Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. nóvember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Fratnsóknarflokkuríhn ijijijijSÍ Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-:i:ii;i;i;i arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlssoni£fý£ Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns).;:i:i:i:i:i Auglýsingastjóri: Steingrimur, GislaSc^v, • Ritstjórnarskrif-i:i:i:i:i:i stofur i Edduhúsinu viö LindargötU, simar 1830.0-18306í::::::::i: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs-i;i;i;iiiii ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjaldi:.:i:;:i: X?5 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-íi:i:i:i:i: itakið. Blaðaprent h.f. Eínn var að smíða ausutetur — annar hjá honum sat í þættinum ,,Bein lina” i útvarpinu i fyrra- kvöld svöruðu þeir Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gislason spurningum frá hlustendum. Yfir- leitt voru þeir viðreisnarfélagarnir mjög sam- hentir um svörin. Spurt var um þau þingmál, sem Alþýðuflokkurinn hefur flutt að undanförnu, sagði Gylfi, að það væri nánast ekkert að marka þau, það væru mál. sem ekki ættu að komast i framkvæmd fyrr en eftir marga áratugi,og yfirleitt þýddu þau alls ekki það, sem menn virtust halda við lestur þing- skjala. Svo kom Jóhann til liðs við Gylfa og sannfærði þjóðina um,að i öll þau 12 ár, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði setið i rikisstjórn með Alþýðuflokknum, hefði aldrei orðið vart við það, að Alþýðuflokkurinn hefði nokkurn áhuga á þeim málum, sem þingmenn flokksins væru nú að flytja á þingi. Þannig fór um tilraunir hlustenda til að reyna að finna mun á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins. Þeir félagar reyndust hjartanlega sammála um yfirleitt alla hluti. Munurinn reyndist aðeins vera mismunandi blæbrigði i orðavali. Báðir voru auðvitað sammála um það, að kaup launþega hefði alls ekki hækkað of mikið og efnahagsvandinn stafaði ekki af þvi. Að visu varð Jóhann að afneita skýringum leiðara- höfunda Mbl. á efnahagsvandanum, sem hafa reiknað það skilmerkilega út, hve kaup- hækkanirnar, sem orðið hafa siðan núverandi rikisstjórn kom til valda, hafa reynzt atvinnu- vegunum og þjóðarbúinu mikið áfall. Hann varð reyndar einnig að afneita eigin úttekt á ástandinu, eins og hann lagði það fyrir i þing- ræðu fyrir skömmu! En hvað er ekki hægt að leggja á sig fyrir góða vini, eins og Gylfa? 1 þingræðu 24. okt. sl. sagði Jóhann Hafstein þetta um rót efnahagsvandans: ,,Það, sem mestu máli skiptir, er, að at- vinnuvegirnir bera sig ekki. — Það eru kannski engir atvinnuvegir, sem almennilega bera sig núna — og eyðslan fer fram úr öllu valdi i þjóð- félaginu. Við getum auðvitað farið að deila um það, hverjum er um að kenna, hvort ein- staklingar eyða of miklu eða hvort rikis- stjórnin er of eyðslusöm og þvi um likt. Við höfum ekki leitt það inn i umræðurnar. Það er bara staðreynd, að eyðsla þjóðfélagsins er miklu meiri en framleiðslan fær undir risið.” Nei, auðvitað vill Jóhann ekki deila um það, hverjir það eru, sem eyða of miklu. En i verkum Sjálfstæðisflokksins á alþingi kemur það fram, að ekki telur Jóhann,að rikissjóður eyði of miklu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar samþykktu allar hækkanir á útgjöldum rikis- sjóðs og töldu allt of skammt gengið, þvi að þeir komu með yfirboð, sem námu hundruðum milljóna króna — og þeir urðu mjög óánægðir i sumar, þegar rikisstjórnin ákvað að skera niður útgjöld rikissjóðs til að fjármagna verð- stöðvunina. Þess vegna dylst engum hverjir það eru, sem hafa meiri fjárráð en atvinnu- vegirnir fá undir risið að dómi Jóhanns Haf- steins, þótt hann segði, að kaup launþega væri sizt of hátt. -TK ERLENT YFIRLIT Hvað áhrif hefur heimkoma Perons? Hún getur breytt miklu í Argentínu Peron og Eva I DAG er Juan Peron væntanlegur til Buenos Aires eftir 17 ára útlegð. Fylgzt hef- ur verið með heimferð hans með mikilli athygli af blaða- mönnum viða um heim og skoðanir verið mjög skiptar um, hvort heimkoma hans verði til að auka stjórnmála- sundrungu i Argentinu eða til að stuðla þar að sáttum og friði. Fylgismenn hans hafa unnið að þvi að gera heim- komu hans sem veglegasta, en andstæðingar hans hafa held- ur ekki verið aðgerðarlausir. Herinn hefur haft mikinn við- búnað til þess að reyna að koma i veg fyrir óeirðir. Af hinum mörgu einræðis- herrum, sem hafizt hafa til valda i skemmri eða lengri tima i Suður-Ameriku á sið- ustu áratugum, hefur enginn markað eins eftirminnileg spor eða öðlazt eins mikla al- þjóðaathygli og Peron. Yfir stjórnmálaferli hans hvilir lika meiri rimantik og inn i hann fléttast mikil ástarsaga, sem gerir Peron að ennsögu- legri persónu en ella. JUAN PERON er nú 77 ára að aldri, sem má þó ekki sjá á útliti hans, þvi að hann ber aldurinn manna bezt. Peron hefur lika lagt mikla stund á likamsrækt frá fyrstu tið. Hann gekk ungur i herinn og hlaut þar fremur skjótan frama. Hann var um alllangt skeið Argentinumeistari i skylmingum, en sú iþrótta- grein hefur lengi verið i há- vegum höfð i latneskum lönd- um. Mjög er á orði haft, hve glæsilegur Peron var á yngri árum og er reyndar enn. Hann þótti og manna háttvisastur. Allt gerði þetta að verkum, að hann naut mikillar hylli kvenna.og kunni hann lika, að sögn, vel að meta það. Stjórn- mál lét Peron sig litlu skipta á yngri árum eða þangað til hann varð hernaðarlegur ráðunautur við sendiráð Argentinu i Rómaborg á árun- um 1939-41. Þá hreifst hann af Mussolini og kenningum hans. Eftir heimkomuna til Buenos Áires hóf hann brátt áróður meðal liðsforingja um bylt- ingu hersins og varð vel ágengt. Að undirlagi hans gerði herinn stjórnbyltingu 1943, og hlaut Peron sæti verkalýðsmálaráðherra i hinni nýju stjórn. Hann stofn- aði bráðlega eftir það nýjan flokk, Réttlætisflokkin, sem venjulega gengur undir nafn- inu flokkur Perons eða flokkur Peronista. Stefnuskrá þessa flokks sækir bæði hugmyndir til Fasisma og kommúnisma, kapitalisma og sólialisma. Leiðarljósið er að mynda eins konar þriðju stefnu, sem skip- ar sér sess milli þessara fram- angreindra stefna og nýtir það úr þeim, sem bezt er. Tak- markið er, að stjórnskipulag Argentínu sé að finna einhvers staðar mitt á milli stjórn- skipulags Bandarikjanna og Sovétrikjanna, þar sem reynt er að sameina það, sem er skást i þessum kerfum. Þessi hugmyndafræði Perons, sem er vissulega losaraleg á köfl- um, hefur ekki aðeins fengið mikið fylgi i Argentinu, held- ur viðar i Suður-Ameriku, og má t.d segja, að hún sé eins konar leiðarljós núv, valdhafa i Perú og Eqúador, þótt þeir játi ekki, að þeir hafi hug- myndir sinar frá Peron. FLOKKUR PERONS hlaut brátt mikið fylgi, og áhrif Perons i rikisstjórninni uxu að sama skapi. Árið 1945 var hann orðinn hinn sterki maður stjórnarinnar. Hann var þá orðinn varaforseti og varnar- málaráðherra, auk þess að vera verkalýðsráðherra. Keppinautar hans i hernum óttuðust þessi völd hans, þvi að þeir þekktu metnað hans, og komu þeir þvi til leiðar, að iiann var sviptur öllum emb- ættum sinum. En það hélzt að- eins stutta stund. Peron hafði sem verkalýðsráðherra unnið sér miklar vinsældir meðal verkamanna. Kona hans, Eva að nafni, skipulagði svo öflug mótmælasamtök verkamanna gegn brottvikningu hans, að rikisstjórnin þorði ekki annað en að láta undan. Peron fékk ekki aðeins embætti sin aftur, heldur meiri völd en áður. 1 ársbyrjun 1946 varð hann for- seti og i reynd einræðisherra Argentinu. Þessari stöðu hélt hann i 9 ár samfleytt. ÞAÐ VERÐUR ekki annað sagt um Peron en,að hann hafi verið athafnasamur forseti. Einkum beitti hann sér fyrir stórbættum kjörum verka- manna i borgum, enda hefur hann átt næstum óskipt fylgi þeirra siðan. Hann stórhækk- aði kaup þeirra, kom á rót- tæku tryggingakerfi og setti á laggirnar umfangsmikla vel- ferðarstofnun, Evu Peron- stofnunina, sem m.a. lét reisa spitala og skóla i stórum stil. Almennt er álitið, að það hafi ekki verið Peron sjálfur, heldur miklu fremur Eva kona hans, sem mótaði þessa rót- tæku stjórnarstefnu. Eva var 23 ára gömul, þegar fundum þeirra Perons bar fyrst saman 1943. Hún var kvenna fegurst, ljóshærð og björt yfirlitum. Hún starfaði þá sem söngkona við litla út- varpsstöð. Hún þótti ekki hafa mikla sönghæfileika, en söng- námið hafði kennt henni að beita rödd sinni, og hún átti eftir að reynast mikill ræðu- snillingur. Þau Peron giftust 1945 eða nokkrum vikum áður en honum var vikið frá völd- um. Hann átti Evu það að þakka, eins og áður segir, að hann fékk völdin aftur, og eftir það má segja, að hún hafi haldið um stjórnvölinn ekki siður en hann. Hún náði enn meiri hylli verkafólks en hús- bóndi hennar, og það þakkaði henni flestar félagslegar um- bætur hans. Hún átti rikan þátt: þátt i þvi, að öll and- staða gegn Peron var kveðin • með harðri hendi. Starfsþrek hennar var óvenjulegt,og hún hlifði sér ekki eftir að vitað var, að hún gekk með ólækn- andisjúkdóm. Markmið henn- ar var bersýnilega að gera sem mest,áður en hún félli frá. Hún lézt árið 1952 >og var þá þjóðarsorg i Argentinu. Enn er hún dáð þar af almenningi meira en nokkur persóna önn- ur. Eftir að hún féll frá, fór fljótt að halla undan fæti hjá Peron og þó einkum eftir að hann lenti i andstöðu við kirkj- una. Hinar miklu félagslegu umbætur höfðu kostað mikið fé , og efnastéttirnar, sem höfðu að verulegu leyti borgað brúsann, undu hlut sinum illa. Haustið 1955 gerði herinn bylt- ingu,og siðan hefur Peron ver- ið i útlegð. En stjórnarhættir og fjármálaástand i Argen- tinu bötnuðu ekki, þótt Peron færi frá völdum, nema siður væri. A undanförnum 17 árum hefur herinn steypt tveimur löglega kosnum forsetum úr stóli. Þegar Peronistar hafa tekið þátt i kosningum, hefur það sýnt sig, að þeir eru fjöl- mennasti fl. landsins. Hins vegar hafa þeir ekki viljað taka þátt i stjórn að foringja sinum fjarverandi. Þeir ráða einnig mestu i verkalýðs- hreyfingunni. Núverandi for- seti, Lanusse hershöfðingi, hefur talið það ráð vænzt að reyna að sættast við Peron og þvi boðið honum til Argentinu, en forsetakosningar eiga að fara fram á næsta vori. Eftir er að sjá, hversu rétt það reynist ráðið. Þótt Peron syrgi enn Evu, hefur hann ekki sagt skilið við konur. Hann giftist aftur 1962 dansmey, sem hann kynntist i Panama, Isabella að nafni. Hún er 38 árum yngri en hann, falleg ásýndum eins og Eva, og komin af fátæku fólki eins og hún, og einnig sögð mjög metnaðargjörn. Hún hefur farið oft leynilega til Argen- tinu og rætt við fylgismenn Perons og þar, og er sögð mik- ils metin i samtökum þeirra. Sá orðrómur gengur, að Isa- bella vilji gjarnan leika svipað hlutverk á leiksviði stjórnmál- anna og Eva. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.