Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Föstudagur 17. nóvember 1972 JL OPIÐ ALLAN DAGINN Kaupiö jólagjafirnar itímanlega Eigum jólakerti í úrvali, ásamt postulínsstyttum, keramiki, skraut- speglum og ýmsu fleiru. RAMMAIÐJAN Óðinsgötu 1 Bréf frá lesendum ÞEIR ÞÓTTUST VERA VITRIIt Vorið 1970 birti dagblaðið Tim- inn grein fyrir mig, þar sem ég ræddi nokkuð um skólamál i Skagafirði. Lýsti ég þar andstöðu minni gegn því að aðalskóli Fram-Skagafjarðar væri i Varmahlið, en benti á sléttlendið austan Grundarstokksbrúar, sem ákjósanlegan skólastað og i sam- bandi við Réttarholtslaug, en þar er mikil jarðhitavon, 20-30 stiga hiti við yfirborð að sögn heima- manna. Lét ég þau orð falla, að þarna væri skóli i hæfilegri fjar- lægð frá verzlunar- og iðnaðar- þorpinu Varmahlið. Um þetta leyti var ráðinn skólastjóri að unglingaskóla, sem rekinn hefur verið sem bráða- birgðaskóli i félagsheimilinu Mið'- garði i Varmahlið. Maðurinn var Rafgeymir 6B1ÍKA — 12 volta 317x133x178 m/m 52 amþertimar. Sérstaklega framleiddur fyrir Ford tortina. SÓNNAK rafgeymar i úrvali ARAAULA 7 - SIMI 84450 ■■ IIII. .lilljiSi.li.. Ragnar Arnalds, landsþekktur maður og að öllu góðu. Veturinn 1971 var birt viðtal við hann i blaðinu „Skagfirðingi” um skóla- mál i Skagafirði. Meðal annars var hann spurður hvort hætta væri á að Varmahlið yrði verzl- unar- og iðnaðarþorp i framtið- inni. Taldi hann, sem hinn alvisi, að svo mundi ekki verða, og Varmahlið eiga að verða menn- ingarstöð héraðsins með sina skóga og náttúrufegurð. Þegar ég las þetta viðtal sá ég, að grein min hafði verið lesin, þó aldrei hafi hreinskilningslega verið á hana minnzt i ræðu eða riti, en þess i stað fenginn maður ókunnur öllum staðháttum til að andmæla minni hugmynd. Hvernig hefur svo framvinda mála i Varmahlið verið siðan. Hafa ekki veriö byggðar nokkrar ibúðir og trésmiðaverkstæði og er ekki ráðgert að tilvonandi hey- kögglaverksmiðja verði reist i Varmahlið? Það er ánægjulegt að sjá þarna risa sveitaþorp, en eftir þvi sem það stækkar verður það ómögulegri staður fyrir aðalskóla skagfirzkra sveita, varð það raunar um leið og þar komu verzlanir og sérstaklega félags- heimilið. Þau eiga að minu viti að kallast ómenningarstöðvar, eru rekin allflest með peningasjónar- mið fyrir augum, dansskemmt- anir með misjöfnum hljóm- sveitum, sem aðallega er boðið upp á með tilheyrandi gos- drykkjasulli, rándýru. Þetta væri nú gott og blessað, þó fátæklegt sé, ef ekki væru uppi einstaklingar, sem setja skrilsvip á þær með áfengisdrykkju og ófriði svo lifshætta stafar af. Er skemmst að minnast vetúrnótta- fagnaðar á einum skemmtistaðn- um nú i haust, er flaska kom aðv- Ifandi i höfuð stúlku svo hún féll i rot, — hrein tilviljun að ekki var þar dauðaslys. Þetta framánsagða (upplýst á áfengisvarnanefndafundi á Skr. 22. október s.l.) ásamt mynd af fyrirhuguðum stórskóla við hlið ómenningarstöðvarinnar Mið- garði i Varmahlið, i blaðinu „Mjölni” með grein um skagfirzk skólamál eftir Ragnar Arnalds nú fyrir skömmu, varð til þess að ég gat ekki orða bundizt. Slika stórbyggingu á ekki að reisa i Varmahlið, heldur á slétt- lendinu austan Vatna, þar yrði hún sannkallað stolt Skagfirð- inga, hinar glæsilegu byggingar myndu hrifa vegfarendur, en það sem skipti mestu máli, — ungu kynslóðirnar, sem þaðan útskrif- uðust, mundu ætið minnast menningarseturs i fögru og ró- legu umhverfi. Uppsprettan i Bygghól býður upp á neyzluvatn eins og það getur bezt verið og i Réttarholtslaug biður heita vatnið. Varmahliðssinnar geta með réttu státað af fögru útsýni þaðan, en næsta nágrenni er nauðaljótt, en ekki langt að fara með nemendur i átthagafræði- timum vestur á Reykjahól, þegar vegurinn yfir Hólminn verður kominn þráðbeinn austur yfir. Ég er undrandi að sá vegur skildi ekki vera látinn sitja fyrir öðrum nýbyggingum i Skagafirði s.l. sumar. Umferð um Hólmaveg er mjög mikil og fer vaxandi innan héraðs. Væri gerð samvizkuleg skoðanakönnun um, hvort skólinn skyldi vera i Varmahlið eða austan Vatna, i þeim hreppum, sem hlut eiga að máli, er ég viss um að sá eystri yrði valinn. — Skiljanlega myndu Seylhrepp- ingar ekki samþykkja það. Þeir hefðu sérskóla fyrir skyldunámið, að öllum likindum, eins og Helgi Eliasson sagði, er ég minntist á þetta mál við hann. Má vera að Varmahliðarþorp eigi eftir að stækka, svo að þar þurfi annan stórskóla (með 100 nemendur eða meira). Ef hreppar sýslunnar byggðu þar stórskóla nú, gæti svo farið, að þeir lentu i slæmum vitahring, yrðu að stækka hann eða byggja annan skóla. En væri stækkun heppileg i viðbót við allt að 200 nemenda skóla, sem verður þegar i stærra lagi? Mig« minnir að Ragnar Arnalds hafi sagt, að heppilegri væru frekar fámennir skólar, þar s^m kenn- ararnir þekktu hvern nemanda. Einn kennarinn lét þau orð falla i prentuðu máli, að fáguðu kennslutækin, sem nýtizkuskól- arnir hefðu nú, væru ekki beztu kennslutækin, heldur kennarinn sjálfur. Hér er alvörumál á ferð, — að ráðast i tuga- og hundruð milljóna króna byggingar, þar sem mennta á skagfirzka æsku um alla framtið, þær verða ekki flutt- ar til siðar. Ég fullyrði, að breyt- ing á fyrirhuguðum skólastað hefði ekki áhrif til lækkunar á framlagi hins opinbera, nema siður væri. Einnig að landeig- endur austan vatna yrðu við- semjanlegir. Að endingu skora ég á mennta- málaráðherra ásamt áfengis- varnarráðuneytinu að láta þetta mál til sin taka og koma vitinu fyrir Skagfirðinga. Sunnuhvoli 31. október 1972 Friðrik Hallgrimsson, (i áfcngisvarnanefnd Akra- lirepps.) ¥Om UERKSTÆÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. SKEIFUNN117 SÍMI 85100 MERKSTÆÐIÐ SVEINN EGILSS0N H.F. SKEIFUNN117 SÍMI 85100 (ELECTRONISK TÆKI) Við getum nú boðið viðskiptavinum okkar hjóla- og jafnvægisstillingar með fullkomnustu rafeinda-stillitækjum, sem völ er ó. Hin nýja tækni gerir okkur kleift að hjólastilla ALLAR TEGUNDIR FÓLKSBIFREIÐA Forðist óþarfa hjólbarðaslit svo og stýristitring. ÖRUGG ÞJÓNUSTA. NYÞjónus RAFEINDASTILLING Höfum tekið í notkun ný rafeindatæki til mótorstillinga Blósið úr blöndung FYRIR ALLAR TEGUNDIR BIFREIÐA. Stilltir ventlar. Mótorstilling innifelur Ath. viftureim. eftirfarandi: (ELECTRONIC MOTOR TESTER) Skipt um kerti, platínur, Skipt um lofthreinsara. þétti og straumdeili. Skipt um kertaþræði. Mæla upp benzíndælu. Ath. straumloku. Mæla rafgeymi. VIÐGERÐIR Á RAFKERFI s.s. störturum, rafölum, straumlokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.