Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. nóvember 1972 TÍMINN 5 væntanlega gengið núna á mánu- daginn. Sérstakt tæki verður að likindum um borð, neyðartæki, sem virkar þannig, að þegar ýtt er á hnapp, kemur fram hljóð- merki i björgunarþyrlum Varnarliðsins, sem fara þá strax af stað i átt til hljóðgjafans. Svo erum við með hátiðnitalstöð, en um hana getum við náð beinu sambandi við flugturninn á Reykjavikurflugvelli. Hæðar- mælir verður um borð og eins mælir, er sýnir hraðann upp og niður, og siriti, sem sýnir hæö og samsvarandi tima. Hitamælar verða miklvægir, en þeir gefa okkur auk annars til kynna, að belgurinn muni skreppa saman, þegar kólnar i lofti. bá verðum við með áttavita, landakort og verðurkort, neyðarblys, sjúkra- kassa, e.t.v. einhverja persónu- lega muni, matvæli til margra daga og eitthvað fleira. Komið hefur til tals að semja við aðila hériborg um að gera heimildar- kvikmynd um ferðina, og sjálfir verðum við með ljósmyndavélar og 8 eða 16 mm kvikmyndavél. — Er eitthvað fleira að segja um öryggisbúnað loftbelgsins og öryggisráðstafanir i samráði við aðila i landi? — Það má nefna fleiri mikilvæg atriði. Eins og áður er vikið að, verða björgunarþyrlur frá Varnarliðinu til reiðu,og flugvélar munu fylgjast með belgnum. Og áhöfnin verður i beinu sambandi við þyrlurnar og flugturninn. Tekið verður tillit til háspennu- og simalina i samráði við Raf- magnsveitu rikisins. Hleðslumælir verður um borð er segir til um „statiska” spennu i loftinu. Þá skal tekið fram, að belgurinn hefur, eða mun hafa, forgangsrétt gagnvart öllum öðrum flugfarartækjum. Fyrir flugtak verður belgurinn yfir- farinn af verkfræðingi flug- öryggiseftirlitsins, og i þvi skyni verður honum m.a. hleypt 10-20 imupp i loftið i kaðli, til prófunar. Varðandi eldvarnir má nefna, að vetnið verður sett á þannig, að súrefni komist ekki að, þá minnka og köfnunarefni, súrefniseyðandi duft og tvöfaldur ventill eld- hættuna. Efri hluti belgsins er sprautaður með „antistatic spray” til að hindra spennu- myndun, sem gæti valdið neista. Svo og mun áðurnefndur vir þjóna sem jarðtengikapall og af- hlaða belginn i lendingu. Enn má geta þess, að haft verður samráð við Eldvarnareftirlit rikisins um eldvarnir á jörðu niðri. Viðbrögð við lendingu á sjó og landi — Þið hafið auðvitað þaulhugsað og kynnt ykkur, hvað gera skal við „mjúka eða ómjúka lendingu” á sjó eða landi? — Við höfum gert ráðstafanir til að fá akkeri,og munum við hafa það i 50 til 100 metra kaðli, eftir þvi sem við teljum ráðlegt. Þegar við lendum, geta þannig orðið aðstæður, að vindur verði sterkur. Við viljum ógjarnan dragast langar leiðir yfir land, e.t.v. urðir, og þvi höfum við akkerið til að geta varpað þvi niður og náð þannig festu. Svo verður lika þannig útbúnaður á belgnum, að hægt er að opna griðarstórt gat á honum með einu handtaki og þá fellur hann saman i einu vetfangi. Við munum hins vegar mjög ógjarnan nota þennan útbúnað, þar sem hann gerir það að verkum, að ekki verður aftur- snúið með lendingu,hvar sem hún verður, og ekki verður komizt á loft aftur, fyrr en eftir viðamikla lagfæringu. Það gætum við aftur á móti, ef við beittum aðeins hinum venjulega ventli,og það vonumst við til að geta gert. Við viljum nefnilega vera eins og fuglinn fljúgandi, geta setzt og tekið okkur upp aftur án mikillar fyrirhafnar. Stóri ventillinn verður sem sagt algjört neyðar- úrræði. Við niðurstigið munum við beita ýtrustu varfærni, reynum að stöðva belginn alveg i svo sem 100 m hæð yfir jörð, og siðan fikra okkur niður með þvi að hleypa hægt og hægt úr belgnum. Ef okkur ber út yfir haf, reynum við að fá upplýsingar um vindastefnur i hinni ýmsu hæð i lofti og reyna þannig með hæfi- legri landátt að láta berast til lands. Ef það tekst ekki, verðum við að stökkva út i fallhlif i sjóinn, eftir að hafa haft samband við Þessar myndir eru frá þeim atburöi, er þeir félagar, sem nú eru svo mjög á vörum fólks, settu upp litinn tilraunabelg á Sandskeiði fyrir þrem vikum- Eins og þær bera með sér, sést hér, hvernig belgurinn stigur, unz hann svifur upp i geiminn. Ljósmynd: HalldórGuðm. eftirlits flugvélar (Herkúlesvélar) og björgunar- þyrlur, sem siðan munu hirða okkur upp úr sjónum, þar sem við eigum að geta haldizt á floti i búningunum og með björgunar- flekann. Það ættu ekki að verða nein vandkvæði á þvi. Aður en við stökkvum út, látum við belginn stiga i nokkra hæð, opnum vent- lana og stökkvum i 2.000 m hæð eða svo. Flugáætlunin ekki að fullu ákveðin — Látum auðnu ráða — — Nú hafið þið eflaust lagt ein- hver drög að flugáætlun, hvar þið æskið að lenda, hve lengi þið getið verið á lofti o.s.fr v. ? —Það, sem okkur langar mest til að gera, er að fara i eitthvert yfirlitsflug yfir landið, og þá helzt norður. Við erum jú á suðvestur- odda landsins, og til þess að fá einhverja vegalengd út úr þessu, væri auðvitað helzt að stefna i norðaustur. Hins vegar getum við ekki ráðið stefnu loftbelgsins, en gætum beðið hagstæðrar vind- áttar, áður en lagt yrði af stað. Ef svo færi, að við bærumst út yfir sjó, og fengjum ekki hag- stæðan vind i átt til tslands, en hins vegar góðan og langan byr eftir spá, til annarra landa, t.d. Noregs eða Grænlands, gæti vel verið, að við brygðum á það ráð. Enda getur farið i góðum byr náð miklum hraða, svo að ekki þyrfti margar klukkustundir til að ná öðru landi. Hvernig sem allt veltist, þá höfum við nægt eftirlit, hvort sem er á hafi úti eða yfir landi. Við höfum fjarskiptisam- band á öllum tiðnum, og auk eftirlitsflugvélanna og þyrlanna mun eflaust fjöldi einkaflugvéla fylgja okkur eftir. Hraði loftbelgsins fylgir hraða vindanna, og i þeirri hæð, sem við áætlum að fljúga, er hraðinn liklegur um 20 hnútar, eða 35 km/klst, en getur náð allt að 40 hnútum.eða um 70 km/klst. — Og hvað með hæðina — Við áætlum að fljúga i um 3 km hæð. Eftir flugtak erum við að hugsa um að stiga upp i um 1 km hæð og reyna að átta okkur á öllum aðstæðum, en klifa siðan hærra, jafnvel hærra en 3 km. Við höfum með okkur súrefnis- geyma og útbúnað,sem þvi fylgir, svo að með allri varúð ættum við að geta skyggnzt nokkuð hátt upp i loftið. Vonast til að geta lagt upp á miðvikudagsmorgun — Hvað er eftir að gera i undir- búningi ferðarinnar, og hverju er lokið nú þegar? — 1 kvöld á belgurinn að vera fullgerður, og eins lokið við að gera framkvæmdaáætlun um alla þætti málsins,- um flugið sjálft, undirbúninginn m.a. hverja þarf að hafa samband við, áður en lagt verður af stað. Yfirleitt áætlun um, að allt gangi i réttri röð og engu verði sleppt. Og helzt verði tilbúnar lausnir fyrirfram á þeim vandamálum, er upp kunna að koma, þannig að ekki fari allt i „panik”, ef til þeirra kæmi. Á morgun verður karfan kláruð, en hún er smiðuð i smiðju hér i borginni og er eini hluti loft- belgsins, sem við smiðum ekki sjálfir. Þá munum við einnig á morgun ganga frá samningum um öryggistæki og öryggismál við Varnarliðið, þannig að annað kvöld ætti sem mestum hluta verksins að vera lokið. Allra leyfa I Framhald á bls. 18 WILJIRÐU GOTT Reykjavík... appa af í næði, eða þá hitta í setustofu, veitingasal eða þá er að leita til Hótel Esju. angað er auðvelt að komast aka erfiðar umferðargötur, og itisvagna er rétt við hótelið. g íþróttahöllin í Laugardal, kemmtistaðir af ýmsu tagi nágrenni. Næsta heimsókn ður skemmtileg tilbreyting og góð hvíld. OMIN Á HÓTEL ESJU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.