Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 17. nóvember 1972 Vikurkauptún liggur i fiigru umhverfi. Feröamenn, crlendir sem innlcndir, koma þangaö i æ ríkari mæli. Sakir náttúrufegurö- ar og fjölbreytilegra staöhátta sækir fólk þangaft i friuin og um helgar á sumrin og meö tilkomu hringvegarins verftur Vik senni- lega aöaláningarstaöur feröafólks á Suöurlandi. Vik er liluti af Hvammshreppi, sem tclur 5110 ihúa, en i kauptúninu býr um :tS0 manns. Með þetta i huga var haft sam- band við oddvita Hvammshrepps, séra Ingimar Ingimarsson. Hann er Norður-Þingeyingur að ætt, fæddur 24. ágúst 1929, byrjaði prestskap á Raufarhöfn 1953, en var siðan á Sauðanesi frá 1955 til 1965, að hann fluttist til Vikur. Séra Ingimar hefur alltaf stundað kennslu með prestskapnum, en oddviti i Vik hefur hann verið frá 1970. Hann er kvæntur Sigriði Sigurgisladóttur, ættaðri úr Mýr- dal, og eiga þau limm börn. — Hvað er nú helzt á döfinni hjá ykkur i Vik, séra Ingimar? — Það má segja að það sé sitt af hverju. Við höfum t.d. verið að endurnýja holræsakerfi þorpsins, og er þvi verki að mestu lokið. Þá var aðalgatan i þorpinu, um 420 m, steypt á s.l. ári og unnið hefir verið að undirbúningi lagningar oliumalar á aðrar götur. 1 athug- un er að láta aka oliumölinni austur i vetur og ganga frá henni næsta sumar, en hana ku mega geyma mánuðum saman. lleildarkostnaður við þessar framkvæmdir allar er áætlaður um H milljónir. — Reynist þetta ekki örðugt svo fámennu sveitarfélagi? — Við finnum ekki svo mikið fyrir þvi. Enn sem komið er hefir kostnaðurinn verið töluvert undir áætlun.og við höfum ekki þurft að taka nein lán að ráði, þótt þegar sé búið að fjárfesta i þessu um 5 milljónir. Mjög hagkvæmt hefir reynzt fyrir okkur að steypa öll rör i holræsin á staðnum, en steypustöð er rekin af hreppnum og skilaði hún verulegum hagnaði á siðasta ári og viröist svo ætla að verða einnig i ár. — Eru einhverjar meiri háttar byggingarframkvæmdir fram- undan hjá ykkur? — Þetta kauptún hefir lengi setið við lakara borðið um skóla- húsnæði,og má segja, að það sé litið betra en fyrir 50-60 árum. Barnaskólinn i Vik er dálitið óljóst hugtak hjá ýmsum, og i raun og veru hefir hann aldrei verið opinberlega viðurkenndur af fræösluyfirvöldum sem slikur. t stuttu máli er skýringin sú, að hús það, sem nú er kennt i, var byggt að hluta um 1910 og þénaði þá sem skóli. Var þetta látið duga, að visu með smávegis viðbót, allt til ársins 1965, án nokkurs styrks eða húsaleigu frá' þvi opinbera. Þegar hér var kom- ið sögu var flestum, en þó ekki öllum, orðið ljóst, að húsrými gamla skólans var löngu orðið of litið. Var þá ákveðið að prjóna við gamla húsið og arkitekt fenginn ' til þess arna. Viðbótin varð dans- salur, eldhús og leiksvið, sem sagt gamli skólinn var allt i einu orðinn að sæmilegu félagsheimili, en húsnæðisþörf skólans var svip- uð og áður. Annað kom einnig til, miður gott, að húsið fékkst hvorki viðurkennt sem skóli né félags- heimili af réttum aðilum,og þar af leiðandi var ekki um nein fjár- framlög að ræða frá þvi opinbera. Þetta nefni ég aðeins til að undirstrika, að Vikurskólahverfi hefir verið mjög svo sniðgengið meö framlög til skólabygginga, og að núverandi aðstaða er þaö léleg, að ekki verður lengur við unað. Við höfum haft hér góða kennslukrafta og ágætan skóla- stjóra, Björn Jónsson, sem hætti nú i haust. Ungur og áhugasamur skólastjóri, Jón Ingi Einarsson, hefir tekið við skólastjórninni og með honum starfa kennarar, sem ætlast má til mikils af. Er þvi sannarlega mál til komið að skapa þeim bætt vinnuskilyrði og nemendum betri aðbúnað. Unnið er að undirbúningsframkvæmd- um þessa dagana,enda stefnt að þvi að byrja á nýjum skóla á næsta ári. Fé hefir verið veitt til skólans á fjárlögum siðastliðin tvö ár, en kostnaður er lauslega áætlaður um 40 milljónir. Gert er ráð fyrir sundlaug við skólann, en að leikfimi verði kennd i sal félagsheimilisins fyrst um sinn. — Nýjar tillögur hafa verið lagðar fram um skólamál á Suð- urlandi? Hvað sýnist þér um þær? — Já, einmitt um svipað leyti og verið var að undirbúa skóla- byggingu hér bárust okkur þessar tillögur frá menntamálaráðu- neytinu. Við hér erum ekki fylli- lega sáttir við þessar tillögur, þótt þær séu i megin-dráttum spor i rétta átt. En til þess er ætl- azt, að þær séu ræddar og gerðar við þær athugasemdir eftir að- stæöum, og það hefir bæði fræðsluráð V.-Skaft. og Skóla- nefnd Vikurskólahverfis gert mjög ákveðið. Það, sem ber á milli, er i stuttu máli það, að samkvæmt tillögun- um stendur til að flytja alla nemendur héðan á 8. og 9. náms- ári út að Skógaskóla þ.e.a.s. 2. bekk unglingaskóla og 3. bekk gagnfræðastigs. Þetta tel ég verulegt spor aftur á bak,og við viljum, að skyldunámið, sam- kvæmt nýja grunnskólafrum- varpinu, verði leyst hér heima, eða 8. og 9. námsár. Fram til þessa höfum við orðið að lúta þvi ófremdarástandi að þvæla börn- um okkar milli þriggja skóla. Ekki er ég viss um, að allir upp- eldisfræðingar vilji mæla með þvi. Ég held að mál sé til komið að breyta fremur til betri vegar. — Er um einhverja frekari uppbyggingu að ræða hjá ykkur? — Vissulega hyggjum við á uppbyggingu á sem flestum svið- um, enda bendir og margt til þess, að um fjölgun ibúa verði að ræða á næstu árum. Með tilkomu hringvegarins má ætla, að sam- göngur batni tií muna við nær- liggjandi sveitir og landfræðileg lega Vikurkauptúns höfðar greini lega til aukinnar umferðar og byggðar,og mun þá um leið meiri þörf fyrir ýmis konar þjónustu. Má þar nefna aukið hótelrými, meiri verzlun, betri læknisþjón- ustu o.fl. Allir þessir þættir þurfa Föstudagur 17. nóvember 1972 TÍMINN n að aukast verulega frá þvi sem nú er. — Þú nefndir betri læknisþjón- ustu. Er eitthvað fyrirhugað i þeim málum? — Já. Á fundi, sem boðað var til i Vik i ágúst i sumar, sam- þykktu oddvitar allra hreppa i V.- Skaftafellssýslu i einu hljóði, ásamt oddvita A.-Eyjafjalla- hrepps, alls átta hreppa, að heilsugæzlustöð skyldi reist i Vik. Með þessu samkomulagi er, að minni hyggju, stefnt að betri læknisþjónustu fyrir þetta svæði, auk þess sem vafalaust mun auð- veldara aðútvega lækna til starfa að stöðvunum, þar sem þeir geta verið fleiri saman, eins og dæmin raunar sanna. Engum blandast hugur um, að stöðin eigi að risa i Vik, sem er svo til miðsvæðis milli Markárfljóts og Kirkju- bæjarklausturs. Akveðið er, að hjúkrunar- og dvalarheimili aldr- aðra risi hér i Vik á næstunni og styður það einnig þetta mál. Þá má geta þess, að við hér i Vikurlæknishéraði höfum fullan hug á að búa betur að lækni okk- ar, Vigfúsi Magnússyni, sem nú er i árs frii, en við vonum að komi aftur að leyfi loknu. Sótt hefir verið um fjárframlag i nýjan læknisbústað, og ég veit ekki bet- ur en fjárveiting fáist, þar sem heilbrigðisráðuneytið hefir gert ráð fyrir ákveðnu framlagi. — Hvað um Kötlu? Eru allir austur þar hættir að hugsa til hennar? — Ekki held ég það, a.m.k. ekki gamla fólkið, sem man þau ósköp er á dundu 1918. Vist gæti sú gamla farið að rumska hvað úr hverju, ef mark skal tekið á háttalagi hennar gegnum aldirn- ar, en talið er,að hún hafi brotið af sér hýðið á um hálfrar aldar fresti. — Er talið að byggð i Vik sé i hættu i Kötluhlaupi? — Það er sannarlega talin hætta á þvi. Fyrir nokkuð mörg- um árum var byggður varnar- garður úr sandi, en fróðir menn telja að meira þurfi að gera, og fyrir liggja greinargerðir jarð- fræðinganna Jóns Jónssonar og Sigurðar Þórarinssonar um það. Nú liggur fyrir beiðni hjá fjár- veitingarvaldinu um, að veitt verði nauðsynlegt fé til byggingar grjótvarins varnargarðs austan kauptúnsins,er nái frá Vikurkletti til sjávar. En brýn nauðsyn er á slikri vörn vegna byggðarinnar i Vik. Gerð hefur verið kostnaðar- áætlun yfir garðinn og er hún að fjárhæð kr. 6,8 milljónir miðað við, að garðurinn sé 6 metrar á hæð og 750 metra langur. (það samsvarar verði á einu sæmilegu ibúðarhúsi i Reykjavik, ef ein- hverjum blöskrar). — En hvað um atvinnumálin hjá ykkur? — Það er von að spurt sé, þvi þar liggur raunar undirstaða flestra annarra framkvæmda. Hér eru rekin tvö þjónustufyrir- tæki,Kaupfélag Skaftfellinga og Verzlunarfélag V.-Skaft. Það fyrrnefnda rekur myndarlegt tré- smiðaverkstæði og bifreiðaverk- stæði með fjölda starfsmanna. Prjónastofa hefir verið starfrækt hér i nær tvö ár með góðum árangriiOg hefir þar með skapazt visir að léttum iðnaði og er stefnt að sliku i vaxandi mæli. Lóran- stöð er á Reynisfjalli, sem veitir þó nokkrum mönnum atvinnu.og fleira mætti vafalaust tina til. Okkar stærsta mál er og hefur verið höfn við Dyrhólaey eða hér i grennd. Að þvi ber að stefna og verður væntanlega fyrr en seinna. Min persónulega skoðun er, að leggja eigi áherzlu á að byggja litla fiskihöfn til að byrja með. Slikt mundi valda hér bylt- ingu atvinnulega séð. Fljótur skyldi ég verða til að fá mér trillubát, þótt ég kannski með þvi gerði ekki stórar kúnstir til gjald- eyrisöflunar. En nógu margir yrðu vafalaust til að sjá fyrir hin- um afkastameiri fleyjum. Afkoma hvers sveitarfélags byggist fyrst og fremst á þvi, sagði séra Ingimar að lokum, að takast megi að skapa sem mesta atvinnumöguleika fyrir ibúa þess og vera stöðugt vakandi fyrir heppilegum nýjungum, annars er hætta á stöðnun. Greinilegt er, að forráðamenn Vikurkauptúns vilja leggja áherzlu á uppbyggingu og for- forðast stöðnun^ig með þeim orð- um óskar blaðið ibúum Hvamms- hrepps velfarnaðar á komandi árum. Lýsistrata á stælskóm Húsmóðir nokkur í Aþenu, Lýsistrata að nafni, sem virðist hafa harðara bein i nefinu og meira vit i kollinum en allir aþenskir karlmenn samanlagt, kveður sér hljóðs og gerir heyrumkunnugt, að timi sé til þess kominn; að binda skjótan enda á þann fórnfreka ófrið, sem geisað hefur á Pelopsskaga i meira en tuttugu ár. Þar sem hún treystir hvorki forsjá karlþjóðar- innar né stjórnvizku, sér hún, að góð ráð og róttæk eru nú dýr. Eina leiðin til að bjarga hnipinni þjóð úr vanda er sú, að konur taki stjórnvölinn i sinar hendur. Almennur samblástur er nú gerður meöal kvenna um Pelops- skagann þveran og endilangan og á Lýsistrata vitaskuld frumkvæð- ið að þvi. Til að koma körlum sin- um á kné, sverja konur þess dýr- an eið, eftir nokkuð þóf og vanga- veltur, að afrækja með öllu hjúskaparskyldu, eða með öðrum orðum, að neita bændum sinum um tilskilda bliðu. Þvi næst legg- ur Lýsistrata undir sig Akrópólis, læsir fjárhirzlum rikisins og hyggst með þvi kænskubragði stöðva fjárfrekan styrjaldar- rekstur. Snillingur orðs og æðis, hann Aristófanes, leikur hér á pipu sina, sem persónur hans dansa eftir bæði létt og listilega. Hvert atriði öðru spaugilegra, hver klipan annarri kostulegri, hver leikfléttan annarri margþættari og meistaralegri rekur aðra. Orvarskotum háðfuglsins griska rignir miskunnarlaust yfir hverja konukind, sem komin er að þvi að guggna og gefa sig heilbrigðu hvatalifi á vald. Kórar tveir, sem leikskáldið et- ur saman, eru til stórkostlegs fyndnisauka. Annan fylla öldung- ar, en hinn gamlar konur, sem snúizt hafa á sveif með Lýsi- strötu. Orðaskipti þeirra eru bæði smellin og safarik, enda fátt um finar kveðjur. Enda þótt sú mikla togstreita, sem heitstrenging kvennanna og aðgerðir valda, veki óspart hlát- ur, fer viðs fjarri, að þessi frum- legi sjónleikur sé innantómt grin og glens á Arnold og Bach-visu, með sinnepi eða sósu. Stað- hæfingu þessari til frekari stuðn- ings, má benda á aöalpersónu leiksins, Lýsiströtu sjálfa. Hún er fulltrúi mannvits og menningar. Hún flytur mál sitt af rökfestu og skynsemi og gefur aldrei á sér höggstað enda fer hún að lokum með sigur af hólmi. Margt er hnittilega orðað og mörgu er spaugilega fyrirkomið og samanflækt, en bezt nýtur fyndni Aristófanesar sin senni- lega í orðasennum kóranna tveggja, svo og I atriðinu fræga, þar sem Myrrhina beitir kvenleg- um klækjum og kynþokka til að æsa I maka sinum frygðareldinn, unz han er oröinn að logandi báli, sem læsir sig um allan likama manngreysins og limi, svo að hann þolir naumast við. En þegar til hvilubragðanna kemur, hleypst béfuð tófan brott frá öllu og skilur mann sinn eftir með sárt enni og aðra likamshluta enn verr á sig komna. Lýsistrata kann sannarlega ráð, sem hrifa, enda er kven- mannsleysið margra meina bót. Það lamar svo vigamóð Aþeninga og Spartverja, að þeir sliðra sverðin og setjast sjálfviljugir viö samningsborðið, þar sem vanda- sömustu þrætumál, er færustu slægvitringar höföu gefizt upp á að glima við, virðast nú auðleyst, ef ekki sjálfleyst. Flestir dást að höfundi Lýsi- strötu fyrir hispursleysi hans og bersögli, friðarboðskap og skop- visi, en þó einkum fyrir meistara- lega úrvinnslu úr frumlegu efni. Dirfska hans, bæði i orði og æði verður skiljanlegri, þegar mönn- um er bent á, að leiksýningar til forna i Grikklandi voru aðeins ætlaðar karlmönnum, en konum og börnum hins vegar bannaður aðgangur. (Og hvernig veit ég þetta, kynn'i ein'hver gárungi eða yfirborösgosi að spyrja? Nú ein- faldlega vegna þess að ég hef set- ið lengi á skólabekk og stööugtles- ið bækur og meira segja ekki þótt það vera fyrir neöan virðingu mina að fletta upp i alfræðiorða- bókum). Aristofanes var ekki aðeins eitilharöur ihaldsmaður af gamla skólanum heldur einnig einlægur aðdáandi gömlu „aðals- manna”stjórnarinnar, sem var i þann veginn að syngja sitt siðasta vers. Góður gamanleikahöfundur er fyrst og fremst andófsmaöur og þjóðfélagslegur gagn- rýnandi á aldarfar og lifs- skotaðnir meirihlutans. Eðli sins vegna er hann alltaf i and- stöðu viö rikjandi stjórnarfar, og Aristofanes var engin undantekn- ing i þessum efnum, nema siður væri. Hann mat t.d. litils lýðræði Aþeninga og hafði megnustu fyrirlitningu á lýðskrumurum á borð við Kleón, sem stefndu að þvi að færa út kviarnar, leggja undir sig ný lönd, eða ástunduðu með öðrum orðum purkunarlausa nýlendu- og heimsvaldastefnu og það var kannski engin furða, þar sem lýðfrjálsir borgarar i Aþenu fylgdu leiðtogum sinum af alhug i þessum málum. Þótt það kunni að koma nútimamönnum spánskt fyrir sjónir áttu lýðræðissinnar i Aþenu til forna enga ósk heitari né hug- sjón æðri, heldur en að hernema lönd og drottna yfir sem flestum þjóðum. Aristofanes barðist ötul- lega gegn landvinningabrölti landa sinna og risti „lýðræðisleg- um” hernaðarsinnum og her- möngurum miskunnarlaust djúp- ar háðrúnir. Góöskáldið griska áleit, að borgrikinu væri bezt borgið undir handleiðslu og stjórn manna, er valdir væru eingöngu sakir andlegra yfirburða sinna og óvéfengjanlegra verðleika, ekki sakir ættgöfgi eöa arffenginna sérréttinda. Það var og skoöun hans, að lýðræöi ali af sér fleiri skrumara og snikjudýr, bitlinga- kálfa og meðalmenn, en það hafi i rauninni efni á. Vel má vera, að hann hafi nokkuð til sins máls, enda er ekki fráleitt, að slikt gæti sannast að vissu marki á lýðveld- inu Islandi á vorum dögum. t Glugga útvarpsins komust þær Brynja Benediktsdóttir oe Sigrún Björnsdóttir að þeirri „óvæntu og athyglisverðu” niður- stöðu, að Aristofanes væri betur við okkar hæfi og smekk heldur en Moliére, sem aö þeirra dómi er hins vegar tilgeröarlegur og gef- inn fyrir helztilfyrirferöarmiklar og finar umbúðir. Slík skoöun hlýtur að koma þeim mönnum, sem vel eru lesnir i verkum háð- fuglsins franska eilitið á óvart, þar sem hann þótti á sinni tið heldur óloppinn og óvæginn i árás sinni og gagnrýni á tilgerð og fordild, hégóma og broddborgara- mennsku i hvaða mynd sem er og talaði enga tæpitungu. Jæja, margs verður maður visari með þvi að hlusta á menningarþætti i fjölmiðlunum okkar blessuðum! A ytra borði er allt slétt og fellt, leikhraði ágætur, hópatriðaskip- an nákvæm og þaulhugsuö og dansspor liflega og rösklega stig- in, en við innri kjarna verksins virðist aftur á móti ekki hafa ver- ið lögð sú rækt sem skyldi. Fyrir finni blæbrigðum og lævisri undirhyggju, ef leyfilegt er að nota þetta orð i jákvæðari merk- ingu en almennt gerist, fer hins vegar ekki ýkja mikið. Margrét Guðmundsdóttir er hlutgegn leikkona og samvizku- söm. Hún er samt sem áður ekki að öllu leyti þessu verki vaxin aö mér finnst. Þótt ofmælt sé, að hún slái stöðugt á sama streng, er hitt vist að hún slær ekki á nógu marga til að skapa bráðlifandi Lýsiströtu og eftirminnilega. Þóra Friðriksdóttir, Herdis Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gislason og Bessi Bjarnason leika þokkalega og all- laglega og stundum meira að segja af iþrótt, en þó aldrei af inn- blæstri. Þó ofsagt sé, að þessi allra sið- asta sýning á Lýsiströtu sé það taufrasnauðasta, sem sézthefur á leikvangi atvinnumanna á þess- um tveimur siðustu og verstu ár- um i leiksögu okkar, er hitt jafn- vist, að það er það óinnblásnasta, sem borið hefur verið á borð fyrir okkur á sama tima og var þó ekki mikið um fina drætti fyrir. Einu leikararnir, sem sýna ánægjuleg tilþrif og gera virðingarverða til- raun til að ljá þessum prýöilega gleðileik vængi, eru þeir, sem skipa karlakórinn þ.e.a.s. Árni Tryggvason, Guðjón Ingi Sig- urðsson, Hjalti Rögnvaldsson, Lárus Ingólfsson, Randver Þor- láksson, Sigurður Skúlason og Þórhallur Sigurðsson. Satt að segja gerir leikstjórinn sjálfur þeim óafvitandi óleik. Kvenna- kórinn nýtur sin ekki vegna ófull- nægjandi framsagnar, þessa mikla stéttarböls islenzkra leik- enda. Brynja Benediktsdóttir fellur á eigin bragöi, enda kann það aldrei góðri lukku að stýra að vera of hrifinn af eigin hugmynd, sem er nú kannski ekki svo bráð- snjöll eftir á að hyggja.Þegar öldungarnir ætla að gerast stór- tækir til kvenna og fella klæði i þvi skyni, vekur það almennan hlátur I salnum, en aö láta þá flesta hökta á nærhaldinu einu saman leikinn á enda að heita má, ber hins vegar miður öruggu eða næmu skopskyni vitni.. Hvar er nú kunnáttan, verklagnin og atvinnumennskan? Er i rauninni litill sem enginn munur á henni og áhugamennsku hér á landi, spyr sá, sem sér nú Lýsiströtu i þriðja sinn undir stjórn Brynju Bene- diktsdóttur. Einhverra hluta vegna þykir mér sú siðasta standa hinum fyrri að baki og stafar það áreiðanlega m.a. af þvi, að við hljótum að gera ólikt meiri kröfur til atvinnumanna heldur en áhugamanna. 1 þessa sýningu vantar einmitt þann áhuga og æskublóma, gleði og innri glóð, sem einkenndi öðru fremur túlkun og vinnubrögð bæði menntaskólanema hér i Reykjavik og leikfélagsmanna norður á Akureyri. Þegar tæknin riður svo að segja stöðugt við ein- teyming, er ekki von á glæsileg- um árangri. Kristján Arnason gerir margt prýðisvel, þótt fremur ónæmt brageyra hái honum talsvert á stöku stað. Undirritaður hefur tekið sér það bessaleyfi að styðj- ast svolitið við fyrri skrif sin um Aristofanes og Lýsiströtu á sama hátt og leikstjórinn hefur leyft sér að feta i eigin fótspor á þó nokkr- um stöðum. Auðsætt er að heimtur Þjóð- leikhúsmanna hafa verið frekar slæmar, þegar þeir hafa rekið fé af fjalli á undanförnum árum, einkum hefur vantað ískyggilega mikiðaf gimbrum og öðrum ung- fénaði i fjársöfnun og liggur ekki ljóst fyrir, hvernig bezt veröur ráðin bót á þessu. Þótt ég haf verið litið hrifinn, þykist ég þrátt fyrir það fullviss um, að Lýsistrata eigi lýðhylli visa. Sá, sem þetta ritar sá þriðju sýninguna þ. 12. þ.m. Halldór Þorsteinsson Á myndinni sjáum við kórana á sviðinu, en eins og f flestum griskum leikritum, gegna þeir miklu hlutverki. Timamynd Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.