Tíminn - 03.12.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 03.12.1972, Qupperneq 9
Sunnudagur 3. desember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-:j: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson;!: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns).|: Auglýsingastjóri: Steingrfmur. Gislasoáii, Ritstjórnarskrif-:| stofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-1830Go: Skrifstofur í Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — aúglýs-:!: ingasimi 19523. Aörar skrifstofurcsimi 18300. Askriftargjald|: £25 kcpnur á mánuði innan iands, i iausasöiu 15 krónur ein-íij takiö. Blaðaprent h.f. Geir og dýrtíðin Af skrifum málgagna Sjálfstæðisflokksins mætti helzt halda, að forustumenn Sjálf- stæðisflokksins væru manna skeleggastir i baráttu gegn verðhækkunum og dýrtið. Mbl. og Visir birta nú hverja greinina á fætur annarri, þar sem ráðizt er mjög skelegglega gegn verð- hækkunum. í tilefni af þessum skrifum ihaldsblaðanna er ekki úr vegi að bera saman orð og efndir leið- toga Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði. Um verk þeirra talar það einna skýrustu máli, að siðustu þrjú valdaár ,,viðreisnarstjórnarinn- ar” áður en verðstöðvunin gekk i gildi haustið 1970 hækkaði framfærslukostnaðurinn til jafn- aðar um 18.6% á ári, en hækkaði ei nema um 9.7% fyrsta valdaár núverandi rikisstjórnar, þrátt fyrir slæman arf frá „viðreisninni”. Slik var barátta forustumanna Sjálfstæðisflokksins gegn dýrtiðinni, þegar þeir fóru með völd. Annað dæmi er ekki siður glöggt um baráttu Sjálfstæðismanna gegn dýrtiðinni i verki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meirihluta i borgarstjórn Reykjavikur i marga áratugi og þvi getað ráðið verðlagi á þeirri þjónustu, sem borgin veitir borgarbúum, en þar er rafmagns- verðið og hitaveitugjaldið einna efst á blaði. Á siðustu árum er það sjálfur varaformaður Sjálfstæðisflokksins og væntanlegur aðalleið- togi, Geir Hallgrímsson, sem mestu hefur ráð- ið um störf og stefnu borgarstjórnarmeirihlut- ans. Hann hefur þvi haft gulliri tækifæri til að sýna i verki hvernig forkólfar Sjálfstæðis- flokksins beita sér i baráttunni gegn dýrtið og verðhækkunum. Nýlega birtust niðurstöðurnar af þessari baráttu Geirs Hallgrimssonar. Linurit þetta sýndi breytingar, sem hafa orðið á timabilinu 1. mai 1966—1. mai 1971 á visitölu rafmagns- og hitakostnaðar, á vistölu vöru og þjónustu og á visitölu dagvinnutimakaups (II. fl. Dagsbrún- ar). Linuritið sýndi ásamt töflu, sem fylgdi þvi, að á þessum tima hefur visitala vöru- og þjón- ustu hækkað um 110%, visitala dagvinnukaups verkamanna um 125%, en visitala rafmagns- og hitunarkostnaðar um 162%. Þannig hefur Geir hækkað rafmagns og hitunarkostnaðinn miklu meira en svarar hækkunum á kaupi og meðalverðhækkunum á þessum tima. En þetta er ekki öll sagan. Á siðastliðnu vori, heimilaði Geir Hallgrimsson miklu meiri hækkanir á rafmagns- og hitunarkostnaði en verðlagsyfirvöldin féllust á. Þótt fortið Geirs Hallgrimssonar sé slik, er ekki liklegt að þetta breytist með tilkomu nýs borgarstjóra. Eftir að verðlagsyfirvöldin höfðu synjað að miklu leyti áðurnefndum kröfum Geirs, birti Mbl. grein eftir Birgi ísleif Gunnarsson, hinn nýorðna borgarstjóra, þar sem hann átaldi rikisstjórnina harðlega fyrir að hafa ekki lofað borgarstjórnarmeirihlutan- um ,,að starfa i friði”, að þessum hækkunar- áformum. Slik er barátta forkólfa Sjálfstæðisflokksins gegn verðhækkunum og dýrtið á borði. Enginn, sem eitthvað fylgist með málum, ætti þvi að láta glepjast af báráttuskrifum Mbl. og Visis gegn dýrtiðinni. Þau eru i algerri andstöðu við verk leiðtoga Sjálfstæðisflokksins fyrr og sið- ar. — Þ.Þ. Elisabet Kaufmann: í Vestur-Þýzkalandi eru 100 þús. vangefin börn Ný samtök leita nýrra ráða til hjálpar SAMKVÆMT opinberum skýrslum eru um 60.000 van- gefin börn i Vestur-Þýzka- landi, en þau munu vera miklu fleiri — áætlað er, að rétt tala sé um 100.000. Þetta stafar meðal annars af þvi, að viða — og einkum i sveitum — rikja miklir fordómar og fáfræði, að þvi er varðar slik börn. Þeir foreldr- ar eru enn til, sem telja, að ■ það sé þeim til „skammar”, að þau hafa eignazt vangefið barn, og þess vegna er reynt að „fela” tilveru þess með ýmsu móti. Af þessu leiðir, að yfirvöld vita oft ekki um mörg vangefin börn, fyrr en að þvi kemur, að þau eigi að hefja skólagöngu, eða þegar þau eru um sex ára. Þegar þau eru orðin svo gömul, er oft of seint að hefja viðeigandi læknis- meðferð. Ef unnt á að vera að aðhæfa vangefið barn þjóðfélaginu, verður fyrst og fremst að fræða foreldrana og hvetja þá til að sætta sig við þau örlög, sem þeim og barni þeirra eru búin. I Vestur-Þýzkalandi eru það margir aðilar, sem starfa að þessu marki — bæði sam- bandsstjórnin i Bonn, auk héraðsstjórna og fjölmargra liknarsamtaka, sem aftur njóta stuðnings félaga af öðru tagi og ýmissa trúfélaga. Ráðuneyti það i Bonn, sem fer með æskulýðs-, fjölskyldu- og heilbrigðismál, hefur til dæmis lagt á ráðin um tilhög- un á rannsóknum á vangefn- um börnum til að girða fyrir, að þeim fari aftur, er aldur færist yfir þau. Samkvæmt aætlun um þetta getur hver móðir komið með börn sin til opinberrar skoðunar i þar til gerðum heilsugæzlustöðvum án endurgjalds. Fer þar fram rannsókn á likamlegu og and- legu atgervi hvers barns, og móðirin á rétt á, að hvert barn sé rannsakað þrisvar, án þess að gjalds sé krafizt af henni. Ef ljóst verður við rannsókn, að barn sé vangefið að meira eða minna leyti — það getur stafað af heila- skemmdum i sambandi við fæðinguna, eða af meðfæddum orsökum, sem geta verið margvislegar og af ýmsum rótum — geta foreldrar leitað aðstoðar ýmissa stofnana og samtaka. Og svo er þessu starfi fyrir að þakka, að hægt er að verða að talsverðu liði, ef upp kemst i tæka tið, að barn sé vangefið. ÁRIÐ 1958 voru stofnuð i Vestu-Þýzkalandi samtök, sem hlutu nafnið „Lebens- hilfe” (sem kalla mætti „Ævilöng aðstoð” á islenzku). Var það Hollendingur, Tom Mutters, sem gekkst fyrir stofnun samtakanna, sem hafa unnið frábært starf á vettvangi sinum. Er frumtil- gangur þeirra að koma á betra sambandi milli foreldra van gefinna barna, svo að þeir geti borið sig saman um vandamál sin og veitt hver öðrum stuðn ing i raunum sinum. Nú er svo komið, að „Lebenshilfe” hefur 55.000 manns innan vébanda sinna i 11 héraðasamböndum, en þau greinast aftur i 365 félög, er starfa á vettvangi bæjar- eða sveitarfélaga. Við þetta bæt- ast svo margvisleg önnur samtök, sem starfa t.d. á veg- um kirknanna eða stjórn- málaflokkanna, auk þess sem skólar, sambandsstjórnin i Bonn og félagsmáladeildir bæjar- og sveitarfélaga beita séreinnigá þessum vettvangi. Allir þessir aðilar lita hins vegar svo á, að „Lebenshilfe” sé forustusamtökin og sam- nefnari þeirra, sem vilja vinna að þessum málum. Til frekari glöggvunar má geta þess, að liknarsamtök kaþólsku kirkjunnar ganga undir nafninu „Caritas”, en lúthersku kirkjunnar „Innere Mission”. Jafnaðarmanna- flokkurinn hefur sér við hlið samtök, sem nefnast „Arbeiterwohlfahrt”, og loks eru samtök áhugamanna úr ýmsum stéttum og flokkum, sem kallast „Anthropos- ophisten”. HÉR A EFTIR skal getið ýmissa stofnana, sem „Lebenshilfe” — samtökin leitast við að styðja með ráð- um og dáð. Þegar samtökin taka við litlum börnum, eru þau fyrst höfð á sérstökum barnaheim- ilum, þar sem eingöngu starf- ar sérþjálfað fólk. Tilgangur- inn með dvöl á sliku heimili er fyrst og fremst að venja barn- ið á að vera i nokkru fjöl- menni og þroska með þvi at- hyglisgáfu þess, einbeitingu og handlagni. Á barnaheimil- um þessum geta mæður van gefinna barna einnig fengið tilsögn i réttri meðhöndlun þeirra, svo að þau aðlagist betur heimilum sinum. Þá berjast samtökin mjög fyrir fleiri sérhæfðum skólum fyrir vangefin börn og ung- linga. Að visu er talsvert til af slikum skólum i V.-Þýzka- landi, sem eru flestir starf- ræktir af hinu opinbera, en að auki eru nokkrir heimavistar- skólar, sem Anthoposofista- samtökin hafa komið á fót. Skólar þessir nægja ekki nema að vissu marki, þvi að þeir veita vangefnum aðeins undirstöðuþekkingu, og hvað á svo að taka við, þegar börnin fara að stálpast og verða siðan fullorðið fólk? Þessari spurn- ingu svarar „Lebenshilfe” á þá leið, að þá eigi að gefa þeim kost á að vinna i sérstökum vinnustofum og læra nytsöm störf. Sumum gefst kostur á að læra handiðn við sitt hæfi, aðr- ir læra garðyrkju eða ýmis landbúnaðarstörf. Og eitt er strangt skilyrði i þessu efni: Hinum vangefnu ber að greiða sómasamleg laun! Þá vill Lebenshilfe einnig koma upp varanlegum heimil- um lyrir vangefna, til dæmis unglinga, sem hafa misst for- eldra sina eða orðið ein- stæðingar af öðrum ástæðum, svo og fyrir fullorðna, sem eru af eðlilegum ástæðum ekki lengur tengdir foreldrum sin- um. Það er lika á allra vitorði, að jafnvel þótt foreldrar séu allir af vilja gerðir, er þeim ekki fært að veita vangefnum þá sérstöku aðhlynningu, sem oft er þörf. SÍAUKNAR kröfur eru gerðar hvarvetna um auknar fristundir fyrir allan almenn- ing, svo að unnt sé að lyfta sér upp eftir langan og strangan vinnudag. Að dómi Lebens- hilfe er það ekki siður nauð- synlegt fyrir hina vangefnu, að þeir njóti fristunda, þvi að þeir finna svo oft vanmátt sinn i þjóðfélaginu, og hann hvilir á þeim sem farg — auk þess sem þeir þurfa oft að vinna hörðum höndum ýmis störf, sem þeir hafa ekki hlotið neina sérstaka þjálfun i og eru alls ekki við þeirra hæfi. Það er þvi veigamikill þátt- ur i starfi samtakanna að skipuleggja skemmtanir og alls konar tómstundaiðkun fyrir vangefna — ferðalög, sameiginlega orlofsdvöl og annað af svipuðu tagi. A þessu sviði er einkum höfð samvinna við samtök, sem ekki var getið hér að framan — „Samband mæðrafélaga”, sem hefur ár- um . saman starfrækt orlofs- heimili fyrir mæður vangef- inna barna. EINS og alltaf þegar um félagslega hjálparstarfsemi er að ræða, eru fjárráðin litil og fjáröflun mjög erfið við-' fangs. Það er þó ekki neitt sér- þýzkt vandamál. Þar eins og viðar^pr hörmulega breitt bil milli góðs tilgangs, hug- myndaflugs og áhuga annars vegar, og fjárhagsgetunnar til að hrinda góðum hugmyndum og áætlunum i framkvæmd, hins vegar. Skal þess þó getið sem gert er —• að Þjóðverjar eru örlátir i gjöfum til slikra mannúðarmála. Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.