Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 12. nóvember 1972 A miðri flötinni stóð jakarandatréð umlukt neistaregni, sem varpaði gulri slikju' á bláu blómin og ljósgrænu laufin. Hjá buikknum sat Tuesday og horfði dapur á bláa og græna fegurð trésins. Andartak stóð Paterson og virti tréð fyrir sér. Bak við húsið geisaði eldurinn, svo virtist sem hann gæti hvenær sem var orðið hamslaus og svelgt i sig húsið,tréð og fólkiö á flötinni. „Jæja, ert þú tilbíiinn Tuesday?” Drengurinn svaraði meö sinu bjartasta brosi. Hann hafði útvarps- tækið sitt undir annarri hendinni. Það var hans eina jarðneska eign, fyrir utan fótboltatreyjuna og hvitu skyrtuna og svo þetta staðfasta bros, sem jafnvel ringulreiðin við þessa afdrifaríkubrottför gat ekki unnið bug á. „Tilbúinn, herra Paterson”. „Er Nadia tilbúin?” Hlýjan hvarf úr brosinu og það breyttist i hálfgerða grettu. Hann hafði ekki augun af einhverju, sem var hinum megin við jakarandatréð og svaraði Paterson engu. „Ég spurði, hvort Nadía væri tilbúin? Hvar er hún annars?” „Inni i húsinu, herra Patson”. „Já, en er hún tilbúin? Sæktu hana”. „Nadia ætlar ekki með, Paterson,” svaraði drengurinn. Hann brosti ekki lengur. Paterson horfði þegjandi á drenginn, siðan gekk hann frá honum framhjá Brain og Portman, sem voru að reyra hjólið aftan á trukkinn. Hann tók eftir þvi, hvað þeir báru sig klaufalega að við þetta, en sagði ekkert. Hann gekk upp tröppurnar og inn i húsið. Ekkert ljós var i hús- inu, mena bjarminn frá eldinum sem lagði inn úm gluggana. Rafstöðin hafði verið sprengd ásamt myllunni. Flöktandi glampar komu inn um óbyrgða gluggana og lýstu herbergin nokkurn veginn upp, en náðu þó ekki út á ganginn, sem var gluggalaus. Paterson minntist þess nú, að hann hafði varla haft tima til að tala við Nadiu allan daginn; hann hafði ekki yrt á hana frá þvi hann fór á fætur og þar til hann fór niður að myllunni til að koma sprengjunum fyrir. Hann reiknaði með, að það væri á einn eða annan hátt vegna þess, að hún vildi ekki koma með. Það hafði sært hana, að hann skeytti augsýnilega ekkert um hana, en hugsaði eingöngu um vinnu sina. Hann stanzaði neðan við stigann og kallaði hljóðlega á hana upp i dimman stigaganginn. Hún svaraði ekki, en þess hafði hann heldur ekki vænzt. Hann kallaði ekki aftur, en þreifaði sig áfram upp stigann upp á hæð- ina, þar sem birtunnar frá eldinum gætti aftur. Hann gekk yfir ganginn og svefnherbergið, hratt upp rimlahurðinni og fór út á svalirnar. „Nadia”, sagði hann, „hvar ertu?” Svo gekk hann út i f jærsta horn svalanna. Þarna megin við húsiö var birtan frá eldinum daufari, og hann kom þvi ekki strax auga á hana. Hún lá i fleti sinu. Hann kraup við hlið hennar og tók með báðum hönd- um um höfuð hennar. „Nadia”, sagði hann. „Litla vina!” Hún lá þögul. „Við erum að leggja af stað”. Hún sneri andlitinu að honum, það var sviplaust og rólegt. Likami hennar varð stifur og fjandsamlegur við snertingu hans, höndunum hélt hún fast að sér. Armarnir voru gullnir og sléttir i eldbjarmanum. „Litla vina”, sagði hann. Hann beygði sig niður og gróf andlitið i keltu hennar. Um leið fann hann, hvernig þreyta og leiðindi dagsins hurfu, runnu burt eins og kjóll rennur niður af öxlum. Þreytan og leiðindin voru viðs fjarri, eitthvað óraunverulegt, sem tilheyrði ekki honum sjálfum. Stuttu seinna lagði hún hendurnar á andlit hans og þrýsti þvi fastar i keltu sina. Það rann upp fyrir honum, að þetta var ein af kveðjuathöfn- um þeirra innfæddu. Hún ætlaði þá alls ekki með. Hann fann til nistandi sárauka og reis upp og tók granna höfuðið aftur milli handa sér. „Nadia, komdu, við förum að leggja af stað”. „Nei”. „Jú, hvar er dótið þitt?” Nú leit hún i fyrsta skipti framan i hann, horfði rannsakandi i augu hans. Þar sem andlit hennar hafði verið grafið i koddann, lá blómið, sem hún hafði haft i svörtu hári sinu. Blómið var klesst og liktist litlum rauðum hnappi, sem týnzt héfði i fletinu. Hún brosti. Honum datt i hug, að hún væri að brosa að heimskulegri spurningu hans — þvi að hún átti hreint ekki neitt. Hún átti ennþá minna af veraldlegu góssi en bróðir hennar, sem átti þó þetta uppgjafa útvarpstæki og fótboltatreyjuna. Paterson komst ekki hjá þvi að bera hana saman við Evrópumennina, sem stóðu þarna niðri á flötinni og héldu dauðahaldi um eigur sinar og ágirntust allt, sem þau gátu ekki eignazt: Betteson var með Búddalikneskið sitt, sem átti vist aö vera honum tii heilla, majórinn hafði hjólið, Portman metorðagirndina og gluggatjöldin, frú Portman hafði fagran útitekinn likama sinn — og Connie vildi eignast hann. Hann sá þetta fyrir sér eins greinilega og það væri á mynd, en núna fyrirleit hann þau ekki fyrir þetta. Þessa stund- ina komst ekkert annað að en ástin til Nadiu, hún gagntók hann eins og æðri kraftur og útilokaði algerlega umheiminn, svo að hann varð full- komlega hamingjusamur. Þegar hún brosti til hans, vissi hann, að allt var orðið gott á milli þeirra aftur. Hún settist upp, og hann fór að strjúka yfir hárið á henni með stórum höndunum. Skyndilega gat hann ekki afborið, að hún færi af stað án þess að eiga svo mikið sem einn hlut, sem hún gæti með réttu kallað sinn eiginn. Hann hjálpaði henni að standa á fætur og þau brutu teppið saman. „Næturnar gætu vel orðið kaldar”, sagði hann. „Get ég sofið hjá þér?” „Já”. „Hvar?” „Undir þessu teppi”. „Verð ég alltaf með þér?” „Já”. „Þá verður mér ekki kalt”, sagði hún. Hún þrýsti vörunum að kinn hans og strauk þær mjúklega fram og aftur. Siðan tók hún teppið af honum og rúllaði það saman. Hún hélt á stranganum i fanginu og gekk niður stigann með nákvæmlega sama svip og drengurinn, þegar hann hélt á útvarpstækinu sinu. Þegar þau komu niður i dagstofuna, sá Paterson greinilega, að hún var brosandi. Tiu minútum seinna beygðu yfirhlaðnir bilarnir út af girtri flötinni. Niðurröðunin i bilana varð tilefni siðasta rifrildisins. Sá möguleiki, að ungfrú Alison kæmi með, var nærribúinnað kollvarpa allri áætluninni. Frú Betteson sat i aftursætinu og endurtók i sifellu: „Já, en látið engilinn sitja i keltu minni, ég heföi bara gaman af að sitja undir honum”. Málalokin urðu þau, að Portmanhjónin, frá McNairn, Connie og Brain majór settust á Portmans bil. Mitt i öllum ósköpunum fór frú McNairn að gráta hástöfum, og Portman gladdist svo sannarlega yfir Lárétt 1) Sæti,- 6) Keyrðu,- 8) Fugl,- 10) Skraf,- 12) Timabil,- 13) Eins,- 14) Guð -16) Hlass.- 17) Tré,- 19) Tiðar,- Lóðrétt 2) Auð,- 3) Keyrði,- 4) Greinar.- 5) Stara.- 7) Árnir,- 9) Gruna.- 11) Gróða.- 15) Brún.- 16) Kalla,- 18) Röð.- Ráðning á gátu No. 1256 Lárétt 1) Námur - 6) Lán.- 8) Sól.- 10) 111,- 12) II,-13) Og,- 14H.lml.-i6) Ófu,- 17) Err,- 19) Strók,- Lóðrétt 2) All,- 3) Má,- 4) Uni,- 5) Asiur,- 7) Elgur,- 9) ólm,- 11) Lof,- 15) Let,- 16) óró,- 18) RR,- I7 V jy | i ■ t f/ / [ 1/ 1 { i rl má /1 'V T* /™J ■TT" H /ý 1 D R E K I Góða ferð og hittumst aftur| „Draugur sem l|l lív, gengur’G lllÍlllÍl SUNNUDAGUR 8.00 Morgunandak. iéra Pét- ur Sigurgeirsson vigslubisk- up flytur ritningarorð og bæn. 11.00 Messa i safnaðarheimili Hallgrkirkja. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. 13.15 Erindaflokkur um Hall- dór Laxness -og verk hans. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Björgvin Júniusson framkvæmda- stjóri á Akureyri ræður dag- skránni. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá lónlistarhátiö i Berlin i ár. 16.30 Léttklassisk tónlist. 16.55 Veðurfregnir. h réttir 17.00 Framhaldsleikritið: „Landsins lukka" eftir Gunnar M. Magnúss. End- urfluttur 4. þáttur. 17.50 Sunnudagslögin. 18.30 Tilkynningár. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir.Tilkynningar. 19.20 Pistill frá útlöndumGuð- mundur Sæmundsson talar frá Osló. 19.35 Gatan niin Jökull Jakobsson gengur um Lönguhlið með ungri stúlku Katrinu Sigurðardóttur. 20.00 Pianósónötur Mozarts 20.35 „Siðasti fundurinn” sinásaga eftir Agöthu Christie Kristin Thorlacius þýddi, Séra 'Rögnvaldur Finnbogason les. 21.10 Frá vorhátiðinni i Prag á þessu ári 21.30 Lestur fornrita: Njáls saga Dr. Einar Ól. Sveins- son prófessor les (4) 22.00 Fréttir. 22.10. Veðurfregnir. Danslög Guðbjörg Pálsdóttir velur. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 13. nóvember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. , Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 lleilnæmir lifshættir. Björn L. Jónsson læknir talar (endurt.) 14.30 Siðdcgissagan: 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið Magnús Þ. Þórðarson kynrtir. 17.10 Framburðarkennsla i dönsku, ensku og frönsku. 17.40 Börnin skrifa Baldur Pálmason les bréf frá börn- um. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagsrká kvöldsins. 19.00 Fréttir.Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.25 Strjálbýli-þéttbýli Vil- helm G. Kristinsson frétta- maður leitar frétta og upp- lýsinga. 19.40 Um daginn og veginn Hannes Pálsson frá Undir- felli talar. 20.00 tslenzk tónlist 20.35 Prófastshjónin Ingólfur Kristjánsson flytur frásögn, er hann skráði eftir Þórarni Árnasyni frá Stóra-Hrauni. 20.55 Strengjatrió nr. 2 eftir Paul Hindermith 21.20 Vettvarigur 21.40 íslenzkt mál. Endurtek- inn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar cand.mag frá s.l. laugardegi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Útvarpssagan: „útbrunnið skar" eftir Graham Greene. Jóhanna Sveinsdóttir les þýðingu sina (10) 22.45 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.