Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 21. október 1972 Bréf frá lesendum TÆKNIFRÆÐINGAK VEGAGERÐ- ARINNAR OG IÐNSKOLARNIR Samkvæmt gildandi vegaáætl- un er fyrirhugað að ráða til starfa hjá Vegagerð rikisins, á næstu þremur árum, fimm tæknifræð- inga til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Jafnframt er að þvi stefnt að færa búsetu svonefndra um- dæmisverkfræðinga Vegagerðar- innar og tæknifræðinga frá Reykjavik og út á land. Talað hefur verið um, að af þessum mönnum verði fimm bú- settir á Norðurlandi: einn verk- fræðingur og fjórir tæknifræðing- ar. Horfir sú ráðstöfun lil réttrar áttar. Hins vegar er ég ekki jafn- sáttur við þá hugmynd, að allir þessir menn hafi aðsetur á einum stað, Akureyri, en heyrzt hefur, að sú sé ætlunin. Ég sé engin rök fyrir þeirri ráðstöfun. Að visu verður ekki talið óeðlilegt, að verkfræðingur, sem á að þjóna meginhluta Norðurlands, eigi OPIÐ LAUGAIIDAGA KLUKKAN 9-12 HÖGGDEYFAR sem hægt er að stilla og gera við ef þeir bila. TJTT ARMULA 7 - SIMI 84450 B OHNS-MANVILLE glerullareinangrun er nú sem fyrr yinsælasta og örugglega ódýrasta glerullar- einangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. 11 /jjjsn _• i' f /•*•♦** -/ /, I A •♦••• '/// \ I I /♦••♦•• • /«••••• ' i:::«: :::::: • ♦•*♦ • •••• .( alla einangrurr Hagkværrtir greiðsluskilmálar, Sendum hvert á land sem er. ♦♦♦••• •••••• «♦*••• ♦•♦•♦* ••♦••• ♦♦♦♦•• ♦•♦••• ••♦••• «*•♦♦• ♦ •♦•• ::IÍÍ! :n:::.,.. (£•••••«••••♦' JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 í®-10 600 Glerárgötu 26. Akureyri. Simi 96-21344 Ír •••-.. *♦♦♦♦♦•♦♦♦♦ •♦♦♦•♦J*****}•♦••♦♦••••♦•♦••♦♦••••♦♦•••♦♦♦•••♦♦*♦••••♦♦ -------------------- ------- ------ • *•♦•••' . . :••♦••♦••••••••••••••*••••♦•••♦• •••••♦••••••••••♦••••••••••••••' ••••••••••••••••*•••••* ,••♦•••••••••••••••••••••••••*•• ,••••••••••••♦••••♦••••••••••••• ,•••••••••••••••••••••••••••••♦• heimili á Akureyri. En fjórir tæknifræðingar, sem ráðnir eru til starfa i þessum landshluta þurfa ekki og eiga ekki að vera allir búsettir á sama stað. Sjálf- sagt sýnist, að tveir þeirra hafi aðsetur austan öxnadalsheiðar og tveir vestan. Hygg ég, að með þeirri skipan verði drýgri not að þekkingu þessara manna, bæði að þvi er áhrærir Vegagerðina sjálfa og einnig almennt séð. Þótt aðalstarf tæknifræðing- anna verði auðvitað i þágu Vega- gerðarinnar leiðir það af sjálfu sér, að til þeirra verður leitað um sérfræðilegar leiðbeiningar og aðstoð af öðrum aðilum. Ætti þeim að vera heimilt að sinna slikum beiðnum, sé það ekki gert á kostnað aðalstarfs þeirra. Við iðnskóla út um land er tilfinnan- legur skortur á sérmenntuðum kennslukröftum. Væru ekki möguleikar á, að tæknifræðingar Vegagerðarinnar gætu að ein- hverju leyti komið þar til aðstoð- ar? Fleira mætti nefna en hér skal ekki farið út i upptalningu á augljósum atriðum. Tilgangurinn með þvi að færa aðsetur áminnstra manna út á land hlýtur einkum að vera sá, að starfskraftar þeirra og sérþekk- ing nýtist sem bezt. Ljóst er, að þeim tilgangi verður betur þjónað með þvi að dreifa þeim nokkuð um landið en að hnappa þeim saman á einn stað. Vonandi geta viðkomandi ráðamenn fallizt á réttmæti þessara ábendinga. Magnús H. Gíslason. VEGURINN UM GEI.DINGADRAGA Landfari góður! Viltu gera mér greiða að taka eftirfarandi pistil til birtingar Borgfirðingar hafa iðulega furðað sig á hegðun áhalda þeirra, sem vegheflar eru kallaðir. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt, að einstök byggðarlög hafa haft við orð að fá sér snjóvél, svo hægt verði að kaffæra vegina i snjó allan ársins hring, þvi alltaf eru til peningar til að ryöja snjó af vegum, þótt þess á milli fáum við að berja hylkrappar holurnar. Nú skora ég á vegavöld sýslunnar að skýra með viðhlitandi rökum, hvers vegna veginum yfir Geldingadraga, sem nú hefur verið lagður á hentugan stað utan við helztu vatnsföll, er ekki haldið akfærum. Það er alkunna að flestum Borgfirðingum og Mýramönnum er þetta styttri og hentugri leið suður og sunnan og menn hugðu reglulega gott til að losna við helv.. Hafnarf jallið, þegar Dragavegurinn var fluttur á þurrt. En hvers hvers vegna er leikurinn ekki leikinn til enda? Sjálfsagt hefði mátt fá svar við þessu með þvi að hringja i ein- hvern, en ég veit, að fleiri en mér leikur forvitni á svarinu, og óska þvi eftir þvi hér á sama vett- vangi. Með fyrirfram þökk fyrir það. Sigurður Hreiðar. Bifröst, Borgarfirði. HÖRMULEG SJÓN Mig langar að segja frá sjón, sem fyrir mig bar i morgun og kom afarilla við mig. Ég var að fara til vinnu klukkan tæplega niu, og var ekið eftir mjög mikilli umferðargötu. Allt i einu sáum við litinn fugl, sem barðist um i götunni, mikið lemstraður. En bilaröðin á eftir okkur var svo löng, og svo hratt farið, að bilstjórinn á bilnum, sem ég var i hafði ekki nein tök á þvi að stanza og aflifa fuglinn, án þess að af þvi hefði hlotizt árekst- ur (aftanáakstur svo sem þriggja bila). Ef til vill hefur einhver af þeim bilum, sem á eftir okkur voru, ekið yfir fuglinn og lokið þannig við það verk, sem hafið var. Auðvitað veit ég ekki, hvort fuglinn hefur hlotið örkuml sin vegna þess, að ekið hafi verið á hann, þótt óneitanlega bendi margt til þess. En hvað sem þvi liður, þá verður það aldrei nóg- samlega brýnt fyrir ökumönnum að fara varlega, forðast að aka á skepnur, hvort sem þær hlaupa eða fljúga fyrir framan bilana, og gefa sér tima til þess að stanza og aflifa skepnur, sem fyrir slysum verða, en ekki láta þær liggja eft- ir lemstraöar. Það er að minnsta kosti hægt að hringja til lögregl- unnar og biðja hana að fara á staðinn, og það gerði ég að sjálf- sögðu, þótt það hafi vafalaust verið um seinan. i En umfram allt: Flýtum okkur ekki svo mikið, að ekki sé ráðrúm til þess að stanza og lina þjáning- ar litils fugls, sem liggur i göt- unni. lemstraður og ósjálfbjarga. 13. okt. 1972. -VS. Mölning & Jörnvörur NORSKU landhelgisKORTIN fást á ritstjórn Timans. Send i póstkröfu. Takmarkað upplag. Verð krónur 45. Allurágóði rennur i Landhelgissjóðinn. stjórar SOLUM; Afturmunstur Frammuostur Snjómunstur I BARÐINNHF. ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.