna, sem fórust með Geir- ólfi, er ekki hægt að birta nöfn þeirra. Geirólfur var fimm tonn að stærð, smiðaður á Bolungavik árið 1960, og Bolungavik var jafn- framt heimahöfn bátsins. Vilja vopna togara sína bó—Reykjavik. Brezkir togaraeigendur hafa nú i hyggju að vopna togarana, sem fara á Islandsmið, eða þá að hafa vopnaða menn um borð i togur - unum. Jafnframt ætla brezkir togaraeigendur að fara fram á vernd brezka flotans. Brezkir togaraeigendur ræddu þessi mál á fundi sinum i Hull i gær, og ætla þeir að fara fram á þetta við Prior fiskimálaráðherra Bretlands. „LANDSINS LUKKA" HEFST í KVÖLD Landsins lukka mun gista stofur islendinga i haust, og vissulega ætti hún að fvera au- fúsugestur. Fyrsta heimsókn- in verður i kvöld. Þetta er sem sé útvarpsleikrit um Skúla landfógeta eftir Gunnar M. Magnúss., alls ellefu þættir, og lýkur leikritinu ekki fyrr en i janúar. Sagan hefst, er Skúli er rek- inn úr föðurgarði þrettán ára, en siðan rekur hvað annað: Stúdentsárin, sýslumannsárin og þættir frá Bessastöðum, Grindavik, úr Hólminum og Viðey. Við sögu koma margir. kunnustu menn átjándu aldar og vefjast inn i leiksöguna fjölmargir stórviðburðir þessa timabils, enda var Skúli fógeti við flest það riðinn, er sögu- legast gerðist um hans daga, enda frumherji einhverra hinna stórkostlegu hugmynda um framfarir og endursköp- kostlegustu hugmynda um framfarir og endursköpun is- lenzks samfélags, sem nokkur maður hefur alið með sér, þó svo færi, að flest rynni það út i sandinn, er hann hugðist leiða til lykta. Þetta er fjórða stórleikritið úr islenzkri sögu, sem Gunnar M. Magnúss hefur samið til flutnings i útvarp. Talsmaður togaraeigenda sagði, að ástandið á íslandsmið- um væri orðið óþolandi, og ekki væri hægt að láta Islendinga ganga lengra, einnig sagði hann að áhafnir islenzku varðskipanna hefðu hagað sér eins og sjálfs- morðssveitir undanfarna daga. Handtóku þjófana Aðfaranótt miðvikudagsins vöknuðu nokkrir ibúar á Stokks- eyri við einhvern hávaða og umgang i húsi Kaupfélagsins Höfn. Menn drifu sig á fætur og umkringdu húsið og gerðu um leið lögreglunni á Selfossi viðvart. Þegar hún kom á staðinn, fékk hún i hendurnar þrjá náunga, sem höfðu gert sig heimakomna i húsið, og ætluðu að verða sér uti um fé og vörur i kaupfélaginu. Þekktu þeir vel til á staðnum, þvi þeir höfðu verið á vertið á Stokkseyri og einn þremenning- anna hafði að auki dvalið vetur- langt á næsta bæ-þ.e.a.s. á Litla Hrauni. Klp Nú á að stöðva eftirlitsskipin Samgöngumálaráðherra fór fram á það við hafnarstjórnir landsins i gær, að fiskiskip og eftirlitsskip, sem hefðu gerzt brotleg innan islenzku fiskveiði- lögsögunnar, fengju enga af- greiðslu hér eftir, nema um sjúkratilfelli væri að ræða. Þó Brú á Hnausakvísl í stað hinnar gömlu i sumar hefur verið í smiðum ný og breið brú á Hnausakvisl, rétt neðan við gömlu brúna, sem nú er i þann veginn að ljúka lilut- vcrki sinu. Er nýja brúin niikið mannvirki, enda ætluð til langrar frambiiðar. Veginum verður breytt beggja megin árinnar. Að austan verður hann færður nær fjallinu en nú er, þótt ekki verði það gert i haust, og að vestan skerst hann beint i gegnuni jaðar Vatnsdalshóia i stað þess að sveigja á iuilli nyrztu hólanna eins og nú. Kemur þessi nvi kafli á núverandi þjóðveg skammt fyrir sunnan og vestan Sveinsstaði i Þingi. Fyrir þessa vegabót verður fórnað nokkrum hólanna, sem raúnar eru meðal þess, sem þjóðtirúin hefur sagt óteljandi eins og vötnin á Tví- dægru og eyjarnar á Breiðafirði. — Ætli það verði ekki eitthvað þrem liólum jafnað við jörðu, sagði Ólafur bóndi Magnússon á Sveínsstööum, er Timinn átti tal . við hann. Þór til gæzlustarfa ÞÓ—Reykjavik. Varðskipið Þór-fór i sina fyrstu gæzluferð eftir vélaskiptin i gær. Þór lét úr höfn skömrriu eftir há- degið, og það voru margir, sem kvöddu skipverja, þegar þeir fóru, og óskuðu þeim velfarnaðar. t þessari ferð verður Þór aðeins með einn radar, en Pétur Sigurð- son, forstjóri Landhelgisgæzlunn- ar, tjáði okkur, að von væri á nýj- um radar i Þór, samskonar og kominn er i Óðin og Ægi. Radar- tækin, sem eru i Óðni og Ægi voru sett i þá fyrr á þessu ári og hafa reynzt mjög vel. Allt var með kyrrum kjörum á miðunum umhverfis Island i gær, en vegna slæmra skilyrða var ekki hægt að geta sér til um, hve margir togarar væru fyrir innan linu. Margt manna var á bryggjunni þegar Þór fór, og hér sjáum við eina eiginkonuna teygja sig i átt til eiginmannsins til að gefa honum koss. Timamynd Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.