Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 19
Miftvikudagur (i. desember 1972 TÍMINN 19 ... Framhald Vltai af bls. 11. sem hafa siglt flutningaskipum. þ.e. hinum stærri skipum meðal islenzkra skipa. Það eru hin stærri skip og skipstjórar þeirra. sem mest hafa orðið fyrir barðinu á ófremdarástandi hafnanna. Fnginn ætlast til, að skipstjórar íiskiskipa eða heimamenn á hverjum stað séu sviptir afskipt- um af þessum málum. Það er einmitt eitt af þvi. sem vantar til- finnanlega. samvinna milli þeirra aðila. sem þessi mannvirki nota. Með þvi einu möti er unnt að samræma hin mismunandi, og ef til vill að einhverju leyti óliku sjónarmið, sem hætt er við að fram komi. Að sjálfsögðu verða verkfræðingar að vera með i ráð- um. það eru þeir. sem eiga að sjá um lramkvæmd verksins, og það eru verkfræðingar. sem eiga að hafa með höndum öll tæknileg störf. er þessum málum við kem- ur. A siðasta Alþingi lagði Óalfur Þ. Þórðarson, varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum, þingsályktunartillögu fyrir sameinað þing, er hljóðaði svo. ,,Alþingi ályktar, að allar fiski- hafnir landsins verði gerðar að landshöfnum, telur eðlilegt i að framkvæmd þess verði i áföng- um’. Segja má, að með þessu sé lagt til, að allar hafriir landsins verði þjóðnýttar. En er nokkuð athuga- vert við það? Er ekki allt hér á landi að meira eða minna leyti rikiseign, þótt einstaklingar eða félög séu talin eigendur. Nú eru þrjár landshafnir á landinu. Er nokkur ástæða til þess, að ibúar þeirra staða, sem liggja að þess- um þremur höfnum, njóti meiri hlunninda en ibúar annarra sjávarþorpa? Mér finnst ólafur hafa mikið til sins máls. Allir vita, að sjávarpláss út um land eru að sligast undir þeirri byrði, sem útgjöld vegna hafnanna eru, og að útgerð þar berst i bökkum af sömu sökum. Það er fleira i hafnalögunum, sem þarf að breyta en eignarhald á hölnum. Það þarf einnig að breyta þeim i þá átt, að skip- stjórnarmenn fái ráðið nokkru um vita- og hafnamál, eins og rætt hefur verið um hér að fram- an. Það ástand, sem nú rikir — og rikt hefur - er algerlega óviðun- andi. Ég skora á skipstjórnarmenn stærri skipa að láta sér ekki nægja lengur að tala um þetta ófremdarástand i sinum hóp og hrista höfuðið yfir þvi, heldur að hefjast handa og reyna að fá úr þvi bætt. Verða þeir þá að vera vel á verði gegn flugumönnum, sem sendir kunna að verða til að spilla málinu. .Jón Eiriksson Á víðavangi Framhald af bls. 3. hafnir, t.d. með verðmismun eins og Norðmenn gcra. Öruggt má telja, að loðnu- veiðar verði á komandi vetri stundaðar af mun fleiri skip- um en nokkru sinni fyrr. Ber þar einkum tvennt til. i fyrsta lagi hátt verðlag og i öðru lagi útlit fyrir mikla loðnugengd. Aflaaukning af þessum sökum ætti að geta orðið veruleg þeg- ar þar við bætist, að i fyrra kom loðnan mjög snemma og töpuðust einhverjir tugir þús- unda tonna vegna þess, aö bátar voru almennt ekki til- búnir til veiða svo snemma. Knda þótt margt sé óvisst um loðnugöngur og veiði- möguleika á komandi vetrar- vertið og að mörgu leyti erfið- ara að spá um veiðar hennar en margra annarra fiskteg- unda, benda allar likur til góðra möguleika á aflaaukn- ingu frá siðasta ári, sem þó var metár. Hve mikilli aukn- ingu má gera ráð fyrir i smá- lestum, er hins vegar erfitt að segja fyrir um meö vissu. Veröi veðurfar i meðallagi, virðist sanngjarnt aö reikna með um 10(1 þúsund smálesta aukningu. Allt aö 150 þúsund smálesta aukning, eða þaðan af meiri er möguleg, en til þess að svo megi verða, virðist þurfa óhóflega mikla heppni". —TK Framhald af 8. siðu. ana. þar sem fram færi 3ja ára verklegt og bóklegt nám. auk ákveðinnar starfsreynslu á vinnustöðum. Gert væri ráð fyrir, að iðnskólarnir yrðu rikisskólar. Hann sagðist 'hafa leitað eftir þvi að fá sérstakan mann i menntamálaráðuneytið til að vinna að þessari endurskipulagn- ingu. en ekki enn fengið heimild ..bremsunefndar" til þess. Það væri hins vegar nauðsynjamál. Þá kvaðst ráöherra vera að skipa tvær nefndir. Aðra til að endurskoða iðnfræðslukerfið, og yrði Guðmundur Einarsson, verkfræðingur formaður hennar. Hin nefndin ætti að semja frum- varp um tækniskóla, og væri Sveinbjörn Björnsson formaður nefndarinnar. Ættu nefndirnar að geta hafið störf um næstu áramót. Háðherra sagði, að verknám yrði að njóta jafn mikillar virð- ingar og bóklegt nám. Auk þess yrði kerfið að vera þannig, að engar blindgötur mynduðust. Nefndi hann fjölbrautarskóla i þvi sambandi, þar sem um sam- einingu verknáms og hefðbundins akademisks náms væri að ræða, og myndi flutt siðar frumvarp um heimild til að setja slika skóla á fót. Þórarinntaldi, að málið stefni i rétta átt með nefndaskipunum ráðherra. Taldi hann mjög mikil- vægt, að störfum nefndanna yrði hraðað, svo málið gæti komið fyr- ir næsta alþingi. Hann minnti á, að undanfarin ár hefði alþingi mesta rækt lagt við að efla menntaskóla og Háskólann, en nú væri verknámið, næst á eftir grunnskólafrumvarpinu, mikil- vægasti þátturinn, sem alþingi þyrfti að fjalla um i skólamálum. Pétur Pétursson (A),tók undir orð fyrri ræðumanna um nauðsyn þess að efla iðnfræðslu i landinu mjög. Mcnntamálaráðherra itrekaði, að brýnasta vandamáliö i skóla- málunum nú væri að lyfta verk- og tæknimenntun á hærra stig, svo það nám væri i engu eftirbát- ur annars náms hvorki i aðstöðu eða áliti manna. Seðlabankinn afabTsh8ld sjávarútvegur 590 millj., iðnað- ur 140 millj. og önnur atvinnu- starfsemi 28 millj. 1. janúar 1972 námu endur- kaupin 2051 millj., og skiptist þannig: landbúnaður 1019 millj., sjávarútvegur 796 millj., iðnaður 166 millj., og annað 70 millj. 1. október siðastliðinn námu endurkaupin 2348 milljónum. Þar af fékk landbúnaður 744 millj., sjávarútvegur 1347 millj., iðnaður 167 millj. og önn- ur starfsemi 90 millj. Gylfi Þ. Gislason (A) sagði, að nú væri spurt af stjórnar- sinna um bundið innistæðufé i Seðlabankanum eins og það væri eðlilegur hlutur, en þessi binding hefði verið eitt helzta árásarefni á sig á 12 ára við- reisnartimabili. Nú væru öll stóru orðin þar um gleymd. Þórarinn benti á, varðandi endurkaup afurðavixla, að tölurnar bæru með sér, að iðnaðurinn hefði farið mjög halloka i samanburði við aðra atvinnuvegi. Hann benti m.a. á, að á árun- um 1956-’58 hafi endurkaup Seðlabankans á afurðavixlum sjávarútvegs og landbúnaðar numið 67%, en næmi nú aðeins 58%. Hann kvaðst enn þeirrar skoðunar, að það væri ekki heillavænlegt að hrúga saman fé i Seðlabankanum á meðan fjárfestingasjóðir væru hálf- tómir. hreinar úttlutningstekjur sem gætu aukizt frá 55 milljónum króna upp i 140 milljónir króna á ári miðað við fulla stærð. Tekjur hins opinbera af seldri þjónustu og beinum sköttum fyrir- tækisins gætu numið um 7,8 milljónum á ári i byrjun og aukizt upp i 20 milljónir við íulla sta'kkun verksmiðjunnar. \innsla 1 i)74 í viðræðum hafa fulltrúar hins skozka lyrirtækis lagt rika áherzlu á það að orðið geti úr kaupum á 4000 tonnum af þang mjöli frá þangmjölsverksmiðju á Reykhólum á árinu 1974. Ef það reynist ekki unnt verður fyrirtækið að gera aðrar ráð- stafanir i hráefnisútvegun sinni. Með tilliti til þessara naumu timamarka þari' að hefja undir- búning hið allra fyrsla, þannig að hægt verði að taka ákvörðun um byggingu og panta tæki fil verksmiðjunnar i marz-april 1973 og hefja framkvæmdir við vega- og hafnargerð svo fljótt sem aðstæður leyfa eftir það. Undirbúningsfyrirtæki þvi sem frumvarp þetla fjallar um, er ætlað að sjá um undirbúning þessa máls, þannig að hægt sé að standa við ofangreinda tima- — PÓSTSENDUM — áætlun og jafnframt tryggja eðlilega meðferð málsins vegna endanlegrar athugunar á hag- kvæmni og ákvörðunartöku um framkvæmd." 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Sýslu- og sóknarlýsingar Eyjafjarðarsýslu Eyfirzk frœði II rituð 1839-1854, er fyrsta bók Sögufélags Eyfirðinga. Fæst í Bókaverzlun Sigfúsar Ey mundssonar, Austurstræti 18, Reykjavik. Afgreiðsla til áskrifenda (félagsmanna) er í Verzluninni Fögruhlíð á Akureyri, simi 96-1-23-31. Sögufélag Eyfirðinga VEUUM ISLENZKT-/W\ ÍSLENZKAN IÐNAÐ \M§/ H Intemational INTERNATIONAL HARVESTER 354 444 BÆNDUR! BÆNDUR! Nú er kominn timi til að, panta traktorinn fyrir vorið. Eigum 38 og 45 hestafla traktora væntanlega — hag- stætt verð frá 315 þús. með fullkomnum búnaði. Þörungar Framhald af bls. 8. Notfærið ykkur góða fyrirgreiðslu kaupfélaganna. 10% endurheimtu af stofnfé á undan sköttum og vaxta- greiðslum. Til að gera þennan rekstur mögulegan, þarf hið opinbera að leggja i fjárfestingu vegna hafnarmannvirkja, vega- gerðar, jarðhitavirkjunar og raflinu, sem áætluð er um 60 milljónir króna. Tekjur fyrirtækisins yrðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.