Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 12
11 TÍMINN Laugardagur 21. október 1972 þetta ekki erfiöaia en það er. Peningar skipta minnstu máli. Þeir eru allir frá Friðarpíupuverksmiðjunum komnir, og ég snerti ekki eyris- virði af þeim héðan af. Ég hef séð og reynt of margt til þess i seinni tið. Fyrir fám dögum hefði ég sizt af öllu viljað leggja ykkur Hönnu lið. Ég hefði þvert á móti gert allt, sem mér var unnt til þess, að þið fengjuð ekki notiö þess, sem mér var meinað”. „Það var ekki álasvert, Emilia”. „En nú hef ég séö mann deyja — mann, sem gæddur var jafn miklu lifi og fjöri og Jói Kellý, og það lægir i manni afbrýðisemi og sjálfs- meðaumkun. Nú á ég orðið auðvelt með að vorkenna þér”. „Enginn álasar þér. Þú hefur þolað miklar raunir og aldrei hefur þér sézt tár i auga”. „Ef til vill hef ég ekki grátiö framan í*hvern sem var, en þó grátið i leynum”. Ég stóö á fætur og hann stóð einnig upp. Hann rétti fram báða armana, og ég harkaði af mér að halla mér að brjósti hans einu sinni enn. „Hérna”, sagði ég og lét hringinn falla i lófa hans. „Biddu mig ekki að eiga hann. Mér þætti vænzt um, að þú seldir hann. Mér gengi illa aö sætta mig við, að einhver önnur kona hlyti hann að gjöf frá þér. Og svo getur þú sagt Hönnu það, sem þör sýnist um peningana. En ljúgðu bara einhverju til — segðu henni ekki, aö þeir séu frá mér. Við eigum ekkert vantalaö saman, og ég vildi ógjarna þurfa að sjá hana núna eða hlusta á þakkarorð af hennar munni. Hún myndi lika skilja það”. Hann fylgdi mér effíi^fram i forstofuna, og ég held, að hann hafi kall- aö á eftir mér, þegar ég hljóp upp stigann. En ég leit ekki við. Ég staðnæmdist ekki fyrr en inni i herbergi minu. Manga var þar að búa um rúm mitt. „Þessi hundur þinn hefur lagzt á ábreiðuna rétt einu sinni. Hún er þó fullfalleg handa hundum að liggja á”, sagði hún. „Nei, það getur ekki verið, Manga”, svaraði ég. „Þú veitzt, að Táta stekkur aldrei upp i rúm eða stóla. Henni hefur verið kennt að gera það ekki”. „Hún hefur nú kenntsérsjálf að klóra i ábreiðuna og draga hana nið- ur á gólfið og hreiðra þar um sig á henni. Þú getur séð hundahárin hérna, ef þú trúir mér ekki”. Ég vildi ekki lita á spjöllin, sem Táta hafði gert, og Manga hélt áfram að slétta lökin og hagræða sænginni. Ég settist við skrifborðið og fór að grúska i bréfahrúgu, sem þar var. Mig lapgaði ekkert til þess að eiga samræður við neinn, en Manga fór sér að engu óðslega. Hún var ber- sýnilega mun lengur að föndra viö rekkjuvoðirnar en nauösyn bar til. „Emilia”, sagði hún svoog lagði höndinaáarm minn til þess að draga að sér athygli mina. „Ég tók mér það bessaleyfi að segja Jóa gamla, að þú hefðir verið við minningarathöfnina. Ég var viss um, aö þú fórst þangað. Það er ekki á hverjum degi, að ég hef orð á þvi, sem mér er ekki ætlað að vita. En ég sat þarna niðri hjá honum i dag, meðan minn- ingarathöfnin fór fram, og ég gat ekki sagt annað, sem honum væri meiri hugfróað. — Mér finnst, að þú ættir að segja honum i fyrramálið, hvernig hún fór fram. Þetta hefur tekið á gamla manninn, þvi að þrátt fyrir allt þótti honum mjög vænt um Jóa”. „Já, Manga, ég skal tala við hann á morgun. Ég vildi aðeins, að hann gæti fyrirgefið honum”. „Ég hef reynt að telja um fyrir honum : Jói, hef ég sagt, þú getur ekki kallað dótturson þinn á likbörunum þverhaus. Kannske erum við sjálf þverhausar, bæöi þú og ég. Ætli skapiö hafi ekki stirðnað með skrokkn- um, svo að við eigum erfitt með að sveigja það, engu siður en hnén? En hann horfir bara upp i loftið og þusar, og segir ekki orð af viti”. Ég lagði frá mér bréfin og leit framan i hana. Andlitið var sviplaust og drættirnir slappir. Mér fannst ég alltaf vera svo ung og óreynd, er ég leit framan i Möngu Flynn. t nær fjörutiu ár hafði hún lifað tilbreytinga lausu lifi i húsi okkar, en þó hafði hún fas hinnar margvisu konu. „I hverju er vit?” sagði ég. „Hvað er rangt og hvað er rétt, og hvað er sorglegt og hvað er gleðilegt?” „Það vefst kannske fyrir okkur”, svaraði hún og spennti greipar framan á maganum utan yfir ábreiðunni, sem hún hélt á. „Það er ekki eins og að þekkja lin frá baðmullarvoðeða silfur frá pletti”. Við þessu átti ég ekkert svar, þótt ég hefði annars haft nóg til þess að segja Möngu þetta kvöld. Hún gerði sig ekki liklega til þess að fara, og ég sá, að hún horfði á hendur minar. Einkum beindust augu hennar að baugfingrinum, sem sýndist svo grannur og ber, þegar hringur Harrýs var farinn. „Þú ert þreytt, Emilia”, sagði hún að lokum, „og það er ekki að undra. Ég hef lengi vitað, hvernig allt var i pottinn búið, og hvernig allt hlautað enda. En það var ekki mitt að tala, og það hefði ekki leitt neitt gott af þvi, þótt ég hefði gert það. En enginn getur samt bannað mér að hafa orð á þvi, sem ég sé með eigin augum: og þú ert þó með lifsmarki núna — og það fremur en flestir aðrir i þessu húsi”. „Hvað.... hvað áttu við, Manga? Hef ég ekki alltaf verið lifandi?” Hún ýtti gleraugunum upp á hrukkótt ennið. „Ó-jú, jú, að vissu leyti”, sagði hún. „En ekki nema að nokkru leyti. Þú hefur minnt mig á vafningsviðinn, sem var hérna við úti-anddyrið. Hann hékk þetta uppi á öngunum, en visnaði niðri við rótina og upp eft- ir. Jarðvegurinn var of'feitur. En þegar hann var fluttur þangað, sem jarðvegurinn var sandbornari og lausari, þutu út á honum blöðin og * blómin. Þú manst lika sjálf, hvernig hann er núna hvert sumar?” „Já, ég man það”, svaraði ég „Góða nótt”. „Góða nótt, Manga”. ÞRÍTUGASTI OG FJÓRÐI KAPÍTULI Mér datt ekki i hug, aö koma min i litlu geymsluna myndi rifja liðna atburði svona rækilega upp fyrir mér. Ég gat ekki heldur imyndað mér, að sumar minningarnar yrðu mér svona sársaukafuliar. En nú hef ég að lokum rakið lif mitt fram á þennan dag, og þegar ég hef skrif- að siðasta orðið á pappirinn, þarf ég ekki framar að fara i geymsluna til þess að viröa fyrir mér gamla muni og minjagripi. Það, sem þar fúnar og rykfellur, mun aldrei framar raska ró minni. Þeir hafa reynzt mér þungbærir, þessir mánuðir, sem liðnir eru siðan ég slapp úr fangelsi þagnarinnar, er ég hafði svo lengi gist. Einu sinni hélt ég, að allt væri fengið, ef ég öðlaðist heyrnina aftur. Nú veit ég, að heyrnin hefur aðeins fært mér aukinn vanda að höndum. „Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri”. Þessa setningu segi ég við sjálfa mig á hverjum degi, þvi að það er ekki nóg að hlusta með endurnýjaðri heyrn. Ég verð einnig að hlusta með endurnýjuðum skiln- ingi. Það finnst mér vera helgasta skylda min og hið eina gjald, sem ég get greitt fyrir gjöfina, sem ég hef þegið. Ég verð að hlusta á hljóm jarðarinnar og raddir fólksins, eins og þetta væru hljóð, sem ég næmi i fyrsta og siðasta skipti. Lárétt Lóðrétt 1) Sár,-5) Þreytu,-7) Slagur.- 1) Orsaka,- 2) Ný.- 3) 111.- 4) 9) Kjaft.- 11) Fugl,- 13) Naum,- 6) Adrepa,- 8) Ára,- Komist,- 14) Tæmd - 16) Milli- 10) Negul.- 12) Kusk,- 15) Sto.- gram,- 17) Verkfærin,- 19) 18) Al.- Bitna.- Lóðrétt 1) Framgjarn.- 2) Fæði - 3) Flet.- 4) Sár - 6) Fara aftur,- 8) Guð.- 10) Lærdómurinn,- 12) Mála.- 15) Nægjanlegt.- 18) Trall - Ráðning á gátu No. 1237 Lárétt 1) Ofninn,- 5) Ýla,- 7) Sá,- 9) Lund - 11) Ark,- 13) Mer,- 14) Kaus,- 16) Ge.- 17) Staup.- 19) Skolla,- js. D R E K I Ef til vill get ég brotið rþál á bak aftur núna, og komiö læknunum inn i frumskóginn til aö berjast við ' sjúkdómana Þúreyndiraðdrepa mig, og við þvi liggur dauðasök. Ef þú verður samvinnu , þýður mun ég -hjálpa þér._ iilll liliHi I LAUGARDAGUR 21. október 1. vetrardagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunlelkfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Morgunkaffiðkl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans spjalla um útvarps- dagskrána og sitthvað fleira. Einnig greint frá veðrinu og ástandi vega. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. 13.00 óskalöw sjúklip<a 15.00 i Hverageröi. Jökull Jakobsson gengur þar um götur með Gunnari Bene- diktssyni rithöfundi: — fyrri þáttur. 15.45 íslenzk kórlög. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfréttir. Stanz. 16.45 Siðdegistónleikar 17.40 Framhaldssaga barn- anna 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Vetrarvaka a. 20.20 Hljómplöturabb. 21.15 Nýtt islenzkt framhalds- leikrit: „Landsins lukka” eftir Gunnar M. Magnúss Leikverk i 10 þáttum um lif og starf Skúla Magnússonar landfógeta. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dans- skemmtun útvarpsins i vetrarbyrjun (23.55 Fréttir i stuttu máli. 01.00 Veðurfregn- ir). 02.00 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 21. október 1972 17.00 Endurtekið efni. Horft til sólar. Bandarisk fræðslu- mynd um sólrannsóknir og fornar hugmyndir um sól og sólkerfi. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. Áður á dagskrá 22. febrúar siðastliðinn. 17.30 Skákþáttur Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 18.00 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 iþróttir Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. II lc 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Heimurinn minn Bandariskur gamanmynda- flokkur, byggður á sögum og teikningum eftir James Thurber. Vægir sá, er vitið hefur meira. Þýðandi Guð- rún Jörundsdóttir. 20.55 Thomas Ledin Thomas Ledin og hljómsveit hans leika og syngja popptónlist ásamt söngkonunni Lindu Van Dick. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.30 Tölvan Bandarisk fræðslumynd um gerð og starf tölvunnar og gildi hennar i nútimaþjóðfélagi. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.00 Húsið i skóginumSovézk biómynd frá árinu 1960, byggð á sögu eftir Anton Tsjekov. Leikstjóri J. Baseljan. Aðalhlutverk S. Jakovljen. Þýðandi Guðrún Finnbogadóttir. 1 myndinni rifjar listmálari nokkur upp endurminningar sinar. Hann hafði eitt sinn dvalizt um tima hjá vini sinum uppi i sveit. Þar I nágrenninu bjuggu tvær ungar systur, og hann varð ástfanginn af þeirri yngri, en hin eldri varð þeim Þrándur i Götu. 23.20 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.