Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 3. desember 1972 Vinningsnúmer í leikfanga- happdrætti Thorvaldsensfélagsins 1281 6471 10616 16018 22615 4098 8392 13222 18904 24960 1737 6595 11209 16226 22616 4105 8646 15022 19187 25044 1744 6612 11295 16629 23347 4193 8882 15159 19390 25626 1985 6707 11322 16682 23361 4376 9372 15182 19802 27100 2099 7190 11351 17087 23555 4652 9384 15293 19881 27354 2658 7238 11472 17122 23556 4983 9630 15572 19995 27762 2738 7514 11668 17151 23748 5173 9764 15700 20276 28207 2921 7668 12605 17152 23779 5411 9765 15906 21509 28457 3984 7897 13022 17314 24565 646410490 15956 22005 28532 4077 8108 13174 17689 24818 2256528548 28578 28733 28946 Erlent Framhald af bls. 9. Sjónvarpsstofnun sam- bandsstjórnarinnar, ZDF, tók fyrir nokkrum árum upp á snjallri aöferð við að safna fé handa þessum samtökum. Gengst hún árlega fyrir skemmtilegum spurningaleik með þátttöku helztu stjórn- enda slikra þátta. Um Ieið og þátturinn er fluttur, er efnt til happdrættis i sjónvarpssal, og þar eru verðlaunin alls konar nauðsynjahlutir, sem fram- leiðendur gefa i þessum til- gangi. Þessi leikur hefur borið góðan árangur og árið 1970 söfnuðust til dæmis tvær milljónir marka með þessum hætti. „LEBENSHILFE" er til- tölulega ný samtök, eins og getið hefur verið, en þeim hefði örugglega ekki vegnað eins vel og raun ber vitni, ef þau hefðu ekki getað notið reynslu annarra mannúðar- samtaka, bæði þeirra sem starfa á vegum trúarfélaga og annarra. Einhver elztu hæli fyrir vangefna má þakka starfi séra Bodelschwingh á siðustu öld. bau báru lengi vel nafn hans, en heita nú aðeins „Betel" eftir fyrsta hælinu af þessu tagi. Fyrstu stofnuninni af þessu tagi, sem hét löngu og óþjálu nafni — „Sjúkrahús mótmæl- enda til hjúkrunar og lækning- ar á flogaveiki i Rinarlöndum og Vestfalen" — var komið upp fyrir forgöngu séra Fried- richs von Bodelschwingh, sem var uppi 1831-1910. HUn varð athvarf óteljandi vangefinna og fatlaðra barna og fullorð- inna. Séra Bodleschwingh, sem lengstum gekk undir nafninu „faðir fátækra og snauðra", hafði fengið rika samúð með olnbogabörnum þjóðfélagsins, meðan hann var við háskóla- nám. Þá kynntist hann hag barna i hælum fyrir fátækl- inga og daufdumba. Siðar gerðist hann trúboði i Paris meðal hinna UtskUfuðu þar, og þá tók hann sér fyrir hendur að sjá munaðarlausum börn- um farborða. Þegar honum voru falin störf við Betel- stofnunina i Þýzkalandi, helg- aði hann sig einkum sjúkum börnum. Hann gerði sér grein fyrir þvi, löngu áður en lækn- ingamáttur starfsþjálfunarvar viðurkenndur af læknum, að skipuleg, heppileg vinna hafði mikil áhrif til bóta á sjúklinga hans. Vistmenn hælisins höfðu aðeins verið látnir fást við körfugerð og klossasmiði, störf, sem gerðu menn jafnvel enn sljórri en þeir voru fyrir, en hann fól sjUklingum sinum hvers konar vinnu, sem til féll i hælinu. BETEL JÓK mjög ört starf- semi sina undir handleiðslu séra Bodelschwinghs, og fyrir bragðið var hún sifellt i fjár- þröng, — eða hafði a.m.k. mikla þörf fyrir aukið fé. Honum tókst að draga litið eitt úr þessum vandræðum með þvi að láta vistmenn vinna að nokkru leyti fyrir uppihaldi sinu. Hann fékk jafnframt viðurnefnið „betlarinn hug- vitssami", þvi að svo viða leitaði hann aðstoðar við þetta hjartans málefni sitt og á svo marga strengi sló hann, þegar hann bað menn að veita sér fjárhagsaðstoð. Hann efndi til söfnunar, sem var fljótlega nefnd „Brocken- sammlung" eða molasófnun" og tiðkast enn i dag. Hún var i samræmi við vigorð hans, sem hljóðaði svo: „Engin gjöf er of lítil handa okkur." Söfnunin er raunar ekki einskorðuð við Þýzkaland, þvi að gjafir berast Ur öllum heimsálfum, og ekki einungis peningafjafir heldur alls konar „skran", sem margir munu kalla svo — gamall fatnaðar af öllu tagi og jafnvel gamlir pottar og pónnur, sem eigendur telja sig ekki geta notað lengur. Fatnaður, sem hentar ekki vistmönnum hjá samtökun- um, er þá notaður sem hráefni i vefstofu þeirra, sem fram- leiðir ábreiður af ýmsu tagi. Annars eru allir hlutir flokkaðir og gert við þá, sé þess þörf, og vinna vistmenn að slikum viðgerðum. Vinsælasti vinnustaðurinn er frimerkjadeildin. Betel berst ótrúlega mikill fjöldi fri- merkja á degi hverjum og þeim er öllum haldið til haga, þau flokkuð með venjulegum aðferðum og siðan seld. Loks má geta samtaka, sem heita „Pfennigverein" og g æ t u k a 1 1 a z t „Skildingafélagið" á islenzku, en það safnar einungis peningum og tekur við smæstu mynt jafnt og stórum seðlum. AÐALHÆLI BETEL-sam takanna er nU starfrækt i alls 400 byggingum og landssvæði það, sem það hefur yfir að ráða, nær allt frá mörkum borgarinnar Bielefeld til hins sögufræga Teutoborgar- skógar. Segja má að það sam- félag, sem þar starfar, sé sjálfstætt og sjálfbjarga. Auk spitala og hæla eru þar ibúðir starfsfólks, einkum hjUkrunarkenna og kennara, auk verkstæða af ýmsu tagi, verzlana og jafnvel stórrar kjörbUðar. Betel hefur, jafn- vel eigin byggingaskrifstofu, sem sér um nýbyggingar og viðhald mannvirkja, auk sér- staks slökkviliðs, sem er bUið nýtizku tækjum i hvivetna. Vangefin börn eða fötluð sækja svonefndan „Patmos" skóla. Þar er fjöldi skólasotfa og eru gangar allir með mismunandi litum. Mynd er fest við hvern fatasnaga og börnin læra smám saman að þekkja „rósina mina" eða túlipanann minn," sem þau geyma fötin sin við. Það er ein af ótal mörgum einföldum að- ferðum sem beitt er við kennslu barnanna, en auk þess fá þau einföld leikföng og eru látin stunda söng og tónlist i hópum, en allt horfir það til aukins þroska þeirra á ýmsum sviðum. Annars eru mörg barnanna svo illa haldin, þegar þau koma I stofnunina, að það tekur marga mánuði að fá frá þeim hin minnstu viðbrögð. Kennurum þeim, sem við þetta starfa, er fyrsta bros á vörum barns með heila- skemmd, mikill sigur. Það er sonarsonur séra Friedrichs von Bodelschwingh, sem er nU aðalforstjóri fyrir „Betel." A dyrunum á skrifstofu hans er sama skiltið og forðum, þegar afi hans var þar við stjórn og á það er letrað: „Gerið svo vel að ganga inn án þess að berjaí" TÍMINN EIMSKIP 0PNAR SKRIFST0FU í N0RF0LK Aðalumboðsmenn Eimskips h/f i Kanada og Bandarikjunum A.L. Burbank & CO Ltd. mun opna skrifstofu i Norfolk þann 15. þ.m. til að afgreiða skip félagsins,sem þangað sigla. Hin nýja skrifstofa mun framvegis hafa með höndum alla afgreiðslu vöruflutninga með skipum félagsins frá Banda- rikjunum og Kanada og hafa með höndum flutningabókanir. Aðset- ur skrifstofunnar verður: Suite 622 Law Building Norfolk, Virgin- ia 23510. Tillag Framhald af bls. 20. skaparbragð þeirra Lang- nesinganna ætti að vera þeim, sem mest eiga I hUsi, öflug brýning. Þvi að það eru þó þeir, sem ættu að róa rösklega fram i. -JH. D0LLARAR Frh. af bls. l lögreglan við, að enn ætti nokkuð eftir að koma i leitirnar. Eins og fyrr segir voru báðar vélarnar farnar á loft þegar lög< reglan fékk vitneskju um málið. Þá þegar var haft samand við dönsku lögregluna, ef vélarnar lentu i Grænlandi, og einnig við Interpol, sem þegar tók málið að sér. Ekki höfðu neinar fréttir borizt af handtöku fólksins i gær, en trúlega hefur þvi verið náð ein- hvers staðar i Bandarikjunum eða Kanada. Laxness Framhald af bls. io. að bera við þvi bUinn að litilræði sem manni bar óvart fyrir augu i snöggum svip gegnum glugga gángi tvielleft aftur eftir átján ár: og nU ekki leingur sem mark- laus tilviljun, heldur undir ófrá- visanlegu lögmáli þessarar ver- aldar, þar sem maður er seldur undir skyldur og ábyrgð, einnig af þvisem maður sá af tilviljun þeg- ar maður var Ungur". Þannig ánetjast sögumaður með nokkrum hætti þeirri veröld sem bókin lýsir, þótt hann standi raunar til hliðar við atburðina og sé á marga lund aðeins óvirkur áhorfandi. En heimur bókarinnar er ekki skýrlega afmarkaður eins og Innansveitarkroniku með sin- um fingerðu og föstu dráttum. 1 Guðsgjafaþulu teygir höfundur lopann, og heildarmynd verksins reynist óskýr og daufleg að þvi skapi sem viðar er leitað fanga i frásögninni. Mér blandast þvi ekki hugur um að þessi saga sé ein hinna léttvægustu verka Hall- dórs Laxness. HUn hefur þegar i ritdómi verið nefnd „endurnýjun- arverk" i sagnagerð höfundar: má vera að svo sé. En að minu viti skiptir formleg endurnýjun litlu máli ef höfundi auðnast ekki að kveikja i andrUmi verksins neista sem tendri lif i allri veröld þess. Þrátt fyrir frábæra stil- tækni og áreynslulausa iþrótt höf- undar, er þessi logi með daufasta móti i Guðsgjafaþulu. Tæknin er ekki einhlit til sigurs i skáldskap: meira þarf til. Gunnar Stefánsson. ................ ............_ 1? p...............^ Höfum fyrirliggjandi ijól- jakka G. HINRIKSSON Simi 24033 TRÚLOFUNAR. HRINGAR — afgrciddir samdægurs. Sendum um altt land. HA L L D Ó R Skólavörðustíg 2 Klogið hvern laugardag Verð (Cairo) frá kr. 26.347 wmim liýour yður i (igleymanlega foro' til Nilar. Þar dveljist þér meftal ævafornra forn- minja og Iiinna hcimsfrægu pýra- m ida. Hafið samband við ferða- skrifstofu yðar. EeyptHir United Arab Airlines Jernbanegade 5, DK 1608, Kóbenhavn V, Tlf. (01)128746 Til sölu miðstöðvarketill 3 1/2 ferm. með öllu tilheyr- andi. Gott verð. Upplýsingar í síma 16851. Jólaskeiðin 1972 komin SkólavörGustlg 3A. II. hasð. Símar 22011 — 19255. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fastelgn, þé hafið samband vifj skrifstofu vora. Fastelgnir af ðllum stærðum og gerðum fullbúnar og í ismlðum. FASTEIGNASEUENDUR Vinsamlegast látið skré fast- eignir yðar hji okkur. Áherzla lbgð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst hvers konar samn- ingsgerS fyrir yflur. Jón Arason, hdl. Málflutnlngur . f astelgnasala Kaffiskeið: Gyllt eða silfr- uð, verð kr. 495.00. Desertskeið: Gyllt eða silfruð, verð kr. 595.00. Hringið í sima 2-49-10 og pantið skeið í póstkröfu. Jón og Oskar Laugavegi 70. -=- Simi 2-49-10. fyrir góóan mai @ KJÖTIÐNADARSTÖD SAMBANDSINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.