Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR !io i!i* RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 * ** kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Holberg reynir styrkleika körfugrindarinnar. Meö honum eru Eyjólfur Jóhannsson til vinstri og Halldór Axelsson til hægri. Körfugrindin er úr áli. — Timamynd Gunnar. Loftfararnir leggja nótt vid dag Piltarnir úr Hamrahliðarskóla vinna af miklu kappi að undir- búningi fyrirhugaörar feröar sinnar i hinu heimageröa loftfari sinu. Á þeim er ekki neinn bilbug- ur, þóttsumir aörir hristi höfuðið og telji áform þeirra glæfraleg, þar sem hugsanlegt er, að loft- straumar beri þá út yfir hafið, svo aö ekki reynist unnt ao komast aftur inn yfir landið tii lendingar og þeir veröi ao láta sig berast til annars lands. Miklar kröfur hafa verið gerðar til þeirra um öryggisbúnað, svo sem að likum lætur, og nú er það næsta skrefið að fullnægja þess- um kröfum, svo að ferðin farist ekki fyrir af þeim sökum. En allt kostar þetta fé og fyrirhöfn, og þó að þessir áhugamenn séu ekki sparir á fyrirhöfnina, er pyngja þeirra ekki úttroðin af peningum. Frá þessu öllu segir Stein- grimur Pétursson blaðamaður, sem fylgdist með þeim félögum i gærog fyrradag, i rækilegri grein á 4. og 5. siðu. Enn á Mýrum í Dýrafirði á 8. degi ferðarinnar „Það var metið I fyrrahaust — þá komumst við ekki til tsafjarð- ar fyrr en á tiunda degi", sagði Gunnar Pétursson — annar tveggja bifreiðastjóra, sem hefur nú verið á aðra viku að brjótast vestur. ,,Við vorum einmitt að taUum það, ég og félagi minn, þegar þú hringdir, hvort við yrð- um enn lengur i þetta skipti." Þeir Gunnar Pétursson frá Isafiröi og Ármann Leifsson frá Bolungarvik eru bifreiöarstjórar flutningafyrirtækisins Gunnar og Ebeneser og engir viðvaningar i akstri á örðugum leiðum. Gunnar hefur ekið flutningabifreið milli Isafjarðar og Reykjavikur siðan þessar ferðir hófust haustið 1969, og i barningnum mikla i fyrra- haust, þegar sex bilar voru i ein- um flota, var Armann einn bil- stjóranna. — Erum hér á Mýrum i Dýra- firði núna, sagði Gunnar enn fremur, og það er ekki i kot visað hjá Gisla Vagnssyniog fólki hans. — Við erum með tvo þung- hlaðna bila, tólf lesta, hélt Gunnar áfram, og þetta er áttundi dagurinn siðan við lögð- um af stað úr Reykjavík. Þaöan fórum við á laugardaginn 4. nóvember og komumst þá I Bjarkarlund fyrirstöðulaust. Næstu nótt gistum við i Vatns- firði, þvi að við urðum að snúa við á Dynjandiheiði vegna veðurs. A mánudaginn komumst við svo klakklaust i Mjólkárvirkjun, þar sem við urðum að biða i tvo daga. Það var ekki fyrr en á fimmtudaginn, að við gátum fikr- að okkur lengra áfram — þá ruddi litil ýta frá Þingeyri Hrafnseyr- arheiði og loks komumst við svo hingað að Mýrum á fimmtudag- inn. Snjóflóð hafði farið yfir veg- inn innarlega i Dýrafiröi norðan- verðum, og við það biðum við i fimm klukkutima, þar til veghef- ill, sem var úti á Gemlufalli, hafði greitt götu okkar. Það er ekki enn farið að ryðja Gemlufallsheiði, og það fer eftir veðri, hvenær það verður gert. Satt að segja hefur ekki viðrað svo afleitlega hér á sunnanverð- um Vestfjörðum þessa daga. Þetta hafa ekki verið nein sterk- viöri — öllu fremur þræsingur og éljagangur með talsverðri fann- komu eins og ráða má af þvi, hve seint okkur hefur gengið. Enn gengur á með éljum, en rofar þó svo til á milli, að annað veifið sér hér yfir fjörðinn til Þingeyrar. - JH Hjúkrunarkonurn- ar hjálparhellur — í læknisleysi og samgönguteppu TF—Flateyri. Hér á Flateyri er svo mikil atvinna, að okkur vantar fólk, og þeir þrir bátar af fjórum, sem stunda linuveiðar, hafa aflað dável — hinn aflahæsti, Torfi Halldórsson, 107 lestir I október- mánuði. En það veldur okkur miklum áhyggjum, að við erum læknislausir og höfum verið siðan iársbyrjun 1971, enda þótt hér sé húsnæði handa lækni og sjúkra- skýli, sem er sæmilega búið að tækjum t þokkabót er einnig læknislaust á Þingeyri. Héraðslæknirinn fór þaðan i haust, og siðan var þar roskinn læknir, Bjarni Guðmundsson, i mánaðartima, en er nú kominn i Búðardal. Þegar allt er á kafi i snjó eins og nú er, getur lika verið harðsótt að njóta læknishjálpar frá Þingeyri og oft raunar óhugsandi. Eini veghefillinn hér um slóðir er i Dýrafirðn og þegar verulega reynir á, eins til dæmis nú, eiga menn fuílt i fangi með að anna snjóruðningi i Dýrafirði með þessu eina tæki. Flugvöll höfum við hér i önundarfirði, og flugfélagið Vængir hefur þangað áætlunar- ferðir þrisvar i viku, þegar fært er. En þessi flugvöllur er i Holti, og þurfi skjótt' til að taka i neyðartilviki i miklum fanna- lögum, getur orðið örlagarikt, að við höfum hér engin tæki til þess að ryðja veginn. Okkur er tjáð, að engin von sé til þess, að úr læknisleysinu rætist, enda þótt margsinnis hafi verið leitað til þeirra ráöamanna, er helzt ættu að geta liðsinnt okkur, og það er okkar eina lán, að hér I önundarfirði eru tvær hjúkrunarkonur, sem reynzt hafa okkur sannkallaðar hjálparhellur oft og tiðum — prestsfrúin i Holti, Sigurveig Georgsdóttir, og kona hér á Flateyri, Sigrún Gisladóttir, sem raunar er forfölluð eins og stendur og ekki hér heima. Þakka pólska smokkfisknum góðan afia ÞÓ—Keykjavik. Gæftir voru góðar og llnuafli óvenjulega góður hjá Vest- fjaroa'bátum I október, en að jafnaði fengu bátarnir 6-8 lestir i róðri, og hefur þaö ekki komið fyrir siðan á haustvertið 1961. Útgerðarmenn og sjómenn á Vestfjörðum þakka þennan afla góðri beitu, sem keypt var til lamlsins i haust, en það var smokkfiskur, sem útgerðarmenn vestra keyptu frá Póllandi. Sjálfur smokkfi- skurinn er veiddur af pólskum verksmiðju- togurum við Nýfundnaland4og er hann frystur um borð I þeim. Vegna þessa góða afla á smokkfiskinn, er von af meira magni af honum nú á næstunni. Kristján Benediktsson. Kristinn Finnbogason. FRAMKVÆMDA- STJÓRASKIPTI Um þessa helgi verða fram kvæmdastjóraskipti við Timann. Kristján Benedikts- son, sem verið hefur framkvæmdastjóri blaðsins siðan I júnibyrjun 1964, hverfur nú frá þvi eftir mikið og gott starf þau rúm átta ár, 'er hann hefur skipað þetta sæti. Kunna allir aðilar honum mikla þökk fyrir þá forsjá, sem hann hefur veitt blaðinu nú á niunda ár. Við fram- kvæmdastjórastarfinu tekur Kristinn Finnbogason fram- kvæmdastjóri, sem gegnt hefur margvislegum störfum fyrir Framsóknarflokkinn á liðnum árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.