Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.11.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 12. nóvember 1972 TÍMINN 17 í heimsókn á Hvanneyri III. Myndir: Róbert Ágústsson Frósögn: Valgeir Sigurðsson það stig, að hægt var að nota heimavistina, var unnt að fjölga nemendum nokkuð. Það var lika hægt að fjölga nemendum, þegar lögð var niður svokölluð Yngri- deild, sem hafði það hlutverk að veita nemendum almenita fræðslu. Var hún eingöngu fyrir þá unglinga, sem ekki höfðu átt þess kost að ljúka hinu almenna skyldunámi. — En eru þeir nemendur nú alveg úr sögunni? — Nei, þvi miður er ekki hægt að segja, að það sé alveg búið að vera. Það koma alltaf i og með nemendur úr dreifbýli sem ekki hafa átt þess kost að ljúka hinu almenna skyldunámi. Þessum nemendum er nú bent á yngri- deild Hólaskóla, sem enn er starfandi. Eftir að þetta varð ekki almennara en svo, að hægt reynd- ist að leggja Yngrideildina niður, hefur fjöldi nemenda verið ákaf- lega svipaður frá ári til árs. Það eru þetta um áttatiu manns, ýmist tæplega eða rúmlega. — Hvað er skólatiminn margir mánuðir á ári? — Námstimi Bændád'éildar er sjö mánuðir, og er þá svo ráð fyrir gert, að nemendur ljúki búfræðiprófi á einu ári, en til þess þarf hann að visu að hafa gagn- fræðapróf eða samsvarandi mið- skólapróf, þegar hann kemur hingað. — t Framhaldsdeild, aftur á móti, eru námsárin i raun og veru fjögur. Lágmarks undir búningsmenntun er landspróf, eða gagnfræðapróf með ákveðnum skilyrðum. Siðan er miðað við, að nemandinn fái fyrstu einkunn á búfræðiprófi, og þá hefur hann rétt til þess að setjast i svokallaða Undir- búningsdeild, sem er eiginlega heimatilbúin deild okkar til þess að bæta undirbúning nemenda fyrir Framhaldsdeildina. Siðan tekur námið i Framhaldsdeild þrjú ár með átta mánaða námstima á hverju ári, og svo verklegt nám að auki. — Skiptist ekki námið mjög á milli bóklegra og verklegra greina? — Nám i Bændadeild gerir það að vetrinum til. En þvi miður verð ég nú samt að segja, að verklega námið hér er alltof litið, og þær raddir, sem verið hafa uppi meðal forystumanna bænda- ste'ttarinnar og bænda almennt um það, að búfræðingar séu of illa menntaðir verklega, þær hafa við nokkur rök að styðjast. En það er nú svona, að okkur hefur ekki tekizt að veita hér verklega kennslu eins og þyrfti. Astæðurnar eru margar. Fyrst og fremst er verkleg kennsla geysi- lega dýr. 1 öðru lagi krefst hún mjög mikils húsrýmis og góðrar vinnuaðstöðu — og svo i þriðja lagi er eitt, sem óþarft er að loka augunum fyrir: Þessi verklega kennsla yrði að mjög verulegu leyti bundin verkefnum, sem nemendur hafa unnið að, áður en þeir komu i skólann, og telja sig kannski kunna. Engu að siður reynum við að hafa hér kennslu i vélfræði. Hún er reyndar nokkuð mikil, um það bil 75 kennslustundir i verklegu námskeiði. Þar að auki er verkleg kennsla i verkfærafræði, sem i raun eru algengustu leið- beiningar i meðferð verkfæra. Enn fremur má nefna búfjár- dóma ogmjöltun. Eru þessar tvær siðast töldu greinar kenndar á um það bil fimmtán tima námskeiði. Að öðru leyti en þessu, sem ég hef verið að telja upp, er öll kennslan i Bændadeild bókleg. —En hvernig er þetta i Fram haldsdeild? — t Framhaldsdeildinni er hins vegar reynt að leggja meiri áherzlu á verklega þjálfun i ýmsum greinum. Þar eru tekin námskeið bæði á milli fyrsta og annars hluta og annars og þriðja hluta. Enn fremur fara nemendur búið að vera á döfinni að koma hér upp veglegri skólabyggingu. Fyrsta fjárveitingin kom árið 1957, en á verkinu var byrjað árið 1965, ef ég man rétt. Núna stendur þetta þannig, að lokið er að mestu fyrsta áfanga, sem við köllum.en það er heimavistarálma með 56 nemendaibúðum, tveim einstakl- ingsibúðum, snyrtiaðstöðu fyrir nemendur og annað slikt. Nú i haust er verið að gera fokheldan annan áfanga, sem er matsalur, eldhús og nemendaibúðir fyrir 26 menn, ásamt ibúðum fyrir matráðskonu og_ starts'stúlkur. Þetta eru tveir áfangar af fimm, sem búizt er við, að byggingin skiptist niður á. Þeir þrir, sem eftir eru, verða *á kennslu- húsnæði, skrifstofur fyrir starfs- menn og kennara,og svo að lokum leikfimi- og hátiðasalur. — Er nokkuð farið að hilla undir, hvenær þessu mikla verki verður lokið? — Um það er ekki auðvelt að spá á þessu stigi málsins. Hins vegar finnst okkur hér mjög nauðsynlegt að geta lokið alveg öðrum áfanga fyrir næsta skóla- ár, þvi aðstaða okkar til mat- seldar og sölu fæðis hér á staðnum er orðin mjög slæm, enda er hér búið við sömu aðstöðuna i þeim efnum siðan um 1940,og má nærri geta, að sumt er orðið harla úrelt og samræmist engan veginn þeim kröfum, sem nú eru gerðar um þægindi fyrir starfsólk og eins aðstöðu þeirra, sem kaupa af okkur fæðið, það er að segja nemendurna. Við horfum þvi mjög til þess að geta flutt starfsemi yfir i nýju bygginguna, en hins vegar er augljóst, að kennsluhúsnæði verðum við að nýta hér i gömlu ! Framhald á bls. 19 Skemman á Hvanneyri. 1 henni fór fram fyrsta kennslan þar á staðnum, og hún er langelzta húsið þar nú. Framhaldsdeildar oftast i langa utanlandsför, sem miðar þá að þvi að kynna þeim landbúnað Norðurlandanna. Kennarar og annað starfs- lið — A slikum stað sem Hvann- eyri hlýtur að þurfa fleira til en búfé og nemendur. Hvað eruð þið með margt starfslið? Fastir kennarar eru hér sex eins og er, en auk þess er hér alltaf mikið af stundakennurum. Þess má geta, að einn kennarinn okkar er i leyfi nú i vetur. Svo er auðvitað fast starfslið, bæði á skólabúinu og eins i sambandi við tilraunastarfsemina. Þar er yfir- maður bústjóri og ráðsmaður. Undir hann heyra fjósameistari, fjármaður og tveir til þrir úti- verkamenn. Svo er rekið hér mötuneyti, sem er með um það bil eitt hundrað manns i fæði þá mánuði, sem skólinn starfar. Þar er matráðskona og fjórar stúlkur henni til aðstoðar. Það eru þannig um og yfir tuttugu manns, sem eru hér i föstum störfum allan ársins hring. — Þið eruð alltaf með sérstakan fjármann — eða er það ekki rétt? — Það hefur alltaf verið ákveðinn maður, sem hefur haft það meginverkefni að sjá um féð. Þeim sið verður að sjálfsögðu haldið áfram. Það er nú einu sinni svo með skepnur, að það verður að vera ákveðinn aðili, sem ber ábyrgð á hverri búfjár- tegund. Auk þess er fjárbú okkar af þeirri stærð, að það sé að nærri lætur hæfilegt verk einum manni að sjá um það. Húsnæðismál — Þú nefndir þarna áðan, að nemendafjöldinn hefði ráðizt af húsnæðinu. Er ekki nýtt hús i smiðum hér hjá ykkur? — Jú, það er rétt. Það er lengi «nnþó b«tfa m«d mildum /ítiónuilm OG ALLT HAND ÞVTGIÐ ÞVOL er bezti þvottalögurinn fyrir uppþvott og allt, sem er handþvegiö. ÞVOL hreinsar dásamlega og fer vel meö hendur yöar. Nýi tappinn auöveldar yöur verkiö. FRI6Q i rmihoia 50S gr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.