Tíminn - 22.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.11.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. nóvember 1972 TÍMINN 9 verið sjónvarpskvikmynd i Svi- þjóð, þar sem beitt er öörum eins brögðum við kvikmyndatöku og i Linu. Kvikmyndatökumenn urðu að fara til London til að læra ný brögð, áður en kvikmyndun hófst. Strax i fyrsta þættinum fengum við að sjá Linu lyfta lög- reglumönnunum, og siðan lyfti hún hestinum af sama létt- leika. Siðar eigum við eftir að sjá mörg dæmi um krafta Linu. Inger var alls ekki vön að jafnhatta hesta, né heldur fljúga um loftin i þvoltabölum,og þá varð að beita brögðum. iJetta virðist hafa tekizt allvel. t>að kostaði 5r> milljónir isl. króna að kvikmynda sjónvarps- þætlina um Linu langsokk.og ef einhvern langar til að vita, hvað sælgætið, sem börnin borðuðu i þriðja þættinum, kostaði, þá er svarið tæpar 7000 islenzkar krónur. Astrid og Lina Möíundur Linu langsokks, Astrid Lindgren er margfaldur milljónamæringur og tekjur af Linudúkkum, púsluspilum, bóka- merkjum, plakötum og fleiru slreyma inn. Og ekki má gleyma hljómplötunum, sem enn seljast eins og heitar pylsur á öllum Norðurlöndum. Bækurnar um Linu hal'a nú verið þýddar á 30 tungumál. Kannski heldur einhver, aö Aslrid Lindgren linni hjá sér löngun til að skrifa fleiri bækur um Linu. Kn svo er ekki. Það er óbifaniega ákvörðun hennar, að skrifa aldrei nema þrjár bækur um sömu persónuna. Þess má geta, að bókin ,,Lina langsokkur” var fyrsla bókin, sem Astrid Lindgren skrifaði , og út- gel'andanum þótti hún ekki þess Framhald af 15. siðu. Þannig litur Inger-LIna út nú, fjórum árum eldri en þegar hún setti fyrst upp rauöu hárkolluna. Stifar, rauöar fléttur, freknur á nefinu og Herra Nilsson á öxlinni. Þannig þekkja milljónir barna um allan heim Linu langsokk. Tjúllahopp, tjúllahei, tjúllahoppsasa.... ér kemur Lína langsokkur! Ingilína, Viktoria, Kóngód ía, E ng i I ráð, Eiríksdóttir langsokkur! Hún er vinur barna um allan heim, og um þessar mundir eru íslenzk börn einnig aðnjótandi upp- átækja hennar. Allir vita, hvernig Lína langsokkur litur úr: Hárið er rautt, framtennurnar stórar, hún á hvítan hest með svörtum doppum og litinn apa, sem heitir Herra Nilsson. Lina gerir allt, sem hana langar til. Hún býr alein á Sjónar- hóli, þvi mamma hennar er dáin og pabbi hennar er negrakóngur i Suðurhöfum. Og Lina getur lika Inger Nilsson I herbergi sinu meöstafla af aödáendabréfum. allt: Hún lyftir hesti án erfiðleika, og eins og siðar kemur i ljós, fer hún i flugferð i þvottabala til að heimsækja pabba sinn. Hún hefur ekki nokkurn áhuga á skóla og hlutum, sem ,,á aö gera” kærir sig til dæmis kollótta um „farg- möldunartöfluna” eins og hún kallar hana. Þó getur hún talið, — að minnsta kosti peninga. Heima á Sjónarhóíi á hún fulla tösku af gullpeningum og hún verður ekki fátækari, þó að hún gefi börnum bæjarins 18 kiló af sælgæti og leikföng eins og hver vill. Hvernigstendurá.að Lina lang- sokkur er svona óskaplega vin- sæl, eins og raunin hefur á orðið i fjölmörgum löndum? Skýringin er sennilega sú, að Lina kemst aldrei úr tizku. Hún er of óraun- veruleg til þess. Eins og höfundur hennar, Astrid Lindgren skapaði hana skömmu eftir strið mun hún alltaf verða. Rikasta, bezta, skritnasta, sterkasta og sjálf- stæðasta stelpa i öllum heim- inum. Inger Nilsson Þegar ákveðiö var að kvik- mynda Linu, ferðuðust leik- stjórinn og menn hans um Sviþjóð i 3 mánuði til að leita að stúlku i hlutverk Linu. Átta þúsund stúlkur komu á fund þeirra, allar með stórar framtennur og freknur á nefinu. Inger Nilsson frá Kisa bar sigur úr býtum, þá niu ára gömul. Nú getur vist enginn hugsað sér nokkra aðra i hlutverki Linu, sem aldrei breytist. En Inger Nilsson er nú orðin 14 ára háfættur táningur, sem klæðist stuttbuxum og stigvélum upp á mið læri og hefur sitt, slegið hár. Þannig kom hún fram i sumar og aðdáendur Linu trúðu varla, að þetta væri hún Lina þeirra, fyrr en hún tók að syngja kynningarlagið úr myndinni. Ekki hefur það verið átakalaust fyrir Inger, áður óþekkta stúlku, að verða skyndilega svo fræg og vinsæl, að hafa ekki stundlegan frið, hvorki heima eða úti við. Alls staðar eru blaðamenn á hælum henni, svo og aðdáendur, sem vilja fá hana til að skrifa nafnið sitt. Foreldrarnir hafa reyntað gera það.sem i þeirra valdi er, til að Inger lifi sem eðlilegustu lifi. Hún hefur ekki hugmynd um, hvað hún á mikla peninga, pabbi sér um þá hliö málsins og leggur allt inn i bankann. Þegar Inger fékk hlutverkið fyrir nærri fimm árum, sagðist hún ætla að nota peningana til að kaupa sér pianó. Það hefur hún fengið, en afgangurinn mundi nægja fyrir ótal konsertflyglum i viðbót. En Inger fær bara vasa- peninga eins og áður. For- eldrarnir vilja ekki.að hún verði eyðslusöm og duttlungafull ung stúlka af þvi að vita ekki aura sinna tal. Sjónvarps-Lína Lina langsokkur er alls ekki góð stúlka. Það hefur höfundur hennar, Astrid Lindgren, sagt. Sumir hafa meira að segja kallað sjónvarpsþættina „slæma’,’ þvi aö Lina gerir hiklaust það, sem börnum er sagt, að þau megi ekki. Hún ber heldur greinilega ekki minnstu virðingu fyrir lög- reglunni, og raöar i sig sælgæti i kilóatali. Hún sullar saman „meðull” og lætur hestinn ganga um innanhúss. En það er ekki hægt að á'Saka Linu. Hún er langt fyrir ofan allar siðferðiskenningar, enda ævintýrapersóna. I sjónvarps- þáttunum eru Tommi og Anna látin skjóta inn setningum, sem ekki finnast i bókunum um Linu. Til dæmis bendir Anna henni á, að maður megi ekki búa til meðul sjálfur,og i sælgætisveizlunni er einnig bent á, að það sé ekki hollt að borða sælgæti. Þess má geta, að aldrei hefur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.