Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 6. desember 1972 ALÞINGI Umsjón: Elias Snæland Jónsson Fjölmennt á þingpöllum við umræður um iðnfræðsluna: Iðnaðarnámið verði metið til jafns við menntaskólanámið - sagði Þórarinn Þórarinsson (F) — ,,Það er mjög mikilvægt, að iðnaðarnáminu verði skipaður sizt óvirðulegri sess i skólakerfinu en menntaskólanáminu", — sagði Þórarinn Þórarins* son (F) i umræðum um iðnfræðsluna á alþingi i gær, en þingpallar voru þéttskipaðir ungu námsfólki, sem kom til að fylgjast með umræðu um þetta mál. Umræðurnar fóru fram i tilefni af fyrir- spurn frá Þór- arni Þórarins- syni til menntamála- ráðherra. Var spurt, hvaða ráðstafanir rikisstjórnin hafi i undirbún- ingi til að efla og auka iðnfræðsl- una. Þórarinn minnti á það, er hann fylgdi fyrirspurninni úr hlaði, að iðnaðarráðherra hefði nýlega skýrt frá bráðabirgðaiðnþróunar- áætlun, þar sem stefnt væri að þvi, að iðnaðarvörur yrðu um 60% af útflutningi innan 10 ára. — Vissulega er mikilvægt að stefna að þessu markmiði, þvi að áhættusamt er að byggja á sjávarútvegi, sem næstum eina útflutningsatvinnuveginum, — sagði Þórarinn. — En eigi þetta markmið hinsvegar að nást, þarf að gera margþættar ráðstafanir og sennilega er ekkert mikilvæg- ara en að efla verkkunnáttuna. Reynslan annars staðar frá bend- irótvirætt til þess, að heilbrigður og vaxandi iðnaður byggist fram- ar öðru á þekkingu og verk- kunnáttu. Þviþarf á næsta áratug að gera stórfelldar ráðstafanir til aukinnar verkmenntunar á sviði margvislegra iöngreina. Hér er ekki aðeins um að ræða að efla þá iðnfræðslu, sem fyrir er, held- ur að gera hana miklu fjölþættari og láta hana ná til iðnverkafólks og svonefndrar fullorðinsmennt- unar. Vel má vera, að til þess að ná þessu marki þurfi að gera róttækar breytingar á skólakerf- inu. Það er t.d. mjög mikilvægt, að iönaðarnáminu verði skipaður sizt óvirðulegri sess i skólakerf- inu en menntaskólanáminu, eða t.d. að steypa menntaskólunum og iðnskólunum saman, eins og Norðmenn stefna nú að með nýrri skólalöggjöf. Magnús Torfi Ólafsson, menntamála- ráðherra, m i n n t i á skýrslu nefnd- ar, sem fjallaði um nýskipun verk- og tækni- menntunar i landinu. Þessi nefnd gerði ráð fyrir endur- skipulagningu iðnnámsins i heild. Námið yrði allt flutt inn i iðnskól- Framhald á bls. 19 Sjónvarp á Vesffjörðum: 109 bæir með óhæf eða slæm móttökuskilyrði A Vestfjörðum eru 82 bæir, sem hafa óhæf skilyrði til mót- töku sjónvarps, og 27 bæir, scm hafa slæm móttökuskil- yrði. Kf fjármagn vcrður fyrir hcndi, mun framkvæmanlegt á næsta ári að reisa :i-4 stöðv- ar, sem ná til :t0 bæja með óhæf móttökuskilyrði og 10 bæju/Sem hafa slæjtfhuHtöku- skilyrði, — safíði MHÉ Torfi ólafsson, mennta^raíaráð- hcrra, á alþingi i gær. Ráðherran upplýsti þetta i svari við fyrirspurnum frá Karvcl Pálmasyni (SFV) um sjónvarp á Vestfjörðum. Fram kom, að af þeim 82 bæj- um, sem hafa óhæf skilyrði, eru flestir i Strandasýslu eða 32, en 21 i N-Isafjarðarsýslu, 17 i V-Isafjarðarsýslu og 12 i Barðastrandasýslu. . Karvel sagði augljóst, að allmikill fjöldi bæja á Vest- fjbrðum, eða yfir 100 talsins, hefðu óhæf eða slæm móttöku- skilyrði. Von væri til, að úr rættist með 40 bæi ef fjármagn væri fyrir hendi, eins og ráð- herra orðaði það, og treysti hann þvi, að rikisstjórnin tryggði það fjármagn. Steingrimur llermannsson ' (F)sagði, að 98% landsmanna hefðu sjónvarp. Þau 2% sem ekki hefðu sjónvarp, væru af- skekktustu byggðirnar, þar sem fók gæti ekki notið marg- vislegs^élags- og menningar- lifs fjiíroýlisins og hefði þvi meiri þörf fyrir sjónvarp en margir aðrir. Lagði Stein- grimur áherzlu á, að þétt- bý'íisfólk legði meira af mörk- um til þess að fullnægja þörf- um þeirra, sem verst væru settir i þjóðfélaginu og af- skekktastir væru. Ekki væri hægt að grundvalla allar að- gerðir á arðsemissjónarmið- inu einu. Deilt um kennslu- skyldu prófessora ,,Fá 62 þúsund á mánuði fyrir 4-6 sfunda kennsluskyldu", sagði Karvel Pálmason (SFV) - ,,Talað af mikilli vanþekkingu", sagði Bjarni Guðnason (SFV)! Umræður urðu I sameinuðu þingi í gær um kennsluskyldu prófessora við liáskóla Islands og um rannsóknastörf þeirra, vegna fyrirspurnar frá Karvel Palmasyni (SFV) til menntamálaráðherra. Kom fram hjá ráðherra, að vilji væri fyrir því hjá ráðamönnum Iláskólans, að settar verði fastari og ákveðnari reglur um þessi mál. Magnús Torfi ólafsson menntamálaráðherra minnti i upphafi á ákvæði laga um Háskólann þess efnis, að Há- skólaráð skuli ákveða kennslu- skyldu einstakra kennara. Það væri þvi ekki um neina ákveðna reglu fyrir alla háskólakennara að ræða. Hins vegar væri í kjara- samningum rikisins við opin- bera starfsmenn m.a. ákveðið, að 40-60% af starfstima prófessora skyldi fara i kennslu, undirbúning kennslu og stjórnunarstórf, en afgangurinn i rannsöknastörf. Ráðherra sagði, að það væri nokkuð ákveðin hefð, að prófessorar skyldu halda 6 fyrirlestra á viku. Talið væri, að undirbúningur hvers fyrir- lesturs tæki fjórar stundir, þannig að samkvæmt þvi væri þessi kennsluskylda 24 stundir á viku. Varðandi rannsóknastörfin sagði ráðherra, að prófessorar skiluðu ekki skýrslum um rann- sóknastörf sin um fram það, sem birtist i ritskrá um rit háskólakennara, sem gefið væri út með nokkurra ára millibili. Karvel Pálmason (SFV)kvað augljóst, að Haskólaráð ákvæði kennsluskyldu prófessora. I Háskólaráði væru að yfirgnæf- andi meirihluta prófessorar, þannig, að þeir ákvæðu sjálfir sina kennsluskyldu. Sér skyldist, að raunveruleg kennsluskylda við Háskólann væri 4-6 klukkustundir á viku. Siðan kæmu rannsóknarstörf, sem ekkert eftirlit væri með. Fyrir þetta fengu prófessorar 62 þúsund krónur á mánuði. Þingmaðurinn sagði, að miðað við 4-6 stunda kennsluskyldu þyrfti 10-12 prófessora til að skila álika starfi og einn barnaskóla- kennari afkastaði. Bjarni Guðnason (SFV) kvað augljóst, að Karvel hefði ekki mikla þekkingu á þvi, sem hann hefði talað um. Fjallaði hann um rannsóknarþáttinn i starfi prófessora og siðan um það mikla starf, sem færi i undir- búning fyrirlestra. Sagðist hann sjálfur stundum vera 1-2 daga að undirbúa fyrirlestur. Ekki væri hins vegar von að Karvel skildi það. Menntainálaráðherra itrekaði, að fullur vilji væri fyrir þvi meðal ráðamanna Hdskólans, að þessum málum væri skipað á fastari og ákveðnari hátt en nú er. Sfj'órnarfrumvarp: Þörungavinnsla að Reykhólum '74 Lagt var fram á alþingi I gær frumvarp til laga um undirbúning þörungavinnslu að Reykhólum, Fclur það i sér, að rikisstjórnin beiti sér fyrir stofnun hlutafclags, sem hafi það að markmiði að kanna aðstæður lil að reisa og reka vcrksmiðju til þörungavinnslu að Kcykhólum við Breiðafjörð og stuðla að þvi, að sliku fyrir- tæki verði komið á fót. A.m.k. 51% af hlutafé félagsins skal vcra i cigu ríkisins og rikið skal cinnig hafa nieirihluta i stjórn þcss. I frumvarpinu er gert ráð fyrir, aðríkisstjórnin leggi fram 10 milljónir sem hlutafé, og veiti rikisábyrgð fyrir láni eða lánum að f járhæð samtals 10 milljónir. 1 greinargerð segir m.a. Vlarkaður fyrir þangmjöl „Athuganir, sem fram hafa farið á vegum Rannsóknaráðs rikisins og einnig fyrirtækisins Sjávaryrkjan h.f. hafa hins vegar leitt i ljós mikinn áhuga á kaupum á þangmjöli, bæði til landbúnaðarnota i Bandarikj unum og alginframleiðslu i Skotlandi. Skozkt fyrirtæki, Alginate Indrusties Ltd., hefur staðfest i bréfi til Rannsókna- ráðs rikisins, sem fylgir hér með, þann vilja sinn að kaupa 4000 tonn af þangmjöli árið 1974, sem aukist i allt að 10.000 tonn siðar. Boðið er upp á 10 ára endurnýjanlegan samning um kaup og tæknilega aðstoð við að koma fyrirtækinu á fót. A grundvelli þessa tilboðs hefur Rannsóknaráð rikisns látið gera áætlun um fram- leiðslu 4000 tonna á ári af þang- mjöli, en talið er liklegt, að þangmið á Breiðafirði geti staðið undir a.m.k. 10.000 tonna framleiðslu á ári af þangmjöli. Stofnkostnaður við þangmjölsverksmiðjuna er áætlaður nálæg't 128 milljónir króna. Rekstrarkostnaður er áætlaður um kr. 43.1 milljón á ári, eða 10.800 kr./tonn miðað við 4000 tonna ársframleiðslu. Söluverðmæti er áætlað 55,9 milljónir króna. Þetta svarar til Framhald á bls. 19 Valkostir til þingmannanna Formönnum stjórnarand- stöðuflokkanna var i gær sent einlak af áliti Valkostanefndar, sem trúnaðarmál, og þingmenn iiiiiiiti fá álitið i dag eða morgun, — sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, á alþingi i gær. (iylfi Þ. Gislason (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i sam- einuðu þingi, og bar fram þau eindregnu tilmæli, að stjórnar- andstaðan fengi einnig eintök af áliti nefndarinnar, svo hún gæti sem bezt gert sér grein fyrir ástandi og leiðum i efnahags- málum. Forsætisráðhcrra upplýsti, eins og áður segir, að álitið væri á leiðinni til formanna stjórnar- andstöðuflokkanna, en i dag eða morgun urðu nægilega mörg eintók af skýrslunni tilbúin til þess að hægt væri að afhenda öllum þingmönnum nefndar- álitið. Bindingin í Seðlabankanum: Nam 4.5 milljörðum 7. októher Bundið innistæðufé i Seðla- bankanum nam 1. október siðastliðinn rúmlega 4583 milljónum króna, að sögn Lúð- viks Jósefssonar, viðskiptaráð- herra, á alþingi i gær. Kom þetta fram i svari ráð- herrans við fyrirspurn frá Þórarni Þórarinssyni (F). Þórarinn spurði einnig um endurkaup bankans á afurða- vixlum, og kom þá m.a. eftir- farandi fram i svari ráðherra: 1. janúar 1971 námu endur- kaupin 1743 milljónum, og skipt- ist þannig milli atvinnuvega: landbúnaður 984 milljónir, Framhald á bls. 19 Sameining Útvegs- og Búnaðar- banka? Bankanefndin skilar álifi fyrir áramót Nefnd sú, sem viðskiptaráð- herra skipaði til að gera tillögur iiiii endurskipulagriingu banka- kerfisins með fækkun banka i huga, mun væntanlega skila áliti sinu fyrir áramótin, að sögn Lúðvfks Jósefssonar, við- skiptaráðherra. Þetta kom fram i svari ráð- herrans við fyrirspurn frá Bjarna Guðnasyni (SFV) og skipun og störf þessarar nefnd- ar. Ráðherra sagði, að nefndin hefði komið saman til fyrsta fundar 2. júni s.l., og haldið 14-15 fundi. I siðasta mánuði hefði nefndin þegar náð samkomulagi um meginatriðí væntanlegra til- lagna, en endanlegt nefndarálit myndi liggja fyrir um áramótin, eins og upphaflega var stefnt að. Ráðherrann kvaðst ekki sam- þykkur þvi, að starfsfólk banka ættii rétt á þvi umfram aðra landsmenn að fá aðild að banka- ráðum, og myndi hann þvi ekki beita sér fyrir slikri breytingu. Bjarni Guðnason kvaðst van- trúaður á, að hægt væri að breyta rótgrónu kerfi með þvi að skipa nefnd þeirra manna sem þegar væru i kerfinu. Væri þessi nefnd dæmi um, hvernig ekki ætti að skipa nefnd. Hann lagði áherzlu á, að starfsfólk ætti að fá aðild að bankaráðum, og að auglýsa ætti bankastjórastöður. Þá kvaðst hann hafa heyrt, að nefndin hefði helzt i huga sam- einingu Útvegsbankans og Búnaðarbankans,' en taldi, að ráðning nýs bankastjóra við Út- vegsbankann nú nýverið væri ekki merki um, að útlit væri fyr- ir slika sameiningu á næstunni. Framkvæmdaáætlun fyrir Norðurland vestra og Strandir Framkvæmdastofnun rikisins vinnur nú að undirbúningi framkvæmdaáætlunar fyrir Norðurlandskjördæmi vestra og Strandir, og er svonefnd Skaga- strandaráætlun upphaf þeirrar áætlunargerðar. Þetta kom fram i svari ólafs Jóhannessonar, forsætisráð- herra, við fyrirspurn frá Pétri Péturssyni (A) i sameinuðu þingi i gær' um gerð þessar áætlunar. Forsætisráðherra kvað erfitt að segja til um, hversu langan tima áætlunargerðin tæki, en samkvæmt reynslu við slika áætlunargerð mætti búast við, að það tæki a.m.k. eitt ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.