Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.11.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. nóvember 1972 TÍMINN 3 Hér sjást nokkrir af forstöðumönnum Framkvæmdastofnunar rikisins. Talið frá vinstri: Tómas Árnason, Guðmundur Vigfússon, Bergur Sigur- björnsson, en þeir sjá um daglegan rekstur stofnunarinnar, þá kemur Hagnar Arnalds, formaður stofnunarinnar, og siðan koma Bjarni Jóns- son, Jón Sigurðsson og Guðmundur B. Ólafsson. Timamynd Gunnar. 1230 milljónir kr. lánaðar úr Framkvæmdasjóði á árinu — þrefalt hærra en í fyrra Framkvæmdastofnun ríkisins flutt í nýtt húsnæði ÞÓ—Reykjavik. Þáttaskil hafa nú orðið á starf- semi Framkvæmdastofnunar rik- isins, með þvi, að allar deildir hennar hafa flutt á einn stað, að Rauðarárstig 31, en frá þvi að stofnunin tók til starfa á siðast- liðnum vetri, hafa einstakar deildir hennar verið dreifðar um borgina. Lögin um Framkvæmdastofn- un rikisins tóku gildi 1. janúar 1972, og skiptist stofnunin i þrjá deildir, þ.e. hagrannsóknardeild, áætlanadeild og lánadeild. Sam- kvæmt lögunum er stofnunin sjálfstæð stofnun, sem er rikis- stjórninni til aðstoðar við stefnu- mótun i efnahags og atvinnumál- um. Hún annast hagrannsóknir og áætlanagerð og hefur með höndum heildarstjórn fjárfest- inga og lánveitinga úr Fram- kvæmdasjóði Islands og Byggða- sjóði. 1 stjórn Framkvæmdastofnun- arinnar eru sjö menn kosnir af Sameinuðu alþingi, og siðan er þriggja manna framkvæmda - ráð, sem sér um daglega stjórn stofnunarinnar, og eru þeir skip- aðir af rikisstjórninni. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var i gær, fimmtudag, gerðu forráðamenn stofnunarinnar grein fyrir störfum hennar og framtiðarverkefnum. Það kom fram, að heildarútlán Framkvæmdasjóðs námu i árslok 1971, 3688 milljónum króna, og á sama tima nam eigið fé sjóðsins 934 milljónum króna, og rekstrar- afgangur ársins 1971 var 55 milljónir króna. A yfirstandandi ári er áætlað, að lánveitingar Framkvæmdasjóðs nemi um 1230 milljónum kr. Er það nálægt þre- falt hærri fjárhæð en árið 1971 sem orsakast af mjög vaxandi fjárþörf stofnlánasjóða atvinnu- veganna, einkum Fiskveiðasjóðs. Fjár til þessara lána er aflað með sölu spariskirteina rikissjóðs, lánveitingum viðskiptabankanna til Framkvæmdasjóðs og erlend- um lántökum, auk eigin ráðstöf- unarfjár sjóðsins. Hinn sjóðurinn, sem Fram- kvæmdastofnunin ræður yfir, er Byggðasjóður, en hann tók til starfa 1. janúar s.l., og tók þá við eignum og skuldbindingum At- vinnujöfnunarsjóðs, eins og þær voru i lok siðasta árs. Þá var eigið fé Atvinnujöfnunarsjóðs 341 milljón króna og heildarútlán 912 milljónir. Samkvæmt lögunum um Byggðasjóð leggur rikis- sjóður árlega fé i sjóðinn, sem nemur lOOmillj. kr. á ári næstu 10 árin. Að auki fær sjóðurinn skatt- gjald af álbræðslunni i Straums- vik, eins og Atvinnujöfnunarsjóð- ur hafði áður fengið. Áætlað er, að gjald þetta nemi 34 milljónum kr. á þessu ári og 53 milljónum kr. á árinu 1973. 1. nóvember s.l. höfðu verið samþykkt lán úr Byggðasjóði að Fjárhæð um 390 milljónir króna, þar af hefur verið lánað til smiði og kaupa á fiskiskipum 233 milljónir og til endurbóta á fiski- skipum 31.8 milljónir kr. Að öðru leyti hafa lánin skipzt á milli fisk- vinnslu, niðursuðu, framleiðslu- iðnaðar, þjónustuiðnaðar og sveitarfélaga. Reiknað er með, að samþykkt- ar lánveitingar fyrir allt árið 1972 nemi allt að 500 millj. kr., og út- borguð endanleg lán verði um 230 milljónir kr. Þar að auki mun sjóðurinn greiða út bráðabirgða- lán, að mestu vegna skipasmiða, um 143 milljónir kr. Áætlanadeildin hefur einkum með höndum þrenns konar áætl- anir, þ.e. áætlanir um uppbygg- ingu og þróun mikilvægustu at- vinnugreina og heildaþróun at- vinnulifsins, áætlanir um þróun byggða og atvinnulifs viðs vegar um land og áætlanir um fram- kvæmdir rikisins og aðrar opin- berar framkvæmdir. 1 áætlanagerðum hefur deildin samráð við hina ýmsu aðila eftir atvikum, og að þvi er byggða- áætlanir varðar, er sérstaklega haft samráð við landshlutasam- tök sveitafélaga og einstakar sveitastjórnir, við landshluta- samtök verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda, svo og við aðra héraðsaðila. Til þess að greiða fyrir þessum tengslum við lands- hlutana er heimilt að greiða landshlutasamtökum sveitafél- aga sem svarar 3/4 hlutum launa starfsmanns við áætlanagerð, og er það ákvæði komið til fram- kvæmda i nokkrum tilvikum. Starfsáætlun áætlunardeildar fyrir 1972-1973 er nýlega búið að samþykkja i meginatriðum i stjórn stofnunarinnar, og hefur heil ársáætlun aldrei verið svo snemma á ferðinni. Atvinnuvegaáætlanir sitja þar i fyrirrúmi, og ber fyrst að nefna fiskiskipaáætlun, sem er mikið bundin hinum miklu skuttogara- kaupum. Þá er áætlun um hrað- frystihúsin komin langt á veg, og miðar hún fyrst og fremst að þvi að mynda yfirsýn yfir fram- kvæmdaáform hraðfyrstihús- anna eins og t.d. til bættra holl- ustuhátta og hráefnisaukningar. Landbúnaðaráætlun er i undir- búningi og lokið er tölfræðilegum Frh. á bls. 6 The Rolling Stones í Nýja bíói JGK—Reykjavik Nýja bió hefur fengið til sýning- ar myndina Gimme Shelter, sem greinir frá hljómleikaferðalagi hljómsveitarinnar The Rolling Stones um Bandarikin, og hefjast sýningar á myndinni i kvöld. Há- punktur myndarinnar eru hljóm- Íeikarnir á Altsmon Speedway en þar voru áheyrendur um þrjú hundruð þúsund ungmenni viðs- vegar að úr Bandarikjunum og eru þetta sennilega fjölmennustu hljómleikar, sem haldnir hafa verið, ef hin fræga Woodstock há- tið er undanskilin. 1 myndinni eru leikin og sungin mörg af kunnustu lögum hljóm- sveitarinnar, svo sem Satis- faction, You Gotta Move, Honky Tonk Woman og Sympathy for the Devil. Auk Rolling Stones koma fram i myndinni söngkonan Tina Turner og hljómsveitin Jefferson Airplane. Bygging nýrrar kirkju að hefjast / Grindavík Grindvikingar eru að hefj- ast handa um byggingu nýrrar kirkju, sem á að risa efst i Járngcrðarstaðahvcrfi milli prestsbústaðarins og félags- heimilisins nýja. Sunnudaginn 5. nóvember fór fram helgiat- höfn á staðnum, þar sem kirkjan verður reist, Séra Jón Árni Sigurðsson flutti ávarp og Einar Kr. Einarsson, fyrr- verandi skólastjóri, tók fyrstu skóflustunguna. 1 Grindavik eru nú um þrettánhundruð ibúar, en gamla kirkjan, sem flutt var frá Stað inn i Járngerðar- staðahverfi árið 1910, rúmar aðeins hundrað manns i sæti. Hún er miðuð við þá byggð, sem var i Grindavik á meðan þar var árabátaútvegur á hafnlausum stað, skipum bjargað undan sjó eftir hverja veiðiferð og aflinn borinn upp á bakinu. Hún er þvi skiljan- lega fyrir löngu orðin allt of litil, og einkanlega komast ekki nærri ailir inn, er vilja, þegar minningarathafnir fara fram. Nýja kirkjan verður 530 fer- metrar að flatarmáli og mun rúma 256 manns i sæti. Auk þess verður safnaðarheimili tengt suðurkór. Framkvæmdir eru þegar hafnar við grunninn, og hefur kirkjubyggingarsjóður þegar fengið rausnarlegar gjafir, bæði frá fyrirtækjum og ein- staklingum i Grindavik og viðar. Módel af hinni fyrirhuguðu Grindavikurkirkju, sem Ragnar Emilsson arkitekt hefur teiknaö. Ljósmynd: ÓlafurRúnar. „Verndarar vísitölunnar” Þeir félagar Jóhann Haf- stein og Gylfi Þ. Gislason ganga nú manna á meðal undir nafninu „verndarar visitölunnár” vegna málflutn- ings þeirra um þessar mundir, sem i stuttu máli er þessi: Það stappar nærri landráðum, ef forystumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar keniur til hugar að semja við þá vondu rikisstjórn, sem nút situr að völduin um einhverjar breyt- ingar á visitölunni! En vegna þessa ntikla áhuga þeirra félaga nú á visi- tölunni er ekki úr vegi að rifja upp dálitiö úr fortið þeirra, þótt þeir sjálfir tali nú eins og þeir eigi sér enga pólitiska fortið i þeim efnum, sérstak- Icga þó Gylfi, sem er eins og allir vita alveg nýbyrjaður i pólitik. En visitölusaga þeirra félaga hefst i ársbyrjun 1960. Þá stóðu þeir að þvi að banna kaupgrciðslu visitölu með lögum. Gylfi sagði þá i út- varpsumræðum, að launþegar hcinlinis biðu tjón af kaup- greiösluvisitölunni, hún yki á verðbólguna og mældi mönnum fleiri krónur, en nengar ra'unverulegar hags- bætur, ekki bætt kjör. Svo er það spurningin, hve margir þeir cru, sem trúa þvi, að sá inaöur, sem þetta sagði, og beitti sér fyrir afnámi kaup- greiðsluvisitölunnar með lögum, trúa þvi, að það sé vegna hagsmuna launþega, að Gylfi gerist nú sérstakur verndari visitölunnar. Menn án fortíðar? Visitölubann Gylfa og Jóhanns gekk i gildi i árs- byrjun 1960. Ekki stöðvaði það dýrtiðina, en verkalýðshreyf- ingin varð að heyja mörg stórverkföll fram til ársins 1964 til þess eins að halda i horfinu og fá þær kjarabætur, sem kaupgreiðsluvisitala liefði fært þcim sjálfkrafa án átaka. 1964 var svo knúin fram kaupgrciðsluvisitala að nýju. En rikisstjórnin rauf það sam- komulag 1967 og afnam verð- tryggingu launa og skellti Iveimur gengisfellingum i kjölfarið og verkföllin og tjónið af vinnustöðvunum hélt áfram. Visitölubætur voru knúnar fram að nýju, þótt þeir Gylfi og Jóhann hvcttu atvinnurekendur til að standa sem fastast gegn þvi. Visitölubæturnar voru skertar frá 1967 til 1970, er fullar visi- tölubætur fengust fram, en þær stóöu ekki nema i nokkra mánuði, þar til þeir Jóliann og Gylfi skertu þær að nýju með verðstöðvunarlögunum. Þessi er nú forlið og fyrri málflutningur og verk þeirra manna, sem nú hafa tekið að sér það hlutverk að gerast sér- stakir verndarar visitölunnar. Frá 1960-1970 þurfti verka- lýðurinn að standa i sifelldum stórverkföllum til þess eins að halda i horfinu, og á öllu þessu timabili, sem var mikið upp- gripatimabil og hagstætt að ytri aöstæðum, bötnuðu kjör launþega aðeins um 7%. Sá ávinningur var keyptur dýru verði i verkfallsfórnum. Á fyrsta stjórnarári nú- verandi stjórnar frá 1. júli 1971 til 1. júli 1972 hefur kaup- máttur timakaups verka- manna aukizt um 30% miðað við framfærsluvisitölu. Þetta er meiri kjarabót en verkafólk liefur nokkru sinni fyrr fengið i sögu verkalýðshreyfingar- innar. Það var að frumkvæði núverandi rikisstjórnar, að þessar kjarabætur fengust með friðsamlegum hætti án verkfalla, Nú hafa orðið áföll i rekstri þióðarbúsins. Þeim Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.