Tíminn - 10.11.1972, Page 6

Tíminn - 10.11.1972, Page 6
6 TÍMINN Föstudagur 10. nóvember 1972 Um þcssar mundir heldur Guöný Stefánsdóttir sina fyrstu málvcrka- sýningu á Mokka á Skólavöróustfg. Er þarna um að ræöa 30 myndir, fleslar oliumyndir. (íuðný starfar hjá Landsimanum og málar einungis i fristundum. Hún hefur stundað nám um tveggja vetra skeið i Myndlistarskólanum, en segist hafa haft myndlistaráhugan frá barn- æsku. Myndirnar á sýningunni eru aðallcga málaðar á árunum 1968-’71 og llestar eru landslagsmyndir málaðar með ákveðna staði sem fyrir- myndir. A myndinni er Guðný meðeitt af verkum sínum. Timamynd («un nar. Blaðafulltrúi ráðinn hjá Félagi fsl. iðnrekenda ÞÓ—Reykjavik. Félag islenzkra iðnrekenda hefur ráðið Ólaf Sigurðsson, sem blaðafulltrúa, en Ólafur var áður blaðafulltrúi Upplýsingaþjónustu Bandarikjanna. Jafnframt blaða- fulltrúastarfinu mun Ólafur ann- ast aðra fræðslu, upplýsinga- og kynningarstarfsemi félagsins, og verða ritstjóri rits félagsins .Islenzkur iðnaður”. Ólafur er 36 ára að aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1956 og hóf nám i Háskóla Is- lands. Hann fór siðan til Banda- rikjanna og stundaði þar háskóla- nám um tveggja ára skeið. Siðan varö hann blaðamaður við dag- blaðið Visi, fulitrúi hjá verzlunar- ráði Islands, starfaði við ferða- skrifstofu og skrifaði einnig um kvikmyndir i Morgunblaðið. Siðastliðin fimm ár hefur Ólaf- ur starfað sem blaðafulltrúi hjá Upplýsingaþjónustu Bandarikj- anna. I fréttatilkynningu frá Félagi islenzkra iðnrekenda segir, að félaginu hafi lengi verið ljós nauðsyn á aukinni fræðslu og kynningu á málefnum iðnaðarins. Iðnaðurinn veitir nú fleira f'ólki Ólafur Sigurðsson. vinnu en nokkur annar atvinnu-- vegur i landinu og leggur stærri skref til þjóðarframleiðslunnar en bæði landbúnaður og sjávarút- vegur. Jafnframt hefur iðnaður- inn að staðaldri notið minni fyrir- greiðslu og aðstoðar hins opin- bera en aðrir atvinnuvegir. Fyrir- sjáanlegt er aö iðnaðurinn verður að taka við þeirri aukningu á vinnuafli, sem hér verður á næstu árum og veldur miklu um hvernig til tekst, að almennur skilningur á hlutverki og gildi iðnaðar vaxi. =-25555 14444 yísm/fí HVJSUFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna Nokkurt hlé hefir nú verið á þætti þessum og stafar það fyrst og fremst af langri dvöl höfundar erlendis við nám og á alþjóðaþingum frimerkja- safnara og blaðamanna. Auk þess er freistandi að taka sér svo sumarfriið erlendis, þegar yfir pollinn er komið á annað borð. Siðan tók við islenzka hálendið eða Sprengisandur, þegar heim kom og svo annir 1 við nám og kennslu hér heima. En nú skal um bæta og hefja þættina að nýju eins oft og pláss er fyrir þá i blaðinu. Þing alþjóðasamtaka blaða- manna.er fjalla um frimerkja- fræði.stóð i júli i Bruxelles og var fjölsótt. Var þar að venju fjallað um það vandamál, er menn gera sér litið fyrir og ræna greinum hvers annars og setja einfaldl. undir sin eigin nöfn. Þetta er að visu alltaf að verða erfiðara, með þvi að söfn eins og i Mu’- ‘hen, sem fá öll eða flest '.imarit og bækur um þessi efni, geta gert mönnum viðvart um slika hluti. Ekki fékkst þó sam- þykkt á þinginu að beita þeim viðurlögum að reka menn úr sambandinu yrðu þeir sannir að sök um þetta. Argjöld voru hækkuð að mun og verður þvi fé varið til að gefa út veglegt ársrit með skrá allra meðlima, sem m.a. verður dreift til póststjórna, sem beðnar verða að senda meðlimum fréttir um nýjar útgáfur. Innan samtakanna eru einnig rithöfundar, sem aðeins skrifa bækur um fri- merkjafræði og er ekki ætlazt til að þeir fái slikar fréttir sendar. Er greint á milli með- lima með stöfum við númer hvers og eins. A = Author, eða rithöfundur. J = Journalist, eða blaðamaður. Var ýmsum póststjórnum þakkað sérstak- lega fyrir að senda ekki aðeins myndir frimerkja sinna til birtingar, heldur og fri- merkin sjálf, eins og t.d. Þýzkaland og Sviþjóð. Margt fleira var rætt á þinginu og menn hvattir til að auðkenna greinar sinar með A.I.J.P. á eftir nafni, en gæta þess þó, að fara ekki að skrifa i nafni samtakanna, eða telja sig sérstaka túlkendur skoðana þeirra. Samtökin gefa út sérstakt timarit og er aðeins hægt að telja greinar þær,er þar birtast, hina opin- beru skoðun samtakanna. Er þetta mjög viðkvæmt mál, þar sem samtökin kveða oft upp úr opinberlega um hvað séu út- gáfur, sem rétt eiga á sér og hvaða útgáfur ætti að banna á alþjóðlegum sýningum. Sigurður II. Þorsteinsson. Fjórar nýjar bækur fró Skugqsjá Nýlega komu i bókaverzlanir fjórar bækur frá Skuggsjá i Hafnarfirði. Þær eru Sögn og saga eftir Oscar Clausen, Skrudda eftir Ragnar Ásgeirsson, Heyrt en ekki séð eftir Skúla Guð- jónsson á Ljótunnarstöðum og loks Þrettán rifur ofan i hvatt eftir Jón Helgason ritstjóra. Skipt á sendiherrum Ákveðið hefur verið að, núver- andi sendiherra i Washington, Guðmundur 1. Guðmundsson. flytjist til Stokkhólms og taki við sendiherrastarfi i Sviþjóð. Jafnframt hefur verið ákveðið, að Haraldur Kröyer, sem undan- farið hefur verið sendiherra i Stokkhólmi, taki við sendiherra- starfinu i Washington og verði jafnframt fastafulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum. Bók Oscars Clausen ber undir- titilinn Fróðlegir þættir um ævi- kjör og aldarfanog i henni er að finna æviágrip ýmissa kunnra ts- lendinga á liðnum öldumisvo sem sr. Daði Halldórsson, elskhugi Ragnheiðar biskupsdóttur, Arnes útileguþjóf, sem frægur er úr Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigur- jónssonar, en alls eru i bókinni 18 þættir. Oscar Clausen er löngu orðinn kunnur af bókum sinum um þjóðlegan fróðleik. Skrudda Ragnars Asgeirssonar er safn þjóðlegra fræða i bundnu máli og óbundnu, sem höfundurinn hefur safnað saman á ferðum sinum um landið, sem ráðunautur Búnaðarfélags Is- lands, og er þessi nýja útgáfa Skruddu stóraukin og endurbætt. Heyrt en ekki séð er ferðasaga Skúla bónda á Ljótunnarstöðum og greinir frá för hans til Kaup- mannahafnar til lækninga við augnveiki hans, en Skúli er blindur eins og kunnugt er, en blindan hefur ekki aftrað honum frá skriftum, en þetta er þriðja bókin, sem kemur frá hans hendi, og auk þess liggur eftir hann fjöldi greina i blöðum og timarit- um. Bók Jóns Helgasonar er ævi- saga hins þekkta förumanns, Jó- hanns bera. Jón er löngu kunnur af ritstörfum sinum, en þetta er fimmtánda bók hans. Heiðmörkinni lokað Skógræktarfélag Reykjavikur hefur lokað Heiðmörkinni fyrir allri bilaumferð og mun hún verða lokuð i allan vetur. Astæðan er sú, að vegirnir um Heiðmörk eru aðeins gerðir fyrir sumarumferð, og þola ekki um- ferð þann árstima sem frost og þiðvirði skiptast á. Hefur hliðunum við Jaðar. Silungapoli og Vifilsstaðahlið verið lokað. Þeir sem vilja ferðast um Heiðmörk meðan hliðin eru lokuð, verða þvi, ef þeir eru akandi, að skilja bilinn eftir fyrir utan hlið og nota girðingarstigann (priluna) sem næst er hliðinu til þess að komast inn fyrir. YFIRFORINGJAR ÚR HJÁLP- RÆÐISHERNUM í HEIMSÓKN A föstudaginn kemur stjórnandi Iljálpræðishersins i Noregi, islandi og Færeyjum, Hákon Dahiström kommandör, i heimsókn til islands, ásamt konu sinni. Munu þau dveljast hér fram yfir helgina, stjórna for- ingjasa nikomu og tala á al- mennum hópsamkomum á kvöldin. Norskir menn hafa oft gegnt ábyrgðarstörfum innan Hjálp- ræðishersins viða um heim. Samt hefur aðeins einu sinni borið við áður, aö norskættaður komman- dör skipi æðstu stöðu i heimalandi sinu. Foreldrar Hákonar Dahlström voru Hjálpræðishersforingjar og áttu heima á ýmsum stöðum i Noregi. Sjálfur telur hann Osló- borg heimaborg sina. Dahlström lauk foringjanámi i herskóla i Lundúnum, starfaöi siðan eitt ár i Bretlandi, en kom heim árið 1932 og gerðist lúðra- sveitarkennari og sinnti tónlistar- málum. Hann dvaldist einnig eitt ár i Færeyjum. Kona hans heitir Eili og var liknarsystir áður en hún giftist. Þau voru trúboðar i Ghana i sex ár, og árið 1962 voru þau send til Nigeriu, þar sem þau urðu að lokum æðstu foringjar Hjálp- ræðishersins og komu meðal annars við sögu i hjálparstarfi i Biafrastriðinu. Siðast liðinn vetur var Hákon Dahlström skipaður yfirmaður Hjálpræðishersins i Noregi, Fær- eyjum og Islandi, en hafði áður verið yfirmaður hans i Finnlandi i þrjú ár. Eili og Hákon Dahlström.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.