Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. nóvember 1972 TÍMINN 15 „Nei, biddu nú hægur góði minn,” sagði Betteson, „þetta samþykki ég aldrei!” „Ég er búinn að velta fyrir mér öllum möguleikum, og mér finnst þessi beztur.” „Já, það finnst yður, en ég er ekki á sama máli,” svaraði Betteson æstur. „Ég hef átt heima i þessu landi í þrjátiu ár og konan min hefur aldrei sofið hjá innfæddum eða blendingsstelpum, og það mun hún heldur ekki gera núna!” „Sjáið nú til, Betteson,” sagði Portman. „Undir þessum kringum- stæðum —” „Látið þá yðar konu gera það!” sagði Betteson. „Hvers vegna segið þér ekki yðar konu að sofa i sama tjaldi og innfædd stelpa og beldning- ur?” Portman átti ekkert svar við þessu. Hann hefði ef til vill getað borið þvi við, að frú Betteson væri rugluð og tæki ekki eftir, hverjir væru i tjaldinu með henni, en það þorði hann ekki. „Látið yðar eigin konu gera það,” hélt Betteson áfram. Paterson dró sig út úr samræðunum og fór að gæta að tjaldstögunum og stengja, þar sem þess þurfti. Hann gerði sér ljóst, að ekki var hægt aðkomasthjá þessháttar árekstrum, en hann hafði enga löngun til að blanda sér inn i þá. Við siðasta tjaldið rakst hann á Connie og móður hennar. Betteson var enn að hrópa eitthvað um, að konan hans væri lfklega jafngóð hin- um. „Ef einhver vandræði eru, vil ég gjarnan sofa i sama tjaldi og ungfrú Alison,” sagði Connie. „Ég held nú siður, þvi að það vil ég bara alls ekki hafa,” sagði frú McNairn. „Það liggur lang beinast við, mamma!” „Það liggur hreint ekkert beint við!” „Þvi ekki það?” spurði Connie. „Þrjár stúlkur saman i tjaldi. Maður skyldi halda, að það væri i lagi.” „Það er langt frá þvi að vera i lagi, þvert á móti er það mjög óviðeig- andi! ” „Hvers vegna óviðeigandi?” „Þú skalt ekkert vera að rökræða um, hvernig og hvers vegna það er óviðeigandi. Þetta mál ræðum við ekki frekar!” „Leyfðu mér þetta, mamma! ” sagði Connie biðjandi. „Ég vil miklu heldur sofa með þeim i tjaldi, en ykkur.” „Þvilikir gullhamrar!” sagði frú Portman. „Min kona gerir það að minnsta kosti ekki,” sagði Betteson ákveð- inni röddu. Að frú Betteson undanskilinni hafði allur hópurinn safnazt saman við eitt tjaldið i áköfum samræðum. Litlu siðar dró majór Brain sig i hlé og fór sina leið. Frú McNairn og Portmanhjónin voru innst inni sömu skoðunar — frú Betteson var jú hálfrugluð og sæi varla mun á hvitum og lituðum, úr þvi hún fann ekki muninn á brauði og þurru bambus- preki, og þvi þá ekki að láta hana sofa með þeim lituðu? En þetta álit þorðu þau ekki að láta koma beinlinis i ljós, þvi að Betteson var alveg utan við sig og hrópaði i æsingi til að verja heiður konu sinnar, svo broslegtsem það nú var, þegar tillit var tekið til samkomulagsins milli hjónanna. „Segið mér, ætti Connie ekki sjálf að hafa ákvörðunarrétt?” spurði Paterson. „Það finnst yður, af þvi að það hentar yður! ” „Já, en guð veit, að ekkert er athugavert við þetta, mamma,” endur- tók Connie. „Þegar hún fékk að ráða sjálf,” sagði frú McNairn hörkulega, „sáum við afleiðingarnar vist nógu greinilega.” „Heyrið mig,” greip Portman inn i, „ég er búinn að finna lausn: Við hjónin getum sofið i bilnum.” „Það er engin lausn,” sagði Betteson, „það er ekki annað en að fara i kringum vandamálið.” „Arangurinn varð sá, að durtur eins og þér meðhöndluðuð hana eins og skitinn undir fótum yðar!” Frú McNairn var byjuð á eftirlætisum- ræðuefni sinu. „Og nú ætlið þér að bita höfuðið af skömminni með þvi að koma enn verr fram við hana, en þaðskal yður ekki —” „Gætuð þér ekki hlift okkur við svona nokkru! ” greip Portman inn i. Frú Portman fannst mikið til um það jafnaðargeð, sem Paterson sýndi. Hún starði á hann, heilluð af persónuleika han's. „En i þetta skipti skal yður ekki takast að auðmýkja dóttur mina,” hélt frú McNairn áfram. „Og ekki heldur konuna mina!” bætti Betteson við. „Það langar engan til að auðmýkja dóttur yðar,” sagði Paterson ró- lega og bætti siðan við við Betteson: „Eða konuna yðar. Hvorki ungfrú Alison eða Nadia láta sér slikt til hugar koma.” „Ég vona yðar vegna, að yður hafi ekki dottið það i hug heldur. Þér eruð ekki lengur i Englandi, þar sem hægt er að leyfa sér hvað sem er gagnvart ungum stúlkum. Þér eruð i Burma, herra Paterson, og hér eru sliku gefnar gætur.” Frá bálinu heyrðist skyndilega hár og skerandi hláturinn i frú Bette- son. Hann hljómaði svo sem prýðilega á eftir málæðinu i frú McNairn, og Paterson gat ekki varizt brosi. „Ég get ekki þolað, að þér standið þarna og hlæið að mér! ” Connie brast allt i einu i grát, og frú Portman tók um axlirnar á henni og fór með hana afsiðis. Frú McNairn fórnaði höndum i mótmælaskyni við þessa óviðeigandi tilfinningasemi dótturinnar, og við það komu bæturnar undir höndum hennar greinilega i ljós. Betteson liktist mest mannýgu nauti, hann hafði sett hausinn undir sig eins og hann hefði i hyggju að ráðast á einhvern. Svitinn bogaði af andliti hans. Það er hart að geta ekki verið laus við svona nokkuð, hugsaði Port- man. Þaðer eins og meirihluti fólks þekki ekki sæmilega mannasiði og tilhlýðilega hegðun. „Þér eruð sá ruddalegasti maður, sem ég hef á ævi minni kynnzt,” hélt frú McNairn áfram. „Þér kunniðekki að skammast yðar! ” Nú var Portman nóg boðið, hann sneri frá. Paterson kallaði á eftir honum: „Portman, gætuð þér ekki hjálpað Brain við siðasta tjaldið. Þið þurf- iðað flýta ykkur þvi eftir hálftima verður orðið dimmt.” „Ég skal gera það,” svaraði Portman. „Verið alveg rólegur! ” Paterson lagði af stað. „Þar að auki eruð þér of mikil lydda til að vera kyrr og hlusta á það, sem ég er að segja. Fólk af yðar tagi þolir ekki að heyra sannleikann! ” Frú McNairn brast i gráti. I sama bili kvað aftur við skrækur og bjánalegur hláturinn i frú Betteson, sem ennþá var við bálið. 1 þetta skipti stökk Paterson ekki bros. „Drottinn minn, hve ég óska þess heitt, að við hefðum ekki farið að hafa samflot. Þá hefðum við verið laus við yður,” kjökraði frú Mc- Nairn. Lárétt Lóðrétt 1) Stafir,- 6) Æð. 8) Sáta,- 10) Hamingjusöm,- 12) Samteng- ing,- 13) Sex,- 14) Drif,- 16) Starf.- 17) Dreifi,- 19) Dýra.- Lóðrétt 2) Hress.-3) Nes.-4) Svei,- 5) Hóp,- 7) Fugl - 9) Korn.- 11) Lifstið,- 15) Fiskur,- 16) Skyn- semi, 18) Borðaði - Ráðning á gátu No. 1260 Lárétt 1) Skánn,- 6) Áma.- 8) Löt - 10) Más,- 12) Ær,- 13) Læ,- 14) Tal,- 16) Alt.- 17) Æst,- 19) Ástin,- 2) Kát,- 3) Ám,- 4) Nam,- 5) Olæti,- 7) Ósætt.- 9) Ora.- 11) Áll.- 15) Læs,-16) Ati.- 18) ST,- [/ y % y í |i [> j r ' \n n ifi 'V -rr ■17“ u D R E K I A eynni.... Orói meðal sjalfgæfra vina, sem lifa saman i bróðerni. M Isliði ■ FÖSTUDAGUR 17. nóvember. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr.dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morg- unleikfimi kl. 7.50. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir heldur áfram að segja sögu sina „Helgi stendur i striðu” (5) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Hjálp og verndkl. 10.25: Séra Arelius Nielsson talar um starf- semi Bindindisráðs krist- inna safnaða. Morgunpopp kl. 10.40: Carlos Santana og Byddy Miles syngja og leika. Fréttir kl. 11.00. Tón- listarsagan Endurt. þáttur Atla Heimis Sveinssonar. Kl. 11.35: Hljómsveitin Philharmonia leikur Sin- fóniu nr. 2 i h-moll eftir Borodin: Nicolai Malko stj. 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Við sjóinn. Ingólfur Stef- ánsson ræðir við Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing um loðnumerkingar o.fl. (endurt.) 14.30 Siðdegissagan: „Gömul kynni” eftir Ingunni Jóns- dóttur Jónas R. Jónsson á Melum les (2) 15.00 Miödegistónleikar: Sönglög. Dorothy Waren- skjold syngur lög eftir ýmsa höfunda. Nicolai Gedda syngur sænsk lög við undir- leik Filharmónisveitarinnar i Stokkhólmi sem Nils Gre- villius stj. 15.45 Lcsin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið örn Peter- sen kynnir. 17.40 Tónlistartimi barnanna. Þúriður Pálsdóttir sér um timann. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 F'réttir. Tilkynningar. 19.20 Kréttaspegill. 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristj- ánsson sér um þáttinn. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar islands frá kvöldinu áður. Stjórnandi: Dr. Róbert A. Ottósson. a. Sinfónia nr. 39 i ES-dúr (K543) eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. b. Sinfónia nr. 1 i D-dúr „Titan” eftir Gustav Mahler. 21.35 Einvigi aldarinnar Guð- mundur Danielsson rithöf- undur les úr nýrri bók sinni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Útvarpssagan: „Útbrunnið skar” eftir Graham Greene Jóhanna Sveinsdóttir les þýðingu sina (12) 22.45 Lög unga fólksins Sigurður Garðarsson kynn- ir. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 17.nóvember 1972 20.00 Fréttir 20.25 Ve'ður og auglýsingar 20.30 Róöur . Kvikmynd, gerð af Þorgeiri Þorgeirssyni, i veiðiferð með litlum fiski- báti. 20.55 Fóstbræður. Brezkur sakamálaflokkur. Hættu- spil. Þýðandi Vilborg Sigurðardóttir. 21.50 Sjónaukinn Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.