Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur (i. desember liíTi TÍMINN 11 þar sem þeir fást við öll störf, sem lúta að viðkomandi iðngrein. Hér kemur það oft fyrir, að nemi, sem er t.d. i rafvirkjun, fæst við raflagnir mest allan þann tima, sem hann er við nám. Þá kemur það oft fyrir, að húsasmiðanemi er stóran hluta sins námstima við mótauppslátt. — Það er meðal annars af þessari ástæðu, sem við viljum láta flytja allt iðnnám inn i skólana, þar sem við teljum,að i mörgum tilfellum fái viðkomandi ekki nógu mikla innsýn i sina starfsgrein. Þrælahald — Er ekki oft erfitt að vera nemi i iðngreinum, þar sem eftir- sóknin er mikil? — Þvi er ekki að neita. Það má til dæmis benda á nema i hár- greiðslu. Meistararnir eiga að borga skólakostnað nemanna. Það kemur oft fyrir,að þeir neita að borga stúlkunum skóla- kostnaðinn, og þar að auki hafa þessar stúlkur ekki meira en sjö þúsund krónur i mánaðarkaup, þrátt fyrir það,að þær vinna einn- ig á laugardögum, og i mörgum tilvikum fá stúlkurnar ekkert borgað fyrir eftirvinnuna. Ef stúlkurnar láta sér detta i huga að kvarta við meistarann, þá er svarið oft á tiðum. — ,,Þú getur l'arið. ef þú þarft eitthvað að vera að kvarta." Þetta köllum við þrælahald. Þá getum við lika minnzt á verkfall hárgreiðslusveina — og nema i fyrravor. Ég kem meðal annars svolitið við sögu þar. seg- ir Rúnar. Þannig var. að ég hafði sæmilegan fritima um þessar mundir og aðstoðaði ég við að standa verkfallsvörð. Einn dag- inn var ég kallaður á ónefnda hárgreiðslustofu i Vesturbænum, þar sem tilkynnt hafði verið, að bæði neminn og sveinninn væru við vinnu. Ég og annar verkfalls- vörður til komumst inn á stofuna eftir mikla fyrirhöfn. Við fórum i gegnum bakdyrnar. og i bakher- bergi fundum við sveininn og nema að vinnu. Við bentum þeim á, að þeir væru ólöglega við vinnu. Þeir játuðu þvi báðir, en sögðu, að meistarinn hefði hótað öllu illu. Neminn, sem var ung stúlka var hálfgrátandi,' svo hrædd var hún við meistarann. Það var heldur engin furða, þvi að meistarinn. sem hafði verið i öðru herbergi og heyrt orðaskipti okkar kom nú inn i herbergið. Og það voru ljót orð, sem við verk- íallsverðirnir fengum. Og það var ekki nóg, þvi að meistarinn, sem var kona á bezta aldri, ætlaði nú að leggja hendur á mig og henda mér Ut. Hún gat það hinsvegar ekki. En við stóðum þarna lengi i þrasi, og seinna sagði sveinninn okkur það, að meistarinn hefði hringt i sig snemma morguns og skipaði sér að koma til vinnu. Lætin voru svo mikil i konunni i simanum, að sveinninn þorði ekki annað en að mæta til vinnu. Annars er það svo, að það er verst að vera nemi i svokölluðum þjónustugreinum., i þessum .löii Italdvin Pálsson greinum virðast meistararnir leyfa sér ótrúlegustu hluti gagn- vart nemanum. Að lokum viljum við segja. að iðnnemum finnst, að Iðnfræðslu- ráð ekki hafa staðið i sinu stykki sem skyldi. og*þess vegna viljum við að menntamálaráðuneytið yfirfari starfsemi þess. Þá viljum við hvetja iðnnema til að veita stéttarvitund sinni út- rás i sinum stéttarsamtökum. Taka virkan þátt i starfi Iðn- nemasambandsins. Berjast fyrir betri kjörum og betra námi. — ÞÓ. yfirstjórn þeirra staðnum verður fyrir af þessum sökum. Er það augljóst mál, að framkvæmd verksins verður miklu fjárfrekari með þessu móti, þegar til lengdar lætur. Heimamenn reyna þó oft að bjargast við þessi ófullkomnu mannvirki, svo að útgerð stöðvist ekki, og fá bæði fiskiskip og flutningaskip til að leggjast upp að bryggjustúfum, þar sem við- legukanturinn er aðeins örfáir metrar, alveg óvarðir, með grjót- urð við enda þeirra, engin eða lé- leg festarhöld til að bindá skipin, nema þá helzt stórgrýti uppi i fjöru. Skip eru lögð i mikla hættu með þessu, en allir vita, að það er miklu ódýrara og fljótlegra að afgreiða skip við bryggju en úti á skipalegu. Þetta skilja skipstjór- ar flutningaskipanna og láta þvi tilleiðast að leggja skip sin i nokkra hættu til að flýta af- greiðslu. Dýpi, sem upp er gefið við bryggjur eða i nánd við þær, er vart treystandi. Eins og áður seg- ir, bera straumar og sjógangur með sér möl og sand upp að bryggjum og i nánd við þær. Dýptarmælingar eru ekki gerðar reglulega til aö fylgjast með dýp- isbreytingum af þessum sökum, og þegar þær eru gerðar, fá hafn- aryfirvöld á staðnum þær ekki i hendur, og þvi siður eru þær til- gengilegar fyrir skipstjórnar- menn. Stórir grjóthnullungar liggja á sjávarbotni á siglingar- leið að og frá bryggju, þar sem grunnsævi er, en skipstjórar full- vissaðir um, að þar sé ekkert nema ægisandur. Skip hafa orðið fyrir tjóni af þessum sökum. Allir slikir skaðar, sem skip verða fyrir eða þau valda, og heimfæra má til þess.semhér hefur verið getið (ófullgerðar bryggjur, óþekktar grynningar, grjót á sjávarbotni grunnra siglingaleiða o.s.frv). eru venjulega skrifaðir á syndareikning skipstjóranna. Þeir hafa farið klaufalega eða ógætilega að. Allir aðrir eru sak- lausir eins og hvitvoðungar. Mönnum hefur ekki tekizt að komast að neinni niðurstöðu, þrátt fyrir mikil heilabrot um það, hvernig á þvi getur staðið, að vitamálastjóri afhenti vitaeftir- litsskipið Árvak i hendur óvið- komandi aðila. Skipið gegndi mikilvægu hlutverki i þágu vita mála. Það var smiðað og útbuið tækjum með það fyrir auga að gegna þessu ákveðna starfi, og, að þvi er ég bezt veit, reyndigt skipið ágætlega. Það hafði skip- stjóra og skipshöfn, sem var þaulæfð við þetta starf. Já, það væri sannarlega fróðlegt að vita, hvaða hulin öfl voru þarna að verki. Ég hefi reynt hér að framan, að bregða upp mynd af þvi ástandi, sem hafnir og hafskipabryggjur eru i, og af þvi, hvernig fram- kvæmdum við hafna- og bryggju- gerðir hefur verið háttað. Þessi mynd er þó ófullkomin og sýnir ekki nærri allt.en það yrði of langt mál i einni blaðagrein að lýsa þessu nánar. Ég tel mikið vanta á, og að mörg óbætanleg mistök hafi átt sér stað og eigi sér ennþá stað. Nú er eðlilegt að menn spyrji, hv-ernig á þessu standi, og jafn eðlilegt er, að visa þeirri spurn- ingu til þeirra, sem þessum mál- um ráða og framkvæmdum stjórna. Ýmislegt hefur þó gerzt og gerist enn, sem nokkuð má af ráða, hversvegna þetta er svona. Má þar m.a. benda á, að menn i hinum ýmsu sjávarþorpum reyna hver um sig að ota sinum tota og vilja fá sinar fiskihafnir og bryggju hér og bryggju þar. Af skiljanlegum ástæðum er ekki hægt að sinna öllum þessum beiðnum i einu. Þetta hefur þó verið reynt, og afleiðingin auðvit- að orðið eintómt kák, þ.á.m. hin- ar áður nefndu ófullgerðu og hættulegu bryggjur og hafnir. Það hlýtur að vera skylda hafna- málastjóra að meta. hvað er mest aðkallandi. og ljúka þvi verki áður en byrjað er á öðru. Það skal játað, að hér á Alþingi einnig mikla sök. Það sker allar fjár- veitingar til hafna og hafnabóta við nögl sér, og dreifir smáupp- hæðum á tugi staða, sem oft nægja tæplega til flutnings á verkfærum, verkamónnum og efni. Ég hefi áður bent á, að það eru eingöngu skipsljórnarmenn, sem hafa not af vitum og sjómerkjum, og að mestu leyti af höfnum og bryggjum. Þrátt fyrir það hafa þeiraldrei fengiðneina hlutdeild i stjórn þeirra mála eða fengið neinu að ráða um framkvæmd þeirra. Sá veit gerst.er reynir, segir málshátturinn, en reynsla skipstjórnarmanna i þessum efn- um hefur alltaf verið léttvæg l'undin. Þeir hafa ekki verið spurðir, og hafi þeir óspurðir látið i ljósi álit sitt, helur vita- og haí'namálastjóri látið orð þeirra eins og vind um eyru þjóta. Mér kemur ekki til hugar að halda þvi Iram, að allt hef'ði verið óaðfinn- anlegt i vita- og hafnamálum, þótt skipstjórnarmenn hefðu þar mestu um ráðið. En ég held þvi hiklaust og ákveðið fram, aö mörg mistök hefðu ekki átt sér stað, og margir og hættulegir ágallar, sem á bryggjum og höfn- um eru, hefðu þá ekki viðgengizt. Þeir hefðu aldrei leyft að hafa skörp horn á bryggju- og garð- endum, þeir hefðu ekki skilið við steypta eða járnklædda viðlegu- kanta óvarða. Þeir hefðu ekki skilið eftir grjóthrúgur við garð- enda. Þeir hefðu ekki látið nægja að grafa mjóar rennur meðfram viðleguköntum, svo að skip hafi þar ekkert athafnasvæði. Þeir hefðu sennilega aldrei látið Árvak af hendi sér, sem getur orðið, og hefur að einhverju leyti orðið til að tefla viðgerðir á vitum og sjó merkjum. Þeir verkfræðingar, sem verið hafa vita- og hafnamálastjórar, hafa efalaust verið hinir ágætustu menn og kunnað vel sin bóklegu l'ræði. En þeir hafa ekki haft hina gullvægu reynslu skipstjórnar- mannsins. Og þegar ég tala um skipstjórnarmenn i þessu tilliti, þá á ég við reynda skipstjóra, Framhald á bls. 19 liiinar liai'iiiiiann AUGLYSINGAbTOFA KRISTINAR l~->- 29 bjóðum við MELKA skyrtur Því MELKA býður mesta úrvalið af litum, sniðum oq mvnstrum. Einnig fleiri en eina bolvídd, til þess að ein þeirra hæfi einmitt yður. Fallegur flibbi svarar einnig kröfum yðar og ekki sakar að hann haldi alltaf formi. MELKA skyrta er vel slétt eftir hvern þvott og frágangur alltaf fyrsta flokks. Við bjóðum yður MELKA skyrtur vegna þess að þær eru klæðskerahönnuð qæða- vara á hóflequ verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.