Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 12. nóvember 1972 Sunnudagur 12. nóvember 1972 11 Nokkrar konur vinna stöðugt hjá saumastofunni Sunnu. Þar er mikið saumað af rúmfatnaði, sem fer tii sölu á vegum Sambandsins. Hið nýja hús Landsbanka tslands á Hvolsvelli, þar sem sýsluskrifstofan er einnig til húsa. Þar samein- ast þvi auður og vöid. Gagnfræðaskóiinn á Hvolsvelli er byggður sameiginlega af fjórum hreppum og unglingunum ekið dagiega heiman og heim. Miklar byggingaframkvæmdir eru á Hvolsvelli. SI. tvö ár hefur veriðhafin bygging 20 ibúðarhúsa, en af þeim hefur kaupfélagið byggt 15 og selt fokheld. byggt af K.R., sem gerðist verk- taki, og eru innréttingarnar lika rangæsk smið. Þarna á sýslu- skrifstofunni hittum við Pálma Eyjólfsson, sýsluskrifara, sem gerist leiðsögumaður okkar um staðinn. Byrjað á 20 nýjum húsum sl. tvö ár Fyrst liggur leiðin á skrifstofu oddvitans, Ólafs Sigfússonar, sem er Rangæingur að ætt og uppruna, kominn neðan úr Land- eyjum. — fbúar i Hvolhreppi öllum eru nú rétt um 500, segir Ólafur, þar af nálega 300 i þorpinu. Þaö er mikiö um.að menn úr nágranna- sveitunum hafi stundað sina at- vinnu hér, og svo fylgja þeir henni eftir smátt og smátt og flytjast hingað. Hér hefur mikið verið byggt undanfarin ár, en alltaf vantar þó húsnæði. Til dæmis má Ólafur ólafsson, kaupfélagsstjóri.á skrifstofu sinni. Kaupfé lagið er aðalatvinnurekandinn á staðnum og hefur um 90 manns i vinnu, en það er nær þriðjungur þorpsbúa. Árið 1919 var Kaupfélag Hallgeirseyjar stofnað niðri í Landeyjum af íbú- um þar og nærsveitamönn- um þeirra. Þetta var fyrst og fremst verzlunarfélag, enda afurðasalan þá þegar komin i hendur Slátur- félags Suðurlands,og voru vörur fluttar sjóleiðis og skipað upp með bát á Landeyjasandi. Er tímar liðufram,voru brýr byggðar yfir hin illræmdu vatnsföll RangárvallasýslU'Og flutn- ingar með bilum austur um sveitir frá Reykjavík hóf- ust Þá reis upp árið 1930 Kaupfélag Rangæinga að Rauðalæk, og Kaupfélag Hallgeirseyjar reisti hús á Stórólfshvoli, þarsem lengi hafði verið læknissetur og Kirkjustaður. Þar kom, að þessi tvö félög sameinuðust í Kaupfélag Rangæinga á Hvolsvelli 1948, en nafnið hlaut staðurinn fIjótlega, er hann fór að byggjast fyrir u.þ.b. 40 árum. Gamla verzlunarhúsið, sem Hall- geirseyjarfélagið reisti þar, stendur enn, og við hlið þess stendur nú verzlunar- stjórabústaðurinn fomi úr Hallgeirsey. Eru þetta elztu hús staðarins. Rangárvallasýsla er landbúnaðarhérað fyrst og fremst,enda ströndin hafn- laus með öllu, en lendur sléttar og grösugar, þótt uppblástur hafi herjað stíft á þær. Tvö smáþorp, Hvols- völlur og Hella, hafa risið upp í héraðinu á síðustu ár- um, og gegna mikilvægu hlutverk: þjónustumið- stöðva. Þau fara ört stækk- andi, en telja þó enn innan við fimmtung íbúa sýsl- unnar. Fréttamenn Timans voru fyrir skömmu i ferð á Hvolsvelli, hittu þar ráðamenn og tóku myndir. Kaupfélag Rangæinga er megin- fyrirtæki staðarins, en þar er nú að risa upp ýmiss konar iðnaður, bæði á vegum þess og annarra. Þá sitjabæðisýslumaöur og lækn- ir staðinn, og Landsbankinn er rétt búinn að taka til nota splunku nýtt húsnæði, og leigir sýsluskrif- stofunni efri hæðina. Húsið er húsum, sem svo hafa verið seld fokheld. Meginatvinnureksturinn er i höndum kaupfélagsins, sem rek- ur ýmsar smiöjur og verkstæði, en auk þess má geta þess, að sveitarfélagið hafði forgöngu um byggingu iðnaðarhúsnæðis fyrir nokkrum árum, en þar starfa nú Saumastofan Sunna i öörum end- anum, en hinum megin er til húsa nýstofnuð húsgagnabólstrun, sem er hluti af húsgagnaverksmiðju, sem nú er verið að koma á fót meö þátttöku fleiri kaupfélaga. — I þessu húsi voru eitt sinn um skeið unnar rækjur, sem þá var ekið hingaö sunnan af Suðurnesj- um. — Auk fyrirtækja kaupfélagsins, má geta um blikksmiðju.sem hér starfar og er hlutafélag með þátt- töku kaupfélagsins, hreppsins og almennings. Hún stundar hvers konar almenna blikksmiði og hef- ur m.a. smiðað lofthitunarkerfi. Staðurinn er fyrst og fremst þjónustumiðstöð fyrir nærsveit- irnar.og viö getum sagt, að hér sé að finna þessa gömlu vinnumenn og vinnukonur, sem áður voru á hverjum bæ, en hafa nú flutt hingað og þjóna húsbændunum héðan frá. Af öðrum fyrirtækjum, sem hér starfa, má nefna Austurleið h.f., sem hefur sérleyfi til fólksflutn- inga um alla Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslu, og á mikinn bilakost. Þá eru einnig á staðnum verktakar, sem taka að sér hvers konar þungavélavinnu. Uppgræðsla á afréttinum — Sökum mjög örra fram- kvæmda undanfarin ár hefur hreppurinn orðið mjög hart úti, en nú liggur fyrir að koma gatna- . gerðarmálum og ræsalögnum i betra horf, heldur Ólafur áfram. — Fyrir fáum árum lukum við byggingu nýs gagnfræðaskóla i samvinnu við þrjá aðra hreppa, Fljótshliöinga og Landeyjabúa. Þaðan er unglingunum ekið dag- lega. Næsta verkefnið við skólann er sundlaugarbygging, en þvi miður höfum við ekkert heitt vatn, og verðum þvi að kynda með oliu. I barnaskólanum hér eru nú um 80 börn. Við höfum verið einstak- lega heppnir með kennara, og hefur þar vafalaust sitt að segja, að við skólann eru tveir bústaðir, svo að húsnæöisleysi þarf ekki að þjaka þá. Árið 1960 var lokið við að byggja félagsheimilið Hvol, sem siðan hefur þjónað sem félags- heimili sýslunnar, ef svo má segja, en það er lang-stærsta hús- ið og stendur miðsvæðis. Þar hefur hreppurinn undanfarið rek- ið veitingasölu allt árið, með tölu verðu tapi þó yfir vetrartimann. Hagnaðurinn af skemmtununum yfir sumarið er hins vegar það, sem stendur undir ýmsum öðrum rekstri á húsinu, og gerir okkur kleift að reka það. *\ Af öðrum framkvæmdum, sem sveitarfélagið hefur staðið i und- anfarið, má nefna uppgræðslu á afrétti hreppbúa i Emstrum. Hann heur löngum verið graslit- ill, auk þess sem rangæsku sand- veðrin eru viöfræg, aðþvi er tek ur til spillingar á gróðri. Nú hefur verið dreift þarna fræi og áburði með þátttöku landgræðslunnar, en svæðið hefur verið friðaö iþrju ár. Þá e unniö að gerð akfærs vegar inn eftir i samvinnu við Fljótshliðinga, og fjárveiting er fengin til smiði brúar á Markar- fljót, en yfir það hefur þurft aö ferja féö á kláf. Atvinnuleysi þekkist ekki — Hér, eins og annars staðar, er það frumskilyrði, aö atvinna og uppbygging haldist i hendur, segir ólafur. Hér er mun meira öryggi en i sjávarplássunum, þar sem allt byggist á gæftum og afla. Hér er jöfn og góð atvinna.og fjöldi kvenna vinnur úti. Ekki hefur þó þótt grundvöllur fyrir rekstur dagheimilis ennþá, enda aðstaða hér töluvert önnur en I stærri bæjunum, þar sem fólk þarf langa leið til vinnu. Hér er vinnustaðurinn i næsta húsi við heimilið ef svo má segja, og það hefur vitaskuld mikið að segja. Hér má þvi segja, að afkoma manna sé góð og að atvinnuleysi þekkist ekki. Ofan á það bætist svo,að veður- sæld er hér til muna meiri en við- ast i nágrenninu. Kaupfélagið stendur I fbúöar- húsabyggingum Af fundi oddvita liggur leið okk- ar upp einn stiga til kaupfélags- stjórans, Ólafs Ólafssonar, en kaupfélagið er, eins og áður sagði aðalatvinnurekandinn á staðnum. — Að jafnaði eru um 90 manns i vinnu hjá okkur, bæöi hér é Hvols- velli og á Rauðalæk, þar sem viö höfum útibú, segir Ólafur. Verzl- unin er nr. eitt hjá okkur, en ann- ars konar þjónusta og iðnaður skipar annað sætiö i starfsemi félagsins. Heildarvörusala félagsins nam árið 1971 um 195 milljónum króna og heildarvelta félagsins um 265 milljónum. Þess ber aðgæta, að félagið hefur enga afurðasölu með höndum fyrir bændur, nema litils háttar af kar- töflum. Sláturfélag Suðurlands sér um slátrunina á sambands- svæðinu, og öll mjólk fer til Mjólkurbús Flóamanna. Félagið annast sjálft alla flutn- inga á nauðsynjum sinum frá Reykjavik og framleiðsluvörur frá okkur fara með þeim „suður”. A árunum 1963-64 var reist hér á staðnum frystihús, sem K.R. er eignaraðili að, og auk þess rekur félagið fjögur verkstæði eða smiðjur hér á Hvolsvelli: bila- verkstæði, vélsmiðju, trésmiðju og rafmagnsverkstæði, sem 'jáfn framt annast lagnir. Þá er og að skapast hér nýr atvinnuvegur, húsgagnasmiði og bólstrun, sem til stendur að þrjú kaupfélög sameinist um, en er ekki fullfrá gengið enn. Þó eru fyrstu hús- gögnin nú tilbúin á markaðinn. Hafa þegar verið ráönir tveir framkvæmdastjórar til að hafa á hendi stjórn framleiðslunnar. Eins og áður gat, hafa verið miklar byggingaframkvæmdir á Hvolsvelli undanfarin tvö ár. Kaupfélagið hefur staðið fyrir byggingu helmings þessara húsa og selt þau fokheld. Við spyrjum Ólaf nánar út i þetta. — Já, það er rétt, segir hann. í fyrra byggði kaupfélagið 10 112 fermetra ibúðarhús og seldi þau fokheld. Með þvi, að einn bygging araðili væri aö húsunum.var hægt að halda veröinu lengra niðri, en pessi hús gerðum viö fokheld fyrir 499.Ó00 kr. hvert. Nú eru fimm hús i byggingu á okkar vegum og eftir öðrum teikningum, eða stærri en hin. Þau verða lika vafalaust eitthvað dýrari. Þess má geta, að á trésmiðju Kaupfélagsins er hafin smiði á póstkössum i fjölbýlishús. Er það eina framleiðsla sinnar tegundar á landinu, og gæti oröið töluverð- ur atvinnuvegur. A vélaverkstæð- inu er bændum veitt viðgerða- þjónusta hvers konar, og vél- smiðjan annast nýsmiöi ýmissa véla, sem annars yrði aö flytja inn. Má af þeim nefna baggafæri bönd, heyblásara, mykjudreifara og mykjusnigla. Sumt af þessu fer til sölu á vegum sambandsins, en annað er selt beint til félags- manna. Staðurinn kvaddur Eftir nokkurra tima dvöl á staðnum, kveðjum við hann og fólkið,sem þar býr. Það er ekkert_ sultarhljóð i ibúunum þarna á vellinum, sem Ormur Stórólfss. sléttaði forðum með orfinu sinu og ljánum. Þeir hafa erft stórhug forvera sins á staönum, svo sem sjá má á ölium þeirra fram- kvæmdum, vaxandi iðnaði og glæsilegum byggingum. Staöur- inn á framtiðina fyrir sér sem þjónustumiðstöð fyrir landbúnað- arbyggöir Rangárvallasýslu. Elztu hús staöarins, reist um 1930, verzlunarhús kaupfélags sem áður stóð niðri í Hallgeirsey. llallgeirseyjar og Ibúö verzlunarstjóra, lönaðarhúsnæði, sem hreppurinn byggöi fyrir nokkrum árum til aö stuðla aö iðnaðaruppbyggingu stað- arins. Þar starfa nú saumastofan Sunna og ný húsgagnabólstrun. taka.að undanfarin ár hefur verið byrjaö hér á 30 húsum við tvær nýjar götur. Þar af hefur kaup- félagið staöið fyrir byggingu á 15 óiafur Sigfússon, oddviti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.